Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggður vegur í Þórsmörk
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.07.2004 at 00:04 #194515
Ég hef það eftir áræðanlegum heimildum að vegagerðin sé hætt við að byggja upp veginn inn í Þórsmörk, eftir að hafa fundað með hagsmunaaðilum á Þórsmerkursvæðinu. Allir hagsmunaaðilar á Þórsmerkursvæðinu voru á móti fyrirhuguðum vegarframkvæmdum, svo vegagerðin muna setja þessar framkvæmdir á ís. Það segja mér menn sem þekkja vel til í Þórsmörk að vegurinn sé verri núna en hann var í kringum 1960.
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.07.2004 at 09:46 #504556
Þar sem það er orðið næstum ár síðan ég hef komið í Þórsmörk, þá er ég forvitinn að sjá lýsingu á þeim vegaframkvæmdum sem búið er að gera. Í fyrra var kominn uppbyggður vegur meðfram túnum og flugbraut við Stóru Mörk, mein ræsum yfir tvo eða þrjá læki, hefur bæst við þetta?
-Einar
03.07.2004 at 10:07 #504558gott að heyra að þeir séu hættir við þessa vegaframkvæmdir þarna innúr, en hverjir eru þessir hagsmunaaðilar í Þórsmörk? ég tel mig vera einn af þessum "svokölluðu" hagsmunaaðilum sama gildir um "ykkur" sem hafa gaman af því að halda náttúru landsins sem mest ósnortini og "fá" í auðmýkt við landið að ferðast um á okkar hátt.
kveðja
Jon
03.07.2004 at 19:28 #504560Vegurinn inn á Mörk hefur nokkra sérstöðu sökum þess mikla vatns sem fellur á þessari stuttu leið og gerir ferðalagið örlítið sérstæðara fyrir vikið.
Fyrirhugaður uppbyggður vegur til handa ferðaþjónustunni m.a. til að ferja sem flesta farþega af skemmtiferðaskipum á sem skemmstum tíma þarna innúr er mál sem þarf að berjast gegn. Þetta fólk hefur engan sérstakan áhuga á Mörkinni heldur er því smalað í þúsundavís í rútur af "Íslenskum" ferðaþjónustuaðilum sem plokka um leið af því pening. Málið snýst því eingöngu um peninga ekkert annað.
Ég verð að taka undir með Jon að ?ég og mínir? eru ekki síður hagsmunaðili í þessu máli. Ísland er nefnilega líka fyrir Íslendinga.
Ef ein lítil blaðagrein hefur frestað þessum framkvæmdum þá er það gott en sýnir að menn verða að nota stílvopnið og halda áfram að berjast því enn er unnið af kappi við skipulagningu alls Merkursvæðisins eingöngu með hag ferðaþjónustunnar í huga.
Þessi veglangning er prófmál því ef ferðaþjónustan fær þessu framgegnt þá verða allir óbyggðanna vegir byggðir upp og malbikaðir.
05.07.2004 at 23:31 #504562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mer finnst þetta vera tom þvæla á meðan við getum ekki lagað hringveginn somasamlega, malbikað og utrýmt einbreyðum brúm að ætla ser að fara að eyða miklum peningum i dauðadæmt vegastæði sem dyrt viðhald verði á það er eins og ráðamenn þjóðarinnar seu að ganga a göflunum þessa dagana, eg vona bara að verði eikkurntimann bruað þarna innur að það verði allt sprengt upp takk fyrir
06.07.2004 at 11:46 #504564Ekki veit eg hvar hann Arni hefur fengid ta flugu i hofudid ad ferdatjonustan hafi verid ad bidja um tennan uppbyggda veg i morkina. Austurleid-kynnisferdir er a moti tessum vegi og tar fyrir utan hefur vegagerdin ekki lagt tad i vana sinn ad spyrja nokkurn mann, adur en teir byggja vegi.
06.07.2004 at 12:59 #504566Rútukostur landsins einkennsist nú að stórum hluta af mjög lágskreiðum rútum eingöngu ætlaðar fyrir malbik og slétta fleti. Þetta eru aðalflutningstæki ferðaþjónustunnar í dag. Þessir bílar lenda í vandræðum ef lítill lækur grefur sig þó ekki sé nema örlítið niður.
Dæmi: Sumarið 1997 var ég í vikutíma á ferðinni á Lödu 1200 fólksbíl oft á dag inn að Lóni (þegar verið var að hreinsa Jökulinn af Albatross flugvélinni). Það kom margoft fyrir að nokkrar svona malbiksrútur biðu í röð við einhvern lækinn meðan verið var að sækja traktorgröfu eða dráttarvél til að laga bakka sem eins hefði mátt laga með handskóflu. Að bíða í einhverjar klukkustundir við lítinn læk er eðlilega óásættanlegt fyrir farþega og bílstjóra meðan fólksbílar (m.a. subaru, lada, hiace o.s.fr.) rúlluðu þarna yfir. Þetta er ekkert einsdæmi.
Kvartanir frá þeim ferðaskrifstofum sem þessir farþegar tilheyra rignir yfir allt og alla m.a. Vegagerðina, Þingmenn, Sveitarstjórn og svo mætti lengi telja. Upphaflega krafan um uppbyggðan veg er því komin frá ferðaþjónustunni sem að mér skilst kvartar enn meira í dag.
Ferðaþjónustan verður einfaldlega að laga sig að aðstæðum og hafa rútukost sem hæfir aðstæðum.
Hitt atriðið vegur ekki síður þyngra að ferðaþjónustan vill komast þarna innúr og til baka á sem allra skemmstum tíma því útlendir ferðamenn stoppa hér í æ styttri tíma og hver mínúta dýrmæt. Ferðina verður því að vera hægt að fara á mettíma og helst allan ársins hring. Til að slíkt sé mögulegt þarf uppbyggðan veg helst malbikaðan.
06.07.2004 at 14:06 #504568
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég var þarna um helgina og er vegurinn í vægast sagt döpru ástandi og nánast ekki keyrandi nema fyrir jeppa á stórum dekkjum.
Ég er ekki að segja að það eigi að byggja vegin upp en það mætti laga hann þannig að hann sé keyrandi.
07.07.2004 at 12:12 #504570Ég var í mörkinni um helgina, fór báðar leiðir á rútu og ég get nú ekki kvartað, öll vöð góð, ekki nema örlítil þvottabretti og ferðahraðinn inneftir var nokkuð jafn og góður.
Þar sem rútur eru leiðinlegustu farartækin er enn betra að fara þangað á jeppa, þó svo hann sé lítið/óbreyttur svo ég skil ekki kvartannir um að vegurinn sé leiðinlegur.
Fyrir mörgum árum var vegurinn mun verri, bílarnir allir á blaðfjöðrum og með stutt á milli hjóla og sætin verri og fyrst menn voru hinir ánægðustu með mörkina þrátt fyrir það skil ég bara ekki að menn séu að kvarta í dag.
Þegar ákveðið er að fara þarna inneftir eru menn að velja sér leið með 4 þokkalega stórum ám og mörgum minni svo að mér finnst menn bara ekki geta kvartað þó vegurinn sé ekki rennisléttur og mjúkur og hana nú!
Freyr
07.07.2004 at 12:57 #504572
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælar karlar
Er þetta ekki spjallvefur fyrir jeppamenn, eða er ég að miskilja eitthvað? Hvaða væl er þetta eiginlega? Eru menn hættir að geta keyrt holótta vegi eða er jeppafloti landsmanna að skrölta í sundur? Ég var í Mörkinni um helgina og þar var hellingur af litlum jeppum og ekki heyrði ég nokkurn mann kvarta undan veginum. Þar hafa greinilega verið alvöru jeppamenn á ferð, engar væluskjóður.
Menn verða líka að átta sig á því að þegar menn eru á leiðinni inní Þórsmörk eru þeir að fara á fjöll, treysti fólk ekki bílum sínum í svona ferð verður það bara að fara á Skóga eða stoppa bara við Stóru Mörk.
Svo veit ég líka fyrir víst að enginn af þeim þjónustuaðilum sem hafa aðstöðu í Þórsmörk (FÍ, Kynnisferðir, Farfuglar) hafa knúið á um uppbyggðan veg þarna inn eftir, heldur eru allir þvert á móti þessum aðgerðum.
Kveðja
LadaAlvöru jeppamaður
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.