Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggður vegur í Þórsmörk
This topic contains 56 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.04.2004 at 10:23 #194187
AnonymousFormaður Útivistar skrifaði góða grein í Mbl. í dag. Þar ræðir hann um það sem gæti fylgt greiðfærum vegi í Þórsmörk. Eru ekki allir 4X4 menn alfarið á móti svona vegaframkvæmdum? Ef svo er væri gott að félagið mótmælti opinberlega framkvæmdinni.
Kv. Geir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.04.2004 at 12:11 #498195
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er hjartanlega sammála þeim nöfnum, Árna Jóhannessyni og Árna Alfreðssyni (grein Alfreðssonar var í Mbl. miðvikudaginn bls. 33). Þessi vegagerð er náttúrulega ekkert annað en umhverfisspjöll og skemmdarverk á fjölsóttustu náttúruperlu landsins. Það er svolítið merkilegt sem þarna kemur fram að Árni J. segist hafa leitað eftir því hvers vegna væri ráðist í þessa framkvæmd og hverjum hún væri til þægðar, en enginn vildi kannast við óskapnaðinn. Þetta væri nánast gert bara vegna þess að það hafi slysast þarna í gegn einhver fjárveiting fyrir glæpnum.
Ég fæ líka ekki betur séð en að þrátt fyrir óbrúaðar ár séu þeir sem vilji heimsækja Þórsmörk ekki í neinum vandræðum með það, allavega er nóg af fólki þarna yfir sumarmánuðina. Og varla græða rútufyrirtækin á því ef það verður fólksbílafært þarna inneftir.
Kv – Skúli
13.04.2004 at 12:58 #498198það hefur verið svo lengi sem ég man sérstakur sjarmi og ævintýri að fara í Mörkina mest vegna þess að þarna hafa verið slóðar og opnar ár sem stundum eru ófærar og það er alveg sama hversu oft ég fer alltaf smá spenna um að komast á leiðarenda.
Uppbyggður vegur væntanlega með bundnu slitlagi og brýr yfir árnar er óskapnaður sem þarf að stoppa með öllum ráðum og það að enginn þori að kanast við framkvæmdina er ótrúlegt,
Hvers vegna má Mörkin ekki fá að vera í friði? það hefur verið hluti af farðamannasölunni að selja í svona svaðifarir en rútueigendur ekki verið jafn hrifnir að leggja til bíla í ferðirnar.
Ef við ekki náum að stöðva svona framkvæmdir í fæðingu er eins víst að eftir nokkur ár verður kominn vegur yfir Sprengisand ruddur daglega um vetrartíman og hver veit hvaða fleirri vegir fylgja á eftir Hamborgarastaður í Landmannalaugum heilsuhótel við Öskju og svona mætti lengi halda áfram.
Fáum að vita hverjir eru að óska eftir þessu og leggjumst á eitt til að stöðva svona framkvæmdir
Hvar er núna Náttúruverndarsamtökin sem höfðu sem hæst um Kárahnjúka núna þegja þau þunnu hljóði
Þetta má ekki verða að veruleika Klakinn
13.04.2004 at 13:46 #498205Ég er svo innilega sammála ykkur. Þegar ég sá greinina eftir líffræðinginn á Stóru-Mörk fór ég strax að velta því fyrir mér að skrifa grein og birta hana í mogganum. Svo rakst ég á grein formanns Útivistar í morgun og mikið var ég glaður þegar ég var búinn að lesa hana.
Formaður Útivistar og heimilismaður á Stóru-Mörk eru báðir hagsmunaaðilar á svæðinu. Þeir eru báðir á móti framkvæmdunum. Ég er forvitinn að vita hvaða skoðun aðrir íbúar á svæðinu sem og F.Í. og Austurleið hafa að segja um málið.
Ég er hlyntur því að 4×4 lýsi því yfir opinberlega að klúbburinn sé á móti frammkvæmdunum.
Freyr Þórsson
13.04.2004 at 14:25 #498209
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er aðalfundur framundan í félaginu, nú er bara að berja saman ályktun og leggja hana fram til atkvæða. Væri þá rétt að senda stjórn hana með góðum fyrirvara.
Kv – Skúli
13.04.2004 at 14:42 #498212Ég er alveg sammála þessu og finnst ef eitthvað er að Ferðaklúbburinn 4×4 mætti alveg vera yfirlýsingaglaðari. Þetta eru líka hagsmunasamtök og það mætti alveg fara meira fyrir þeim í fjölmiðlum.
kv.
Gísli S.
13.04.2004 at 15:12 #498215Sælir
Svakalega er ég sammála ykkur um að þetta megi alls ekki gerast.
En þetta virðist því miður vera þróunin, eru ekki nú þegar komnar fram hugmyndir um að byggja upp vegi eins og Kjalveg, Sprengisand, Fjallabaksleið og nú inn í Þórsmörk.
Og þetta á tæplega eftir að stoppa við þetta…..Ég styð það því heilshugar að klúbburinn álykti gegn þessum hugmyndum öllum saman og hvetji vegagerðina og stjórnvöld frekar til að einbeita sér að því að gera hringveginn og aðrar stofnbrautir öruggari. T.d. með þvi að útrýma einbreiðum brúm.
Ég hef gert nokkuð af því að semja ályktanir fyrir stjórnmálasamtök o.fl. og skal með glöðu geði aðstoða við að semja ályktanir ef þörf er á…
Kveðja
Benni
bm@sk3.is
13.04.2004 at 15:53 #498219Varðandi umræðuna um uppbyggðan veg inn í Þórsmörk, hvað á hann að ná langt? Mér er til efs að uppbyggður vegur þoli Markarfljótið í ham, þannig að í mínum huga fellur þetta um sjálft sig og þjónar ekki neinum tilgangi. Þessi vegur verður sennilega stórskemmdur ári síðar hvort eð er. Og svo finnst mér að Vegagerðin verði fyrir kurteisis sakir að svara því hvers vegna er verið að þessu.
Kv, Drekinn
13.04.2004 at 17:41 #498223Vegurinn á að ná inn að Gígjökli (Lóni) í "fyrstu atrennu" minnir mig skv grein Árna Alfreðssonar. Það er því ljóst að vegurinn þarf nú ekki mikið að glíma við Markarfljótið ef "rétt" er að málum staðið.
Að auðvelda aðgang að einni helstu náttúruperlu landsmanna hljómar kannski vel í eyrum einhverra en að gera uppbyggðan veg inn í Þórsmörk jaðrar við stórglæp að mínu áliti.
Er ekki fyrsta skrefið að komast að því hvernig þetta verkefni komst inn á vegaáætlun og hverjir hafi veitt því brautargengi?
kv
Agnar
13.04.2004 at 17:43 #498226Eftir tæpar þrjár vikur er aðalfundur 4×4. Þá verður m.a. kosið í nefndir klúbbsins. Það vantar m.a. menn í [url=http://um44.klaki.net:s3tio8s7]umhverfisnefnd[/url:s3tio8s7] klúbbsins. Hér er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja vinna, í skemmtilegum félagsskap, að hagsmunamálum þeirra sem vilja ferðast á fjórhlóladrifsbílum, og njóta sem óspilltastrar náttúru Íslands.
Þeim sem hafa áhuga, er bent á að hafa samband við eitthvern núverandi [url=http://www.f4x4.is/stjornir:s3tio8s7]umhverfisnefndarmanna.[/url:s3tio8s7]
-Einar
13.04.2004 at 21:09 #498229
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hæ
Er talað um brúaðan veg, fólksbílafæran?
Ef svo er þá er það hrein snilld. Af hverju á ég ekki að geta farið í Mörkina á mínum fólksbíl?
Er þá í lagi að lækka skiltabrýrnar hér í Reykjavík í einn og áttatíu þannig að jeppar og stærri ökutæki þyrfu að lengja leiðir sínar.
Hélt að það væri eitt af markmiðum 4×4 að stuðla að betri ökumenningu og eru ekki betri vegir stór hluti af því?
gardarm
13.04.2004 at 22:29 #498233Ekki er ég búinn að lesa neina af þessum greinum, en átti samtal við vegagerðamann fyrir nokkru, sem stóð bölvandi yfir einum af lækjunum í Langanesinu.
Fyrstu lækirnir eða árnar sem þarf að fara yfir á leið í Þórsmörk hafa þann leiða ávana að vaxa mikið í rigningu seinniparts sumars og eitthvað fram á haustið, og gera veginn ófæran fyrir stærri bíla sem fara þarna um. Þessi vegagerðamaður talaði um það að vegarstæðið yrði fært niður á Markarfljótsaura, þar sem straumur væri minni, því þeir réðu ekki neitt við árnar í núverandi vegarstæði. Árnar yrðu settar í stokk og trúlega yrði hann uppbyggður inn að lóni, en ekki væru nein plön um að fara lengra með uppbyggðan veg, enda árnar þar fyrir innan mjög slæmar þegar mikill vöxtur kæmi í þær.
Þetta þarf kanski ekki að verða eins slæmt fyrir okkur jeppamenn eins og þetta hljómaði í fyrstu, enda verður ekki fólksbílafært í Mörkina, heldur bara inn að lóni. Ég bíð samt spenntur eftir að sjá hvernig Vegagerðin hefur hugsað sér að vinna þetta, en mér hefur ekki gengið neitt að finna gögn yfir þetta verkefni Vegagerðarinar.
Hlynur
14.04.2004 at 00:14 #498237Væri ekki nær að nýta peninginn í að styrkja eitthvað rútufyrirtækið í að vera bara með staðsetta rútu á staðnum, t.d. allar helgar yfir sumarið, frá kl. 15 á föstudögum t.d.
Og vera þá með fastar ferðir frá gömlu Markarfljótsbrúnni (eða Hvolsvelli) inn í Mörk á t.d. 1-2 tíma fresti.
Þar með er búið að leysa málið með "aðgengi fyrir alla" og menn geta samt haft frelsi um að forða sér af svæðinu þegar fólki hentar ef það er vont veður t.d. (það sé ég allavega sem helst gallann við rútuferðirnar – að komast ekki í burtu þegar mér hentar).Útivist, FÍ og Austurleið gætu nú kannski líka sameinast um að kaupa einhvern gamlan jálk (hvar eru t.d. Tommi og Jenni sem voru alltaf í Kerlingarfjöllum á sumrin 😉 ) til að hafa þarna á sumrin.
14.04.2004 at 09:31 #498241
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fékk þetta lánað af mbl. Grein sem ég keypti. " ÞAÐ HEFUR í gegnum tíðina þótt talsverður ævintýrablær af ferðalagi inn á Þórsmörk. Þetta ferðalag kallast á máli heimamanna "að fara inn á Mörk". Segja má að ferðin hefjist við gömlu Markarfljótsbrúna þegar fyrst er ekið út á niðurgrafinn malarveg sem hlykkjast um aurana. Fljótlega þarf að keyra yfir fyrstu læki og ár en við það myndast svolítil öræfa- og óbyggðastemning. Þegar komið er spölkorn inn fyrir Stóru-Mörk er ekið um svokallað Merkurnes (Langanes) eða bara Nesið. Hér byrjar vegurinn fyrir alvöru að hlykkjast sem gefur ferðamanninum sífellt nýtt sjónarhorn á umhverfið. Fjöllin, gilin og fossarnir verða æ hrikalegri eftir því sem innar dregur, skriðjöklarnir koma í ljós og árnar verða vatnsmeiri. Allt gefur þetta ferðalaginu ákveðinn sjarma og spennu og óbyggða- og öræfastemningin magnast.
Að lokum er komið í áfangastað þar sem menn geta andað léttar eftir spennandi ferðalag og notið sín með sér og sínum í fjallasal þar sem birkiilmurinn og rómantíkin ræður ríkjum. Þetta er Þórsmörkin sjálf.
Ferðalagið sjálft þarna inn úr eftir hlykkjóttum vegi og yfir mismikil vatnsföll er hluti af ævintýrinu sem hingað til hefur þótt ómissandi þáttur í Merkurferðum.
En nú er þetta að verða liðin tíð. Hafin er gerð uppbyggðs vegar með tilheyrandi ræsum og brúargerð svo að lítil hætta er á öræfastemningu hvað þá ævintýrablæ yfir Þórsmerkurferð. Það getur varla talist mikill ævintýrabragur yfir því að aka á 100 km hraða eftir þráðbeinum vegi þessa fáu kílómetra þarna inn úr. Á þeim kafla sem nú þegar hefur verið byggður upp sýnist mér meðalhraðinn kominn hátt í hundraðið.
Hverjum er svona mikið í mun að eyðileggja þetta ævintýri sem Merkurferðir hafa hingað til þótt? Hverjir hafa slíkra hagsmuna að gæta að "ríkið" ætlar að eyða tugum eða hundruðum milljóna í veg sem án efa verður mjög viðhaldsfrekur og dýr. Það er deginum ljósara að það eru aðilar í ferðaþjónustunni sem knýja á um þessa aðgerð. Eðlilega berast böndin að þeim aðilum sem hafa svokallað húsbóndavald í Þórsmörk; Ferðafélaginu, Útivist og Austurleið-SBS eða öðrum sem hafa tekjur af Mörkinni á einn eða annan hátt.
Vegagerðin segir að í "bili" hafi verið ákveðið að leggja veginn "aðeins" inn að Jökullóni. Vegur inn að Jökullóni er nánast alla leið inn á Þórmörk. Hvort sem smáspotti verður skilinn eftir í "bili" eða ekki þá er hér um að ræða miklar landskemmdir sem eðlilega fylgja upphækkuðum vegi í tiltölulega ósnortnu umhverfi auk þess að eyðileggja áðurnefndan ævintýrablæ. Þegar slíkur vegur, innan tíðar með slitlagi, er kominn nánast alla leið hlýtur það einungis að vera tímaspursmál hvenær hann er kláraður.
Heiðarlegast væri að fá svör við því hverjir þrýsta á þessa óþörfu framkvæmd og hvaða hugmyndir þessir aðilar hafa um Þórsmörkina. Ég stóð alltaf í þeirri barnalegu trú að framtíðarbörn þessa lands fengju að upplifa það ævintýri sem Merkurferð hefur verið í gegnum árin. Það er ekki að sjá að sú verði raunin ef "Hraðbrautin" verður lögð fyrir tilstilli gráðugrar ferðaþjónustu.
Árni Alfreðsson fjallar um Þórsmerkurferðir"
14.04.2004 at 09:42 #498245
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fékk þessa grein sem ég kaypti líka lánaða af mbl:
"MIÐVIKUDAG fyrir páska skrifaði Árni Alfreðsson ágætan pistil í Mbl. um fyrirhugaða vegalagningu og samgöngubætur á Þórsmerkurvegi. Hann varpaði fram spurningu hvort rekstrararaðilar á Þórsmerkursvæðinu hefðu óskað eftir upphækkuðum vegi og brúargerð. Fyrir Útivistar hönd get ég sagt að við höfum ekki beðið um slíkar framkvæmdir.
Á haustdögum 2001 óskaði Vegagerðin á Selfossi eftir athugasemdum um þennan tiltekna veg. Í bréfi til Vegagerðarinnar, 1. nóvember sama ár sendi Útivist skoðun sína sem er í senn einföld og skýr: Við viljum halda öllu óbreyttu og viðhalda gamalli rómantík. Í svari Útivistar til Vegagerðarinnar var jafnframt haldið fram sem almennri skoðun að allir ferðalangar viti að vegurinn frá Merkurbæjum er krefjandi og að ferðalagið er mikilvægur þáttur í þeirri upplifun fyrir þéttbýlisbúa sem leggja leið sína í Þórsmörk.
Fyrir fjórum árum hóf Vegagerðin vegarbætur á þessari leið, sett voru ræsi og rör í nokkra læki og smáár. Síðan hafa framkvæmdir vaxið og nú hefur fyrsti hluti leiðarinnar verið byggður upp. Ég get tekið undir spurningu Árna: Hverjum er svona mikið í mun um að eyðileggja þá upplifun sem felst í því að aka yfir óbrúaðar ár og njóta sæluvistar í paradís að leiðarlokum? Ekki veit ég svarið en þegar þessi ósköp hófust reyndi ég að grafast fyrir um það án árangurs. Ég hafði samband við aðra rekstraraðila, Vegagerðina og þingmenn, en allt kom fyrir ekki – enginn kannaðist við glæpinn. Hins vegar var staðan sú að á Vegaáætlun hafði verið úthlutað 50 milljónum til framkvæmda á þessum vegi og ekki er í mannlegu valdi að stöðva eða breyta því fjárstreymi.
Ég tel að Þórsmerkursvæðið verði best nýtt sem Paradís fyrir göngu- og ferðafólk þar sem takmarkað aðgengi, ægifögur náttúra og veðursæld leggjast á eitt að gera dvöl þar að ógleymanlegri upplifun eða því sem Árni kallar réttilega í sinni grein: sjarma óbyggða- og öræfastemningar. Sjarmi og stemning öræfanna hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar vegurinn verður uppbyggður og allar sprænur brúaðar. Þá geta dreifbýlisbúar allt eins farið í gönguferð og snætt nestið sitt í Elliðaárdalnum umluktir bílaumferð og manngerðu umhverfi á alla vegu en samt setið á lyngþúfu.
Nei, í guðanna bænum látið þennan litla skika vera.
Árni Jóhannsson svarar Árna Alfreðssyni"
Eru þetta ekki umhverfisspjöll að hækka veginn svona upp?
14.04.2004 at 09:58 #498249Hvad med onnur verkefni og brynni? Eins og einhver minntist á hér ad ofan, vaeri ekki viturlegra ad faekka einbreidum brum á tjodvegum landsinns? Eda laga vonda vegarkafla a hringveginum, t.d. í borgarfirdi hja hredavatnsskala. Thar er vegurinn of mjór og hlykkjóttur. Med thvi myndi umferdaroryggi aukast til mikilla muna.
Svo er thad annad mál. Thórsmork myndi ekki bera allann thann folksfjolda sem thangad streymdi ef fólksbílafaert yrdi thangad. Mer finnst oft omurlegt ad sja morkina eftir storar helgar eins og 1. helgina í júlí (thar til fyrir nokkrum árum) og verslunarmannahelgina. Thá er allt út í rusli og svaedid lítur illa út.
Thetta má alls ekki gerast og mér thaetti mjog gaman ad vita hverjir standa fyrir thessu. Mer finnst thad undarlegt ad their gefi sig ekki fram og útskýri hvad vakir fyrir theim.
Freyr Thorsson
14.04.2004 at 12:14 #498253Nei takk!
Ég er alfarið á móti því að byggja upp veginn inn í Þórsmörk og brúa árnar. Þessi náttúruperla þolir ekki meiri umgang og mun svæðið algjörlega missa sérstöðu sína ef það verður fólksbílafært inneftir. Ég er búinn að fara þarna inneftir á hverju ári frá því ég var í maganum á Mömmu fyrir 30 árum og hef séð hver þróun svæðisins hefur verið með aukinni umferð gegnum árin. Mitt mat er að svæðið er nú þegar farið að láta töluvert á sjá og ég tel að það þoli ekki meiri umferð án þess að það hafi varanleg áhrif á svæðið, eins viðkvæmt og það nú er.
15.04.2004 at 09:42 #498257Eru virkilega ekki fleiri sem hafa eitthvað um málið að segja? Ég hefði haldið að hver einasti maður hér á síðunni myndi skrifa gegn þessu í þessum pistli eða eru félagar 4×4 almennt hlynntir "hraðbraut" inn í þórsmörk?
Ég styð það að klúbburinn lýsi því yfir opinberlega að hann sé á móti þessum framkvæmdum.
Væri ekki rétt að taka málið upp á næsta mánudags-fundi?
Freyr Þórsson
15.04.2004 at 12:48 #498261Ég vil ekki sjá uppbyggðan veg inn í Mörk.
Og mér finnst missir af þessum sprænum sem búið er að setja ræsi í nú þegar.
Ég á það margar góðar minningar úr Mörkinni og Merkur ferðum að væri sorglegt að komandi kynslóðir gætu ekki upplifað þessa stemningu sem það hefur verið að fara inn í Mörk.
Kveðja Olgeir Örlygsson
(og ég hef ekki lengur tölu á því hvað ég hef farið oft inneftir…og alltaf jafn gaman)
15.04.2004 at 13:01 #498265
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er alfarið á móti þessu, þó ég eigi nú eftir að fara í Þórsmörk. En það verður vonandi gert í sumar.
15.04.2004 at 13:07 #498269Mega dreifarar leggja orð í belg?
Það eru sjálfsagt allir orðnir hundleiðir á því þegar ég er að vitna í störf Samvinnunefndarinnar um skipulag miðhálendisins, en nákvæmlega þetta "issue" var þar mikið rætt. Tilteknir einstaklingar innan nefndarinnar (sleppum nöfnum hér) voru býsna harðir á því að á þeim hálendisleiðum, sem kallaðar voru aðalleiðir eða eitthvað þannig, ættu að vera uppbyggðir vegir, a.m.k. góðir malarvegir en helst með bundnu slitlagi, færir ÖLLUM bílum. Ég held að ég hafi verið einn á móti þessu (eins og mörgu öðru í nefndarstarfinu). Rökstuðningur? Jú, hann var einkum á þann veg að það ættu ekki að vera forréttindi þeirra sem ættu fjallabíla að ferðast um miðhálendið. Þetta var víst spurning um jafnrétti. Einhverntíma spurði ég hvernig þeir ætluðu að gera fólksbílafært á Grímsfjall. Mér var sagt að það ætti ekki að leyfa umferð þangað á nokkru ökutæki. Ef menn gætu ekki labbað þangað á skíðum, ættu þeir ekkert erindi. Ég var þá svo andstyggilegur að spyrja um jafnrétti, hversvegna ætti að takmarka aðgengi að jöklunum fyrir aðra en þá sem hefðu líkamsburði til að ganga á skíðum svo tugum kílómetra skipti. Þetta lýsti víst heimsku minni skildist mér. Nú er kominn uppbyggður vegur að norðan langt suður eftir Kjalvegi, eða suður að melunum norðan Dúfunefsfells, eins og flestir 4×4 félaga þekkja. Reyndar er fært öllum bílum um Kjalveg að sumrinu og undanfarna vetur hafa þeir dagar ekki verið margir meðan frost er í jörð sem ekki hefur mátt aka á hvaða bíl sem er alla leið í Hveravelli. Æi, ég er eiginlega hættur að fara þangað fyrir bragðið! Það er nú reyndar bættur skaðinn þykist ég vita, en þetta á við um fleiri. Hinir húnvetnsku "eigendur" Hveravalla stefna víst í að leggja þangað raflínu frá samveitukerfi landsins, byggja hótel og hvaðeina. Allt fyrir erlenda ferðamenn. Því miður held ég þeir hafi gleymt að tala við erlendu ferðamennina og vita hvað þeir vilja, eftir hverju þeir eru að leita þegar þeir koma hingað. Skyldi þó ekki vera óbrúaðar ár, torfærar fjallaslóðir o.s.frv.?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.