Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Upplýsingar um vélar
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Höskuldsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.10.2008 at 00:20 #203063
Gott kvöld hér, er einhver sem getur sagt mér hvort hægt sé að skoða númer á 350 vél og finna einhverstaðar á netinu hvaða árgerð hún er og fyrir hvaða bíl hún var framleidd?
kv Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.10.2008 at 00:26 #631138
hvor vitleysan sé nú gáfulegri að setja twinturbo eða bara blower á svotil orginal 350 cub vél sem er 4 bolta og ég er ekki búinn að finna meira út um mótorinn, en það stendur til bóta
15.10.2008 at 12:09 #631140það er númer á blokkinni aftan við kveikjuna sem heitir casting numer en þú horfir beint ofan á númerið þegar þú horfir ofaná vélina að aftan örlítið nær bílstjóra hlið rétt við samskeytin á kúplingshúsi og motor ég veit ekki hvernig ég get líst þessu betur en ef þú googlar þessu númeri á netinu td. "sbc casting numbers" þá ættirðu að finna allt um vélina
en sambandi við að setja turbo á svona vél ´þá þekki ég ekki hvernig það er að setja á standard vél en efast um að það sé æskilegt
kv. Kristján
15.10.2008 at 17:22 #631142ég er amk einhverju nær um vélina, en það fer svakalega eftir hverja maður talar við hvað eða hvort maður eigi að setja blásara á vélina en twinturbo bolton kitt er mjög spennandi þar sem vélin hjá mér er með 8 í þjöppu í mesta lagi og efast um að hún nái því svo twinturboið er spennandi kostur að prufa
kv Gísli
15.10.2008 at 18:49 #631144svo er náttúrulega bara spurning hvernig þú ætlar að nota vélina en ef þú ætlar að hafa twinturbo (afgasturbinur) þá ertu með mesta aflið á háum snúning en ef þú setur blower (supercharger) þá kemur hann miklu fyrr inn sem henntar betur í jeppa
kv. Kristján
16.10.2008 at 00:52 #631146Skil ekki afhverju menn halda alltaf að túrbínur séu bara á einhverjar hásnúnings vélar? ef menn vilja afl á lágum snúning þá er bara lítið mál að fá sér aðeins "minni" túrbínu, svo nýtir túrbínan líka afgasorkuna til að blása inná, á meðan blower tekur afl af sveifarásnum til að blása.
.
Vel valin túrbína "á" alltaf að vera betri kostur en blower.
Svo eru þetta trúarbrögð eins og allt annað
16.10.2008 at 09:33 #631148en hvernig er það með trbinus sem eru boltonkit sem eru gerðar fyrir 350 það kemur allt með þeim þannig að á ekki að vera hægt að stilla þær þannig að þær komi inn á mjög lágum snúning og jafnvel svert púst með lítilli mótstöðu svo bínurnar komist fljótt á snúning, er kanski hætta á að þær fari á yfirsnúning???
17.10.2008 at 13:38 #631150venjulega er Wastegate ventill á svona túrbó dóti til að einmitt koma í veg fyrir að bínurnar snúist of mikið, ef það fylgir ekki kittinu er hægt að kaupa þannig búnað stakann og bæta við.
.
Undantekningin á þessu er t.d. eldri Cummins vélar en þar er búnaðurinn bara hannaður þannig að vélinn á ekki að geta yfirsnúið bínunni.
17.10.2008 at 20:09 #63115217.10.2008 at 23:33 #631154Til að fá powerið inn snemma þarftu að matcha blowerinn eða bínurnar við vélina
T.d T28 eða T30bínur Garrtett eru fínar á 350std en 2stk er overkill nema þú sért með stimpla gerða fyrir aukin hita frá aflinu sem þær búa til sem og aðrar breytingar.MM stærð á inlet og outleti sem og A/R ratio spilar þar inní hvaða bínur þú vill og hvenær þær koma inn því þær eru drifnar af afgasinu svo magn og hiti afgassins stórna því hvar þær koma inn á snúningssviðinu
Blower er annað mál þar sem hann er reimdrifinn og fylgir snúningi mótors til að þrýsta loftinu inn.það eru til nokkrar tegundir blásara. T.d Positive displacement blásarar(gömlu Detroit 8-71 og þeir allir) þá kemur boostið inn frá 1rpm og upp,Fullt af tq niðri en nýtning á blásaranum fellur því hraðar sem þú snýrð honum útaf hitun á loftinu sem hann þjappar
Þetta er algerlega sýnishorn af mismuninum á SC og Turbo og svoina pælingum,ef þú ætar að setja annaðhvort á vélina þarfti að breyta henni til að hún endist e-h,ef ekki þá fer hún fljótlega þvi hæð stimpilhringjana er of há á þeim orginal ofl sem spilar inn í
18.10.2008 at 09:17 #631156Sæll Gísli. Ég er í sömu pælingum og þú. Er með óbreitta vél sem mig langar að fá fleiri hö út úr. Hvað er svona turbo kitt að kosta, þegar ég var að velta þessum málum fyrir mér siðasta vetur þá leit best út að stróka vélina í 383, var einna ódýrast, en núna hefur gengið farið með allar svona pælingar út og suður! Í hvað er vélin ætluð? Í mínum er hún í 3t 44" bíl og með beinskyftingu. ´
eg er mest að hugsa um að fá tork. Var með þann draum að fá mér óbreytta 454 og setja í en hún er frekar dýr.
kv Stefán
18.10.2008 at 10:51 #631158Ég veit um svona kit á 220.000 en það er ekki alveg með öllu en flestu sem þarf, ég ætla að vera á 38" og sjá til hvernig það verður í vonandi ekkið þyngri 2.5 t bíl, ég er búinn að fara í ansi marga hringi líka og eftir hvern hring hefur plássið minnkað í skúrnum, er 454 ekki svo þungur mótor? en ég ætla að nota 350 og veit ekki hvar ég enda í sambandi við að auka aflið á henni en kosturinn sem ég sé við hana er að hún er létt og mjög auðvelt að fá allt sem maður vill í hana, er með edelbock 600 blöndung og svo er í skúrnum tpi innsp sem er ný upptekin og allt nýtt í henni og veit ég ekki ennþá hvernig þetta endar hjá mér en ég tími ekki að rífa 350 sem ég á því hún er nýlega upp tekin og þá væri betra að fá 383 og taka hana í gegn. en ég veit ekki hvaða væll þetta er í manni…. ekki vældi maður á hilux með 2.4 í húddinu
kv Gísli
18.10.2008 at 13:21 #631160Veit ekki hvað þessi vél er þung en hún er orginal í sumum suburban. Ég er mel loftpúða að framan svo þyngdin yrði ekki vandamál af þeim sökum en þetta eru óhemju skemtilegar torkvélar. Sé að þú ert að skifta út Subba boddý, hvernig er það, ílla ryðgað? Ég er kominn með minn í skúr og stendur til að taka boddý í gegn ásamt fleira, fer sennilega í að stækka hjólbarðana! Minn bíll stendur í 2,8 fullur af bensíni en ekkert annað, mér finnst nú trúlegt að þú munir enda í 3 tonnunum með öllu, en er þetta sjálfskyft og með 208 ál millikassa?
Kv Stefán
18.10.2008 at 14:36 #631162þetta er sjáfskift með 208 millikassanum en ég ætla að nota 203 kassa, boddyið er með riðgað gólf á 3 farrymi en annars ekki mikið rið og er í dag ekki einusinni viss hvort þessi grind verði notuð
18.10.2008 at 14:59 #631164ertu búinn að tala við Brynjar sem er að auglýsa hér 454 með skiptingu ? [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=jeppar/32379:2s6w42tr][b:2s6w42tr]Aulýsingin[/b:2s6w42tr][/url:2s6w42tr]
18.10.2008 at 15:07 #631166Nei, er búinn að setja vélarskyfti á hilluna í bili. Ef grindin er ekki slæm, þá er þetta fín grind, er opinn og þar með auðvelt að sjá ef hún er byrjuð að ryðga og einfaldara að laga ef svo er, svo er hún líka léttari fyrir vikið.
Kv Stefán
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.