Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Umhverfisráðherra með undarlega yfirlýsingar.
This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2005 at 20:38 #195855
Hvað finnst félögum í klúbbnum um þessar yfirlýsingar?
Líst vel á verðhækkun á díselolíu
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.04.2005 at 16:27 #521398
Mér sýnist nú samt á öllu að við yrðum hálf einmanna ef við gerum þetta á morgun. Hvað segið þið um að smala í einhverju hádeginu í næstu viku, dæla tölvupósti á ráðherra og þingmenn þangað til og fá einhvern talnaglöggan til að setja fram á skýran hátt hvað þessar breytingar hafa í för með sér fyrir venjulegan Íslending (jeppafólk þ.e.a.s. – hinir eru nú eitthvað hálf skrýtnir held ég…), hversu margir díselbílar eru til í landinu o.s.frv.?
Undirbúa okkur vel og hafa góð rök fyrir máli okkar. Er það ekki málið?
Ég á hæg heimatökin við að láta Fréttablaðið og DV vita og get samið fréttatilkynningu þegar upplýsingar, rök, tími og allt það liggur fyrir. Hverjir eru til?
kv.
Einar Elí
-í baráttuhug.
20.04.2005 at 16:31 #521400Og kem á skodanum þar sem jeppinn er forfallaður.
kv
JÞJ
20.04.2005 at 16:46 #521402Mín skoðun er sú að menn verði að passa sig á að vera málefnalegir og halda sig við staðreyndir málsins ef þeir vilja að á þá sé hlustað. Ég er búinn að vera að fylgjast með umræðunni hér um þetta mál og það eru nokkur atriði sem mig langar að segja skoðun mína á. Þar sem [url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/2004087.html:2d2dknpc]Lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl (2004 nr. 87)[/url:2d2dknpc] voru samþykkt þann 9. júní 2004, er alls ekki verið að fjalla um málið á alþingi þessa dagana. Það er hvergi í lögunum minnst á að diselolía eigi að vera ódýrari en bensín, þó það hafi verið ætlunin og það hafi verið tilgreint í greinargerð þegar unnið var að frumvarpinu. Alþingi samþykkir ekki greinargerðir, heldur lög. Mistökin sem voru gerð við þessa lagasetningu felast í því að í 3.mgr. 1.gr. er tilgreind krónutalan 45, sem var reiknuð út frá verði á bensíni og díselolíu á þessum tíma, en síðan hafa verð á bensíni og díselolíu breyst, mismikið.
– Lifið heil
20.04.2005 at 17:15 #521404Þetta er einmitt málið Ólafur. Greinagerðin er bara ekki einhver marklaus pappír heldur er hann til skýringar á hver sé vilji löggjafans með lögunum. Þegar þingmenn samþykktu frumvarpið var það vilji þeirra að díselolía yrði ódýrari en bensínið og að menn sæu sér hag í að aka um á díselbíl. Nú stefnir í að framkvæmd laganna verði með þeim hætti að þessu verði snúið á haus og þetta bara notað sem tæki fjármálaráðuneytisins til að plokka meiri pening af bifreiðaeigendum. Með þeim afleiðingum að allavega fyrir okkur jeppamenn fara gömlu bensínrokkarnir að verða valkostur. Þar kemur til bæði þetta með breyttar forsendur varðandi verð á þessum orkugjöfum og svo er nokkuð líklegt að þingheimur hafi ekki áttað sig á þeirri brellu ráðuneytisins að leggja svo vsk ofan á þenna skatt, en þær æfingar eru náttúrulega kapituli útaf fyrir sig.
Kv – Skúli
20.04.2005 at 17:29 #521406Það er engin hætta á öðru en að við komum aðeins til með að halda okkur við staðreyndir og þær staðreyndir sem nú þegar liggja fyrir og það er líka eins gott að kæfa þetta í fæðingu svo ekki sé hægt að lauma þessu í gegn með svona lymskulegum hætti eins og Skúli bendir á.
Einar ég er sammála þér í því sem þú segir hvað tímasetninguna varðar þetta er of stuttur tími til að skipuleggja svona skrúðgöngu.
Er ekki bara upplagt að við hringjum okkur saman ég þú og Lella og fleiri sem áhuga hafa, og við einhendum okkur í þetta það er margt annað í þessu en bara að mæta á staðinn það er í nokkur horn að líta.
Þið getið líka sent mér meil á glanni@internet.is og við getum áhveðið stað og stund til að kíkja yfir þessi mál.
Þetta megum við ekki láta yfir okkur ganga.Kveðja,
Halldór Sveinsson (Glanni)
20.04.2005 at 17:35 #521408Jú, ég held að það sé málið.
694 7614
Einar Elí
20.04.2005 at 18:49 #521410Svona líta yfirlýsingar umhverfisráðherra út fyrir þá sem ekki hafa séð þær:
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.
Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar.
Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður.
Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl.
Kveðja,
Glanni
20.04.2005 at 18:52 #521412Sæl öll
Ég er búinn að vera að lesa þennan þráð og er honum sammála að flestu leit, en eitt þarf að hafa í huga þegar kemur að því að mótmæla og það er að það hefur aldrei virkað þegar kemur að einghverju er tengist bílum.
Þegar verð á díselolíu hækkaði sem mest hér um árið þá tóku vörubílstjóra sig til og lokuðu öllum leiðum að Örfirsey og keyrðu lús hægt upp Ártúnsbrekkuna milli 17:00 og 18:00 og bjuggu til mikla röð á eftir sér, en því miður bar hún eingan árangur.
Til að svona mótmæli beri árangur þá þurfa ALLIR sem aka um á díselbílum að vera tilbunir að fara út á götu t.d í kringum Alþingishúsið og leggja þeim þar þangað til að þetta yrði tekið og breytt, eða drekkja ráðherrum í tölupóstum.
Þannig að nú er bara að spái í hvað er fólk tilbúið að gera.
Kv
Snorri Freyr
20.04.2005 at 19:11 #521414Því að aldrei sé tekið tillit til mótmæla, en ef það á að mótmæla einhverju þá þar auðvita að gera það á þann hátt að eftir því sé tekið. Annars er hægt að sleppa því að mótmæla, Í þessu máli þá þurfa félagsmenn að vera sammála hverju og hvernig á að mótmæla. Og það að 40-50 póstar sé komnir um þessi mál eru ekki merki um það að fólk sé á þeim buxunum að mótmæla. Ef tala ætti um samstöðu ættu póstarnir í þessum þráðum að skipta hundruðum, þó væri hugmynd að prenta út pislana um olíugjaldið og færa ráðherrunum til aflestrar.
20.04.2005 at 19:49 #521416Já það finst mér bara nokkuð gott, en svo eru ekki allir að skrifa eins og þið en lesa bara.
Hilsen
Kalli
20.04.2005 at 20:12 #521418Svona ykkur að segja, þá held ég að það sé langbest að fá sem flesta bíleigendur til að setjast niður og senda tölvupóst sem er staðlaður til:
[b:2k42nrsn]1: Umhverfisráðherra.
2: Forsætisráðherra
3: Samgönguráðherra
4: allra þingmanna sem þér dettur í hug.[/b:2k42nrsn]Ég skora á einhvern til að setja saman staðlað bréf sem fólk getur afritað og sett í póstforritið hjá sér og sent.
Því fleiri sem það gera og kaffæra ráðherra og þingmenn í pósti því betra og vænlegra til árangurs.
21.04.2005 at 16:23 #521420Ég setti smá frétt inn á [url=http://www.alvaran.com/news.php?extend.466:lwboec9s]þessa síðu[/url:lwboec9s]
Vona að þeir sem sjá sinn texta að einhverju leiti í henni verði voða glaðir að sjá að vitnað sé í þeirra skrif, annars verð ég bara að fjarlægja það.
21.04.2005 at 18:19 #521422Glowe það er sama hvaðan gott kemur 😉
Ég talaði við Leigubílstjóra í dag og hann tjáði mér að upp til hópa væru leigubílstjórar æfareiðir yfir fyrirhuguðum breytingum, og mikið væri talað um þetta í þeirri stétt.
Þar á meðal væru margir leigubílstjórar að hugsa til þess að við næstu endurnýjun bílana hjá sér að fá sér heldur Bensínbíl og hætta notkun á díselbílum og eru menn nú þegar farnir að láta verða af því.
Svo er annað sem ekki er síður rætt um, og það er að með fyrirhuguðum breytingum fylgdi 3-400 þúsund króna launalækkun á ársgrundvelli því ekki væri vilji hjá stjórn félags leigubílsjóra að hækka taxtana þeir væru nógu háir fyrir.
Hann sagði mér einnig að þegar og ef til einhverskonar mótmæla kæmi þá myndu leigubílstjórar ekki liggja á láð sinni að taka þátt í þeim.Kveðja,
Glanni.
21.04.2005 at 18:32 #521424Það er gott að fá fleiri sjónarmið, enda á ég eftir að skrifa meira um þetta mál og út frá fleiri sjónarhornum. Á eftir að tala við þá í flutningageiranum, verktaka og fleiri. Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því.
21.04.2005 at 18:53 #521426Já þú verður þá að tala við þá flutnings aðila og sendibílstjóra sem eiga bíla undir 10 tonnum því þeir sem eru yfir því borga sama gjald eftir breytingu og þeir gera í dag.
þeir verktakar sem eru með vinnuvélar og eru lögskráðar sem slíkar fá endurgreitt 80% af olíugjaldinu til baka mánaðarlega óski þeir eftir því.(þannig að þarna verður sett á fót enn ein stofnunin í viðbót)
Þannig að staðreyndin er sú að það er verið að flytja kostnaðinn við slitið á vegunum sem þungaflutnigabílarnir valda yfir á fólksbíla en þetta ætti í raun að vera öfugt.
Við þetta skapast enn ein öfugþróuninn og það er að nú myndast hvatning fyrir þá sem eiga flutningabíla undir 10 tonnum að fá sér bíl sem er yfir 10 t og valda enn frekari sliti á vegunum.Kveðja,
Glanni.
21.04.2005 at 23:34 #521428Olíugjaldið var hækkað um 10 kr. frá upphaflegum áætlunum til að ekki þyrfti að hækka hjá flutningsaðilum (yfir 10 tonn væntanlega)
kv.
ÞÞ
22.04.2005 at 00:15 #521430Hér er verðið í nágrannalöndunum og þar virðist vera raunverulegur kostur að eiga og reka díselbíl, enda hlutdeildin þar á díselbílum 40-50% á meðan hún er 3-4% hér á landi.
En miðað við útspil ríkisstjórnarrinnar núna virðist markmiðið vera að lækka þessa prósentu en frekar hér.
Algengt verð í löndunum í kringum okkur er í kringum 80-85 kr per lítra.
Hér er verðlistinn:
http://www.fib.is/index.php?ID=365&adalmenu=6Kv.Glanni
24.04.2005 at 19:44 #521432Ég sendi bréf á alla alþingismenn og hef fengið svör frá örfáum. Hér kemur svarið frá Geir:
Góðan daginn, Helena.
Ég vil þakka þér fyrir þínar ábendingar varðandi olíugjaldið.
Vissulega var það ætlunin, þegar lögin voru samþykkt fyrir ári síðan, að díselolía yrði heldur ódýrari per lítra en bensínið. Sveiflur á heimsmarkaði hafa hins vegar haft þau áhrif að líklegt er að þetta snúist við í fyrstu. Um það er þó ómögulegt að fullyrða því verðin sveiflast hratt á olíumörkuðum og það er óvenjulegt að díselolía sé dýrari í innkaupi til landsins en bensínið. Einnig er ekki vitað hvað olíufélögin munu áskilja sér í þóknun vegna olíugjaldskerfisins og litunar á olíu fyrir gjaldfrjálsa aðila. Því er ekki hægt að segja með vissu til um hver staðan verður 1. júlí nk.
Tilgangurinn með þessari lagabreytingu var auðvitað sá að hvetja til notkunar díselbíla, sem eyða almennt minna eldsneyti, og þar með til minni eldsneytisnotkunar og kostnaðar fyrir þjóðarbúið. Fólksbílar með díselvél hafa notið vaxandi vinsælda í öðrum löndum og orðið samkeppnishæfari í verði undanfarin ár. Sú þróun hefur þó ekki náð hingað nema að litlu leyti en vonandi verður þar breyting á með þessari kerfisbreytingu.
Einnig var hugmyndin með olíugjaldslögunum að leiðrétta ýmsar skekkjur sem hafa falist í gamla þungaskattskerfinu, sem m.a.
Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemdir við, og taka upp svipað kerfi og tíðkast hefur í flestum nálægum löndum um árabil. Hin nýju lög gera ráð fyrir að samhliða olíugjaldi greiði bílar þyngri en 10 tonn sérstakt kílómetragjald m.t.t. til þess hve svo þungir bílar slíta vegum meira en aðrir. Deilt var um hversu hátt þetta gjald ætti að vera og í meðförum málsins var það lækkað en olíugjaldið sjálft hækkað á móti til að koma til móts við sjónarmið ýmissa, sem töldu kílómetragjaldið um of íþyngjandi í flutningskostnaði út um land.
Ég þarf auðvitað ekki að rekja allt þetta mál fyrir þig eða aðra áhugamenn um notkun díselbíla. Eftir að nokkurra mánaða reynsla verður komin á hið nýja kerfi tel ég rétt að skoða hvort einhverjir þeir byrjunarörðugleikar hafi komið í ljós sem nauðsynlegt sé að leiðrétta. Það yrði þá gert með haustinu. Þá þarf einnig að meta hvort olíugjaldið er hæfilega stillt af m.t.t. annarra atriða, en gjaldið er ákveðið í lögum og verður því aðeins breytt með nýjum lögum.
Ég vona að þetta útskýri málið að einhverju leyti, eins og það horfir við mér.
Sendi þér góðar kveðjur og vona að getir áfram notið ferðalaga um hálendið
Geir H. Haarde
25.04.2005 at 10:26 #521434Geir segir í bréfinu að olíufélögin eigi síðan eftir að leggja sína þóknun ofan á!? hvað fer lítrinn þá í 120 kr???
Þetta er löngu hætt að vera fyndið.Kv.
Glanni
25.04.2005 at 12:55 #521436og hvernig er það með heimsmarkaðsverðið er það hærra á Íslandi en annarsstaðar? þó að við séum nafli alheimsins!
Baráttukveðja Lella
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.