Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Umhverfisráðherra með undarlega yfirlýsingar.
This topic contains 77 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2005 at 20:38 #195855
Hvað finnst félögum í klúbbnum um þessar yfirlýsingar?
Líst vel á verðhækkun á díselolíu
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2005 at 21:12 #521318
það var ótrúlegt að horfa á þessa frétt, Sigríður hlýtur að hafa misskilið spurninguna og heyrt lægra í stað hærra ! Annars hvernig í andskotanum getur það verið hagkvæmara að kjósa dýrari kostinn, þrátt fyrir að dísel bílar eyði aðeins minna, þeir eru einnig dýrari í innkaupum en það er kannski ekki ætlast til að hún átti sig á því.
Ekki kv. vals.
19.04.2005 at 21:20 #521320Það boðar ekki gott að sá ráðherra sem hefur hvað mest með okkur að gera, sýni svona mikinn skynsemis skort ég kvíð fyrir niðurstöðu Utanvegarnefndarinnar en sú nefnd heiri undir ráðherran sem segir að haghvæmt sé að kaupara það sem dýrara er. Nú ættu allir að hætta að versla í Bónus og versla allt í sjoppunum.
19.04.2005 at 21:23 #521322Það var ágætis grein í mogganum í dag. Þar kom fram að ef bornir eru saman 2 bílar bensín og dísill, en að öðru leiti eins, þá er eldsneytiskostnaður yfir árið (m.v. jafn mikinn akstur) minni fyrir díselbílinn, þrátt fyrir að dísillítrinn verði dýrari. En síðast í greininni er svo bent á að þessi hagnaður nýtist ekki sem skyldi því dísilbílinn er dýrari í innkaupum.
Mér sýnist að það taki 5-10 ár fyrir "sparnaðinn" að borga verðmismuninn (m.v. nýjan bíl).
Eftir það er þetta tóm hamingja
-haffi
19.04.2005 at 21:32 #521324Hvað er munurinn á verði á disel og benzín í Evrópulöndunum? Ég hef verið að heyra að dísel sé að jafnaði 10 til 15% ódýrari en benzín. Er einhver sem hefur þekkingu á því?
19.04.2005 at 21:32 #521326Mér finnst oft gleymast í þessari umræðu að díselvélar eru töluvert dýrari í viðhaldi og viðgerðum en bensínvélar. Þessi þáttur er hvergi reiknaður inn í þegar talað er um hagræðið við að eiga díselbíl. Í þokkabót er búið að taka alla þá hagræðingu sem hlíst af því að eiga dísel með dýrari olíu, hærra verði á bílunum og meiri kostnaði við viðhald. Þótt að dísillinn eyði minna er sú hagkvæmni löngu fokin út í veður og vind og rúmlega það. Það er nokkuð ljóst að það er enginn áhugi hjá ríkinu að hafa díselbílana ákjósanlegan kost hvað sem þessir pappakassar segja. Reyna eins og þeir geta að telja manni trú um hið gagnstæða sem hver maður sér að er bara bull. Mér er misboðið.
19.04.2005 at 22:18 #521328Án þess að ég vilji trufla um of meginatriði þessa þráðar þá er það svo merkilegt að hjá enskum landbúnaðartækjum hefur bíll með díselvél alltaf verið ódýrari en sami bíll með bensínvel. Ég hef oft furðað mig á þessum mun gagnvart öðrum framleiðendum.
kv.
ÞÞ
19.04.2005 at 23:26 #521330Sigríður Anna á líklega við að heildar losun meyngandi efna í útblæstri íslenska bílaflotans minki.
ástæðan er sú að landin hættir að nota ofvaxna dísetrukka í innanbæjarsnat.
Hún sagði ekki að díselbílar meynguði miklu minna
það var fréttamaðurinn sem bætti því við en hún sagði að díselbílar eyddu miklu minna og meynguði minna en það var greinilega sagt af hennar hálfu til að slá á að dísilolían verður dírari en bensín.og svo til fróðleiks þá meynga díselvélar ekki minna en bensínvélar nema þá bara vegna þess að þær eyða minna. og þá verðu við að tala um massa en ekki lítra. sem gerir þennan (mikla) eiðslumun kanski ekki svo mjög mikin.
Jú díselolían verður nefnilega enþá ódýrari ef miða er við massa, og vegna þess að meyngunin er í beinu hlutfalli við massa eldsneitisins sem brent er en ekki rúmál er þetta bara nokkuð rökrétt.
19.04.2005 at 23:47 #521332Þegar ég las þessa grein í Mogganum kom mér bara ekkert jákvætt í hug og finnst mér hún draga taum og vilja Geirs Haarde og FÍB.
Þar er talað um dæmi hversu óskaplega hagkvæmt þessi breyting sé og það er tekið dæmi um díselbíl sem eyðir 5 LÍTRUM.
Hvaða bíll í ósköpunum er það sem hægt er að troða fjölskyldunni í með kannski einni ferðatösku eyðir 5 lítrum mér þætti gaman að sjá hann.
Í þessari grein er líka talað um að með þessari breytingu sjá kannski jeppaeigendur sér leik á borði og spari með því að selja jeppann sinn og fái sér bíl sem eyðir minna, Þvert á móti held ég að þróuninn verði í hina áttina, margir jeppaeigendur fá sér bíl með stórri bensínvél og einhverjir dísel og hinir losa sig við jeppann.
Það verða því gríðarleg forréttindi þeirra sem efnameiri eru að fá að ferðast um landið hinir þ.e.a.s þessi meðal-Jón hafa bara ekki efni á því.Ég reyndar veit um menn sem fagna þessari breytingu með þeim rökum að nú verði þetta loksins eins og það var, þ.e.a.s sáralítil umferð um hálendið og það verði hægt að fara hvert sem er án þess að rekast á nokkurn einasta vitleysing.
Hvað yfirlýsingar umhverfisráðherra Sigríðar Önnu varðar þá finnst mér þær einkennast af mikilli vanþekkingu á þessum hlutum og hún er greinilega ekkert búin að kynna sér þessi mál eins og fram kemur réttilega í þessu viðtali.
Og ég sem hélt í minni barnslegu trú að nú skildi eitthvað af viti einu sinni koma frá þessu blessaða umkverfisráðuneyti þegar maður var loksins laus við hana Siv Friðleifsdóttur en það er nú öðru nær.Það má líka spyrja hverjir það eru sem borga langmestu skattana í þessu þjóðfélagi?
Það er einmitt barnafólk og fólk á milli 30-45 ára sem einmitt þarf á stærri bílum að halda, en nú á að fara skattpína þetta fólk enn meira.
Hvað í ANDSKOTANUM heldur þetta fólk að maður sé þegar þeir bera þetta á borð fyrir mann að þetta séu svo umhverfisvænar breytingar?
Ég get alveg fullyrt það að ef það er dýrara að vera umhverfisvænari þá tekur fólk almennt ekki þátt í því.
Orðið umhverfisvænt er farið að hjóma eins og BLÓTSYRÐI í mínum eyrum og það liggur við að maður sé farinn í mótmælaskyni að gera allt öfugt við það sem þessir umhverfishálvitar halda fram.Með breytingu á þungaskatti á fólksbíla og jeppa, erum við sauðsvartur almúginn sem ekur um á venjulegum bílum að borga slitið sem verður á vegunum því gjaldið verður óbreytt fyrir vörubíla sem eru farnir að flytja ALLAR vörur eftir þjóðvegum landsins.
Ég var að koma vestan af Drangjökli nú um helgina og ætli ég hafi ekki talið á milli 30-40 vörubíla sem mættu mér í bæinn fyrir utan þá náttúrulega sem voru á ferðinni þegar ég var kominn heim til mín,þeir eru jú á ferðinni allan sólarhringinn. Þetta voru sko engir léttavagnar þetta voru að langmestu leiti 40-50 tonna treilerar og sumir með aftanívagn.
Vegirnir og malbikið eftir þessa bíla er vægast sagt ónýtt á köflum og sumstaðar er mikil slysahætta eftir skemmdir eftir þessa bíla.
Það var talað um í einhverjum fréttaþætti í sjónvarpinu um daginn að svona trukkur sliti veginum þúsund sinnum meira en venjulegur fólksbíll og örugglega þá 1500 sinnum meira en eftir jeppann hjá mér á 44" því er jú meira flot í breiðari dekkjum og því dreifist þyngdin á stærri flöt á veginum það segir sig sjálft.Kveðja,
GLANNI
19.04.2005 at 23:49 #521334Nei hvur andsk.ég fattaði ekki hvað þetta var langt.
19.04.2005 at 23:50 #521336Ég er svo gjörsamlega orðlaus yfir þessari frétt. Þetta hlýtur að hafa átt að birtast á 1. apríl. En ef þetta er rétt þá þá þá ………… gengur þetta ekki lengur. Er Umhverfisráðherra Íslands arggggg.
Ég legg til að við gerum eitthvað róttækt í málinu.
Söfnum saman Patrólum og öðrum vel reyspúandi díselrokkum og umkringjum Alþingi þar til þeir hætta þessu bulli. Ég skal fara fremst í flokki.
Ætli ég þurfi ekki líka að tala við Gunnar Birgis því ef þetta verður að veruleika verður ekki gott að búa í Kópavogi.
Arg og garg Lella
20.04.2005 at 00:06 #521338Væri ekki nær að jafna skattamuninn á dísel og bensínbílum í innkaupum og stuðla þannig meiri innkaupum á díselbílum ( vegna þess að þeir eiga að vera svo umhverfisvænni en bensínbíllinn) frekar en að leggja meiri skatt á díselinn.
Eða vill umkverfisráðherra að allir kaupi sér eiðslufreka ameríska bensínháka vegna þess að það kemur betur út skattalega ég bara spyr?
20.04.2005 at 01:20 #521340Ég segja bara eitt:
God help this country because the politicans – well I won´t say they won´t – I just say that they are plaine to stupid and therefor CAN´T!!!! (Where there is no brain…. well well well…..
Kveðja
Thorsten
20.04.2005 at 01:24 #521342Ég legg til að þeir sem vilja ekki að díselolían verði dýrari en bensín skrifi umhverfisráðherra bréf.
Tölvunetfangið hennar er: sath@althingi.is
Ef þið viljið senda afrit til annarr þingmanna, t.d. í ykkar flokk, er hægt að nálgast netföngin þeirra hér: http://www.althingi.is/vefur/thingme.html
Ef helmingur félagsmanna skrifar bréf má ætla að rödd okkar fái einhverstaðar hljómgrunn… eða það má að minnsta kosti vona að fulltrúalýðræðið virki ennþá?
ATHUGIÐ: Verið stuttorð, kurteis og málefnaleg. Þingmenn hafa nóg annað að gera en að lesa reiðilestur frá einhverjum dónum úti í bæ – það er lítið mál að sleppa því að lesa þannig póst.
Kv.
Einar Elíp.s. Fréttin á veftíví: http://media.gagna.net/uskefnistod2/cli … frett4.wmv
20.04.2005 at 03:06 #521344Ég kem til með að fjalla um þetta mál á [url=http://www.alvaran.com:3u3oonel]mínum vef[/url:3u3oonel] fljótlega, en það verður að fá smá hasar í þessa umræður hérna fyrst. Veit að það kemur þegar fólk nær sér eftir mesta sjokkið.
20.04.2005 at 09:38 #521346eiginlega bara sárlega fyndið.
Þegar verið er að reikna út "hagræðið" af því að kaupa diesel bíl má heldur ekki gleyma því að flestir bílar á skerinu eru keyptir á lánum, svo það má ekki gleyma að bæta inn fjarmagnskostnaði af þessum 300-600 þús sem algengir diesel bílar eru dýrari en bensín bílar
ps. Ætli nýútgefin vegaáætlun geri ráð fyrir stórauknum útgjöldum í viðhaldi á stofnleiðum landsins vegna aukins álags af landflutningunum? Aukningin á landflutningunum er ekki búin að vera í eitt ár og það er strax farið að sjá á vegunum……
kv
Rúnar.
20.04.2005 at 09:49 #521348Ég held að það sé viðeigandi nú að menn hafi samband við þingmenn og ráðherra, sérstaklega þá sem telja sig sinna umhverfismálum, og minni þá á að í greinargerð með frumvarpinu um olígjaldið stendur að olían eiga að vera ódýrari en bensín. Þetta er það gjald sem menn töldu sig vera að samþýkkja þegar frumvarpið var afgreitt frá Alþingi.
-Einar
20.04.2005 at 12:45 #521350Ég tek undir með öllum þeim sem sagt hafa skoðun sína hér að ofan, einn skatturinn í viðbót sem bitnar á öllum en þó mest og kemur verst niður á barnafjöldkyldum hér á Íslandi, gleymum ekki að við erum líka fjölskyldufólk.
Er Sigríður Anna fyrst og fremst Já manneskja í liði núverandi ríkisstjórnar ? er henni ekki ætlað að skilja hlutina eða hafa á þeim aðra skoðun en "samráðherrar"… ?
Ef þessi væntanlegi gjörningur kemur 4×4 ekki við hvað kemur okkur þá við ? tel við ættum ekki að hræðast almannaróminn með verklegri-samtsöðu í nafni klúbbsins samanber tilvitnun Skúla formannsjs
20.04.2005 at 12:52 #521352Tilvitnun formanns af öðrum þræði hmmm
Í fyrra voru jeppamenn í Bretlandi búnir að skipuleggja aðgerðir í þessa veru til að mótmæla reglugerð sem hefði lokað fjölda leiða sem þeir nota í sinni jeppamennsku, þessu sem tjallinn kallar Greenlaining. Þessar aðgerðir voru hins vegar blásnar af á þeim forsendum að menn töldu að þær myndu almennt ekki auka stuðning við málstað jeppaeiganda heldur þvert á móti auka andúð almennings og þar með þyngja róðurinn í hagsmunabaráttu þeirra.
Ég er svosem ekkert að fullyrða að þessi rök eigi við hér eða í þessu tilfelli. Flestir landsmenn ættu að hafa samúð með baráttu gegn skattpíningu ríkisins á eldsneytisnotkun. Það þarf samt að spá í á hverjum aðgerðir bitna, lenda ekki í svona kennaradílemmu.
Kv – Skúli
20.04.2005 at 13:01 #521354Jú það er rétt að mótmæli og verkföll bitna yfirleitt verst á þeim sem hafa ekkert með málið að segja. En getum við tekið þessu þegjandi og hljóðalaust?
Þó að það væri ekki nema ein góð jeppaskrúðganga í gengum bæinn bara svona aðeins til að vekja athylgi á þessu.
Ekki kveðja Lella
20.04.2005 at 13:42 #521356Andsk…! og jeppinn í frumeindum inni á gólfi! Getur maður ekki fengið að ganga með skilti meðfram strollunni ef maður er jeppalaus í augnablikinu… held að corollan hafi ekki alveg sama "impact"
EE.
ps. Er einhver annar búinn að senda póst á ráðherra og þingmenn… eða láta menn sér almennt nægja að kvarta hér á spjallinu?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.