Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggður vegur í Þórsmörk
This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2004 at 10:23 #194187
AnonymousFormaður Útivistar skrifaði góða grein í Mbl. í dag. Þar ræðir hann um það sem gæti fylgt greiðfærum vegi í Þórsmörk. Eru ekki allir 4X4 menn alfarið á móti svona vegaframkvæmdum? Ef svo er væri gott að félagið mótmælti opinberlega framkvæmdinni.
Kv. Geir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2004 at 12:29 #498352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er ágætur punktur hjá Einari. Ég held bara ég skifti um skoðun með forgangsröðunina. Setjum í forgang óbreytt ástand:)
Kv.Geir
16.04.2004 at 12:44 #498354Sælir
Já, tek undir með eik.
Svona svo maður velti þessu áfram fyrir sér þá finnst mér oft ókostur við uppbyggðuvegina vera hraðinn, því að einhvera hluta vegna endarmaður alltaf í því að keyra á 80-90 og sjá ekki neitt af umhverfinu sem ökumaður.
Þá finnst mér oft skemmtilegar að þræða slóða á 30-40kmh sem eru heflaðir í melinn og sjá umhverfið um leið.
Við höfum ekkert við hraðan að gera inn í þórsmörk því finndist mér það skárra að veginum væri haldið í óbreyttu formi, það er hlikkjóttum og hálfniðurgröfnum þótt sett væru ræsi í læki svo að hægt yrði að dóla á fólksbílum inn að lóni. Ég hugsa að fólk fengi meira út úr ferðinni þannig og ekki yrði hallað á aðgengið. Nú segir kannski einhver að þá verði þetta ekki fært á veturnar af því að vegur inn er ekki uppbyggður, en er ekki fólksbíla umferð hverfandi þarna á veturnar hvort eð er.Kveðja O.Ö.
16.04.2004 at 14:59 #498357
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Undirritaður hefur varið nokkrum sumrum sem skálavörður bæði í Þórsmörk og Goðalandi. Á þeim tíma (á árunum 97-01)voru þessi vegamál nokkuð mikið í umræðunni meðal merkurbúa og gesta. Þá var umræðan sú sama í grundvallaratriðum, þ.e. að fólksbílafær vegur lægi inn að lóni og þaðan yrði vegurinn óbreyttur að mestu. Á þessum tíma og oft síðan þá hef ég rætt þetta mál við ótal marga. Gildir einu hvort ég hef rætt við forhert jeppatröll, bláeigð borgarbörn, fólksbílaeigendur, íslenska ferðamenn, erlenda ferðamenn, ferðaþjónustuaðila og jafnvel vegagerðarmenn. Allir hafa verið sammála um þann skaða sem Þórsmörk myndi hljóta af umræddri vegagerð.
Ekki er ástæða til að endurtaka öll þau góðu og gildu rök rök sem þegar hafa komið fram í máli ykkar allra hér á undan. Hinsvegar er nokkuð sem ég hef við umræðuna að bæta sem mér sýnist ekki hafa komið fram.
Í fyrsta lagi: Álag utan sumarvertíðar. Ferðafélag Íslands hefur þegar neyðst til þess að loka skála sínum í Landmannalaugum vegna slæmrar umgengni á veturnar. Ég hef því miður ekki góða reynslu af hegðun fólks undir áhrifum og eftirlitslaust í Þórsmörk og hef því töluverðar áhyggjur ef fært verður þangað hverjum sem er allan ársins hring.
Í öðru lagi: Aðstaðan. Miðað við þá umferð sem nú þegar er um mörkina yfir sumartíman þá þola tjaldsvæði, húsnæði og hreinlætisaðstaða þeirra sem hafa aðstöðu á staðnum einfaldlega ekki meiri ágengni nema þá helst Húsadalur, sem nyti tæplega góðs af vegagerðinni nema að hugmyndin sé að temja Krossá og brúa á einum stað fyrir Langadal og Húsadal. Það yrði því töluvert átak fyrir ferðafélögin að mæta auknu álagi og líklegt að þær framkvæmdir sem til þyrfti yrðu mörkinni ekki til sóma.
Ef til vill er þetta tvennt þó ekkert til að hafa raunverulegar áhyggjur af þar sem líklegt er að heilsársvegur inn í Þórsmörk myndi hafa þau áhrif að sjarminn hyrfi og ásóknin minnkaði. Þórsmörk yrði sveipuð álika litlum ævintýrablæ og Gullfoss og Geysir. Menn færu að rífast um það hvort það ætti að lýsa upp Álfakirkju og e.t.v. Valahnúk þannig að allir nytu jafnréttis, bæði þeir sem eiga vasaljós og þeir sem ekki eiga vasaljós.
Ég bjó í Þórsmörk, gifti mig í Þórsmörk og skýrði barnið mitt meira að segja Mörk að seinna nafni þannig að sennilega mun sjarminn aldrei alveg hverfa í mínum huga. En óneitanlega myndi hann mattast og lýklegt að leið manns lægi sjaldnar í mörkina með þungan nostalgýukökk í hálsi.
Við mannanna börn erum því miður stundum blinduð af eigin ágæti og í þessu tilfelli eins og oft áður þá virðist manni eina mögulega ástæðan vera: "af því að við getum það"! Þar þykir mér að byltingin sé að éta börnin sín. Framfarir eru af hinu góða en höfum í huga að ekki eru allar framkvæmdir framfarir!
Baráttukveðjur
Sigurður Ólafur Sigurðsson
http://www.sigosig.com
17.04.2004 at 00:58 #498361
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kvöldið,
allt sem hefur komið fram hér áður í þræðinum er bull. Sjáið þið ekki hvað ríkið er að gera. Okkar ástkæra íslenska ríki. Jú, þeir eru að reyna gera allt fólksbílafært, helst bimmafært svo fínu kallarnir geti farið þetta á bimmunum sínum. Og hvað meir, er ekki alltaf verið að kenna jeppum og jeppamönnum um allt. Skemmdir á náttúru og blablabla. Að 70% umferðarslysa séu eitthvað tengd jeppum. Svo mætti lengja telja. Ef það er ekki gert að þjóðgarði þá er það malbikað. Held að þetta sé skýringin.
hahahahJónas
18.04.2004 at 12:50 #498365
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Ég get ekki verið meira sammála ykkur, það eru umhverfisspjöll og morðtilraun við rómantíkina og óbyggðasjarmann að leggja uppbyggðan veg inn í Þórsmörk. Og hvernig er það, þurfa svona framkvæmdir ekki að fara í umhverfismat og grendarkynningu áður en ráðist er í þær??
En ástæðan fyrir skrifum mínum er sú að mig langar á fá á hreint hver kom vitleysunni af stað.
Er það Austurleið SBS sem fór fram á þessa framkvæmd eins og einhver ýjaði að hér ofar??
Ef svo er, voru þeir einir í þessu og hver voru rök þeirra, og hvernig í ósköpunum komu þeir þessu einir og sér í gegn??
Óskuðu þeir eftir þessum vegi algjörlega án samráðs við sveitarfélögin, ferðafélögin og aðra sem hlut eiga að máli, og ef svo er, hvernig má það vera að slíkt komist í gegn án þess að þessir aðilar heyri af þessu á undirbúningstímabilinu??
Eru kannski fleiri sekir um jáyrði, sem nú afneita króanum??
Mikið óskaplega væri gaman að heyra frá þessum aðilum opinberar yfirlýsingar, (Austurleið, fulltrúum sveitarfélaga, ferðafélagana, vegagerðarinnar, umhverfisráðherra og annarra "hagsmunaaðila"), um málið. Þá á ég ekki við póst frá "hinum almenna félagsmanni" heldur opinberar yfirlýsingar frá þeim sem stýra skútunum og taka ákvarðanirnar, og tóku þessa ákvörðun.
Því ef sökin liggur alfarið hjá Austurleið eins og kom fram í öðrum pósti, þá er ekki frá því að það kitli að hvetja til algerrar og almennrar sniðgöngu á því fyrirtæki!!!
Við, ekki bara 4×4, heldur allur sá fjöldi sem nú afneitar framkvæmdunum og er reiður yfir þeim, að viðbættum þeim hluta "almennings" sem virkja mætti með smá upplýsingar herferð, ættum að geta með samstöðu sýnt þeim sem koma svona vitleysu af stað að það kostar að reita "hinn almenna" borgara til reiði!!! Það hafa minni fyrirtæki orðið að leggja upp laupana vegna sniðgöngu borgaranna.
Þess vegna finnst mér það ákaflega mikilvægt að komast að því hverjir komu þessari framkvæmd í gegn og hvers vegna, áður en sýður upp úr með fleiri dylgjum, ágiskunum og aðdróttunum um einkahagsmunapot, klíkuskap og fleira eins og kemur fram í pistlunum hér að ofan.
Fáum staðreindirnar á borðið og látum þá svara fyrir sig sem sökina eiga!!!
Ef ekki verðum við að beina spjótum okkar að þeim sem við höldum að standi að þessu, og þá gætu saklausir lennt á milli, eins og komið hefur fram. Hættum viðskiptum við þá, segjum okkur úr ferðafélögunum (ef kemur í ljós að þau eiga hlut að þessu), stormum sveitarstjórnirnar.
Leggjum pressu á þá sem stóðu að þessu svo þeir dragi óskina til baka og fari þess í stað fram á að öllu verði haldið óbreyttu. Vegamálastjóri og þeir sem þar vinna yrðu ábyggilega fegnir ef þeir fengju 50 miljónir í eitthvað annað þarfara.
Við erum stór hópur og við getum dreyft miklum óhróðri sem erfitt getur verið að hreinsa af sér ef við látum til okkar taka í alvöru.
kv.
Siggi_F
18.04.2004 at 13:44 #498369
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held ég fari rétt með að Finnur nokkur Árnason sem rætt var við í útvarpi sem fulltrúa Austurleiðar sagði að þeir hefðu óskað eftir einhverjum lagfæringum á veginum en ekki óskað eftir þessum nýja vegi. Þeir hafi hins vegar ekki mótmælt hugmyndinni þegar Vegagerðin lagði fram þetta plan. Sömuleiðis hafi hvorki Útivist né FÍ mælt gegn framkvæmdinni þegar þeim var kynnt þetta en ekki heldur stutt hana.
Án þess að ég viti það fyrir víst virðast spjótin því beinast að Vegagerðinni sjálfri sem er orðin þreytt á glímunni við lækina þarna sem geta vaxið gríðarlega og valdið töluverðum skemmdum á veginum. Það er allavega mjög líklegt að það sé af þeirra hálfu stór hluti af hugmyndinni að koma með varanlega lausn á þeim vanda. Sök skálaeiganda og fleiri felst þá aðallega í fálæti.
Sjálfsagt mál að spá í þetta en ég veit ekki hvort rétta leiðin sé að hengja einhvern eða grýta opinberlega. Kannski er hugsunin hjá þessum félögum sú sama og kom fram hér að ofan að þó mönnum líki ekki hugmyndin sé viðkvæmt að félögin beiti sér beinlínis gegn henni.
Kv – Skúli
18.04.2004 at 18:18 #498372Eftir því sem dýpra er kafað í málið kemur meiri skítur upp. Útivist er eina félagið sem hefur lagst hálfopinberlega gegna framkvæmdum. Ferðafélagið og Austurleið þegja um málið. Ég skil afstöðuna ekki öðruvísi en þessir aðilir styðji því þennan óskapnað.
Það eru hins vegar fleiri fletir á málinu sem munu birtast í Mogganum á næstu dögum. Viðhald á veginum kostar árlega um 5 milljónir króna, að sögn Vegagerðarinnar. Viðhald á uppbyggðum vegi verður hins vegar margfalt dýrari.
Þegar beðið er um upplýsingar eru svörin fátækleg og lítið eða ekkert til á blaði. Margir vilja láta sig hverfa en hvað hafa þessir menn að fela?
Finna þeir kannski hvernig þrýstingurinn vex um að þessi óskapnaður verði ekki að veruleika.Ég hvet alla til að reyna að afla upplýsinga og sérstaklega þeirra sem þekkja til innan hagsmunaaðila inn á Þórsmörk og annarra þeirra sem geta haft hag af Hraðbrautinni, sérstaklega hjá rútufyrirtækjunum.
Með samstilltu átaki ætti að vera hægt að koma í veg fyrir þetta þjóðinni til heilla.Kv. alfur
P.S. Lítið á heimasíðu Útivistar (http://www.utivist.is)
19.04.2004 at 05:45 #498376Líklega hefur umrædd fjárveiting verið ákveðin af alþingi eða alþingismönnum. Venjan hefur verið að alþingismenn hvers kördæmis ákveða fjárveitingu til einstakra framkvæmda. T.d. var hringtorgið við Hveragerði ákveðið af þingmönnum Suðurlandskjördæmis, gegn ráðum vegagerðarinnar.
Verktakar og vinnuvélaeigendur hafa beitt stjórmálamenn miklum og vaxandi þrýstingi. Þegar formaður samgöngunefndar alþingis og fyrsti þingmaður suðurlandskjördæmis, var dæmdur fyrir auðgunarbort, þá voru ákærðir með honum starfsmenn tiltekins verktafyrirtækis. Það er flest sem bendir til að þessi vegagerð í Þórsmörk sé gerð til þess að skapa verkefni fyrir verktaka. Dæmin sanna að a.m.k. í þessu kjördæmi, þá beina verktakar peningum, ekki aðeins í kosningasjóði, heldur beint í vasa þingmanna.
-Einar
19.04.2004 at 11:41 #498380
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Gott að sjá hvað er mikill einhugur um þetta mál meðal félagsmanna og að skilningur fyrir náttúrunni er að aukast hjá félagsmönnum. Því miður hefur það ekki alltaf verið því hér á vefnum hefur oft verið skrifað með uppbyggðum vegum og öðrum framkvæmdum á hálendinu sem skera smátt og smátt af þeirri köku sem hálendið er. Upplifunin af hálendinu byrjar hjá flestum þar sem uppbyggði vegurinn hættir.
Mig langar til að teygja umræðuna aðeins lengra inn á hálendið því uppbyggðir vegir eru víða á dagskrá á þar. Hugmyndir að uppbyggðum veg yfir sprengisand eru til umræðu og athugunar og allstaðar þar sem virkjanahagsmunir eru til staðar verða uppbyggðir vegir lagðir að einhverju leiti strax á rannskóknarstigi framkvæmda. Má þar nefna fjallabak og nyrðri hluta sprengisandsvegar niður í Bárðardal sem dæmi. Rútubílaeigendur virðast svo vilja geta keyrt hvert sem er með sína farðþega og vilja því uppbyggða vegi til þess arna.
Mér finnst að félag eins og 4×4 eigi að móta sér stefnu í þessum málum helst í samvinnu við önnur útivistarfélög og berjast á móti því að það sé sjálfgefið að allir vegir verði einhvern tíma uppbyggðir.
kv, Gunnar
19.04.2004 at 12:59 #498384Ég vildi minna ykkur á könnunina á http://www.utivist.is
Þar er spurt: Viltu uppbyggðan veg inn að lóni? Já/nei.
Freyr Þórsson
19.04.2004 at 13:14 #498388[url=http://www.utivist.is/:2kjgvavr]Smellið hér[/url:2kjgvavr] til að taka þátt í skoðanakönnun Útivistar.
-Einar
19.04.2004 at 14:22 #498392
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sendi Vegagerðini póst með tengli á þennan þráð. sjáum hvað þeir hafa að segja. Set svarið hérna inn um leið og það kemur.
19.04.2004 at 15:16 #498397Það er góð hufmynd hjá þér Guðsmaður! Hlakka mikið til að sjá hvað þeir hafa að segja um málið.
Freyr Þórsson
19.04.2004 at 21:04 #498401
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Þetta var reyndar fyrir mína tíð í sportinu, en svo segja mér "gamlir" menn að einu sinni þá byrjuðu hálendisferðirnar við Búrfell, þar tók alvaran við í brekkunni og svo "óbyggðir" eftir það. Núna bruna menn í hálendisstöðina, fá sér að borða, fylla á og…
Svo byrjar ferðin.
Sama er á heimleiðinni, stoppað við hálendismiðstöðina og hópum/ferðum slitið og hver keyrir til síns heima, ferðinni lokið þar.
Er þetta ekki lýsandi fyrir þróunina með uppbyggðum og malbikuðum vegum, ef gerður yrði uppbyggður og "flottur" vegur yfir Sprengisand, þá dytti Sprengisandsleið út sem jeppaleið. Bara ferjuleið, eins og þjóðvegur 1, en haldið síðan í ævintýri út frá veginum ef færð leifir.
Það færi nú allur sjarminn af Nýjadal sem áningarstað ef skálinn stæði nú allt í einu við brúarsporðinn á stærðar brú og um að litast eins og við Brú í Hrútafirði. Hver tjaldar þar???. (Vonandi móðga ég engan á Brú með þessari samlíkingu)
Er það lokkandi sem "ósnortnar óbyggðir"???
Mikið óskaplega er gott að heira að menn eru að grafast fyrir um hver kom vitleysunni um Þórsmerkurveginn af stað og ef það eru nú verktakarnir sem eru að ýta á þetta þá mætti nú alveg draga þá fram í dagsljósið og ýta á þá. Ég er ekki viss um að þeir hafi mikinn áhuga á að vera tengdir við að hafa komið umdeildum verkum í gegn.
Hingað til hafa þeir alltaf getað fríað sig, yppt öxlum, og sagt:
"Þetta er ekki okkar hugmynd, við buðum bara í þetta, Þetta er jú okkar atvinna. Skammist þið í þeim sem taka ákvarðarninar"Ef það eru svo þeir sem koma með hugmyndirnar, ef það er svona sem kaupin gerast á eyrinni, gerum það þá heyrum kunnugt, og látum þá heyra það alla saman að svona vinnubrögð lýðist ekki.
Það er ekki skemmtilegur stimpill að hafa á fyrirtæki að það standi í allslags baktjaldamakki og boðið og búið til að fórna náttúrunni fyrir nokkrar krónur og ekki bara það, heldur stingi upp á náttúruperlum til að eyðileggja.
Slíkur stimpill gæti riðið fyrirtæki að fullu, menn hafa verið teknir út af viðskiptalistum fyrir minna.
En nú held ég að ég sé búinn að skammast nóg, það verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr kafinu þegar svona margir leggjast á eitt um að grafast fyrir um hver kom vitleysunni af stað og í gegn um "kerfið"
Kv.
Siggi_F
19.04.2004 at 23:10 #498405Bendi mönnum á ágætis grein í Mogganum í dag (mánudaginn 19. apríl) eftir þriðja Árnann sem skrifar um þetta mál.
Kv. alfur
21.04.2004 at 21:57 #498409
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er merkileg og þörf umræða.
Menn mega ekki hrokkva í kút um leið og malbyggunarvélin er tekin fram, hvað á að ganga lagt í að friða. Á öðrum þræði á sjallinu er verið að fárast yfir göngumönnum sem vilja friða hálendið fyrir jeppa/sleða/mótorhjólamönnum.
Einhver hér að ofan skrifar að í eina tíð hafi túrinn byrjað við Búrfell….. en nú sé það uppi við hálendismiðstö. já, hér í eina tíð hófst túrinn í Ártúnsbrekku og var þá Hellisheiðin hinn mesti fjallvegur. Ég sakna gömlu brúarinnar yfir Markarfkjótið og finnst mér ekki mikið til vegarkafans koma sem að öllu jöfnu er farinn í dag. En svona er nú þróunin bara…. í minningunni er einhver fárans brú orðin að rómantík!!
Hvað veginn inn í Mörk varðar þá er ég í megin atriðum á móti því að hann sé byggður upp, brýr eru ekki inni í myndinni í mínum huga en það má að mínu mati alveg reyna laga slóðann inn eftir þar sem það við á.
Það er til bóta að "stofnbrautir" á hálendinu séu lagaðar og þær gerðar aðgegnilegar, td, gæti það orðið jeppa mönnum til góðs að hálendið væri ekki eins lengi lokað á vorinn sökum aurbleytu.
Það sem hálendinu í heild sinni vantar er heilstætt skipulag þar sem reynt er að taka tillit til allra þeirra sem hálendið vilja sækja.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.