Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Uppítökugjald
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
05.03.2004 at 17:50 #193932
AnonymousGetur einhver sagt mér hvað þetta er?
Nú er ég að reyna að selja bílinn minn, eða réttara sagt, er að reyna að skipta honum í dýrari. Ég hef talað við nokkur umboð og þau líta ekki við honum nema á einhverju uppítökugjaldi sem mér skilst að sé gjald sem þeir taka fyrir að þurfa eiga bílinn minn og selja hann aftur. Þarna munar 250þ, krónum frá gangverði. Er það bara mér sem finnst þetta þjófnaður eða eru fleiri á sömu skoðun? Komast umboðin virkilega upp með svona lagað? Hvað með bílinn sem ég kaupi af umboði, þarf ég ekki að eiga hann og selja hann aftur? Á ég þá ekki að fá hann á uppítökugjaldi?
Ég er svo hissa á þessu að ég gat ekki orðabundist. Mér finst eins og það sé verið að ræna mann um hábjartandag.
Ef ekki nóg um að bíleigendur seu skattlagðir af ríkinu í bak og fyrir, þurfa einkaaðilar í bullandi samkeppni að gera það líka?
Kveðja, Brynjar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.03.2004 at 18:17 #490890
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé þetta svona :
Ef ég kaupi notaðan bíl af jóni jóns sem er að selja bílinn sein beint þá er fyrst miðað við viðmiðunarverð td BGS, segjum að það sé 1.000.000.-
Bíllinn er í ágætu lagi og ég get bara sett útá nokkur atriði sem kosta ca 100 þúsund að láta laga dempara og lakk skemmdir. Ég og Jón erum sammála að best er að Jón slái 100þ af bílnum til að koma á móti mér, það var jú Jón sem átti að vera búinn að laga þetta. Ég ætla að staðgreiða Jóni bílinn og þar með vill ég staðgreiðsluafslátt, segjum bara 10 % sem er sanngjarnt ég borga honum 800 cash og allir eru sáttir, Jón hefur lokið prófi bílasala, fær aurinn sinn og getur keypt eitthvað annað.
Hin leiðin hefði verið að jón seldi mér bílinn á 900 og tæki gömlu drusluna mína uppí á 500þ, ekki víst að það hefði verið auðvelt að losna við hann, gæti tekið vikur eða mánuði. Jón valdi betri leiðina, fékk 800 strax í peningum og málið dautt.
Umboð hafa þetta einfalt; Viðmiðunarverð 1 milljón, ef þeir taka bílinn uppí (staðgreiða þér hann) þá vilja þeir fá 15% afslátt. Þú færð peninginn strax og þeir sitja uppi með hausverkinn að selja tugguna fyrir peninga.
Þetta er bara bissness, allir reyna að græða og þeir sem tapa verða sárir. Bíldruslur falla alltaf mikið í verði, meira en við viljum oft trúa. Framboð og eftirspurn eru sjálfsagt lykilatriði hérna, nóg er allavega til af gömlum bílum og enginn vill meira.
05.03.2004 at 18:17 #497472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé þetta svona :
Ef ég kaupi notaðan bíl af jóni jóns sem er að selja bílinn sein beint þá er fyrst miðað við viðmiðunarverð td BGS, segjum að það sé 1.000.000.-
Bíllinn er í ágætu lagi og ég get bara sett útá nokkur atriði sem kosta ca 100 þúsund að láta laga dempara og lakk skemmdir. Ég og Jón erum sammála að best er að Jón slái 100þ af bílnum til að koma á móti mér, það var jú Jón sem átti að vera búinn að laga þetta. Ég ætla að staðgreiða Jóni bílinn og þar með vill ég staðgreiðsluafslátt, segjum bara 10 % sem er sanngjarnt ég borga honum 800 cash og allir eru sáttir, Jón hefur lokið prófi bílasala, fær aurinn sinn og getur keypt eitthvað annað.
Hin leiðin hefði verið að jón seldi mér bílinn á 900 og tæki gömlu drusluna mína uppí á 500þ, ekki víst að það hefði verið auðvelt að losna við hann, gæti tekið vikur eða mánuði. Jón valdi betri leiðina, fékk 800 strax í peningum og málið dautt.
Umboð hafa þetta einfalt; Viðmiðunarverð 1 milljón, ef þeir taka bílinn uppí (staðgreiða þér hann) þá vilja þeir fá 15% afslátt. Þú færð peninginn strax og þeir sitja uppi með hausverkinn að selja tugguna fyrir peninga.
Þetta er bara bissness, allir reyna að græða og þeir sem tapa verða sárir. Bíldruslur falla alltaf mikið í verði, meira en við viljum oft trúa. Framboð og eftirspurn eru sjálfsagt lykilatriði hérna, nóg er allavega til af gömlum bílum og enginn vill meira.
05.03.2004 at 21:34 #490892Ég skipti um bíl í nóvember í fyrra. Gamli bíllinn var Toyota Avensis 1999, var ekinn 266 þ kílómetra (leigubíll) og ég fékk 420 þ fyrir hann. Afföllin byggðust eðlilega einna helst á kílómetratölunni, það eitt kostaði nokkur hundruð þúsund. Ég var mjög svekktur með þetta verð (fannst það lágt), en frétti svo hvernig salan á bílnum hafði gengið.
Þeir seldu bílinn aftur á 550 þ en nýr eigandi lét þá gera við inniljósin, skipta um dempara að framan og eitthvað fleira.
Allavega sá ég það að umboðið hefur verið heppið ef það hefur farið slétt út úr dæminu.Niðurstaðan er sú að það borgar sig alls ekki að reyna að selja sjálfur.
Best að láta gamla bílinn uppí, taka á sig svolítil afföll og málið dautt.Kv Hjalti
05.03.2004 at 21:34 #497474Ég skipti um bíl í nóvember í fyrra. Gamli bíllinn var Toyota Avensis 1999, var ekinn 266 þ kílómetra (leigubíll) og ég fékk 420 þ fyrir hann. Afföllin byggðust eðlilega einna helst á kílómetratölunni, það eitt kostaði nokkur hundruð þúsund. Ég var mjög svekktur með þetta verð (fannst það lágt), en frétti svo hvernig salan á bílnum hafði gengið.
Þeir seldu bílinn aftur á 550 þ en nýr eigandi lét þá gera við inniljósin, skipta um dempara að framan og eitthvað fleira.
Allavega sá ég það að umboðið hefur verið heppið ef það hefur farið slétt út úr dæminu.Niðurstaðan er sú að það borgar sig alls ekki að reyna að selja sjálfur.
Best að láta gamla bílinn uppí, taka á sig svolítil afföll og málið dautt.Kv Hjalti
05.03.2004 at 22:20 #490894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef ég man rétt þá er reiknað 3 krónur i mínus fyrir hvern km ekinn yfir 15000 km á ári. Dæmi: bíll sem er 3 ára og ekinn 120.000 í stað eðlilegra 45.000 km væri reiknaður niður um 225.000.- kr aukalega við allt saman. Ef sami bíll væri ekinn aðeins 5000 km á 3 árum þá væri honum gefið 40.000.- í plús eða 1 kr pr óekinn km.
05.03.2004 at 22:20 #497476
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef ég man rétt þá er reiknað 3 krónur i mínus fyrir hvern km ekinn yfir 15000 km á ári. Dæmi: bíll sem er 3 ára og ekinn 120.000 í stað eðlilegra 45.000 km væri reiknaður niður um 225.000.- kr aukalega við allt saman. Ef sami bíll væri ekinn aðeins 5000 km á 3 árum þá væri honum gefið 40.000.- í plús eða 1 kr pr óekinn km.
05.03.2004 at 22:52 #490896Það á við um einkabíla en ef þú ert með leigubíl er prísinn 5-7 krónur, fer eftir umboði. Semsagt, ef þú ert með einkabíl ekinn 100 þ framyfir er hann lækkaður um 3 kr. per kílómeter en leigubíll ekinn 100 þ. framyfir er lækkaður um 5 kr per kílómeter.
Því spyr ég, hvor bíllinn er líklegra að hafi fengið gott viðhald? Ég myndi veðja á leigubílinn, þannig að þessi rök hef ég aldrei skilið hjá umboðunum.
kv Hjalti
05.03.2004 at 22:52 #497478Það á við um einkabíla en ef þú ert með leigubíl er prísinn 5-7 krónur, fer eftir umboði. Semsagt, ef þú ert með einkabíl ekinn 100 þ framyfir er hann lækkaður um 3 kr. per kílómeter en leigubíll ekinn 100 þ. framyfir er lækkaður um 5 kr per kílómeter.
Því spyr ég, hvor bíllinn er líklegra að hafi fengið gott viðhald? Ég myndi veðja á leigubílinn, þannig að þessi rök hef ég aldrei skilið hjá umboðunum.
kv Hjalti
05.03.2004 at 23:16 #497480Umboðin reikna með sölukostnaði við að selja uppítökubílinn auk einhverjar árgerðarrýrnunar, tryggingar og fjármagnskostnað við að eiga bílinn á söluplani í x mánuði.
05.03.2004 at 23:16 #490898Umboðin reikna með sölukostnaði við að selja uppítökubílinn auk einhverjar árgerðarrýrnunar, tryggingar og fjármagnskostnað við að eiga bílinn á söluplani í x mánuði.
06.03.2004 at 01:01 #497482Já ég skil nú ekki að ekki skuli vera búið að nefna eitt plottið til hérna, þannig er nú nefnilega í pottinn búið að ég fór með bílinn hjá mér á þvottastöð og borgaði fyrir það heilar 1.100 krónur, sem ég svo uppgvötaði að ég hefði ekki þurft að borga ef ég hefði bara þvegið heima hjá mér, þar á ég nóg til að bæði heitu og köldu vatni og frúin hefði örugglega gefið mér smá uppþvottalög í fötuna.
Það að þessir strákar sem þvoðu bílinn minn þyrftu nú endilega að þyggja laun fyrir svona ómak finnst mér náttúrulega fyrir neðan allar hellur, þeir voru hvort sem rennblautir þegar ég kom.
Kveðjur Lúther
06.03.2004 at 01:01 #490900Já ég skil nú ekki að ekki skuli vera búið að nefna eitt plottið til hérna, þannig er nú nefnilega í pottinn búið að ég fór með bílinn hjá mér á þvottastöð og borgaði fyrir það heilar 1.100 krónur, sem ég svo uppgvötaði að ég hefði ekki þurft að borga ef ég hefði bara þvegið heima hjá mér, þar á ég nóg til að bæði heitu og köldu vatni og frúin hefði örugglega gefið mér smá uppþvottalög í fötuna.
Það að þessir strákar sem þvoðu bílinn minn þyrftu nú endilega að þyggja laun fyrir svona ómak finnst mér náttúrulega fyrir neðan allar hellur, þeir voru hvort sem rennblautir þegar ég kom.
Kveðjur Lúther
06.03.2004 at 11:58 #497484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skil að umboðin reyna að fá bílinn á sem lægstu verði, en ég skil ekki afhverju ég þarf að borga þeim fyrir að kaupa bílinn minn og það á ekkert smá prís. Ef Eg kaupi bíl af umboði þarf ég að taka á mig árgerðsrýrnun og svo þergar ég ætla að selja hann aftur getur það tekið mig fleiri mánuði og afhverju fæ ég ekkert borgað fyrir það?
Ég er rosalega hissa í þessari umræðu hvað menn eru jákvæir fyrir þessu. Bara taka niður um sig buxurnar og málið er dautt. Það er engin lausn.
Bílinn sem ér með er árg 97, ekinn 85000, markaðsverðið er frá 800-900þús., en uppítökuverð er 600þús. S.s. rán um hábjartan. Ef ég seldi þennan bíl í beinni sölu fengi ég um 750þús fyrir hann.
Yfirleitt þegar maður er að kaupa dýrari bíl getur maður sett gott verð á sinn bíl og lækkað verið á þeim dýrar með staðgreiðslu.
Ég get sagt ykkur sögu af honum kalli föður mínum. Fyrir um tveim árum kaupir hann bíl af sölumanni hjá umboði (í einkasölu). Bílinn sem sá gamli var með uppí var sjáanlega í lagi, en því miður kom eitt og annað í ljós eftir skiptin að ekki var allt með felldu og kostaði töluvert að laga bílinn sem kallinn tók þátt í að borga. Svo fór hann með nýja bílinn í skoðun og fékk grænan og ætlaði að fá eitthvað fyrir sinn snúð en þá fékk hann ekkert. Við löguðum bíllinn og var sá gamli mjög ánægður með bílinn og ákvað að fá sér nýjan úr kassanum. Og þessir ágætu herra menn hjá þessu um boði voru tilbúnir að taka bílinn uppí á 1200þús. Það var fundið að öllu. Við vissum að annar handbremsubarkinn væri ónýtur og einn hjöruliður. En svo fundu þeir það út að lakkið væri ónýtt á bílnum. Faðir lætur til leiðast en er ekki sáttur. Núer ég að sjá gamla bílinn hans á sölu þar sem sett er á hann 1680þús., sem sama lakkinu og hvergi er tekið fram að það sé ónýtt.
Eru þetta heiðarleg vinnubrögð?
06.03.2004 at 11:58 #490902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skil að umboðin reyna að fá bílinn á sem lægstu verði, en ég skil ekki afhverju ég þarf að borga þeim fyrir að kaupa bílinn minn og það á ekkert smá prís. Ef Eg kaupi bíl af umboði þarf ég að taka á mig árgerðsrýrnun og svo þergar ég ætla að selja hann aftur getur það tekið mig fleiri mánuði og afhverju fæ ég ekkert borgað fyrir það?
Ég er rosalega hissa í þessari umræðu hvað menn eru jákvæir fyrir þessu. Bara taka niður um sig buxurnar og málið er dautt. Það er engin lausn.
Bílinn sem ér með er árg 97, ekinn 85000, markaðsverðið er frá 800-900þús., en uppítökuverð er 600þús. S.s. rán um hábjartan. Ef ég seldi þennan bíl í beinni sölu fengi ég um 750þús fyrir hann.
Yfirleitt þegar maður er að kaupa dýrari bíl getur maður sett gott verð á sinn bíl og lækkað verið á þeim dýrar með staðgreiðslu.
Ég get sagt ykkur sögu af honum kalli föður mínum. Fyrir um tveim árum kaupir hann bíl af sölumanni hjá umboði (í einkasölu). Bílinn sem sá gamli var með uppí var sjáanlega í lagi, en því miður kom eitt og annað í ljós eftir skiptin að ekki var allt með felldu og kostaði töluvert að laga bílinn sem kallinn tók þátt í að borga. Svo fór hann með nýja bílinn í skoðun og fékk grænan og ætlaði að fá eitthvað fyrir sinn snúð en þá fékk hann ekkert. Við löguðum bíllinn og var sá gamli mjög ánægður með bílinn og ákvað að fá sér nýjan úr kassanum. Og þessir ágætu herra menn hjá þessu um boði voru tilbúnir að taka bílinn uppí á 1200þús. Það var fundið að öllu. Við vissum að annar handbremsubarkinn væri ónýtur og einn hjöruliður. En svo fundu þeir það út að lakkið væri ónýtt á bílnum. Faðir lætur til leiðast en er ekki sáttur. Núer ég að sjá gamla bílinn hans á sölu þar sem sett er á hann 1680þús., sem sama lakkinu og hvergi er tekið fram að það sé ónýtt.
Eru þetta heiðarleg vinnubrögð?
06.03.2004 at 18:24 #497486Er eðlilegt að láta til leiðast þegar maður er ekki sáttur?
Þetta eru bara viðskipti, ef þér líst ekki á, þá hafnarðu boðinu og leitar annað. Það er ekkert rán um hábjartan dag ef maður afhendir peningin óumbeðinn.
06.03.2004 at 18:24 #490904Er eðlilegt að láta til leiðast þegar maður er ekki sáttur?
Þetta eru bara viðskipti, ef þér líst ekki á, þá hafnarðu boðinu og leitar annað. Það er ekkert rán um hábjartan dag ef maður afhendir peningin óumbeðinn.
06.03.2004 at 18:42 #497488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Ef ég seldi þennan bíl í beinni sölu fengi ég um 750þús fyrir hann"
Ef þú GETUR selt hann núna beint á 750 þá er þetta nú ekki flókið er það ?
Ég er nú alveg viss um að bílaumboðin eru ekki að ríða feitum hrossum frá notaða draslinu sem er að kæfa þau öll, oft hvert örlagaflakið á fætur öðru. Reiknimeistararnir hljóta að sitja sveittir fram á nætur við að finna einhvern plús í ársuppjörinu svo þeir verði ekki reknir fyrir stöðuna á bílastæðunum fyrir utan umboðin.
06.03.2004 at 18:42 #490906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Ef ég seldi þennan bíl í beinni sölu fengi ég um 750þús fyrir hann"
Ef þú GETUR selt hann núna beint á 750 þá er þetta nú ekki flókið er það ?
Ég er nú alveg viss um að bílaumboðin eru ekki að ríða feitum hrossum frá notaða draslinu sem er að kæfa þau öll, oft hvert örlagaflakið á fætur öðru. Reiknimeistararnir hljóta að sitja sveittir fram á nætur við að finna einhvern plús í ársuppjörinu svo þeir verði ekki reknir fyrir stöðuna á bílastæðunum fyrir utan umboðin.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.