Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Uppbyggðir hálendisvegir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.12.2002 at 11:20 #191912
AnonymousHvernig líst jeppamönnum á þær hugmyndir sem uppi eru, að leggja uppbyggða hálendisvegi yfir Sprengisand, Kjöl og
Kaldadal.
Þessar hugmyndir eru á framtíðarskipulagi vegamála
og er jafnvel rætt um að halda þeim opnum allan ársins hring -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.12.2002 at 12:32 #465606
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Líst skelfilega á þessar hugmyndir. Nefndarómyndin sem lagði þetta til var meira að segja með hugmyndir um svona eyðileggingu á Fjallabaki og það tekur nú út fyrir allan þjófabálk og erfitt að sjá skynsemi í því.
Að vísu er stór hluti af Kjalvegi orðinn uppbyggður þannig að það væri kannski hægt að sætta sig við að fórna honum, en þá finnst mér við ættum að fá að hafa restina í friði sem alvöru fjallvegi.
18.12.2002 at 16:31 #465608Hörmulegar hugmyndir!
19.12.2002 at 20:01 #465610Voða eru lítil viðbrögð við þessum þræði, sem er að mínu mati ekki minna umhverfismál en Kárahnjúkavirkjun.
Hálendið hefur þann sjarma að vera óaðgengilegt. Þú þarft að hafa fyrir því að komast þangað. Þegar þú ert þar þá ertu "í burtu", utan alfaraleiðar. Ef þessi sjarmi hverfur með uppbyggðum hálendisvegum, þá hverfur sjarminn…! Það er þessi sjarmi sem heldur Norrænu uppi, og það er þessi sjarmi sem gefur Íslandi sérstöðu meðal Evrópskra ferðalangra. Allavega finnst mér ég vera kominn ofanaf hálendinu þegar að Sigöldu er komið.
Ef maður tekur nú niður útivistar og ferðamannahattinn og hugsar um hinn þjóðfélagslega ávinnig af styttri og betri samgöngum milli landshluta (sem er óneitanlega mikill), þá verð ég samt hræddur við þessa vegi. Þó svo að þeir séu uppbyggðir ofurvegir, þá verður alltaf hættulegt að halda þeim opnum á vetrum. Stærstur hluti Íslendinga (allavega þeir sem búa á suðvesturhorninu) gerir sér nefnilega ekki grein fyrir því veðrum og aðstæðum sem myndast geta þarna. Fólk lendir reglulega í ógögnum á Möðrudalsöræfum, sem er svona hálendisvegur, nema hvað hann er þrisvar til fjórum sinnum styttri en þessir umræddir hálendisvegir. Og það eru tiltölulega fáir Reykvíkingar sem eru að flækjast þar!
Eina leiðin af þessum sem mér finnst eitthvað vit í er Kaldidalur, norður fyrir Langjökul, framhjá Blönulóni og þaðan niður í uppsveitir skagafjarðar og inn á Öxnardalsheiði. Af þessari leið er aldrei neitt sérstalega langt til byggða og væri hægt að gera nokkra tengivegi inn á hana svo það sé hægt að loka hluta af leiðinni. Þá hefur hún sem minnst áhrif á hálendið, þannig að Íslenski eyðimerkursjarminn gæti lifað án þess að vera bara goðsögn.
Þá má heldur ekki gleyma því að uppbyggður malarvegur er töluvert hættulegri en óuppbyggður malarvegur (sérstaklega fyrir útlenska ferðamenn).
Með von um fjörugri umræður.
Rúnar.
20.12.2002 at 10:58 #465612Það er með ólíkindum að það skuli vera komið inn á framkvæmdaáætlun uppbyggður vegur að fjallabaki. Enginn með vott af skynsemi getur fundið rök fyrir þeirri framkvæmd, þaðmætti halda að það væri verið að skap ákveðnum verktökum vinnu.Þetta er Sturlun með stórum staf.
Jólakveðjur,
Maggi Dan.
20.12.2002 at 14:24 #465614Hvar í ósköpunum fengu þessir menn þær hugmyndir um að halda
þessum vegum opnum allt árið.þei eiga nú í fullt í fangi með að hafa hringveginn opinn allan veturinn hvað þá veg yfir hálendið.
þetta myndi þýða að við myndum þurfa að sækja þá veðurteppta
hríðskjálfandi og rammvillta í snjómoksturstækin.
kv Lúther
20.12.2002 at 16:46 #465616Þetta er bara það sem koma skal en ég held að það verði nú ekki farið í það að halda þessum vegum oppnum að vetri til þótt það væri nú ekki mikið mál í þessu tíðarfari.
Það vantar ekki nema 7km upp á að kjalvegur sé uppbyggður alla leið inn á Hveravelli norðan frá og á hverju hausti bætast bútar við sunnan megin en það er nú góður slatti eftir enn sem er "skítavegur" og með sama verkhraða verður hann það áfram í nokkuð mörg ár.
Ég er nú ekki á því að það sé bara vont að hafa góða vegi á hálendinu og td er kvíslaveituvegur gott dæmi um góðan veg sem er svo til snjólaus á veturnar en ég sé nú varla að vegur á fjallabaki með öllum sínum brekkum,giljum og skorningum gæti verið fær að vetri til.
Svo skulum við ekki gleyma því að Landsvirkjun var eitthvað að tala um að byggja veg handa okkur upp í Setur þegar þeir fara í Norðlingaölduveitu og eyðileggja leiðina um Sóleyjarhöfða svo maður þurfi nú ekki að hafa neitt fyrir því að fara þetta.
Kveðja Hlynur R2208
20.12.2002 at 17:08 #465618
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einusinni heirði eg að það væri vegna Kötlugoss sem flóttamannaleið eða til að halda hringveginum opnum,ég segi nú bara gangi þeim vel að halda veginum opnum að vetri til.
Matti
21.12.2002 at 00:27 #465620Skil nú vel að Hlynur sé hlyntur þessum uppbyggðu hálendisvegum, enda ekur greyið nú bara um á Patrol…:)
Rúnar
23.12.2002 at 10:10 #465622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef Landsvirkjun tæki upp á því að setja uppbyggðan veg upp í Setur held ég klúbburinn ætti að selja kofann og koma sér upp skála einhvers staðar inn á "alvöru" fjallaleiðum, þ.e. ef þær verður einhvers staðar að finna. Ég hef svosem ekkert á móti fólksbílum en einhvern vegin finnst mér fólksbílastóð fyrir framan skála klúbbsins ekki alveg samræmast því sem klúbburinn á að standa fyrir.
Kv – Skúli
17.02.2003 at 01:50 #465624Heyrðuð þið fréttirnar á Rúv í kvöld þ.e.16.02.????????
Þar var þetta vegamál aftur til sögu og því veifað að fimm fyrirtæki væru tilbúin með tilboð í fjóra uppbyggða hálendisvegi. Reyndar verða þau víst ekki nema 4 þar sem eitt hefur dottið út nú þegar. Viðmælendur sögðust vonast til að þetta gæti klárast fyrir árið 2010. Hvernig ætla þeir að hafa efni á þessu fyrst þeir geta ekki klárað og viðhaldið hringveginum?
Það var viðtal við einhvern framámann að þessu og voru hans rök meðal annars að hann vildi ekki þurfa að eiga 5-6 millj. kr. jeppa til að geta skoðað hálendið.
Ég er alveg gáttaður á svona rökum og umræðum. Eins og við vitum öll er oftast búið að loka hálendinu í seinni hluta september ef ekki fyrr og oft ekki opnað aftur fyrr en seinni hluta júní. Á þessum opna tíma þarf ekki 5-6 millj. kr. jeppa til að keyra yfir hálendið. Keyri sjálfur á undir 500 þ.kr. farartæki,"væri heppinn að fá það fyrir greyið", og hef ég samt farið þó nokkuð.
Hvað er þetta fólk að hugsa? Er þetta ekki bara eitthvað öfundarsjónarmið sem hefur farið út í öfgar? Hefur fólk með svona hugmyndir eitthvað að gera upp á hálendið?
Það væri þá athugandi að fá þá upplýsta líka og þá mundi nú aldeilis verð kátt í höll uppáhaldsfyrirtækisins. Það væri örugglega hægt að finna einhvern verðmætan stað fyrir virkjun eða önnur náttúruspjöll.
Mér þætti gaman að sjá útreikninga á áætluðum kostnað við viðhald og reksturs þessarra vega fyrir árið.
Nei þó að atvinnuleysi sé of hátt og mikill byggðaflótti , þá er þetta að mínu mati ekki nein lausn þeirra mála.
Það vantar allstaðar pening og mikla aðstoð þó svona vitleysa bætist ekki þar ofaná.Kv.
Magnús
R-2136
17.02.2003 at 06:43 #465626Þessi umræða á satt að segja ekki að þurfa að koma neinum á óvart. Mig grunar að þetta sé forleikurinn að því sem Óla H. Þórðar og marga af því slekti hefur dreymt um, en það er að banna a.m.k. breytta fjórhjóladrifsbíla (helst alla "jeppa"). Þessir fuglar læra af t.d. The Sierra Club í USA og fleirrum slíkum. Þarna eru á ferðinni öflug samtök veruleikafirrtra Hjörleifa af ýmsum kaliberum, sem vilja helst banna alla skapaða hluti. Ég lenti í því fyrir all nokkrum árum að sitja í nefnd sem var kölluð Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhálendisins. Þar kynntist ég mætavel sjónarmiðum sveitarstjórnarmanna víða um land til þessara hluta. Þar var rætt í alvöru um þessa hálendisvegi, sem þarna er rætt, sem heilsársvegi og síðan átti að banna alla umferð annarsstaðar. En hvað varðar veginn um Tvídægru, Arnarvatnsheiði og Stórasand, sem "runar" minnist á og oft hefur verið kenndur við Halldór Blöndal, þá hef ég trú á að erfitt geti orðið að halda honum opnum sem heilsársvegi í normal árferði. Þetta svæði er hið mesta veðravíti og nógu andskoti tafsamt getur verið fyrir almenna umferð á Holtavörðuheiðinni, þótt styttri sé.
17.02.2003 at 09:06 #465628
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir. Mín skoðun á uppbyggðum hálendisvegum er í fljótu bragði sú, að við ættum nú að ljúka við almennilega heilsársvegi á láglendi og yfir eða í gegnum eitt og eitt fjall eftir þörfum, áður en við förum að hugsa um heilsársvegi þvers og kruss um miðhálendið. T.d. á, skv. samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi, ekki að ljúka við að leggja bundið slitlag á Djúpveg um Djúp og Strandir fyrr en árið 2014. Heilsársvegur milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar er ekki til, í venjulegu árferði er þessi 170 km. leið ófær stóran hluta vetrar.
Kveðja, Eggert Stefánsson
17.02.2003 at 10:51 #465630Eiginlega segir EggertS allt sem segja þarf í þessu efni.
sammála.
17.02.2003 at 10:51 #465632Eiginlega segir EggertS allt sem segja þarf í þessu efni.
sammála.
17.02.2003 at 11:05 #465634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum röksemdum.
Einn "áhugamaðurinn" um þessa vegi segir að hann eigi ekki að þurfa að eiga 5-6 millj. króna jeppa til að skreppa tvær ferðir um hálendið á sumrin. Eins og Magnús bendir á þarf hann þess ekki, nema hann sé svo snobbaður að geta ekki látið sjá sig nema í lúxuskerru. Fyrir utan gömlu jálkana okkar Magnúsar sem hægt er að fá fyrir 10% af þesari upphæð er fjöldinn allur af jepplingum sem kosta lítið meira en hver annar fólksbíll.
Óli Þórðar heldur því fram að þessir vegir auki umferðaöryggi!!! Hvað verða mörg bílslys á fjallaslóðunum okkar? Hvað myndi umferðahraði aukast mikið á þessu svæði? Úr hvaða fílabeinsturni er maðurinn að koma? Þetta myndi þvert á móti stórfjölga umferðaslysunum. Það þyrfti að fara með hann í bíltúr þar sem hann gæti borið saman hversu öruggur maður er á snjónum á fjallaslóðunum annars vegar og svellinu á t.d. Kvíslaveituvegi með margra metra háum köntum.
Svo var Guðni landbúnaðarráðherra þarna, en hans rök voru nú bara einhvers staðar út í móa.
Ég held að það sé full ástæða fyrir f4x4 félaga að spá alvarlega í þetta, hvernig hálendi við viljum.
Kveðja
Skúli H.
17.02.2003 at 14:11 #465636Furðuleg röksemdafærsla, 5-6 millj. króna jeppa til að GETA ferðast um hálendið… með sömu rökum þarf 4-5 millj. króna glænýjan sportbíl af öflugustu gerð til að GETA ekið til Keflavíkur er það ekki ???
Horfum á þetta frá öðrum vinkli: hvað kosta þessar framkvæmdir og hvað kostar að reka þessa vegi? Og hvað væri hægt að kaupa marga 5-6 milljóna króna jeppa fyrir það – spáið í þessu … og fyrir hverja er þetta ? Ekki þá sem hafa mestan áhuga á að ferðast um þetta svæði – því þeir ERU allir að því !!!
Sumum rugludöllum verður ekki bjargað !
17.02.2003 at 14:38 #465638Í samanburði við þá peninga sem verið er að setja í vegaframkvæmdir, þá kosta malbikaðir hálendisvegir ekki sérlega mikið. Ég var á fundi um þessi mál fyrir nokkrum árum, þar var tailð að kostnaður við uppbyggðan, malbikaðan veg væri um 10 miljónir á kílómeter. Þannig að heilsársvegur frá Vatnsfelli norður í Bárðardal kostar aðeins brot af því sem eitt stykki jarðgöng kosta.
Úrkoma á þessari leið er minni en á mörgum fjallvegurm sem liggja nær ströndinni, þannig að það verður auðveldara að halda þessari leið opinni að vetrarlagi en sumum að þeim vegum sem nú er haldið opnum allt árið.Ef menn einblína bara á þessi atriði, þá verða þessir vegir komnir fyrr en varir. Ef við viljum hafa eitthver áhrif á gang mála, þá þarf klúbburinn að marka sér stefnu í málum sem varða skipulag og mannvirki á hálendinu, og berjast síðan fyrir þeirri setefnu. Það er ekki til setunnar boðið.
17.02.2003 at 14:53 #465640Ekki ætla ég mér, a.m.k. ekki óundirbúinn, að rengja útreikningana um kostnað við malbik á Sprengisandsleið. Hitt verður nú líka að taka með samt, að þarna þarf eitthvað af brúm og öðrum slíkum viðbótarframkvæmdum. Svo kemur þetta vandasama, hvernig verðleggjum við þetta svæði? Það er ansans ári mikil breyting á því þegar komin er uppbyggð hraðbraut frá því sem nú er. Það er nú líklegt að mörgum yfirsjáist það moment í þessu öllu saman hvað ferðaþjónustu varðar, að mesti sjarminn gagnvart hinu erlenda ferðafólki a.m.k. er horfinn þegar hraðbrautirnar eru komnar. Vegleysurnar og óbrúuðu árnar eru ein helsta "attractionin" að þeirra mati. Annars langar mig til að vísa í orð EggertS hér á undan varðandi það að klára að koma á vegasambandi í byggð og hugsa þessi mál svolítið betur. Einnig vil ég taka undir það, að félagið okkar þurfi að móta skýra afstöðu í þessum málum.
kv.
17.02.2003 at 15:06 #465642Hálendisvegir eru einmitt miklu ódýrari en vegir í byggð vegna þess að það þarf sáralítið að gera af brúm og ræsum og þessar leiðir liggja ekki þar sem eru mýrar eða brött fjöll. Reyndar á þetta síðasta ekki við um fjallabaksleið.
17.02.2003 at 17:12 #465644Sælir.
Af hverju viljið þið kljúfa klúbbinn með því að múlbinda hann í hápólitískum deilumálum. Er þá ekki rétt að menn taki líka afstöðu til skattastefnu Vinstri Grænna???
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.