This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ungliðahreifingin Gemlingarnir var stofnuð í gær. það er við hittumst og ákváðum að taka nafnið gemlingarnir upp frekar en Ungliðahreifingin.
Var ákveðið að kíkja í einhvern smá skrepp rétt útfyrir bæinn sem allra fyrst og var sunnudagurinn í huga en það ræðst væntanlega af því hvort það heldur áfram að rigna þangað til eða ekki.
En þeyr sem áhuga hafa geta alltaf skráð sig í hópinn með því að senda mér mail á Bazzi@simnet.is er hugmyndin að hafa þetta opin ferða hóp fyrir krakka á þessum aldri. 17-30 ára en það eru náttúrulega engar stífar reglur á því frekar en einhverju öðru hjá okkur.
Er meðalaldurinn hjá okkur c.a 24 ára held ég. (hef ekkert lagst í þunga reikninga með þetta.)
En endilega skráið ykkur. Byggjum upp góðan hóp og höfum gaman af þessu.
Kveðja Bæring
You must be logged in to reply to this topic.