This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 12 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Það er alveg sárgrætilegt á þessum tímum upplýstrar og þroskaðrar (?) ferðamennsku að menn skuli leyfa sér að spóla og spæna melana neðan Sigöldunnar þar sem síðustu skaflarnir eru að bráðna, að menn séu svo æstir í að þrusa í skaflana í brekkunum að það má engu eira! Þykist vita að viðkomandi muni ekki laga eftir sig sóðaskapinn, þannig að ég hvet ykkur félagar góðir að fara að dusta rykið af hrífunum og gera þær klárar í að lagfæra það sem úrskeiðis hefur farið og mun fara nú á vormánuðum. Þetta er ekki hægt að skrifa á reikning fávísra útlendinga á bílaleigubílum,þetta eru spor páskaferðamennskunnar, sem skemir orðspor varkárra og góðra ferðamanna.
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.