This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur A. Hallgrímsson 21 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir ég er búinn að vera með HiClone í bílnum hjá mér. LandCruiser HJ62 með 4lítra Turbó. Ég verð að sejga að mest kom mér á óvart hvað eyðslan fór niður. Aukin kraftur er eitthvað sem ég var ekki var við að neinu marki. En ég er búinn að mæla bílin mjög nákvæmlega með og án HiClone. Hann fer úr umþ. 15.7 lítrum á 100km í 13.2 lítra á 100km. Þetta er umtalsvert. Ég er á 44″ dekkjum með 4.88 hlutföll. Eyðslan hjá mér var minni heldur en Patrol á 37″ dekkjum með hlutföllum. Hvernig er með þessar Patrol 2.8 eru þær bara að eyða ólíu eða?? Nei, kannski ég ætti ekkert að vara að tala um það hér. Það er búið að rakka þessa kalla nóg niður á öðrum stöðum. En þetta er kannski eitthvað sem menn ættu að skoða (líka á patrol).
Reiknisdæmið er einfalt í grófum dráttum. HiClone kostar um 20þús. Ég spara 100kr á hverja 100km, sem þýðir að ég spara 1000kr á á 1000km. s.s Þarf að keyra um 18-20þús km til að borga búnaðinn upp. Það tekur mig langan tíma að keyra það útaf því að ég nota jeppan ekki nema í ferðum. Þá myndi bora sig fyrir mig að setja 20þús inn á bók og láta það ávaxta sig. 😉 Hey, ok ég skalt hætta. En þetta borgar sig fyrir þá sem keyra mikið. Sumir keyra meira en 20þús á ári og þeir spara helling.
kv,
heijo
You must be logged in to reply to this topic.