This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég fann ekki aftur þráðinn sem Snorri Ingimars kom af stað um daginn, svo ég geri bara nýjan.
Ég tók mig til og mældi þetta hávísindalega.
Dekkin mín eru svolítið slitin Groundhawk, 38″ á 13″ breiðum felgum.Ég setti strik á dekkið, og samsvarandi á gólfið og rúllaði bílnum fram og til baka. Niðurstaðan var sú að algerlega óháð þrýstingnum í dekkinu (fór frá 20psi í 1,5psi) var vegalengdin sem dekki fór á heilum hring 287cm.
Mér sýnist þetta sanna það sem var auðvitað augljóst fyrir að hringurinn minnkar ekki þó hann sé aflagaður.
En Snorri.
Mælduð þið félagarnir ekki endur fyrir löngu hvað dekk hrinda frá sér af vatni, og ýmislegt annað skemmtilegt?Kv.
Emil Borg
You must be logged in to reply to this topic.