Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Upload download track úr garmin í Visual series
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Níelsson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.02.2003 at 14:14 #192123
Sælir félagar,
Ég veit að margir eru að nota Visual series forritið frá Nobeltec.
Mér var tjáð að þegar maður hleður gögnum frá garmin tæki í forritið þá komi tracks ekki með heldur bara routes.
Þetta þýðir í raun og veru að maður þarf fyrst að breyta trackinu í route í tækinu og lesa það svo yfir í forritið.Ég er alveg viss um að það er hægt að ná í trackið úr tækinu með einhverju forriti og exporta því í textaskrá sem hægt er að lesa inn í visual series. Spurningin er hvaða forrit er notað til þess sem keyrir á windows stýrikerfi?
Hvar er hægt að nálgast þetta forrit má gjarnan fylgja meðÉg hef ekki áhuga á „ég held þetta virki…“ því ég vil fá alvöru upplýsingar.
Kveðja
Elvar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2003 at 14:31 #467912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er hægt án alls aukabúnaðar, jafnt hægt að flytja marks, routes og tracks. Hugsanlegt að þetta vanti í einhverjar gamlar útgáfur en allavega þekki ég þetta úr Visual Series 4.1.400. Þar fer maður einfaldlega í [HTML_END_DOCUMENT] og fær þar lista yfir trökk og rútur bæði í forritinu og í GPS tækinu. Síðan geturðu flutt þetta fram og til baka. Ef mikið er af punktum í tækinu tekur svolítinn tíma að fá gluggann upp því hún byrjar á að sækja allar upplýsingar úr tækinu.
Kv – Skúli
05.02.2003 at 15:25 #467914Sæll.
Þetta er ekki alveg rétt hjá Skúla, því sum tækin geta ekki sent trökkin í Navtrek. Ég er sjálfur með Garmin 162, og þetta virkar ekki með það tæki. Áður var ég með Garmin 128 og þar virkaði þetta fínt.
Ég er búinn að prófa að sækja trökkin í tækið með OziExplorer, og það virkar fínt. Þá þarf að búa til rútu úr trakkinu, og flytja hana í Navtrek. Það er smá handavinna. Mér hefur ekki tekist enn (svosem ekki reynt mikið) að exporta trakk sem textaskrá úr Ozi og innporta í Navtrek. Það má vel vera að það sé hægt.
kv.
Emil
05.02.2003 at 16:36 #467916Sælir,
Af þessu má lesa að Emil er þjáningabróðir. Ég er með garmin 162 eins og hann.
Ég (og aðrir) höfum sérstakan áhuga á að vita [b:1ozxbbz1]hvaða forrit[/b:1ozxbbz1] er nothæft til að sækja track úr tækinu og exporta því textaskrá sem hægt er að lesa inn í Visual Series.
Ég trúi ekki öðru en að einhver sé búinn að leysa þetta mál á snyrtilegan hátt.
Elvar
05.02.2003 at 17:15 #467918
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Biðst forláts, vissi ekki af þessum slæma ókost 162 tækjanna. Sjálfur nota ég Garmin II+ og þar virkar þetta saman eins og vel smurð vél.
Það er þá ágætt að þetta komi fram þannig að menn geti varast þessa týpu, því þetta er ólán. Ætli þetta vandamál eigi við fleiri týpur?
Kv – Skúli
06.02.2003 at 13:11 #467920Getur einhver sagt mér hvort hægt er að láta uppfæra garmin 162 tækið til að hægt sé að ná track yfir í Visual Series forritið. Eða er tækið bara gætt þessum ókosti að nánast ómögulegt er að ná trackinu út með skiljanlegum hætti.
Elvar
06.02.2003 at 17:40 #467922Elvar,
Ég er ekki viss um að það sé málið að uppfæra Garminn. Trúlega er Garmurinn orðinn fullkomari en forritið. Ég tel líklegt að þetta stafi af því að þessi fullkomnu tæki okkar eru með mikið meira track mynni heldur en eldri tækin. Ennig geyma þau fleri trökk heldur en eldri tækin.
Ég geri ráð fyrir að nýrri gerðir Visual Series geti þetta, en ég sjálfur hef ekki séð yngra að version 4 af þeim góða hubúnaði. Nú er komin version 6.
Ég veit að nýjustu útgáfur bæði Ozi og MapSource fara létt með þetta.En í sambandi við hugbúnaðinn í Garminum, þá geturðu sótt hann á vef Garmin. Nýjasta útgáfa fyrir tækin okkar er frá 22. jan. 03. eða splunku ný. Ég á eftir að sækja hana sjálfur. Verðum við ekki að prófa?
En hafið þið þarna úti prófað að nota OziExplorer eða MapSource? Og hefur einhver séð íslandskort fyrir MapSource? Ég sjálfur hef aðeins prófað Ozi, og lýst ágætlega á. Hann er sérstaklega góður fyrir gamlar þreyttar tölvur, því forritið er mjög lítið.
Kv.
Emil
05.03.2003 at 15:59 #467924
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með Viasual Series útg. 4.0 og Garmin Venture handtæki.
Ég get tengt tækið við forritið og fengið staðsetningu, en frá mínu tæki er ekki hægt að lesa inn leiðir. Kunningi minn á eldra Garmin tæki þar sem þetta er hægt.
Ég get lesið leiðir úr Garmin tækinu í Mapsource 4.06 en þar get ég ekki tengt tækið til að fá staðsetningu!
Þetta er hálf ömurlegt en möguleiki er á að þetta sé allt hægt ef ég uppfæri í nýjustu útgáfur af Visual Series og MapSource. Ef einhver veit þetta mundi ég vilja fá staðfestingu.
Til að taka feril úr mínu Garmin tæki yfir í Visual Series þarf ég að fara nokkuð langa leið:
1. Hleð ferlinum úr Garmin Venture í Mapsource
2. Hleð ferilinn úr Mapsource í eldra Garmin tæki sem kunningi minn á (held það sé Garmin II)
3. Hleð ferilinn úr þessu gamla Garmin tæki í Visual SeriesEin spurning að lokum: Veit eihver ráð á að skiptast á punktum og ferlum á milli Mapsource og Visual Series?
05.03.2003 at 18:41 #467926Sælir félagar.
Ég hef heyrt af þessu vandamáli með download og upload. Þetta virkar betur með nýjasta forritinu útgáfu 6.0. Það er reyndar kominn uppfærsla í 6.5, og útgáfa 7.0 er á leiðinni. Ég mæli samt ekki með að menn kaupi nýjustu útgáfuna nema menn hafi ekkert við peningana að gera, eða eru tölvuruglaðir eins og ég. Það eru því miður ekki til góð stafræn kort af íslandi með hæðatölum sem geta nýtt sér þennan hugbúnað til fulls. Það er samt eitt sem er hægt að nota, en það er hægt að sækja veðurspá á netinu og setja ofan á þessi "raster" kort frá landmælinugm. Þú getur svo sem allveg eins hlustð á veðurfréttir í útvarpinu.. :). Þú þarf líka að vera með mikið öflugri tölvu til að keyra hann.
En nýjustu útgáfurnar virka með öllum Garmin tækjunum og einnig Magellan tækjunum.
kv,
heijo
06.03.2003 at 10:30 #467928Sælir
Þegar þú (heijo) segir "En nýjustu útgáfurnar virka með öllum Garmin tækjunum". Ertu þá 100% viss um að þetta virkar með garmin 162 tækinu. Því það er eina tækið úr frá Garmin sem ég veit um að hefur ekki virkað fullkomlega með útgáfu 4…
Annað mál –
Ég var reyndar að hugsa um að skipta um tæki og fá mér aðeins minna tæki því ég geri ráð fyrir að vera meira með tölvuna með mér. Þeir hjá RS ráðlögðu Garmin 76 týpuna. Það þarf að vera gott að nota tækið þegar tölvan er ekki með. Ef einhver hefur ráðleggingar þá er það vel þegið.Kveðja
Elvar
06.03.2003 at 12:01 #467930Á heimasíðu Garmin er hægt að sækja hugbúnaðaruppfærslur fyrir Garmin tækin. Nýjasta útgáfan fyrir 162 er V3.10.
Hugsanlegt er að uppfærsla á þessum hugbúnði geti lagað þessa galla.
Þetta er á http://www.garmin.com/support/download.jspÞó að þessi vandamál leysist ekki hjá ykkur þá eru ýmsar aðrar leiðréttingar komnar inn sem réttlæata alveg að uppfæra hugbúnaðinn.
Síðustu leiðréttingar á 162 hugbúnaðinum:
Changes made from version 3.05 to 3.10:Implemented position Auto Averaging support.
Added support for Australian and European tides.
‘Track Log Full’ message is now displayed when the Track Recording Mode is set to ‘Fill’ and there is no more space left to record track points.Added support for extended (non-English language) character display on the map.
Added new metric version of Nautical units that underflows distance measurements to meters instead of feet.
Elevation units no longer overflow to a larger unit of measure when the value gets large. For example, if you are using Statute units and your elevation rolls over from 999 ft to 1000 ft, the unit will now display 1000 ft, rather than 1.0 kft.
Corrected problem on the Tide page where the Find position reference is always set to ‘Other Position’ when the Find key is pressed when the ‘At’ station field is highlighted. The reference is now based on the position of the station if a valid station has been selected
Hjalti
06.03.2003 at 13:16 #467932Sælir,
Ég var búinn að lesa breytingar á milli útgáfa fyrir garmin 162 tækið og þar kemur hvergi fram að gerð hafi verið breyting á samskiptasniði fyrir flutning á track á milli tölvu og tækis. Þó svo að maður setji inn útgáfu v3.10 í tækið þá "bestnar" vandamálið ekki.
Ég skoðaði möguleika á því að nota format sem Nobeltec fyrirtækið hefur gefið út á heimasíðunni sinni (formatið kalla þeir ONF version 1.1) Ég lék mér að því að búa til skrá sem skv. þessu formati til að athuga hvort forritið myndi samþykkja þetta format (sem það náttúrulega á að gera). Það virkaði ekki, það finnst mér afskaplega lélegt af hálfu Nobeltec.
Ég skoðaði einnig formatið á skránum sem forritið skilar af sér þegar maður exportar tracki (þe. ég átti track inní Visual Series og exportaði því í textaskrá) það er ekki samkvæmt formatlýsingunni. Ég treysti mér ekki til að skrásetja hvernig formatið er.Ef þetta hefði gengið upp hjá mér hafði ég hugsað mér að skrifa mér lítið forrit sem gæti tekið á móti skrá úr oziexploer og varpað henni yfir í ONF formatið. Án þess þó að vita að þetta sé gerlegt með öruggum hætti.
Því miður gekk þetta ekki upp.Ég bind mestar vonir við nýrri útgáfur af Visual Series. Og hef talsverðan áhuga á að skoða "öryggisafrit" af því.
Kveðja
Elvar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.