FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Undirskirftalisti Sniglanna

by Helena Sigurbergsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Undirskirftalisti Sniglanna

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Rúnar Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson 18 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.11.2006 at 12:57 #198918
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member

    Undirskriftarlisti gegn víravegriðum til ráðherra samgöngumála, Sturlu Böðvarssonar

    Við undirrituð, mótmælum uppsetningu nýrrar tegundar vegriða, svokölluðum víravegriðum, sem stórhættuleg eru bifhjólafólki. Gömlu vegriðin eru okkur mun hættuminni og viljum við skora á samgönguráðherra að láta taka þessa nýju tegund niður strax. FEMA (Federation of European Motorcyclists Associations) hefur mælst til þess að þessi tegund vegriða séu tekin niður og hafa nokkur lönd þegar orðið við því.

    Hér á landi á að fjölgar þessum vegriðum. Við mótmælum þeirri ákvöðrun samgönguráðherra að sett verði upp fleiri slík á Íslandi. Umferðaröryggi er líka fyrir bifhjólafólk og við neitum að láta líta á okkur sem fórnarkostnað í þágu annars umferðaröryggis.

    Hér getið þið skráð ykkur á listann.
    Kveðja Lella

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 08.11.2006 at 14:12 #567342
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    ég er búinn að skrifa undir og hugsaði mig ekki tvisvar um. ég hef séð hvernig svona vegrið geta klippt bíl í sundur rétt við litlabeltisbrúnna í danmörku og get því ímyndað mér hvernig þessir vírar geta klippt í sundur mótorhjólamann.
    það skal tekið fram að fljótlega eftir þetta umferðarslys sem ég var vitni að við litlubeltisbrúnna, var þessu víravegriði skipt út fyrir venjulegt vegrið.





    08.11.2006 at 14:12 #567344
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Hvet menn til að standa með Sniglunum í þessu. Þó áhugamál okkar séu ólík þá eigum við það sameiginlegt með þeim að vera hópur sem á mikið undir ákvörðunum ríkisvaldsins og þetta snýst um líf og dauða.
    Það má líka velta því fyrir sér með þetta víravirki hvernig bíll á stærri dekkjum, segjum 44+, fer ef hann lendir á þessu samanborið við venjulegu vegriðin með rennibrautunum.

    Kv – Skúli





    08.11.2006 at 18:30 #567346
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sammála Sigurði og Skúla. Burt með vírana.

    -Einar





    08.11.2006 at 22:59 #567348
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    sammála öllum ræðumönnum og ég hvet alla jeppamenn sem og konur til að skrifa undir og sýna samheldni í umferðarmálum ég á ástvini á mótorhjóli sem ég kæri mig ekki um að missa vegna einhvers eins fáránlegs og þessi víravegrið

    Kv Davíð R-2856

    Skrifa eða ég læt hmm??? Lellu rassskella ykkur:D





    08.11.2006 at 23:08 #567350
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Ég er innilega sammála þessum mótmælum og hef auðvitað skrifað á listann. Það er merkilegur rökstuðningur fyrir þessum vegriðum, þau eru öll í þá veru að ekki safnist eins mikill snjór á vegina. Ekki er minnst einu orði á öryggi vegfarenda í [url=http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/05_Viravegrid/$file/Dan%c3%adel%20%c3%81rnason_Sk%c3%bali.pdf:34e999sy]þessari grein Vegagerðarinnar.[/url:34e999sy] Það er greinilegt að vegagerðin er aðeins að hugsa um kostnað við snjómokstur, ekki öryggi í umferðini.

    Kveðja:
    Erlingur Harðarson





    08.11.2006 at 23:30 #567352
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Ég hef litið á þessa lausn í Svínahrauni sem algert rugl .Svo eru einföldu akreinarnar svo þröngar og mjóar vegaxlir að ég veit ekki hvað er til ráða ef springur á bíl ég tala nú ekki um vinstra megin .Eini kosturinn er að snjór safnast síður að svona víravirki en ef einhver snjór væri að ráði myndi safnast milli akreina þar sem ruðningstækin ná ekki að hreinsa undan vírnum og frá staurunum .Ég fæ innilokunarkennd þegar ég fer þarna um en það er nú venjan að hér á landi að taka í gagnið lausnir þegar þær eru oðnar úreltar í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndunum. Alvöru veg milli Reykjavíkur og Selfoss í fyrstu lotu . Alveg er óskiljanlegt að búa til þetta einbreiða og þrönga hringtorg við Rauðavatn á 21. öldinni.Kv. Olgeir





    09.11.2006 at 11:00 #567354
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Það virðist víst vera almennt viðukennt að óþarfi sé að hugsa íslenska vegi og gatnamannvirki lengra fram í tímann en svona ca 5 ár.

    Og hvað snjósöfnun varðar, þá hefur það alveg sýnt sig að þetta víraverk safnar alveg hellings snjó í kringum sig.

    Annar tek ég undir með herra Weapon, það er alveg óskiljanlegt að svona vegur sé hannaður og smíðaður á 21 öldinni.
    Ef springur á stórum bíl, þá einfaldlega lokast vegurinn. Ef (þegar) það verður slys á veginum, þá komast neyðaraðliar ílla að slysstaðnum, þökk sé víravirkinu.

    Maður fær það á tilfinninguna að þetta víravirki hafi verið svona afterthought. Það myndi skýra ýmislegt, en mér hefur hinsvegar verið tjáð að svo sé ekki. Sel það ekki dýrara en ég heyrði það.

    Alvöru veg yfir heiðina, og það strax…..

    kv
    Rúnar.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.