This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 11 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Umhverfisnefnd 4×4 fer í árlega uppgræðsluferð í Þjórsárdalinn 7-9. júní 2013.
Dagskrá:
Margir úr hópinum koma á tjaldsvæðið að kvöldi föstudagsins 7. júní. Tjalsvæði eru ókeypis fyrir klúbbmeðlimi.
Aðal framkvæmdin er frá kl. 9:00 til um 17:00 á laugardeginum, 8. júní.
Eftir það fara þeir sem vilja í sund í Árnesi.
Um kl. 19:00 er Umhverfisnefndin með GRILLVEISLU fyrir alla þáttakendur, á tjaldsvæðinu í þjórsárdal. Lambakjöt, með því og rauðvín í boði Umhverfisnefndar.Athugið:
Það eina sem þarf að taka með sér, fyrir utan eigin útilegubúnað, sólgleraugu og stuttbuxur og mat – fyrir annað en kvöldmatinn á laugardagskvöldið – eru hanskar til áburðar og frædreifingar. Fínt að nota td. bensínstöðvahanska (þessa gulu).Hægt er að hafa samband í síma 895-1961 ef eitthvað er, hjá formanni nefndarinnar.
Skráning í ferðina hefst þriðjudag 4. júní. Æskilegt að skrá sig vegna fjölda í grillveisluna.Smellið inn spurningum ef einhverjar eru, hér á þráðinn.
fyrir hönd umhverfisnefndar,
Bergur
You must be logged in to reply to this topic.