Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggður vegur í Þórsmörk
This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2004 at 10:23 #194187
AnonymousFormaður Útivistar skrifaði góða grein í Mbl. í dag. Þar ræðir hann um það sem gæti fylgt greiðfærum vegi í Þórsmörk. Eru ekki allir 4X4 menn alfarið á móti svona vegaframkvæmdum? Ef svo er væri gott að félagið mótmælti opinberlega framkvæmdinni.
Kv. Geir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.04.2004 at 13:15 #498273
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef það á að malbika þetta afhverju ekki að setja rúllustiga og lyftur í öll fjöllin þarna svo að "almenningur" þurfi ekki að ganga eftir þessum skítugu, steypulausu göngustígum sem gætu skemmt fínu X18 og Prada skóna.
Fólk gæti farið á McDonalds, étið á sig gat, sest upp í Minibusinn sinn og farið í "Þelamörk theme park" þar sem ekki vottur af steypulausu svæði væri sjáanlegur. Þar gætu feitu, lötu og pjöttuðu börnin farið í "Krossár rússibanann" og "Útilegu draugahúsið" þar sem þau gætu upplifað það hvernig steinaldarfólkið á 20. öldinni hafði það (þó án þess að þurfa að vera í meira en fimm mínútna fjarlægð frá sjoppu).
Toyman, ekki sáttur!
15.04.2004 at 13:52 #498276Sælir
Einu hef ég oft furðað mig á en það er þetta með að þetta eigi að vera öllum fært og þá átt við fólksbílafært.
Nú er það svo að það er öllum frjálst að kaupa sér jeppa og öllum með bílpróf er frjálst að aka jeppa.
Út frá þessu er ekki verið að skerða frelsi eins eða neins.
Og auk þess er hægt að fá jeppa á fólksbílaverði o.s.frv.
Og svo fyrir þá sem ekki hafa bílpróf, en þeir meiga hvoki aka fólksbíl né jeppa er hægt að kaupa sér ferð með jeppa eða fjallarútu og komast hvert sem er…og kostar minna en að kaupa bíl.
Oft finnst mér þetta fremur haldlaus rök hjá þeim sem vilja þessa uppbyggðu fínu vegi.
Kveðja O.Ö.
15.04.2004 at 15:52 #498281
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Allir sem geta keypt bíl á annað borð geta keypt jeppa sem dugar vel inn í Þórsmörk, óháð kyni, búseti, litarhætti, þjóðerni, stétt, heilsufari og öðru því sem notað er til að skipta fólki upp í hópa. Raunar líka óháð efnahag, það er hægt að kaupa ótrúlega öfluga jeppa fyrir smá bunka af bláum, ef menn sætta sig við að hann sé ekki af nýjustu árgerð. Jafnrétti er því í raun ekki rök í þessu í raun og veru, en kannski er þetta svolítið eldfimt mál svona út á við.
En ég held að það hljóti að vera að þeir sem vilja leggja uppbyggðan fólksbílaveg inn í Þórsmörk með allar sprænur í stokkum og árnar undir brú, hafi aldrei heyrt Þórsmerkurkvæði Sigurðar Þórarinsson og halda sennilega að Dodge Víbon (eða Weapon eins og hann hét á frummálinu) sé einhver amerískur fjölskyldubíll. Gera ekki greinamun á Öskjuhlíð og Þórsmörk.
Og þó þetta sé bara spurning um uppbyggðan veg inn að Lóni er það nokkuð stór hluti leiðarinnar og þá bara tímaspursmál hvenær restin verður tekin. Ef hugmyndin er að gefa fólksbílaeigendum færi á að fara inn í Mörk hlýtur að enda með að það er farið alla leið, ef ekki er eins gott að leyfa þessu að vera eins og það er.
Kv – Skúli
15.04.2004 at 17:15 #498285Ég hef nú ekki tölu á því hve oft ég er búinn að koma í blessaða Mörkina, oft á ári síðustu hátt í 40 árin síðan maður leit þennan heim fyrst.
Ég er alfarið á móti þeim náttúrhamförum (lesist manntúrhamförum) sem um er rætt. Eins því sem er byrjað á á leiðinni, s.s. Varnargarður við Stakkinn og ræsi þar við, Uppbyggingin sem komin er við stórumörk. Meira að segja börnin eru á móti þessu öllu og þau eru hundfúl yfir því sem er komið og halda því fram fullum fetum að þetta sé hriðjuverk sem eigi ekki að fá að vera og þau vildu helst moka þessu öllu í burt sem komið er. Það eru nú einu sinni blessuð börnin sem eiga að erfa landið að okkur gengnum og því ættum við að skemma þetta sem eftir er?
Stór hluti af Þórsmerkur rómansinum er að þurfa að hafa fyrir því að komast þarna innúr, Rólegheita skakstur á hlikkjóttum, holóttum og rykugum vegum, vatna sull, stoppa og mýkja í dekkjum, spjalla við ferðafélagana og svo ekki sé nú talað um að þurfa að leita af vaði yfir blessuð jökulföllin, sem er orðið frekar sjaldgæft í seinni tíð, eftir að það var farið að hefla öll vöð á leiðinni innúr.
Það hljóta flestir að þekkja einhvern sem á jeppa og væri til í að fara með í mörkina og selflytja félagana sem eru á fólksbílum, og ef ekki þá eru nokkuð tíðar rútuferðir á sumrin í mörkina og sumar fara meira að segja all leið úr Reykjavík.
Því segi ég látum staðar numið með það sem komið er, og engan uppbyggðan veg í Þórsmörk.(Né á aðrar náttúruperlur á landinu)Þórsmerkur kveðja
Helgi Ö-1299
15.04.2004 at 17:53 #498289Var talið alvörumál í mínum uppvexti, að standa í svona vegaframkvæmdum inn í Þórsmörk flokkast undir einmitt það. Fyrir þessar 50 milljónir sem til stendur að eyða í þetta má nefnilega kaupa fullt af malbiki, eða fækka til dæmis eins og einni dauðagildru, eða einbreiðri brú eins og þær heita hjá Vegagerð Ríkisins.
Sitjum ekki þegjandi hjá þegar peningunum okkar er eytt í vitleysu.
kv. Drekinn
15.04.2004 at 18:04 #498293Nú er búið að skemma veginn langleiðina inn í Þórsmörk og til stendur að skemma hann alla leiðina inn að Lóni "til að byrja með". Ef ekkert verður að gert þá endar þetta með því að allur vegurinn verður skemmdur og þá munum við sitja uppi með það sama og er að gerast með t.d. Hveravelli.
Þegar staðir eins og Hveravellir og Þórsmörk verða of aðgengilegir þá missa þeir sérstöðu sína sem flottir ævintýra-hálendisstaðir sem gaman er að fara á og þá þykir ekkert spennandi að fara þangað lengur. Málið snýst um að komast í kynni við ósnortna náttúruna en ekki að keyra á öðru hundraðinu eftir uppbyggðum, malbikuðum hálendishraðbrautum!
Það er alveg öruggt að erlendir ferðamenn eru ekki að koma alla leiðina til Íslands til að keyra á malbikuðum vegum á milli McDonalds! Þeir geta gert það miklu ódýrara heima hjá sér! Það er ósnortin náttúran, ævintýrajeppaferðir um niðurgrafna fjallavegi og óbrúaðar ár sem þetta fólk er að sækjast eftir. Og hvers vegna erum við þá að eyðileggja hálendisrómantíkina þegar enginn vill það í raun!
Þetta "meikar bara ekki nokkurn sens" eins og einhver orðaði það svo skemmtilega…
Að lokum vil ég gera það að tillögu minni að vegpeningarnir sem var búið að úthluta í skemmdirnar á Þórsmerkurvegi, verði nýttir í eitthvað skynsamlegt og notaðir í það að laga núverandi vegskemmdir og færa veginn aftur í upprunalegt horf! Það er best gert með því að moka honum burt og endurheimta gamla góða veginn og gömlu góðu lækjarsprænu-vöðin sem var svo skemmtilegt að keyra yfir áður en þær voru settar í rör!
Stöðvum skemmdirnar – endurheimtum gamla góða veginn og Þórsmerkurrómantíkina!
15.04.2004 at 18:06 #498297Nú er búið að skemma veginn langleiðina inn í Þórsmörk og til stendur að skemma hann alla leiðina inn að Lóni "til að byrja með". Ef ekkert verður að gert þá endar þetta með því að allur vegurinn verður skemmdur og þá munum við sitja uppi með það sama og er að gerast með t.d. Hveravelli.
Þegar staðir eins og Hveravellir og Þórsmörk verða of aðgengilegir þá missa þeir sérstöðu sína sem flottir ævintýra-hálendisstaðir sem gaman er að fara á og þá þykir ekkert spennandi að fara þangað lengur. Málið snýst um að komast í kynni við ósnortna náttúruna en ekki að keyra á öðru hundraðinu eftir uppbyggðum, malbikuðum hálendishraðbrautum!
Það er alveg öruggt að erlendir ferðamenn eru ekki að koma alla leiðina til Íslands til að keyra á malbikuðum vegum á milli McDonalds! Þeir geta gert það miklu ódýrara heima hjá sér! Það er ósnortin náttúran, ævintýrajeppaferðir um niðurgrafna fjallavegi og óbrúaðar ár sem þetta fólk er að sækjast eftir. Og hvers vegna erum við þá að eyðileggja hálendisrómantíkina þegar enginn vill það í raun!
Þetta "meikar bara ekki nokkurn sens" eins og einhver orðaði það svo skemmtilega…
Að lokum vil ég gera það að tillögu minni að vegpeningarnir sem var búið að úthluta í skemmdirnar á Þórsmerkurvegi, verði nýttir í eitthvað skynsamlegt og notaðir í það að laga núverandi vegskemmdir og færa veginn aftur í upprunalegt horf! Það er best gert með því að moka honum burt og endurheimta gamla góða veginn og gömlu góðu lækjarsprænu-vöðin sem var svo skemmtilegt að keyra yfir áður en þær voru settar í rör!
Stöðvum skemmdirnar – endurheimtum gamla góða veginn og Þórsmerkurrómantíkina!
15.04.2004 at 19:19 #498301Það fólk sem þarf endilega að komast þarna inn eftir á einfaldlega að taka rútuna.
Allir geta komist þangað eins og þetta er núna.
Þetta er bara spurning um að leggja það á sig að fara með rútu ef maður á ekki sæmilega öflugt ökutæki til að komast þangað inneftir á eigin spýtum.Maður hefur nú séð sæmilega fólksbíla þarna innfrá, t.d. Toyota Tercel og Lancer, þannig að þetta ætti ekki að vera erfið leið á sæmilegum sumardegi fyrir allar þessar jepplingadruslur sem þvælast hér um höfuðborgar svæðið.
Nei takk. Ég vil hafa vegina EINS OG ÞEIR ERU á hálendinu og í Þórsmörk.
Ef að 16 ára gutti eins og ég getur eignast jeppa fyrir 50 þúsund kall þá er þetta ekki spurning um jafnrétti.
15.04.2004 at 20:16 #498305Sælir félagar.
Ég get vel skilið umræðuna, og ég set líka spurningarmerki við framkvæmdina útfrá forgangsröðun í vegamálum, já og jafnvel útfrá umhverfisþáttunum og eigin nostalgíu.
Það er hinsvegar alveg tært í mínum huga að 4×4 verður að fara varlega í ályktunum um þórsmerkurveg ef félagið hyggst ekki skjóta sig illilega í hausinn og glata trúverðugleika.
Félag sem berst fyrir frelsi til ferðalaga um náttúru íslands á 4×4 bílum getur ekki notað það sem rök að bætt aðgengi að náttúruperlum sé slæmt. Með því erum við að kvitta undir að 4×4 sé sérhyggjufélag jeppakarla og gefur skít í frelsi borgaranna (almennings) en berst eingöngu fyrir eigin rassi. Verði þessi skoðun almenn í samfélaginu á 4×4 verður rödd 4×4 algerlega máttlaus taki hún sér í munn umhverfissjónarmið eða almannahagsmuni. Allir sjá þá að það er fyrirsláttur og bull til að fela sérhagsmuni jeppakarla.
Ég held líka að það sé hættulegt að nota rökin um forgangsröðun í vegamálum,peningasukk eða janfvel tæknilega örðugleika á framkvæmdinni. Mér vitanlega er 4×4 ekki ráðgjafi hins opinbera í fjármálum eða vegamálum. Eða er það?
Rökin gegn þessari framkvæmd verða að ríma við stefnuskrá klúbbsins og markmið hans ef einhver á að taka þau alvarlega.
Rök eins og: að rútufyrirtæki missi af tekjum, að almenningur geti bara tekið rútuna, almenningur geti bara keypt sér jeppa, afhverju ekki að setja rúllustiga og lyftur í öll fjöllin þarna, nær að skipta út einbreiðum brúm annarsstaðar…. hljóma allavega ekki sannfærandi í mín eyru sem málefnaleg rök 4×4 gegn þórsmerkurvegi.
Ég spyr líka, hvað er að því að fólksbílar komist inn að jökulsá?
15.04.2004 at 21:01 #498309Sælir
Ég var aðeins að velta fyrir mér því sem Óli skrifaði hér á undan, hann talaði um almenning.
Við erum líka almenningur, þótt við keyrum stundum um á jeppum og það má ekki gleyma því að jeppi er farartæki sem almenningur getur notað til að komast um torfærar slóðir.
Hvað rökin varðar þá er þetta náttúrulega góður vetvangur til að þróa þau, reyndar finnst mér mörg þau rök sem komin eru hér ágæt þó einhverjir seti spurningamerki við þau.
Kveðja O.Ö.
15.04.2004 at 21:56 #498312Rétt við erum líka almenningur nema við viljum fara að skera okkur frá þeirri köku viljandi.
Eftir að lesa þráðinn fékk ég sterklega á tilfinninguna að almenna viðhorfið hér væri á þessa leið. : Við komumst inn í þórsmörk á jeppunum, skítt með hina, þeir geta bara fengið sér jeppa eins og við, tekið rútu eða verið heima.
Oft er rætt um öfgar hjá göngufólki sem vill banna alla umferð vélknúinna farartækja, t.d á jöklum. Þessi tónn sem ég las hér úr þræðinum minnir óþægilega á öfgafullan málflutning göngumanna: Hér er hægt að komast gangandi, engin þörf á jeppum eða sleðum, þið getið bara gengið líka!
15.04.2004 at 22:46 #498315Það er voðalega "einsleitur´" tónn í skrifum hér í þessum þræði.
Vitið þið hvernig þessum málum er háttað sumstaðar erlendis, eins og td í Noregi? Þar er þessum málum háttað þannig að ef þú kemst það ekki á fólksbíl þá verður þú að gjöra svo vel og labba, það er ekkert annað val.Ég hef alveg nákvæmlega jafn gaman af því og næsti maður að keyra yfir óbrúaðar ár og illfæra vegaslóða, en ég held að það eigi ekki að einkleyfisvæða eingöngu fyrir jeppamenn perlur íslenskrar náttúru eins og Þórsmörk, ekki frekar en að það eigi að banna umferð vélknúinna tækja á Vatnajökli.
Ef við viljum að það sé hlustað á okkur og tekið tillit til þess sem við höfum að segja þá verðum við að forðast öfgar (já ég kalla það öfgar) eins og þær sem eru innsettar hér fyrir ofan.
Öfgar eru slæmar alveg sama í hvaða átt þær liggja, við verðum að hafa það að leiðarljósi í okkar umræðu.
Með vegabótarkveðju
Austmann
15.04.2004 at 23:01 #498320Við Strákarnir úr sveitinni hér undan fjöllunum,
viljum hafa slóðan áfram innúr, það er viss sæla að fara inneftir og vita ekkert hvernig færið er, bara að skreppa í klt, og vera að í 3 tíma. Þetta að vita ekkert og láta bara tíman ráðast. Bara flott.
Ef þessir gaurar í R-vík vilja veg fyrir fólksbíla þangað innúr, gæti skapast meiri vandræði með þann mannfjölda sem vilja komast þangað, dæmi: bílastæði, hreinlætisaðstöðu,
og margt fl. Það er nógu slæmt stundum um sumrin eftir góðar helgar.
Nei og aftur Nei,..!Við viljum hafa þetta eins og þetta er,,,,.
15.04.2004 at 23:35 #498324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef nú skrifað hér af einurð gegn þessum vegaframkvæmdum, en þó get ég tekið undir margt af því sem Óli segir. Þegar kemur að því að klúbburinn tjái sig opinberlega um þetta mál þurfum við að gæta þess að skjóta okkur ekki í fótinn, ekki síst út af öðrum málefnum sem eru í gangi. Þess vegna sagði ég hér að ofan að þetta mál geti verið svolítið eldfimt út á við. Ef klúbburinn lætur eitthvað frá sér fara um þetta þarf það vera án allra stóryrða og öfga. Hins vegar má benda á að fulltrúi Útivistar er búinn að tjá þeirra sjónarmið opinberlega og ætti ekki að vera svo hættulegt að taka undir hans orð, svo fremur sem ríki sátt um það innan klúbbsins.
Þetta breytir samt ekki persónulegri skoðun minni á málinu. Þórsmerkurferðir eru sérfyrirbrigði í íslenskri ferðamenningu og sögu hálendisferða. Þetta er hálfgert Mekka jeppamenningarinnar, fjöldi Íslendinga á öllum aldri sem hefur farið sína fyrstu fjalla- eða jeppaferð inn í Mörk og ákveðinn ævintýraljómi yfir því þegar komið var inn fyrir gömlu Markarfljótsbrúnna og einfaldur slóðinn tók við. Þetta er svona svipað og ef jeppaslóði yrði lagður meðfram endilöngum Laugavegnum og við getum alveg treyst því að ef það yrði gert myndi hrikta í stoðum víða og örugglega margur jeppaeigandi tilbúinn að leggja baráttu gegn því lið.
Menn spyrja afhverju má ekki vera fólksbílafært inn að Lóni, það má líka spyrja af má ekki vera eingöngu jeppafært þessa leið, eða m.ö.o. afhverju á að ráðast í þessa framkvæmd með þessum hætti. Vegabætur þarna inneftir eru sjálfsagt nauðsynlegar einfaldlega til að gera viðhald á veginum viðráðanlegra, en fyrr má nú rota en dauðrota!
Kv – Skúli
15.04.2004 at 23:59 #498328Það að fólksbílar komist inn að Lóni er kanske ekki svo slæmt,en hafa ber í huga að það eru mjög sterk rök á móti þessu sem eru td túristar sem hafa verið að lenda í vandræðum inni á Kjöl á uppbyggðum veg kunna ekki að keyra við okkar aðstæður,reyna að aka uppa að Jöklaseli skella sér inn á Sprengisand og viðar á litlum malbiksbílum sem eru varla færir um að fara yfir hraðahindranir hvað þá fjallvegi.
Annað ferðaþjónustan auglýsir adveture ferðir og vetrarferðir sem miðast við stóra jeppa og rútur og er ekki hægt að fara annarstaða í Evrópu.
Árnar í Mörkinni eru afskaplega sakleysislegar að sjá stundum en verða ófærar stærstu bílum á örskamri stund,þess vegna er það ágætis fæling að lenda í lækjunum sem stoppa flesta áður en í óefni er komið,göngu og hestamenn eru sér meðvitaðir um aðstæður og haga ferðum sýnum í samræmi við það,og svo hefur ekki skort ferðamenn í Mörkinni og komið hafa þær helgar sem takmarka verður ferðir þangað vegna fjölda fólks,flestir jeppamenn byrja sína reynslu í ánnum í Mörkinni.
Margir sem eiga fólksbíla hafa ekki áhuga á jeppum og vilja bara ferðast á malbiki og gista á fullbúnum tjald eða gistiheimilum.
Þessi forna og nýja rómantík sem einkent hefur Mörkina hverfur við þennann veg og má þar aftur nefna Kjöl,þar fyrir utan eru margir vegir í byggð sem þyrftu viðhald og uppbyggingu,sem ekki er fjármagn til að gera,vegur inn í Mörk þjónar engri byggð,fækkar bara á kílómetrateljara í rútum,það hefur þegar komið fram í kvöld að það er Austurleið sem bað um þennann veg og er það ekki spurning hvers vegna eitt fyritæki fær slíka fyrirgreiðslu,hreppurinn hefur ekki beðið um þetta og ekki ferðaðfélög hverju nafni sem þau nefnast,svo hverjum þjónar þessi framkvæmd,ég vissi að áður en ég eignaðist jeppa kæmist ég inn í Mörk gangandi í bíl með öðrum eða rútum.
Eigum við þá ekki að fera fram á að fá uppbyggðan veg inn í Jökulheima eða Gæsavatnaleið,hver er munurinn,ef ég þarf að eiga jeppa til að komast þær leiðir er þá ekki verið að mismuna fólki hvar á að draga línurnar???Mótmæla kveðja Klakinn
16.04.2004 at 01:05 #498332Það kemur mér ekki á óvart að Skúli skuli hafa skilið hvað ég er að fara, og ég deili skoðunum hans og tilfinningum gagnvart rómantík Þórsmerkurferða.
Hvað snertir innlegg Guls hér að ofan þá er ég reyndar gaur á Selfossi og afi minn Ólafur í Syðstu Mörk, móðir mín og fleiri skyldmenni mín hafa rekið rollur fram og til baka um Þórsmörkina. Þrátt fyrir það á ég ekki meira tilkall til hennar en Sigga sem býr í Reykjavík sem hét áður en hún fluttist til landsins fyrir 5 árum "Kim Il SU" og bjó þá í Kóreu.
Langi Siggu til að fara í þórsmörk á hún alveg jafnan rétt á því og ég, og þú Gulur. Sameiginlega myndum við þennan mannfjölda sem traðkar allt út, þarf bílastæði og salernisaðstöðu, óháð því hvort að við komum á jeppa, yaris eða rútu.
Góðar Stundir
Kv Óli
16.04.2004 at 08:41 #498337Þessi umræða snýst ekki um eitthvað "réttlæti" milli efnamikils fólks á dýrum jeppum og annarra sem eiga ekki nema nokkurra milljón króna fólksbíl.
Helstu rök þeirra sem vilja uppbyggðan veg í dag (föstudaginn 16. apríl 2004) er að hann nái EKKI "nema inn að Jökullóni" og þarmeð eyðileggi hann ekki ALVEG ævintýraljómann af Þórsmerkukurferð. Enginn hefur hefur sagt að fólksbíll eigi að komast þarna inneftir (a.m..k. í fyrstu atrennu). Þarmeð eru hrunin þessi svokölluðu "jafnréttissjónarmið".
Málið er hrein rökleysa frá upphafi til enda eins og málflutningur "Óla" nokkurs. Ef hann heldur fram að mótmæli gegn þessarri nokkur hundruð milljón króna framkvæmdum sé einhver deila milli jeppaeiganda og fólksbílaeigenda þá er hann einfaldlega ekki búin fylgjast með umræðunni.
Lestu blöðin og hlustaðu á útvarpið á næstunni. Jafnvel hörðustu jeppaandstæðingar eiga eftir steinþagna þegar hið sanna kemur í ljós.
Það er hins vegar alveg ljóst að ferðaklúbburinn 4×4 ætti að fara sér mjög hægt í að gefa út háværar yfirlýsingar um þetta viðkvæma mál. Best er sígandi lukka eða eins og afi gamli sagði og keyrði "það er betra að fara hægt og hafa það"
Kv. alfur
16.04.2004 at 11:16 #498341Ef þú lest þráðinn hér í samhengi sérðu væntanlega að við erum sammála. Neðsta klausan í pósti þínum undirstrikar nákvæmlega það sem ég var að reyna að koma á framfæri.
Kv
Óli
16.04.2004 at 11:49 #498345
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú eru sumir að tala um að þessi þráður sé uppfullur af öfgum okkar jeppamanna og eiginhagsmunasemi. Ef það að vilja bætur á almennu vegakerfi landsinns t.d. útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi no.1, laga helstu slysagildrur þar sem dauðaslys eru tíð o.s.fr er öfgastefna þá er ég öfgamaður. Þegar þessi mál eru komin í lag er í lagi að huga að öðrum verkefnu t.d. malbika inn í Bása, hraðbraut inn að Snæfelli og tvíbreyðan veg upp í Setur. Svo er líka hægt eins og einn bendir á og tekur dæmi frá Noregi að banna alla umferð á hálendinu nema á tveimur jafnfljótum.
Kv.Geir
16.04.2004 at 12:23 #498348Vandamálið hér er að það eru of miklir peningar sem fara í til verktaka (vegna vegaframkvæmda). Eftir því sem meiri peningum er ausið í vegi, því fleiri verða banaslysin.
Ef rýnt er í [url=http://www.rnu.is:2d16vooz]skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa[/url:2d16vooz] kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.
Langflest banaslys í umferðinni á Islandi verða vegna útafkeyrslna þar sem aðstæður eru eins og best verður á kosið. Mikið upphækkaðir vegir og ljósastaurar auka hættuna sem fylgir útafakstri.
Uppbyggðir vegir á hálendinu eru stórhættulegir, sérstaklega á þessum árstíma þegar þeir eru sundurskornir eftir vatnsaga vetrarins.
Eftir því sem einbreiðum brúm fækkar, þá hefur slysum á þeim fækkað, en öðrum slysum fjölgar miklu meira.
Það þarf að minnka fjáraustur í vegaframkvmædir og þá skattlagningu sem honum tengist, hvort sem hún kallast olíugjald, þungaskattur eða bensíngjald.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.