Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Umhverfisráðherra með undarlega yfirlýsingar.
This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2005 at 20:38 #195855
Hvað finnst félögum í klúbbnum um þessar yfirlýsingar?
Líst vel á verðhækkun á díselolíu
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.04.2005 at 13:28 #521438
Ég fann þessi línurit sem sýna markaðsverð á húshitunarolíu og bensíni í New York, síðustu 12 mánuðina. Díselolían ætti að vera svipuð og húshitunarolían. Verðin eru í sentum á gallon, til að fá krónur á líter má deila með 6.2
[HTML_END_DOCUMENT]————————————————————
25.04.2005 at 13:44 #521440Kostaði diesel líterinn um 25 kr, ef ég man rétt, eða um helminginn af því sem hann kostar í dag.
Ætli samkeppnin hafi einhver áhrif….

kv
Rúnar.
25.04.2005 at 21:51 #521442Það kemur greinilega fram á svari Geir Haarde fyrr í þessum þræði að þeir sem reka stóru flutningabílana eiga drjúgan þátt í þeirri reginvitleysu sem díselskatturinn stefnir nú í. Sennilega var það að gert í skjóli einhverrar dreifbýlisstefnu og hótana um hækkaðan flutningskostnað við það að keyra sláturlömb og kvótamjólk milli landsfjórðunga.
Mér til gamans eða ergelsis gerði ég smá samanburð á kostnaði við bensín- og díselbíl, fór á vefsíðu Bílabúðar Benna og skoðaði þar verðmun og eyðslutölur á Musso Grand Lux með bensín- og díselvél. Þar munaði sléttum 100 þúsund krónum, sem þurfa að skila sér á 1 til 2 árum í lægri eldsneytiskostnaði til að dæmið gangi upp. Eldsneytiseyðsla fyrir þessa bíla er gefin upp 12 og 9,3 lítrar á hundraðið. Miðað við 15 þús km ársakstur og lítraverðið 110 kr. bæði á dísel og bensín þá kostar eldsneyti á bensínbílinn 198 þús, en 153.500 á díselinn. Verðmunurinn, 44.500 á ári nær ekki að skila þessum hundraðþúsundkalli til baka á tveim árum þótt engir vextir séu reiknaðir. Þá er eftir að reikna með dýrari og fleiri heimsóknum á smurstöðvar sem dísellinn þarf og hærra kílógjaldi til ríkissjóðs vegna þyngri bíls.
Ef díselolían verður dýrari en bensínið þá kemur fljótt að því að verðmunurinn skili sér alls ekki.Eina leiðin sem ég sé til að ná hundraðþúsundkallinum til baka er að keyra nógu andsk. mikið á díselnum. Sér er nú hver umhverfisstefnan.
26.04.2005 at 14:23 #521444hæ ho
ekki getum við öll verið sérfræðingar í þessu máli frekar en mörgum öðru, en hvað skeður ef við einangrum þetta aðeins og miðum t.d. við það sem snýr meira að okkur sjálfum, bílum á þyngdarbilinu 1500 – 3 tn þá einföldum við umræðuna til muna er það ekki ? allavegana er það sá "skatt-flokkur" sem koma mun við mína pyngju verði af þessum hræring hjá "núverandi"
held við séum flest/öll á móti þessum "skatti" burt sé frá innkaupsverðum, þetta snýst um "commonsence" t.d. með "ofursköttum" og "ofurálganingu" láta diesel vera dýrara en benzin ?
þetta mun koma mun verr niður á okkur sem erum að nota farartæki okkar sem fjölskyldubíl og sem ferðabíl…….hmmkv
Jon
26.04.2005 at 15:14 #521446Veit einhver hvaða gjöld við erum að greiða af bensíni?
Er það meira eða minna en verður af Dieselnum?kv
Rúnar
26.04.2005 at 15:44 #521448Já það er rétt það er best að einfalda þetta sem mest.
Þetta er ekki keppni í því hver borgar mestu eða minnstu skattana bensínbílar eða díselbílar.
Þetta er réttlætismál fyrir bíleigendur að láta ekki skattpína sig svona, hvort sem sem þeir aka um á bensín eða dísel.Kveðja Glanni
26.04.2005 at 16:03 #521450sammála "Glanni" í dag erum við að borga meira en nóg af ýmiskonar bíla-skatta-tengdum-gjöldum, sjáið t.d. bifreiðagjöldin sem áttu að vera í 2-3 ár, hvað skeði þeir "verðtyggðu" gjöldin frekar en að standa við gefin loforð og fella gjöldin niður aftur er ekki komið nóg frá okkur í þessa hít sem endalaust er ausið í en hraðar úr ?
málið er ekki eins og Glanni nefnir réttilega "að fyrst einhver þarf að borga x fyrir benzinlíter þá er réttlætanlegt að einhver borgir líka x eða helst meira fyrir diesel"
þetta er réttlætismál og ætti að snúast um afnám "handstýrðra" verðhækkana sem og skatt-píninga "núverandi" forkólfa í íslensku þjóðfélagi og síðast en ekki síst út frá náttúruvænu-sjónarmiði sem því miður er gert lítið úr sé til langs tíma horftég segji NEI
kv
js
26.04.2005 at 17:23 #521452En ef við myndum leggja bílunum+jeppum í einn eða fleiri daga, þá myndi það koma við pingjuna hjá ríkinu.
Kalli
26.04.2005 at 18:51 #521454Margar reglugerðir fara í gegn sem stangast á við eðlilegan raunveruleikann.
Mitt mat er að nú þurfi verulega að vinna í að faglegir aðilar komi að þessum málum, t.d. við sem og e.t.v. fleiri.
Hvaða leið er fær veit ég ekki nú, en held að umhverfisnefnd sé fær um að koma málum til skila ef við sameiginlega vinnum í því.Varðandi olíugjaldið ættum við í hverri deild fyrir sig að álykta og stjórn að tilkynna þær ályktanir sem verða ásamt raunverulegum útreikningum á rekstrarkostnaði bíla bensín v.s. díesel.
Innkaupsverð eru aðgengileg hjá innflytjendum
Sundurliðun verða á bensín og diesel er aðgengilegt hjá FÍB.Elli.
A-830
27.04.2005 at 07:14 #521456Eftir því sem ég kemst næst eru eftirfarandi gjöld innheimt í bensínverði, vörugjald kr. 8,95 pr. lítra og bensíngjald kr. 28,60 pr lítra. samtals kr. 37,55.
Er ekki rétt að byrja á því að krefjast samræmingar á þessum gjöldum og reyna svo að berjast fyr lækkun á gjaldi á eldsneyti. Er það ekki jafnræðis mál að sama gjald sé á bensíni og díselolíu.Jón
27.04.2005 at 23:33 #521458Mér finnst reyndar að olían eigi að vera ódýrari (og já, mér fannst það líka þegar ég átti bensínbíla… á meira að segja bensínsnattara núna).
Ekki það að eldsneyti er auðvitað fáránlega dýrt – en ef við hugsum "global" væri mikill kostur að geta gert díselinn aðgengilegri fyrir almenning og draga þannig aðeins úr losun mengandi lofttegunda.
Annar kostur væri auðvitað að skylda okkur öll til að setja vetnisvélar í bílana okkar. Þá gætum við í hovedstaden aldrei farið lengra en að Úlfarsfelli til að jeppast – af því að það er jú bara ein vetnisstöð á landinu…
28.04.2005 at 11:05 #521460Ég lagði nú ekki til að verð yrði það sama á díselolíu og bensíni, einungis að álögur ríkisins yrðu þær sömu. Svo er það nú umdeilanlegt hvort mengar minna díselbíll eða bensínbíll. Bensínbíll losar jú meyra af gróðurhúsalofttegundum en díselbíll aftur á móti losar meira af reykögnum sem geta jú valdið krabbameini.
Jón
30.04.2005 at 00:24 #521462Veit einhver hvenær þingið fer í sumarfrí?
Er það rétt að það sé 10 maí?
Endilega látið mig vita ef einhver veit þetta.
Kveðja,
Glanni.
glanni@internet.is
30.04.2005 at 01:43 #521464Ég held að það liggi alveg ljóst fyir að all margir hafi látið plata sig í þessu dæmi. Hingað til hefur ekki verið hagkvæmt að eiga og reka díselbíl á íslandi, nema hann sé stór og þungur, eða borga fastagjald.
Til að einfalda dæmið langar mig til að koma kílómetragjaldinu inn í umræðuna. Núna er það nálægt 6,91 kr/km, minnir mig. Sem gerir 691 kr/100 km.
Ef olíugjaldið er 45 kr/l þá þarf bíll að eyða um 691 / 45 = 15,35 lítrum pr. 100 km. til að vera á pari við núverandi kílómetragjald. AAAAAaaaaa bíðum aðeins. VSK:
45 * 1,245 = 56
691 / 56 = 12,33
Semsagt. Þeir bílar sem eyða MINNA en 12,33 l/100km koma til með að verða hagkvæmari við nýja kerfið en núverandi kerfi, sé miðað við kílómetragjald.
(Þá er kaupverð, vextir og viðhald ekki tekið með í reikninginn, mig skortir bara forsendur til að skoða það skipulega í þessu samhengi)
Ég hef nú trú á því að meirihluti íslenskra díselbíla sé yfir 12,33 l/100km mörkunum. Þar að auki hafa margir verið á fastagjaldi sem breytir dæminu líka.
Ég fæ því ekki annað séð en að um umtalsverða SKATTATGRÆÐGI sé að ræða, þar sem ekki er verið einungis að breyta formi skattlagningar, heldur frekar auka hana.
Réttlátara væri að stilla skattlagninguna þannig af að tekjur ríkissjóðs af einstökun markhópum væru sviipaðar og í dag, en gefa kost á hagræði af því að reka sparneytinn díselfólksbíl með komandi kerfi.kv
GrímurPs. Ég er einn af þeim sem hef skoðað þræði varðandi þetta málefni reglulega og af miklum áhuga, en hins vegar ekki haft miklu við að bæta. Dylgjur um áhugaleysi félagsmanna vísa ég alfarið á bug og bendi á töluna hérna neðst um hversu oft þráðurinn hefur verið skoðaður. Það er réttari mælikvarði á áhuga félagsmanna.
30.04.2005 at 09:16 #521466Ég ætlaði að benda á grein í Fréttablaðinu í dag 30 apríl á bls 3 í bílablaði Fréttablaðsins. En þar er smellin grein eftir Einar Elí Magnússon, sem hefur verið að skrifa inn á þennan olíu þráð
Kv Jón Snæland
30.04.2005 at 12:20 #521468Þessi grein er flott hjá honum Einari og lýsir vel fáránleikanum í kringum þetta.
kv.
Glanni
30.04.2005 at 12:45 #521470Flott grein. Ekki hægt að segja annað enda er þetta bara Ísland (Ruglalía) í dag.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
