FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Undur á Hellisheiði

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Undur á Hellisheiði

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.10.2004 at 02:54 #194753
    Profile photo of
    Anonymous

    Heilir og sælir áhugamenn um ferðamennsku og umhverfismál.

    Undirritaður hefur á liðnum árum farið ófáar ferðir um eina af náttúruperlum Sunnlendinga, Hellisheiðina. Er þá einkum um að ræða „Hellisheiðarhringinn“ sem má t.d. lesa greinargóðar lýsingu á í hinni ágætu Hálendishandbók Páls Ásgeirssonar, bls. 131-136. Um liðna helgi var ég þarna á ferð og hafði þá ekki farið um þessar slóðir um nokkurt skeið. Farið var á þremur bílum og í góðra vina hópi og veður eins og best gerist á haustdegi. Lagt var upp frá Hveragerði og beygt inn á heiðina til norðurs ofan við Kamba og slóðinn þræddur þar til komið er í mynni Fremstadals þar sem skyldi áð , drepa á ljósavélunum (2.8 Patrol) og njóta kyrrðarinnar. En ekki höfðum við fyr stigið út úr bílunum en við hröktumst inn aftur sökum hávaða frá dælumótorum sem stóðu þar á árbakkanum og dældu með látum Hengladalaánni upp úr pytti sem hefur verið grafinn í árfarvegin á þessum fallega stað og um pípur langt inn á Heiði. Mun hér um að ræða skolvatn vegna borhola vestast á heiðinni. Var því brugðið á það ráð að halda áfram sem leið liggur vestur og síðan beygt til norðurs upp Skarðsmýrarfjall og inn að flötunum í Innstadal þar sem engar voru dælur né borholur, enn sem komið er a.m.k . Eftir góðan stans og veitingar í boði þeirra sem voru svo forsjálir að taka með sér nesti til fararinnar var snúið til baka, niður Skarðsmýrarfjall og síðan til vesturs í átt að Stóra Reykjafelli og Hveradölum. Fór þá að draga til tíðinda þar sem gefur að líta framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hellisheiðarvirkjunar. Öllum framkvæmdum fylgir jú jarðrask og jarðvarman verður að nýta. En að það sé gert með þeim endemum sem hér gefur að líta þá get ég ekki orða bundist. Lagðir hafa verið að nauðsynjalausu að mínu mati slóðar m.a. um gróið land og þar sem vantað hefur efni til að búa út t.d. borplön og slóða hefur verið farið í næsta hól, verandi með eina stærstu efnisnámu landsins, Lambafellið í fárra kílómetra fjarlægð!! En ekki höfðum við nú séð kórónu þessa sköpunarverks og birtist hún okkur ferðalöngum í formi tvíbreiðs, uppbyggðs vegar sem búið er að leggja þvert yfir hraunið, efst úr Smiðjulaut þar sem þessi vegur á vægast sagt vafasöm gatnamót þvert á þjóðveg eitt um Hellisheði, og norður á veg 379 að Sleggjbeinsskarði, en þar liggur vegurinn um bratta brekku og ekki árennilegur t.d. í hálku, sér í lagi þegar slitlögninni sem þarna var unnið að í hélunni verður lokið. Og í ljósi þess veltir maður fyrir sér tilganginum með þessari vegarlagningu. Einnig má á það benda að svæðið sem þessi vegur liggur um, Smiðjulautin og þar norðuraf er mikil snjóakista ef svo ber undir. Datt mér í hug að „trakka“ þessa nýju slóða og koma til slóðanefndar, ekki virðist það vera annmörkum háð að ryðja veg ef ekki er nógu stutt milli A og B og skýtur þar skökku við í ljósi umræðunnar um þessi mál upp á síðkastið.
    Ekki er mér kunnugt um eignarhald á þessu landi sem hér um ræðir, gæti eins verið að við höfum ekki átt neitt með að vera að þvælast þarna hvað þá að hafa á þessum málum skoðun en eitt er víst að ekki eru þessi verksummerki málsaðilum til sóma og sinnuleysið gagnvart umhverfinu vekur furðu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ekki má skilja orð mín svo að ég sé mótfallin nýtingu þeirrar auðlindar sem þarna er í formi jarðvarma, þvert á móti, tilgangur minn er einungis sá að benda á að ekki er sama hvernig að er farið.

    Með ferðakveðju, Geir Guðjónsson

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 30.10.2004 at 14:16 #507360
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Athyglisverð lýsing. Þversagnir í þessu þjóðfélagi og náttúruverndarumræðunni eru oft býsna skrautlegar. Á sama tíma og allt fer á annan endann vegna umræðu um utanvegaakstur (sem ég ætla síður en svo að mæla bót) er hægt að ganga um náttúruperlur landsins með gröfum og jarðýtum eins og naut í flagi og enginn segir neitt. Utanvegaakstur er slæmur blettur á jeppamennsku almennt séð, en þó við tækjum okkur öll til við að spæna um ósnortið land eins og við ættum lífið að leysa yrði skaðinn samt ekki neitt í líkingu við það sem orkufyrirtækin valda án þess að múkk heyrist í umhverfisstofu. Gott ef hún sé ekki búin að leggja blessun sína yfir þetta allt saman.

    Kv – Skúli





    30.10.2004 at 15:17 #507362
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég sel það ekki dýrara en ég stal því en ég heyrði það að sýslumaðurinn á selfossi væri kominn í málið með þessi stórhættulegu gatnamót á þjóðvegi 1.





    30.10.2004 at 17:32 #507364
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Og það er sko kominn tími til að athuga það, ég beið bara eftir stórslysi þarna, veit ekki alveg hvað þessir menn eru að hugsa???

    Jónas





    31.10.2004 at 13:20 #507366
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    að heyra að yfirvaldið á Selfossi er að kanna málið varðandi þessi gatnamót sem eru eins og fram hefur komið með öllu óskiljanleg bæði með tilliti til notagildis þess vegar sem þau tilheira og ekki síst vegna þeirrar yfirvovandi hættu sem þau skapa fyrir þá miklu umferð sem þarna á leið um. Ég ek Suðurlandsveg um Hellisheiði kvölds og morgna og er ég áttaði mig á í hvað stefndi er ég tók fyrst eftir framkvæmdum við þennan veg fór ég að spyrjast fyrir um málið. Það er skemmst frá því að segja að þeir aðilar sem ég talaði við þ.e. hjá O.R. og Vegagerðinni bentu hvor á annan eða gátu ekki svarað. Ég hafði þá samband við fulltrúa hjá umferðarstofu, umferðaröryggisdeild og einnig forvarnarfulltrúa tryggingarfélagana þar sem ég fékk að heyra að fleiri væru búnir að lýsa áhyggjum sínum yfir þessari veglagningu.Ekki hefi ég heyrt meira um þetta mál annað en ávæning af áhyggjum Lögreglumanna á Selfossi. Hins vegar er vegurinn fullkláraður en að ég held lokaður allri umferð "nema orkuveitu Reykjavíkur" svo vitnað sé í skilti á þjóðvegi eitt sem bannar vinstri beygju inn á veginn. Framkvæmdir þær sem hér frá greinir þykja mér bera vott um ákveðið skeitingarleysi framkvæmdaraðila gagnvart umverfinu hvort sem um er að ræða ósnortin svæði eða þá umferð sem fyrir er.
    Þetta er nokkurt áhyggju efni að mínu mati þar sem framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun eru rétt að hefjast að mér skilst. Gaman væri að heyra frá mönnum sem kunnugir eru þessum framkvæmdum hér á spjallinu því eins og áður vil ég taka fram að ég er ekki að gagnrýna virkjunina sem slíka heldur framgangsmátan.

    Geir Guðjónsson





    01.11.2004 at 09:58 #507368
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ja, ljótt er að heyra!!

    En afhverju heyrist ekkert í umhverfist"verndar" sinnum. Nóg hafa þeir agnúast út í framkvæmdir á landsbyggðinni!
    Er þessi framkvæmd of nálægt þeim og of tengd þeirra atvinnusvæði? Allar mótbárur gætu því bitnað á þeirra eigin atvinnu og "hagsæld" þeirra sjálfra eða þeirra nánustu?
    Þess vegna halda þeir kjafti yfir þessum landsskemdum?

    Ekki má hrófla við steini án þess að verði rekið upp ramakvein ef hann er bara nógu langt frá Reykjavík, en ef það er til hagsældar Reykvíkingum (höfuðborgarsvæðinu) þá má ýta, moka og grafa að vild án þess að heyrist hvorki hósti né stuna.
    Hellisheiðin, er nú undir ýtutönn, Úlfarsfellið, svæðið kringum Elliðavatn, Rjúpnahæðin og fleiri falleg svæði eru sundur grafin nánast án mótmæla.

    Af hverju er þessu ekki mótmælt með sömu látum og Kárahnjúkum eða öðrum framkvæmdum á landsbyggðinni?

    Svo er annað, það er langt frá því að þessar gufuaflsvirkjanir séu "hreinar" og umhverfisvænar það er ekki bara gufa sem kemur upp úr holunum. Strókurinn inniheldur ýmis önnur efni sem mörg teljast til gróðurhúsalofttegunda eða jafnvel hreinna eiturefna. En það er aldrei minnst á það í umræðunni!
    Almenningur er látin halda að þetta sé svo umhverfisvænt og hreint!
    Ég held svei mér þá að Nesjavallavirkjun mengi meira en t.d. nýtísku kolaorkuver af sömu stærð án þess þó að ég sé að mæla með byggingu kolaorkuvera!!
    Aðeins önnur samsetning en engu minni loftmengun.

    Kv.
    Landsbyggðarmaður á mölinni sem á erfitt með að skilja tvískinnungin…
    Siggi_F





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.