Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggðir hálendisvegir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.12.2002 at 11:20 #191912
AnonymousHvernig líst jeppamönnum á þær hugmyndir sem uppi eru, að leggja uppbyggða hálendisvegi yfir Sprengisand, Kjöl og
Kaldadal.
Þessar hugmyndir eru á framtíðarskipulagi vegamála
og er jafnvel rætt um að halda þeim opnum allan ársins hring -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2003 at 17:08 #465686
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og sjá má í Setrinu, janúarheftinu, ályktaði Suðurlandsdeildin með uppbyggingu hálendisvega. Þar er sérstaklega fagnað uppbyggingu vega og lögð áhersla á að með þeim opnist hálendið fyrir ferðalögum. Ég get allavega ómögulega skilið þessa ályktun öðruvísi en að með henni sé tekin skýr afstaða með uppbyggingu hálendisvega. Þetta er eina samþykktin sem gerð hefur verið á vegum klúbbsins um þetta mál mér vitanlega.
Brúin á Tungnaá er svosem ágæt en skemmtilegra væri ef við værum enn að fara þarna yfir á kláfnum!
18.02.2003 at 18:56 #465688EIK skrifaði:
Samkvæmt lögum félagsins er meðal markmiða þess að:
Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.
ATH. "annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum.".
Þetta er akkúrat það sem klúbburinn hefur unnið að, meðal annars með því að fá því framgengt að akstur á snjó er leyfður með lögum. Það að við getum áfram breytt bílunum okkar og áfram keyrt um á snjó er eitthvað sem við getum öll verið sammála um að eru málefni sem Ferðaklúbburinn 4×4 á að berjast fyrir. Það verður aldrei sátt um ályktanir út og suður um virkjana, skipulags eða samngöngumál frá hendi klúbbsins. Þeir sem svo telja eru einfaldlega að mínu mati að berjast fyrir þessum málum á röngum vettvangi. Þar með er ég ekki að gera lítið úr þeirra skoðunum, og er sjálfsagt sammála þeim að einhverju leyti, en þetta er einfaldlega ekki rétti vettvangurinn til að vinna þeim fylgi, heldur vís leið til þess að kljúfa þennan ágæta félagsskap í fylkingar.
Kveðja,
Eiríkur
18.02.2003 at 23:03 #465690Sælir.
Ég tek algjörlega undir þetta hjá Eiríki og ítreka að ég er ekki á móti skoðunum þeirra sem vilja fara mjög varlega þegar kemur að því að ákvarða um meiriháttar jarðrask. Ég er reyndar einarður talsmaður þess eins og margoft hefur komið fram hér á spjallinu. Mér finnst hins vegar allt ofstæki varhugavert og þá hættir mönnum til að verða ómálefnanlegir (þó alls ekki algilt).
Ég var búinn að gleyma þessu Skúli með suðurlandsdeildina (enda er félagið sem heild ekki að álykta þar). Þetta er einmitt málið!, mörgum finnst svona afstaða fráleit og enn öðrum ef ályktunin hefði verið 180° í hina áttina!!! Við getum ekki og eigum ekki að gera allt vitlaust innan félagsins með því að taka eina "ríkisákvörðun" fyrir alla félagsmenn í þessu máli. Siggi Helga bendir á að nauðsynlegt sé hins vegar að ræða þessi mál á málefnanlegan og hreinskiptin hátt og tek ég undir það.
Reyndar verð ég að játa að ég tel líklegt að suma félaga okkar úr suðurlandsdeild hefur örugglega dreymt um uppbyggðan veg um hraunið úr Landmannalaugum sl. sunnu- til þriðjudag og lái þeim hver sem vill … : )
Ferðakveðja,
BÞV
18.02.2003 at 23:35 #465692Ætli það séu ekki jafn skiptar skoðanir innan Suðurlandsdeildar, hvað sem líður fyrrnefndri áskorun. Ég leyfi mér að efast um að nefndur fundur hafi verið fjölmennur fyrst að þessu ályktun með þessu orðalagi var samþykkt einróma.
18.02.2003 at 23:41 #465694Sæll Óli.
Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Hlaut ekki að vera um fámennan hóp að ræða? Ég trúi því seint að heil deild sé sammála í svona máli og þá er spurning hvort hinir fáu sem á fundinn mættu hafi verið að misnota sér deildina með því að álykta í hennar nafni. Skyldi hafa komið fram í fundarboði að til stæði að bera þessa ályktun undir atkvæði?
Bara svona smá pæling.
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 00:03 #465696Sælir félagar.
Ég verð að segja um þetta mál, að það er eins og að menn hafi gleymt að hugsa um aðalatriðið. Hverjir koma til með að nota þessa vegi ! Ég sé ekki að hinn venjulegi Jón Jónsson á Húsavík á sínum Nizzan Sunny sé tilbúinn að aka þarna upp á vetri til að reyna að freista þess að græða 2 tíma á akstri til Reykjavíkur. Þessi sami Jón er nefnilega búinn að prófa að vera uppi á Vopnafjarðarheiði í vitlausu veðri, þegar hann ætlaði að spara sér spölinn með ströndinni.
Minn vinnustaður sem er Flytjandi byggir allt sitt upp á vegakerfinu og ég get sagt ykkur það, að þar á bæ eru menn ekki hrifnir af þessum hugmyndum. Við viljum að sjálfsögðu byrja á því að gera þjóðveg 1 að alvöru vegi, áður en að þessi "þvæla" fer í gang.
Horfum aðeins á allar einbreiðu brýrnar á leiðinni til Akureyrar. Hvað eru búin að vera mörg banaslys á þessum stöðum. Horfið á gatnamótin í Varmahlíð. Það er biðskylda á þjóðvegi 1 þegar menn koma að norðan ! Upp í Borgarfirði, rétt fyrir ofan bensínstöð Olís í Baulunni er malbikið svo mjótt að erfitt er að mætast á flutningabílum !
Svona mætti lengi telja. Mér finnst eins og vinur okkar Óli Þórðar ætti að skoða þessa staði (og fleiri slíka) áður en að hann fer að mæla með hálendisvegum þvert yfir landið. Vitiði hve oft flutningabílstjórar hafa tekið upp heilu fjölskyldurnar úr fólksbílum stopp á heiðum og staflað í kojurnar hjá sér ? Sjaldnast kemst slíkt í fréttir og þarna má oft litlu muna. Svo ég tali ekki um þá sem hafa orðið úti við að reyna að ganga til byggða. Man sjálfur eftir tveimum mönnum á Steingrímsfjarðarheiði um 1990 og pari nokkrum árum fyrr á Kletthálsi.
Eflaust myndi fólk nota þessa vegi á sumrin og allt í lagi með það, en ég er sammála mönnum hér að alls ekki er hægt að beyta klúbbnum í þessu máli. Hér eru skoðanir persónulegar. Hugsið um orð Bjössa hér framar um að klúbburinn væri þá í raun að standa í vegi fyrir því að aðrir en jeppamenn gætu ferðast um hálendið ! Við erum a.m.k. ekki hress með þá umræðu sem fer í gang öðru hverju að það eigi að banna breytta jeppa.
Á Íslandi er nóg pláss fyrir okkur öll, þarf bara að skipuleggja eitt og annað betur.
kv
Palli.
19.02.2003 at 00:07 #465698
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nokkuð sammála þeim Eiríki og BÞV um það að óraunhæft sé að ætla að samstaða verði nokkru sinni innan klúbbsins um þau mál sem um var rætt hér á undan.
Stundum er ég les skrif um umhverfismál innan klúbbsins læðist að mér sá illi grunur að við séum rög til hinna stærri mála en dundum okkur fremur við hin smærri og átakaminni málin, svo sem með ruslatínslu og skógrækt á vettvangi umhverfisnefndar (þau eru svo sannarlega góð svo langt sem þau ná og með þessum orðum vanvirði ég alls ekki starf þeirrar nefndar; sat þar t.d. eitt sinn sjálfur !).
En raunverulegur hugur verður að fylgja máli af hálfu félagsmanna með starfi nefndarinnar. Eins og ég sagði í fyrri pistli þá eru menn óðum að vakna til meðvitundar um mikilvægi á heildarsýn til umhverfismála.
Umhverfisnefnd má aldrei verða marklítill áróðursstimpill til þess gerð að kaupa okkur hylli almennings vegna þess eins að við óttumst að tilgangur með klúbbstarfinu standi ekki fyllilega fyrir sínu.
Ef til vill væri rétt að sýna þá hreinskiptni að leggja nefndina af (nú er ég kominn uppá fjósbitann !).
19.02.2003 at 00:18 #465700Sæll Siggi.
Ég er sammála þér að menn eiga að hugsa áður en þeir framkvæma, meta hvað þeir fá fyrir það sem fórnað er. M.a. á þessari forsendu er ég sammála eik um það að Kárahnjúkavirkjun er ekki að fullu réttlætanleg meðan orkuverðið er leyndarmál. Þetta er auðvitað ömurlegt laumuspil og lætur alla fá það á tilfinninguna að eitthvert plott sé í gangi hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum. Af hverju megum við ekki vita hvert orkuverðið er? Er það kannski svo eins og eik og fleiri hafa haldið fram að almennir raforkunotendur í landinu muni niðurgreiða það rafmagn sem þarna verður framleitt.
Á hinn bóginn tel ég að við getum ekki fyrirfram verið á móti öllu, bara af því að það eru breytingar á ósnortinni náttúrunni. Heildarsýn á skipulagsmál á hálendinu er eitthvað sem menn eiga klárlega að skoða og ég get tekið undir það með þér að það er auðvitað undarlegt að núverandi stjórnvöld skuli ekki framfylgja eigin ákvörðunum um rammaáætlanir. Hví skyldi það vera?
Þessi pæling þín með að leggja niður umhverfisnefndina er að sjálfsögðu grín og ég læt öðrum eftir að svara því…
Ferðakveðja,
BÞV
19.02.2003 at 06:24 #465702Þessi þráður er nú orðinn það langur að sjálfsagt nennir enginn lengur að lesa hann til enda nema við kverúlantarnir. En mér finnst hafa gætt nokkurs misskilnings í þessu öllu saman hvað varðar afstöðu klúbbsins. Það er stór munur á því að gera ályktun eins og þá sem kom frá Suðurlandsdeildinni í haust og varðar hluti sem eru í sjálfu sér óviðkomandi klúbbnum sem slíkum og að hann móti stefnu í þeim málum, sem varða sjálfa tilveru hans, þ.e. hvort einhversstaðar verði til eitthvert svæði sem við getum/megum fara um og notað aksturshæfileika okkar og bílanna. Við megum ekki gleyma að hugsa rökrétt. Hvað er hægt að kalla pólitík er bæðið "loðið og teygjanlegt" eins og maðurinn sagði og auðvitað rekum við okkar pólitík, sem snertir fyrst og fremst það, sem við getum kallað ábyrgt ferðafrelsi. Hvað varðar hringveginn, þá tek ég undir með Palla Hall. Ég er búinn að aka á mínum ökumannsferli eitthvað yfir 2 millj. km og mest á þjóðvegunum og held ég geti sagt að ég þekki þetta vel á eigin skinni sem hann talar um.
19.02.2003 at 09:07 #465704
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tek undir með ólsaranum að etv er farið að togna allnokkuð á umræðunni. Samt finnst mér hún hafa verið þörf.
Minn kæri BÞV !
Svona rétt til að forðast hugsanlegan misskilning sumra félaga okkar, þá var árétting mín varðandi Rammaáætlun ekki skot á einstakar virkjanaframkvæmdir, hvorki Kárahnjúka né Norðlingaölduveitu, heldur vil ég að menn haldi sig staðfastlega við Rammaáætlun og það af heilindum.Á sama hátt er ég þér sammála um að við getum ekki verið fyrirfram á móti öllu, bara af því að það eru breytingar á ósnortinni náttúru. En hverjir hafa verið það hér á þessu spjalli ?
Enginn trúi ég.
Held þó til streytu þeirri skoðun minni að þær skuli lágmarka svo sem kostur er.Í stað þess að kroppa hér og þar eiga framkvæmdir á hálendinu fyrst að hefjast þegar komin er heildarsýn á það hvernig menn telja best að því staðið. Mistök eru illbreytanleg til betri vegar eftir á. Hér erum við sammála sýnist mér.
Og að gefnu tilefni héðan úr spjallinu, enn ein áhnykking: Ég andmæli þeim skoðunum að ekki sé unnt að ferðast um og njóta hálendis nema á fólksbílafærum vegum. Og jafnan þarf heldur ekki breytta jeppa til þessara hluta að sumarlagi miðað við núverandi stöðu. Að vísu komumst við ekki ALLT, en hvað með það ?
Þessi skoðun mín rýrir ekki tilvistarrétt okkar ferðaklúbbs.
Og svo rétt í lokin: Til lukku með nýja gullið BÞV, las fréttina nú rétt í þessu !
Bestu kveðjur
SH
19.02.2003 at 11:13 #465706
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já þessi þráður er orðinn ansi langur og menn orðnir óskaplega sammála. Spurning hvort rétt sé að henda einhverjum sprengjum! Annars er það kannski akkúrat málið, langflestir sem á annað borð hafa áhuga á ferðalögum um hálendið eru sammála því að æskilegt sé að rask og mannvirki séu í lágmarki og láglendisvæðing hálendisins sem allra minnst (yfir mig hrifinn af þessu orði, lýsir nákvæmlega hvað um er að ræða). Einnig að það þarf einhverja heildarsýn á málin sem gerir ráð fyrir verndun tiltekinna svæða áður en vaðið er með framkvæmdir um allt. Þetta er held ég sjónarmið sem við getum almennt verið nokkuð sammála um. Það er hins vegar augljóst að menn eru með mismunandi skoðanir á einstökum virkjanaframkvæmdum og því verður ekki breytt. En með þessa hálendisvegi finnst mér það undarlegra að ekki sé hægt að sameinast í því máli, enda í mínum huga ein mesta ógnun sem að okkar sporti hefur steðjað lengi. Kárahnjúkavirkjun er barnaleikur í samanburði við það og t.d. uppbyggður vegur á syðra Fjallabak væri með mestu eyðileggingum á hálendinu sem hægt er að hugsa sér.
Það að með þessari skoðun vilji ég meina öðrum en jeppamönnum að ferðast um hálendið stenst ekki, því eins og bent hefur verið á geta allir sem á annað borð eiga bíl keypt bíl sem dugar í allar venjulegar sumarferðir og þar fyrir utan held ég að þeir sem hafa áhuga á að fara um þessi svæði á annað borð eigi jeppa eða jeppling! Það er sama hvaða sport er um að ræða, þú þarf ákveðinn búnað til að stunda það og ekkert óeðlilegt við það.
Skúli H.
22.02.2003 at 04:55 #465708Sæll Björn
Þú spyrð um hvort að menn hafi verið að misnota aðstöðu sína með títtnefndri ályktun.Því er til að svara að mér vitanlega var ekkert nefnt um þetta mál í fundarboðinu fyrir fundinn sem hún var borin upp á og greinilega samþykkt. Það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti að lesa þessa ályktun fundarins í Setrinu, að ekki sé minnst á þá "einróma" samþykkt fundarins er lýtur að ritskoðun á greinum í Setrinu. Að mínu viti er hér á ferðinni fljótræði af hálfu félaga minna í Suðurlandsdeild, enda tel ég það sérkennilegt að geta ekki þessarar ályktunnar í fundarboði. Hér er á ferðinni stærra mál en svo að fámennur fundur geti gefið út "stefnu" eða "skoðun" deildarinnar í heild án þess að menn fái bæði, tilkynningu og umþóttunnartíma til að melta þetta mál til fulls. Jafnvel þurfa menn að velta því alvarlega fyrir sér hvort að svona "tilkynningar" aða ályktanir eiga heima á vettvangi klúbbsins.
Það er greinilegt, skv skrifum ‘skulah’ að hann túlkar þessa ályktun sem "stefnu" eða skoðun Suðurlansdeildar (eðlilega, enda samþykkt fundar hjá deildinni), ég er ósáttur við þessi vinnubrögð, enda missti ég af öllum umræðum um málið með því að mæta ekki á þennan eina fund!!
Ferðakveðja
Óli
22.02.2003 at 10:28 #465710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil heilshugar taka undir hófsamt og skynsamlegt sjónarmið Skúla H hér á undan. Heildarsýn er það sem vantar!
(Hellaáhugamenn ( speleo.is ) eru um þessar mundir í vanda vegna hugsanlegs suðurstrandarvegar þar sem ekki er tekið nægjanlegt tillit til þeirra hrauna og hella sem þar eru við staðsetningu vegarinns.)
Nú segja líklega e-r að öfgarnir séu orðnir fullmiklir í umhverfisverndarsinnum ef ekki má leggja vegi í hraunum eða á hálendi Íslands. Vera má að þeir hafi rétt fyrir sér. Þó er það trú mín að til sé jafnvægi þar sem sjónarmið um hagkvæmni og umhverfisvernd geti mæst. Þetta er spurning um vilja.
Geir
22.02.2003 at 10:29 #465712Sæll Óli.
Þarna erum við greinilega 100% sammála, því þú rekur akkúrat sömu sjónarmiðin og ég byggi mína skoðun á. Svona "fljótræði" eins og þú kallar það, getur hæglega valdið mikilli óeiningu og jafnvel klofið félag/deild í tvennt…
Menn eiga að mínu viti þá að stofna bara sérsamtök eða þrýstihópa um þessi tilteknu hugðarefni sín, en ekki að álykta um slíkt á vetvangi klúbbsins.
Efnislega er ég hins vegar alveg sammála þeim sem vilja fara varlega og grandskoða allar svona framkvæmdir á hálendinu áður en ráðist er í þær.
Helvíti voruð þið annars flottir í Laugatúrnum!
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.