Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggðir hálendisvegir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.12.2002 at 11:20 #191912
AnonymousHvernig líst jeppamönnum á þær hugmyndir sem uppi eru, að leggja uppbyggða hálendisvegi yfir Sprengisand, Kjöl og
Kaldadal.
Þessar hugmyndir eru á framtíðarskipulagi vegamála
og er jafnvel rætt um að halda þeim opnum allan ársins hring -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2003 at 17:27 #465646
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Klúbburinn þarf að gæta sín í afstöðu til pólitískra mála, það er alveg ljóst sbr. umfjöllun í síðustu tölublöðum Setursins varðandi virkjanamál og vegaframkvæmdir Landsvirkjunar.
Sennilega er best að hver og einn hafi sína skoðun en hins vegar er mjög gott að viðra þær hér og e.t.v senda einhverja tilkynningu til fjölmiðla varðandi þær vangaveltur sem félagsmenn hafa komið á framfæri – en þetta er MJÖG viðkvæmt mál.
Ég er hins vegar alveg sammála því að ég skil ekki hvers vegna er talið rétt að ráðast í þessa vegagerð þegar þjóðvegur 1 – sem er í byggð er ekki einu sinni í sómasamlegu ástandi.
Hveru margir landsbyggðarmenn hafa lýst yfir áhuga sínum á þessum vegi og telja sig muni nota hann t.d. yfir vetrartímann?
Hveru gáfulegt er að byggja þessa hálendisvegi og senda hinn "almenna borgara" út á hann í ferðalög? Hvað gerist almennt í umferðinni t.d. í Reykjavík ef einhver snjór kemur út lofti eða hálka er á götum?
Mér finnst verið að byggja falsk öryggi fyrir fólk á hættulegum vegum og verið að auka kostnað við snjómokstur, umferðareftirlit og auka líkur á aðgerðum Björgunarsveita til bjargar fólki á þessum vegum. Þrátt fyrir þessa nýju vegi þar náttúrulega að halda öllum öðrum vegum opnum líka!
Hvert er hagræðið eiginlega?
17.02.2003 at 17:32 #465648
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú skil ég ekki samlíkinguna Björn, eða missti ég af einhverju. Skattastefna Vinstri Grænna hefur ekkert með ferðalög um hálendið á jeppum að gera sem er jú það sem klúbburinn snýst um. Ekki nema ef hún felur í sér einhverja sérstaka skatta á jeppa, stór dekk, eða annað sem þarf til að stunda þetta sport. Og þá finndist mér meira en sjálfsagt að klúbburinn taki afstöðu í því máli og beitti sér af öllum þunga, jafnvel þó einhverjum félögum klúbbsins og stuðningsmönnum Vinstri Grænna myndu mislíka. Myndir þú leggjast gegn því Björn?
Reyndar finnst mér þetta með uppbyggða vegi um þvert og endilangt hálendið vera mikið brýnna hagsmunamál jeppaeiganda heldur en skattlagning á jeppa, því skatt er hægt að afnema en ekki endurheimta það sem eyðilagt með mannvirkjagerð.
Kv – Skúli H.
17.02.2003 at 17:54 #465650Það trúlega rétt að það er erfitt fyrir klúbbinn að taka afstöðu í svona málum, t.d. ætla ég að ganga í klúbbinn m.a. til að taka þátt í starfi hans og svo tel ég að það sé klúbbnum að þakka að hægt er að stunda ferðamennsku á breyttum jeppum eins og gert er í dag. Hinsvegar ætti ég erfitt með að ganga í klúbbinn ef hann hefði tekið beina afstöðu á móti t.d. virkjunaráformum við Kárahnjúka. Varðandi hálendisvegina þá er það mín skoðun að þeir séu miklu meiri ógn við ósnortnu víðernin heldur en virkjanir og uppistöðulón. E.t.v. má klára að byggja upp Kjalveg þar sem það er nánast búið, en malbikaður vegur yfir Sprengisand hefði lítið gildi.
Auk þessa væri peningunum miklu betur varið í að laga eða klára þjóðvegakerfið sem við höfum núna. Ég bý á Akureyri en vinn núna í Reykjavík og keyri á milli í hverri viku og hugsa oft um það hvað það væri hægt að stytta aksturtímann ef vegurinn væri sléttari og breiðari og ég tala nú ekki um ef hann væri styttur þar sem það er hægt, t.d. í Skagafirði.
kv. jsk
17.02.2003 at 20:19 #465652Kannski er aðalatriðið að hafa sem skemmst milli Rvíkur og Akureyrar, kannski verða það einu svæðin í byggð eftir áratug eða svo, hvað veit ég. En meðan einhver byggð að marki er tengd hringveginum, finnst manni einhver rökvísi í því að hann tengi byggðir saman en slíti þær ekki í sundur. Ég veit svo sem að Halldór Blöndal og fleiri hafa haft ýmigust á króknum til Blönduóss og viljað a.m.k. fara Svínadalsleiðina og yfir Blöndu hjá Löngumýri. Mikil ósköp. En ef Blönduós væri með því lagi slitinn frá hringveginum, væru þær fjárfestingar, sem þar hefur verið lagt í og beinlínis tengdar því að hringvegurinn liggur þar um, harla lítils virði. Svo mun vera víðar. Er þá ekki einhver bótaskyldur eða hvað? Á þessum málum eru fleirri hliðar. Mér finnst t.d. í þau skipti sem ég þarf að fara austur um, bölvað ólán og töf, aukslysahættu, að þurfa að paufast um gatnakerfið á Akureyri, sem er nú ekki það liprasta í heimi hér. En þetta má víst ekki nefna.
kv. ólsarinn
17.02.2003 at 21:45 #465654Ekki er maður nú hissa ef hann Björn Þorri vill fara að fá bundið slitlag á alla fjallvegi landsins enda stefnir í það að hann verði fyrverandi jeppamaður og það hef ég eftir áræðanlegum heimildum hann sé byrjaður að berjast fyrir vegarlaggningu og bundnu slitlagi að fjallakofa nokkrum sem oft er sagður vera sóðalegur enda hefur kofi þessi verði nefndur "Nornabæli".
Hann hefur víst tekið sæti á lista bæði vinstri grænna og samfylkingunar til að koma þessu hálendisvegabulli sínu í réttan farveg.
Vona nú að hann fari að sjá ljósi og fái sér Datsun og fari í framboð hjá sjálfstæðisflokknum og hætti að vera andvaka yfir því að vera að detta útúr jeppaheiminum.
Með kveðju Hlynur R2208
17.02.2003 at 22:02 #465656Já þetta er nú svona. Yfirleitt komast menn af sportbíla aldrinum uppúr tvítugu og fara að huga að því að fá sér jeppa. Sumir sleppa bara jeppatímabilinu (Barbí er nú varla jeppi er það) og fara beint í sportbílana.
Já lengi má manninn reyna.
kv.
Eiríkur
17.02.2003 at 22:40 #465658Sælir Datsunbræður.
Þið eruð nú meiri snillingarnir. Eruði virkilega að fara barasta á tauginni? Auðvitað er Barbí jeppi! Það hafið þið sjálfir reynt, pikkfastir á rassgatinu með stirðnað vandræðabros og svoleiðis tól keyra hringinn í kringum ykkur…
Enda heyrir maður það helst núna að Datsun menn keppist nú hver um annan þverann við að komast úr landi yfir hábjargræðistímann í jeppamennskunni til að verða ekki að atlægi í snjónum… Kannski er það af því að það vantar malbikið á fjöllum…???
Annars átti ég bara við það, að þótt mörgum sé heitt í hamsi vegna virkjanamála og annarra framkvæmda á hálendinu, þá á klúbburinn ekki að láta draga sig inn í þá umræðu. Skoðanir jeppamanna eru mjög misjafnar í þessu efni, þótt allir séu þeir sammála um helstu markmið klúbbsins sjálfs.
Ég verð að játa það að mér finnst á köflum þessi umræða gersamlega vera kominn á ofstækisstig og menn eru þvílíkt blóðheitir og þykjast flestir hafa hina einu réttu sýn á málið.
Eins og ég hef áður sagt, eru alla vaga tvær hliðar á málinu og hægt að rökstyðja þær báðar nokkuð vel. Í öllum bænu látum ekki svona eldfimt mál fuðra upp í höndum félagsins, þannig að það skaðbrennist…
Ferðakveðja,
BÞV
17.02.2003 at 22:42 #465660Ég verð annars að taka undir orð Björns Þorra um ótrúlega áráttu sumra að vilja etja Ferðaklúbbnum 4×4 út í forarpytt hinnar pólitísku umræðu.
Virkjana og samgöngumál eru í eðli sínu pólitísk mál sem fá sína umræðu og afgreiðslu á sínum eðlilega vettvangi, í stjórnmálaflokkunum, á Alþingi og eftir aðstæðum í þeim stofnunum sem ætlað er að fjalla um þau.
Eitt af markmiðum klúbbsinns er:
"Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd".
Ég get ekki skilið að út frá þessu markmiði þurfi klúbburinn að marka sér stefnu í Virkjana og samgöngumálum. Hins vegar hefur klúbburinn beitt sér fyrir umræðu um þessi mál, meðal annars með því að fá á fundi ýmsa aðila sem tengjast þessum málum, en að sjálfsögðu bæði þá sem eru "með og á móti".
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort aðilar sem tala í þessa áttina, séu einfaldlega að reyna að sækja sínum flokki liðsstyrk. Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja,
Eiríkur
18.02.2003 at 00:07 #465662Samkvæmt lögum félagsins er meðal markmiða þess að:
[i:kcvd9lbw]Að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða og annað er lýtur að fjórhjóladrifsbifreiðum og ferðalögum í samráði við viðkomandi yfirvöld.[/i:kcvd9lbw]
Flestir okkar nota jeppana til að ferðast um hálendi Íslands. Því er það eitt af skilgreindum markmiðum félagsins að gæta hasgmuna félagsmanna varðandi ferðalög um hálendið.
Hvernig er það Eiríkur, hafa stjórnmálaflokkarnir markað stefu varðandi hálendisvegi?
-Einar
18.02.2003 at 10:19 #465664
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það sé alveg klárt að enn sem komið er allavega er umræðan um hálendisvegi ekki orðin flokkspólitísk, það er ekki hægt að sjá neinar flokkslínur í þeirri umræðu. Reyndar gildir á vissan hátt sama um virkjanamálin, en þar eru menn náttúrulega að sjá einhverja fjárhagslega hagsmuni sem ráða afstöðu manna í mörgum tilfellum og gera málin viðkvæmari. En auðvitað er þetta pólitískt eins og svo margt annað.
Eftir því sem ég hugsa meira um samlíkingu Björns við skattamálin sé ég betur að hann hittir þar naglan á höfuðið, þetta var ekki svo slæm samlíking. Svo við ímyndum okkur dæmi, ef tiltekinn stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður (hvort sem er Vinstri grænir eða aðrir) leggur til eða fer að beita sér fyrir 50% lúxusskatti á jeppadekk stærri en 33", ætti þá f4x4 að láta sem sér komi ekki málið við þar sem þetta sé pólitískt mál og á að afgreiðast á vettvangi stjórnmálanna, óháð afskiptum klúbbsins??? Það má skilja það af orðum manna, enda væri slíkt mál í raun mikið pólitískara en lagning hálendisvega.
Klúbburinn hefur á margan hátt unnið mjög ötullega að hagsmunamálum okkar sem ferðumst um á jeppum og allt slíkt er pólitískt í eðli sínu. Verra finnst mér þegar klúbburinn er notaður til að vinna að einhverjum allt öðrum hagsmunum.
Skúli H.
18.02.2003 at 10:45 #465666Það er alveg rétt að hagsmunamál jeppamanna eru pólitísk og því mun klúbburinn ekki komast hjá því að taka afstöðu í mörgum málum sem eru pólitískt umdeild. T.d. er maður alltaf hræddur um að settar verði skorður á það ferðafrelsi sem við höfum í dag og þar er augljóslega pólitískt mál sem allir klúbbfélagar geta verið sammála um. Hinsvegar er það alltaf erfitt fyrir svona áhugumannafélag að taka afstöðu í málum þarf sem skoðanir eru mjög skipta, t.d. í virkjunarmálum. Hver eða hvernig á þá að velja þau mál sem má taka afstöðu til? Ekki kann ég svarið við því.
En telja menn að klúbburinn hafi verið notaður til að vinna að einhverjum hagsmunum sem snúast ekki um jeppa og ferðamennsku?
p.s. þó ég sé ekki kominn með félagsnúmer leyfi ég mér að taka þátt í umræðunni, enda búinn að sækja um inngöngu.
jsk
18.02.2003 at 10:49 #465668Eiginlega hefur þú hárrétt fyrir þér Skúli, og allt er þetta vandratað svo maður lendi ekki í fúlum pyttum stjórnmálanna og dugar líklega seint nokkurt GPS til hjálpar! Hinsvegar óttast maður ofstækisfólk, sem vill jeppa og sér í lagi breytta jeppa, út af vegunum. Þetta er ekki bara séríslenskt fyrirbæri. Manni er fullkunnugt um að hjá Umferðarstofu (eða hvað það heitir núna) er veruleg stemmning fyrir því að banna allar breytingar á jeppum vegna þess að þau trúa því að þeir séu hættulegir í umferðinni. Hef nokkra vissu fyrir því að nýja spilgrindin framan á Barbie-cruisernum sé til komin vegna þess að Arctic-truck fólk hafi fengið hint um að slíkar kröfur séu á leiðinni og "undirakstursvörn" verði eitthvað sem krafist verði á breyttum bílum. – Hvað um það, plottið er þannig upp byggt, að þegar komnir séu malbikaðir vegir um hálendið, þá sé hægt að segja að það þurfi enga breytta bíla til að fara um það (jafnvel ekki jeppa heldur þótt óbreyttir séu) og því sé hægt að banna breytingar nema þá eins og í Ameríku, bara fyrir "trail use", þ.e. á sérstökum afmörkuðum svæðum, þar sem notkun slíkra tækja er leyfð með sérstökum skilyrðum, tryggingum ofl.ofl. Þá verði einnig öll ferðalög ökutækja um jöklana bönnuð, sem og akstur á snjó, eins og sumir "umhverfisverndarsinnar" eru þegar farnir að krefjast. Þetta er ekki paranoia hjá mér, mér er fullkunnugt um að svona er þetta plottað hjá Umferðarstofu.
18.02.2003 at 11:39 #465670Sælir.
Bara svo það sé á hreinu, þá tók ég dæmið um Vinstri Græna bara af handahófi og hefði alveg eins getað nefnt að taka afstöðu til mesta ranglætis Íslandssögunnar, kvótaframsalsins og hvernig núverandi stjórnarflokkar halda vörð um þann óskapnað. Nú eða Evrópudýrkun Samfylkingarinnar… Á Ferðaklúbburinn 4×4 að fara á álykta eða taka afstöðu í þessum málum?
Ef einhver varð sár af því að ég nefndi VG, þá er þessu hér með komið á framfæri.
Það er ofstæki þegar menn (jeppamenn eða ferðamenn) líta á það sem heilaga kýr að engu megi breyta og ekkert gera sem raski umhverfinu. Með sama hætti er það ofstæki að fórna náttúruauðæfum án þess að mat á því hvað við fáum í staðinn liggi fyrir.
eik, mætti ekki alveg eins snúa þessu við og segja að "hæfileg uppbygging vega á hálendinu" stuðli að því að jeppamenn geti ferðast víðar um landið á öllum árstímum? Er það ekki hagsmunamál fyrir jeppamenn líka? Mér hefur sýnst að allir noti þá fínu vegi sem eru til staðar á fjöllum, a.m.k. hef ég aldrei rekist á neinn sem leggur sig fram um að aka bara meðfram þeim…
Að sjálfsögðu á Ferðaklúbburinn að berjast fyrir því að við fáum áfram að ferðast um landið, það er útúrsnúningur að blanda því inn í umræðuna. Á hinn bóginn er ég ekki eins viss um að klúbburinn eigi að berjast fyrir því að aðrir en jeppamenn geti ekki ferðast um landið…
Ferðakveðja,
BÞV
18.02.2003 at 12:05 #465672aukið aðgengi -> aukin umferð.
aukin umferð -> aukinn átroðningur.
aukin átroðningur -> meiri verndarframkvæmdir
meiri verndarframkvæmdir -> minna og minna af ósnortinni náttúru.
minna og minna af ósnortinni nátturu -> minnkar sérstöðu landsins.
aukið aðgengi + minni sérstaða -> útlenskir jeppamenn hætta að koma til landsins (og margir aðrir túristar einnig).
útlenskir jeppamenn hætta að koma -> Norræna fer á hausinn.
Norræna fer á hausin -> við hættum að geta farið með norrænu til útlandaSem sagt, algjör bömmer.
Kveðja
R2018
(kannski pínulítil einföldun…)
18.02.2003 at 12:36 #465674
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessa samlíkingu heyrði ég eitt sinn í útvarpsumfjöllun um mannvirkjagerð á hálendinu. Ég held það sé nokkuð til í henni.
Eftir að hafa litið yfir pistlana hér á undan, fæ ég ekki séð að umræðan sé lituð af taugaveiklun né ofstæki; mér finnst hún býsna málefnaleg, og raunar bráðþörf.
Ég sé ekkert nema gott við það að menn skiptist á skoðunum og hlýði á röksemdir annarra. Það er öllum hollt.
Það er svo annað hvort menn vilja að því ljúki með sameiginlegri ályktun í nafni klúbbsins.
Ekki megum við heldur óttast að ræða málin af því að það kunni að lykta af pólitík (sé raunar ekki hvernig umhverfismál þurfa endilega að verða flokkspólitísk). Hef sjálfur kosið til Alþingis, og fleiri en einn flokk um tíðina, og ekki trúi ég að menn séu almennt svo rígbundnir á flokksklafa að þeir hafi ekki döngun til að ganga á svig við flokkslínuna í einstökum málum ef samviskan býður svo.
Ég segi því:
Dæmalaust væri nú gott ef klúbbfélagar bæru gæfu til þess að ná sameiginlegri lendingu varðandi hálendisvegi og aðra mannvirkjagerð á hálendinu.Auðvitað varðar okkur félaga í F4x4 um það hvernig við Íslendingar kjósum að nýta hálendið og náttúruperlur. Við erum ekki einungis jeppaklúbbur, heldur einnig og ekki síður ferðaklúbbur. Ef náttúruskoðun skiptir okkur ekki máli getum við eins fengið okkur úthlutað gömlum malarnámum til að andskotast í.
Ég sem ritnefndarmaður Seturs á hlut að greininni um "Skoðanaskipti" í janúar heftinu s.l. Þótt þar sé slegið á þá strengi að klúbburinn taki ekki afstöðu til einstakra virkjanakosta þá er heldur bágt að geta t.d. ekki sameinast um jafn-sjálfsagða ályktun og að krefjast þess að ríkisstjórnin haldi sig við sína eigin ákvörðun um Rammaáætlun til þess að meta virkjanakosti, sem í raun er eðlilegur og réttlátur farvegur, ef heilindi fylgdu því máli. Og tæpast væri það flokkspólitískt !
Og hvað aðra mannvirkjagerð varðar á hálendi vil ég lágmarka hana eins og frekast er kostur. Þar þarf að koma til heildarskipulag, áður en menn taka til við að kroppa hér og þar með framkvæmdir á eigin spýtur. Erfitt kann að reynast að breyta síðar til annars vegar vanhugsuðum framkvæmdum. Viðhorf manna til náttúruverndar hafa nefnilega breyst talsvert á liðnum árum og æ fleiri sjá gildi þess að eiga hálendið sem mest ósnortið.
En hvað þýðir ósnortið; auðvitað má hártoga þessa notkun ótæpilega ef menn kjósa svo. Víða í byggð eru náttúruperlur sem auðvelt er að nálgast og njóta; oft í nágrenni við manngert umhverfi. ? En hvers vegna þurfum við þá líka að ?láglendisvæða? hálendið ? Af hverju viljum við ekki kappkosta að eiga þar allt annan heim en í byggð ?
– Viljum við byggja okkur smám saman og umhugsunarlítið út úr náttúrunni ?
Á hálendinu vil ég að vegir valdi sem minnstri sjónrænni breytingu á landslagi. Auðvitað þarf að bregðast víða við með slóðabætur svo notkun valdi ekki meiri spjöllum en orðið er.
Og hvaða ár ætti t.d. að brúa ?
Ekki amast ég við brúnum á Jökulsá á Fjöllum sunnan Upptyppinga, né brúnni á Kreppu þar skammt frá, og heldur ekki við brúnni á Skjálfandafljóti á Gæsavatnaleið. Fyrrtöldu brýrnar tvær tengja einstök útivistarsvæði, og vafasamt er að amast við Skjálfandafljótsbrúnni og auka þannig slysahættu. En hvar skulu mörkin dregin ? Hvers vegna má ekki brúa sérhverja sprænu ? Hvaða frekja er þetta í sumum okkur jeppamanna, sem þurfum að fá smá?kikk? út úr því að göslast yfir ár ? – Nú reyni ég að ljúga ekki að sjálfum mér þegar ég neita því að göslið sé eina ástæðan. ? Nei, þetta er spurning um að eiga eitthvað ósnortið.
Það er ekki spurning um ?kikk? að aka vaðið á Blákvísl norðan við Gýgjarfoss, né vaðið á Dalsá norðan Gljúfurleitar, né þegar maður forðum tíð ók fallegt Seyðisár-vaðið norðan Hveravalla.Ég er ekki sammála því viðhorfi að ?frumstæðir? vegir hindri náttúruskoðun og ferðalög á hálendinu; það kostar hins vegar skipulag í ferðamennsku. Eða liggur okkur kannski svona reiðinnar býsn á að spanna landið að við erum hætt að kunna að njóta ?
Og dæmið um 5 milljón króna jeppana þykir mér ekki sérlega frjótt innlegg í umræðuna.
18.02.2003 at 12:43 #465676Á korti sem sýnir flokkun vega í stofn-, tengi- og landsvegi t.d. á http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Fil … kerfid.pdf sést greinilega hvernig tæplega 1130 ára löngu landnámi Íslands miðar. Augljóst er að hluti af ?vegunum okkar? um hálendið munu verða menningunni að bráð. Frá a.m.k. átta þéttbýliskjörnum teygja tengivegir sig inná hálendið, sérstaklega Sprengisand. Landsvegir munu þar einhverntímann breytast í tengi- eða stofnvegi. Þótt veður, friðun, ófærð og fleiri rök mæli á móti, eru líka til rök með.
Hinsvegar þarf Ferðaklúbburinn örugglega í framtíðinni að draga línu til varnar jeppaferðamennsku, en hún verður varla dregin þvert í veg fyrir landnámið. Umræðan mun smám saman færa okkur svörin við því hvar varnarlínan þarf að vera. Vonandi samtvinnast þá hagsmunir jeppaferðamennsku, útivistar, landverndar, ferðamála, atvinnulífs og landnáms, ?í samráði við viðkomandi yfirvöld?. Amen.
18.02.2003 at 13:44 #465678
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vil ég benda á að verið er að tala um að brúa allar ár á leið inn í Þórsmörk og gera þar að leiðandi fært fyrir fólksbíla. Það er ekki verið að spá í það hvort landsvæðin þoli aukinn átroðninginn við fólksbíla menningu. Það eru einhver fyrirtæki sem bjóða mönnum uppá ferðir á þessi svo "torsóttu" svæði jafnvél fyrir minna en afskriftir af meðal jeppa.
Ef það verða einhverjir hálendis vegir uppbiðir þá legg ég til að það verði gerður heilsárs vegur á Grímsfjall því það gengur stundum svo ýla hjá mönnum að komst þangað og þaðan ef þeir eru ekki á TOYOTUM:o)
18.02.2003 at 13:57 #465680Burtséð frá því hvort það eigi að byggja upp þessa hálendisvegi (sem mér finnst ekkert stórvægilegt atriði) þá er ótrúlegt að þeir sem stjórna þessu landi íhugi að eyða milljörðum í vegagerð á hálendinu og jarðgangagerð annarsstaðar á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarksþjónustu í heilbrigðiskerfinu og löggæslu og á meðan enn er 71 !! einbreið brú á þjóðvegi 1 og möl með tilheyrandi holum á góðum hluta.
Ég held að þessir menn ættu að koma forgangsröðinni á hreint og hætta að æða úr einu í annað og reyna að klára málin áður en það er ætt útí svona vitleysu sem virðist bara vera til að ná í atkvæði.
Mín tvö cent.
Valdi
18.02.2003 at 14:34 #465682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Margir góðir punktar í þessu hjá Sigga, sérstaklega finnst mér þetta góður punktur með að ?láglendisvæða? hálendið. Það er fullt af fallegum stöðum við hringveginn og þeir eru vissulega fallegir þó malbikaður vegur liggi í nágrenninu. En hálendið hefur samt ákveðna sérstöðu umfram þessa staði og í því liggur aðdráttarafl þess, bæði fyrir fjölmarga jeppaeigendur (sem hafa keypt sér jeppa nákvæmlega til þess að njóta þessarar sérstöðu) og ekki síður fyrir fjölda túrista sem hingað koma. Þórsmörk yðri svosem áfram fallegur staður þó hún yrði láglendisvædd á þann hátt sem stebbij talar um, en hún myndi missa ákveðinn sjarma sem hafa einkennt Þórsmerkurferðir allt frá því menn fóru að fara þangað sér til skemmtunar á gamla Vípon.
Ég get svo sem skilið að það sé erfitt fyrir klúbbinn að álykta gegn einstökum virkjanaframkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun og hef aldrei lagt það til. En þegar klúbburinn ályktar beinlínis til stuðnings uppbyggðum stofnbrautum um þvert og endilangt hálendið finnst mér hlutirnir vera farnir að snúast heldur einkennilega. Það má vel vera að það séu hagsmunir þeirra sem tíma ekki að reka jeppa eða vilja banna alla jeppaumferð og hugsanlega annarra hópa sem hefðu af framkvæmdinni skammtímahagsmuni, en mér finnst augljóst að þetta er þvert á hagsmuni þeirra sem vilja ferðast um hálendið á jeppum.
Og Björn Þorri, jú ég hef keyrt útaf Kvíslaveituveginum til að fara frekar gömlu slóðana á Búðarhálsi. Og fannst það miiiikið skemmtilegra.
Kv – Skúli H
18.02.2003 at 16:31 #465684Sælir.
Hvenær ályktaði klúbburinn með uppbyggingu hálendisvega???
Búðarhálsinn er fín leið, sérstaklega eftir að brúin kom á Tungnaá !!
Kv. BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.