Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Upplýsingar um Trooperinn
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 21 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2003 at 22:28 #193213
AnonymousGetur einhver gefið mér gagnlegar upplýsingar um Trooperinn?
Ég veit ekki mikið um bílinn…
Ég er alveg nýr í jeppaheiminum…
Hvernig er hann samanborið við Land Cruiser til dæmis?
Er eitthvað sérstakt sem er viðkvæmt í bílnum?
Bara allt sem er gott að vita er velþegið!!Takk kærlega fyrir hjájpuna.
Cédric
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2003 at 16:07 #481208
Til viðbótar: Veit einhver eitthvað um Isuzu Ascender, sem er a.m.k. á Bandaríkjamarkaði í tveimur útgáfum, nú og svo Isuzu Axiom? Ætli þessir bílar hafi eitthvað verið fluttir til Íslands? Ef ég er ekki að misskilja eitthvað, þá er þessi Ascender á svipuðum grunni og Chevy Trailblazer, svona áþekkt og Rodeo, sem er líka á markaði sem Opel Frontera og einhver Vauxhall útgáfa í UK held ég. Þessi Ascender er byggður á grind, skilst mér og með millikassa. Vel að merkja – ef ég hef ekki misskilið eitthvað sem vel má vera. Því miður get ég lítið sagt cédric um Trooper, hef ekki (enn) átt svoleiðis bíl.
24.11.2003 at 01:33 #481210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Isuzu Ascender er sami bíll og Chevy Trailblazer, enda bæði fyrirtækin hluti af General Motors. Verulega mikið flykki langur og rúmgóður, grind millikassa, sjálfstæð fjöðrun að framan en hásing með gorma fjöðrun að aftan.
Isuzu Axiom er alfarið Isuzu. Vélin er 3.5l V6 eins og í nýrri Rodeo og Trooper (sem ekki er lengur í boði í USA). Fallegur bíll svipaður að stærð og Rodeoinn og er auðvitað á grind með millkassa. Hásing að aftan, sjálfstæð fjöðrun að framan.
Sjá á heimasíðu [url=http://isuzu.com/:10lgg8gp]http://isuzu.com/[/url:10lgg8gp]
[url=http://isuzu.com/axiom_specs.jsp:10lgg8gp]axiom[/url:10lgg8gp]
[url=http://isuzu.com/ascender_specs.jsp:10lgg8gp]ascender[/url:10lgg8gp]
24.11.2003 at 11:46 #481212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Á ekki svona bíl sjálfur en hef tekið reglulega í svona grip. Eru ágætisbílar, mér persónulega finnst dísilvélin skemmtileg í keyrslu. Það eina sem ég veit og hef út á að setja er að mér finnst millikassinn vera "fullsíður", þ.e. skagi langt niður. Það þarf að passa sérstaklega vel upp á smurolíumagnið, þessi vél er mjög næm fyrir lágum smurþrýsting og fer einfaldlega ekki í gang ef hann fellur niður fyrir ákveðin mörk, en rýkur síðan í gang ef bætt er á smurolíu. Hálfhissa að enginn hafi svarað þér ennþá, þekki ekki til styrkleika drifa, ímynda mér að rafmótors tilfærslan á millikassanum/framdrifinu sé ekki besta útfærsla sem til er.
En hey! hvað veit ég sem ek um á eldgömlum Nissan.
Björgólfur.
24.11.2003 at 12:52 #481214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er búinn að eiga Trúper í 3 ár ,kemur vel út ,þægilegur að ferðast í ,drífur helling og skemmtileg vinnsla í vélinni.
Þekki marga Trúper menn og allir þokkalega sáttir heyrist mér.
Þeir bila nátturulega eins og aðrir bílar og þurfa sitt viðhald.
Enn í heildina séð sterkbygður, traustur,og þægilegur jepppi.
Var búinn að eiga Hilux áður og Trúperinn er allt annar í innanbæjarakstri, er lipur og leggur vel á ,er hreinlega eins og fólksbíll í bæjarsnattinu.
Varðandi samanburð við Land Cruiser 90, tel ég örlítið meira vélarafl í Trúper ,ekki verið vandamál með framdrifið í Trúper svo ég viti, Dana 60 aftan = gott,en örugglega ekki gallalaus bíll.Kveðja Siggi.
24.11.2003 at 18:19 #481216
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
Trooper eru alveg ágætis bílar, þeir bila náttúrulega eins og aðrir, persónulega finnst mér 90 krúserinn mikið skemmtilegri en Trooperinn. 3.0 lítra D-4D vélin er alveg rosalega skemmtileg. Þrælvinnur og kraftar bara ótrúlega.Og Siggi, get nú ekki verið sammála því að það sé meira afl í Troopernum. Langt í frá!! Ég mæli frekar með LC90 en Trooper. Alltof mikill Toyotu kall til að segja eitthvað annað.
Ég er búinn að eiga 3 LC90 og einn LC120 og allt eru þetta afbragðsbílar. Þetta með framdrifið er svoldið ýkt. Jú það er að fara hjá mörgum en ég komst áfallalaust í gegnum þetta. Bara að læsa alltaf háadrifinu þegar á reynir og svo virðist að beinskipting fari betur með framdrifið en sjálfskiptingin.
Jónas
25.11.2003 at 10:02 #481218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hæ!
Takk fyrir það…
Finnst ykkur Trooper eða LC90 með 35" eða 36" breytting nog til að fara á fjöll og á jökli?
Eða er 38" breytting miklu betri?Takk Takk
Cédric,fransmaður á Íslandi…..
25.11.2003 at 11:28 #481220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki spurning um að á þetta þungum bílum ertu mun betur staddur á 38" og öruggari. Hvað er nóg er alltaf svolítið teygjanlegt og þú getur örugglega komist ýmislegt í góðum hóp á jafnvel 35". En ef færið þyngist og þú lendir í miklum nýföllnum snjó ertu með minna flot þannig búinn og getur verið í basli.
Eins og með annað er þetta spurning um þínar þarfir og ferðavenjur.
Ef þú vilt geta skroppið einn og einn dagstúr að vetri í góðu veðir, t.d. á Langjökul, skrepp inn í Landmannalaugar eða álíka ferðir geturðu komist vel af með 35". Fullt af mönnum fara svona túra án mikilla vandamála, þó stundum þurfi þeir að hafa meira fyrir því en 38" bílarnir. Hins vegar ef þú vilt ferðast mikið og vera klár í lengri ferðir þar sem þú þarft að vera undirbúinn undir skyndilegar breytingar á veðri og færð lengst inn á hálendinu, þá finnst mér ekki spurning að þá þarftu 38". Það er ekkert grín að vera kominn inn á miðhálendið á tveggja tonna bíl á 35" og lenda í krapa, snjóbyl og sitja fastur í öðru hvoru spori.
Kv – Skúli
25.11.2003 at 11:52 #481222Siggi,
Ma mamamamama á ekki eitt einasta orð: "drífur helling"
Hver sagði þér það?
Jæja ok… drífa smá! en ekkert voðalega mikið!
Þinn vinur,
Viðar!
25.11.2003 at 15:13 #481224
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er hamingjusamur eigandi Trooper á 33 tommum, þó mér finnist klæða hann betur að vera á 35.
Eftir að hafa átt hann í nokkra mánuði get ég ekki annað sagt en ég brosi út í bæði og fjölskyldan líka. Hentar okkur vel og okkar ferðavenjum, nóg pláss, kemst vel út fyrir Þjóðveg 1 og er þægilegur í akstri.
Hef smá samanburð við LC90 á 33 skífum. Trooperinn finnst mér vera mýkri og fer að mörgu leiti betur með mann, hvort sem það er dekkjunum að þakka eður ey. Mér finnst LC þó vera aðeins snarpari og stundum finnst mér vanta e-ð upp á vinnsluna í Troopernum. Kanski er það e-r dillema í mér eftir að hafa verið nokkur hamingjusöm ár á stuttri V6 Pæju.
Hvað varðar drif og aðra kjallarahluti í Trooper, þá eru ábyggilega margir betur til þess fallnir en ég að tjá sig um það. Veit þó að það var e-ð Túrbínumál í ´99 árgerðinni.
Af hégómadóti saknar maður ýmissa smáhluta, s.s. útihitamælis, hæðamælis, aksturstölvu, dimmers í mælaborð, hraðastýrðs letingja á þurkur og þessháttar tildurdóts.
Annars mjög mjög sáttur.
kv.
Trítill
25.11.2003 at 20:24 #481226í einhverjum, veit ekki hvort það fari eftir árgerð eða meðferð, en þá étur túrbínan mótorolíuna í gegnum olíuöndunina (að ég held) og bang bang og byssa small
!(þeir erun allavegna í vélaskiptum á Trooper líka niðrí IH)
26.11.2003 at 13:45 #481228Ég er með í láni svona trooper hjá konunni og ég fer ekki af því að þetta eru eðal bílar, láttu engan annan segja þér það. Það eina sem er vandamál í þessum bílum eru legurnar á aftan, það er reyndar ekkert mál að komast hjá því með smá upplýsingum. Konubíllinn er keyrður um 100,000 þ og er vélinn nýbúinn að gefa sig en það var út af eins og einhver sagði túrbínunni í bílnum, ekkert mál að komast að því hvort búið sé að skipta um túrbínu í þeim en það er víst galli í þeim sem skemmir soldið mikið út frá sér.Annars er þetta mjög góðir jeppar sem ég mæli hiklaust með og eru þeir ekki margir jepparnir sem þola mig.Ef þig vantar meiri upplýsingar þá bara bjallarðu á mig 8960310.
Kveðja Beggi blauti.P.s þetta með vélaskiptinn þá væri hægt að komast hjá því öllu ef menn hugsuðu aðeins, segi ekki meira.
p.s p.s Ég væri hissa ef Hlynur mundi ekki vilja tjá sig, bara örlítið en taktu ekkert mark á honum hann er ennþá svolítið skertur eftir að eiga patrol
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.