FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Umhverfismál

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Umhverfismál

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 18 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.02.2007 at 23:18 #199626
    Profile photo of
    Anonymous

    Fréttatilkynning frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna Kjalvegar. Send til fjölmiðla. Ferðafélag íslands kemur til með að senda frá sér fréttatilkynningu um Kjalvegsmálið.
    Annað sem er að gerast í umhverfismálum er að á morgun fara fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 á fund umhverfisnefndar alþingis vegan Vatnajökulsþjóðgarðsmálsins. Og verður þeim þar afhend umsögn klúbbsins um Þjóðgarðinn. Einnig hafa Samút, Jörfi ofl aðilar sent inn umsögn um Vatnajökulsþjóðgarð.

    Áform um uppbyggðan Kjalveg

    Ferðaklúbburinn 4×4 mótmælir harðlega öllum áformum um uppbyggingu Kjalvegar í einkaframkvæmd.

    Þegar hugmyndir Norðurvegar ehf komu fyrst fram, fór fram skoðunarkönnun á vefsíðu Ferðaklúbbsins 4×4. Þar var spurt eftirfarandi: Ert þú sáttur/sátt við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum. 86% aðspurðra svöruðu spurningunni neitandi.

    Ferðaklúbburinn 4×4 vill einning vekja athygli á röksemdarfærslu þeirra aðila sem standa að Norðurvegi ehf. Ein af helstu rökunum er bætt aðgengi að hálendinu fyrir allan almenning. Því viljum við svara og benda á að á Íslandi eru í dag hátt í fjörutíuþúsund jeppar, auk þess sem Kjalvegur er fær öllum fólksbílum að sumarlagi. Má því halda fram að núverandi Kjalvegur hefti ekki för neins til þess að njóta Kjalarsvæðisins.

    Einnig viljum við benda á að styttingu vegarins milli Norðurlands og þéttbýlisins á sunnanverðu landinu má að mestu fá með lagfæringum á þjóðvegi 1.

    Jeppamenn hafa einnig margir bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur getur verið mjög varasamur vegna þeirra veðurfarsaðstæðna sem þarna ríkja, en líklegt er að hálka, samfara verulega miklum vindi verði mun algengari á þessum vegi en öðrum samgönguæðum landsins. Þessa reynslu hafa jeppamenn fengið af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar, sem mikið eru notaðir af jeppamönnum og svipar verulega til aðstæðna á Kjalvegi. Algeng er flughálka á malbikaða hlutanum frá Búrfelli norður að Vatnsfelli og svipaðar aðstæður skapast oft á malarvegskaflanum norður með Kvíslarveitum. Þar sem vindstrengir liggja milli jökla líkt og er bæði á Sprengisandssvæðinu og á Kili, magnast vindhæðin og stormur og rok verður meira ríkjandi en annars staðar. Því getur Kjalvegur sem samgönguleið verið mjög varasamur að vetrarlagi.

    Ferðaklúbburinn 4×4 mótmælir einnig þeirri láglendisvæðingu, sjónmengun og hávaðamengun sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér. Hálendi landsins hefur mikið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegnum eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir á Kili. Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heimiluð.

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 08.02.2007 at 23:33 #579836
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Flott tilkynning en þurfum við ekki að grípa fleiri rök inn í þetta? er þetta nóg? þetta er væntanlega þá bara fréttatilkynning ekki umsögn frá klúbbnum til ráðherra eða eitthvað slíkt?? Við erum á réttri leið með þetta það er ekki spurning. Niður með Norðurveg





    09.02.2007 at 00:08 #579838
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Þetta er mjög gott mál og engu við það að bæta. en ég skil ekki orðið láglendisvæðing mæti kannski lag orðalagið þar. Það er aðeins eins og verið sé að tala niður till þeirra sem búa á láglendi
    guðmundur





    09.02.2007 at 00:27 #579840
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Takk Gummi! Ég hélt á fundinum í gær að ég væri einn um að vera í nöp við þetta orð(skrípi). Annars ljót málvenja að vilja klístra væðing aftan á allt og ekkert, t.d. einkavinavæðing 😉 Ég bar þetta undir nokkra "láglendisbúa" og þeir túlkuðu þetta allir sem hroka og niðurtal. Svona niðurlag á annars mjög góðum texta gæti alveg spillt fyrir því að fólk taki boðskapnum jákvætt. Hægt væri að orða þetta öðruvísi t.d. "til að varðveita sérkenni hálendi Íslands" án þess að vekja þessi neikvæðu viðbrögð.
    Svo var líka talað um á fundinum að nota ferðafólk eða útivistarfólk en ekki "jeppamenn" til að víkka út hópinn því eins og bent var á eru jú allir jeppamenn ferðafólk/útivistarfólk. Það yrði líka mjög til bóta og þá kæmi síður til baka klisjan um "þið viljið bara halda hálendinu út af fyrir ykkur og jeppana ykkar" sem maður fær óþægilega oft í andlitið þegar maður ræðir þessi mál við fólk.

    Kv
    Tryggvi ÁróðursOgFortöluMeistari





    09.02.2007 at 00:27 #579842
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það kom líka athugasemd við orðið láglendisvæðing á félagsfundinum í gær þar sem það var samþykkt að senda þetta frá klúbbnum. Persónulega finnst mér þetta frábært orð og hefur ekkert með viðhorf til fólks að gera eða íbúa á láglendi, enda búum við líklega öll á láglendi, svona að staðaldri. Þetta orð þýðir hins vegar að breyta hálendinu þannig að það líkist láglendi og missi þannig sérstöðu sína og sjarma. Það gerist t.d. þegar gerðir eru uppbyggðir malbikaðir vegir eða ef reistar væru hamborgarasjoppur á hálendinu, eða ef sett yrði upp lúxushótel á Hveravöllum í formi steinsteypu- og glerhúsa, eða annað í þessum dúr.

    Kv – Skúli





    09.02.2007 at 00:33 #579844
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    er mjög góð og þarft verk. Fyrir mína parta hefði ég viljað sjá meiri áherslu lagða á þessa einkaframkvæmd og væntanlega gjaldtöku.
    –
    Aðalatriðið er það er kominn mótmæli og fagna ég því.

    Lifið heil
    Magnús G.





    09.02.2007 at 10:37 #579846
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er viðeigandi að orðið sem lýsir þessu fyrirbæri sé ljótt. Til viðbótar við dæmin sem Skúli nefnir, þá er gjaltakan sem kallað er í Vatnajöklsþjóðgarsfrumvarpinu. ekta dæmi um láglendisvæðingu.

    Enn eitt atriði, sem ég ætla þó ekki að mótmæla, er að það er stefnt að því að koma GSM þjónustu á helstu ferðamannastaði, og væntanlega koma helstu leiðirnar líka. Það ligurr þó í hlutarins eðli, að það verður fullt af skuggum þar sem GSM á 900 MHz næst ekki.

    -Einar





    09.02.2007 at 11:07 #579848
    Profile photo of Tryggvi Már Gunnarsson
    Tryggvi Már Gunnarsson
    Member
    • Umræður: 9
    • Svör: 88

    Sælt veri fólkið. Þetta er nú bara þriðja innleggið mitt á þennan vef en ég get bara ekki orða bundist um þessar hugmyndir Norðurvegar. Langaði bara að vísa á smá bloggfærslu sem ég skrifaði á [url=http://tryggvimar.blog.is:1orwfqhk][b:1orwfqhk]bloggið mitt[/b:1orwfqhk][/url:1orwfqhk] um þetta mál.





    09.02.2007 at 11:17 #579850
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1252521:1w7urcxa]Félagsmenn í 4×4 mótmæla áformum um uppbyggingu Kjalvegar[/url:1w7urcxa]

    [url=http://visir.is/article/20070209/FRETTIR01/70209022:1w7urcxa]Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar[/url:1w7urcxa]

    Flott mynd við fréttina á mbl.is .. fylgdi hún tilkynningunni? 😉





    09.02.2007 at 11:42 #579852
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Myndin er ekki frá okkur komin, en vel valin hjá þeim moggamönnum. Eins og sést var komið á móts við athugasemdir við orðið láglendisvæðingu. Þó það sé í huga okkar Ofsa afskaplega lýsandi fyrir það sem þarna er um að ræða, er ekki gott ef allur almenningur misskilur þetta og of langsótt að vera með orðskýringar í svona fréttatilkynningu.
    Kv – Skúli





    09.02.2007 at 11:55 #579854
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Rétt að koma með smá komment á þessa umæðu um uppbyggðan Kjalveg.
    Ég tek það fram að ég er mótfallin þessum áformum eins og þau líta út í dag, þ.e.a.s uppbyggðan,gjaldskyldan Kjalveg í einkaeigu.
    En hinsvegar mætti alveg laga veginn á köflum sbr. Veginn yfir Þorskafjarðarheiði en það finnst mér mjög gott dæmi um hvernig vel hefur tekist til að gera hálendisveg færan öllum bílum. Nema yfir háveturinn náttúrulega vegna snjóalaga og válynds veðurs.
    Veðrið á hálendinu er einmitt kjarni málsins í þessu, ég er ansi hræddur um að menn sem eru fylgjandi þessu geri sér ekki grein fyrir því hvernig veðurfarið þarna getur orðið þegar þeir halda því fram að það væri nú gott að stytta sér leið um 20-50 km.
    Ég hef t.a.m verið allt uppí 2 sólahringa að komast frá Hveravöllum niðrí Geysi og hefði það ekki neinu máli skipt þó að allar björgunarsveitir landsins og Caterpillar DC12 með ripper hefðu verið með í för við hefðum ekki komist neitt hraðar nema síður sé.
    Svo ég minnist nú ekki á allar ferðirnar sem hafa tekið 12-24 klst þennan spöl.
    Es. tek það fram að það hefði heldur engu máli skipt þó að vegurinn hefði verið uppbyggður.
    Kveðja,
    Glanni.





    09.02.2007 at 12:08 #579856
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Það er oft erfitt að koma ákveðnum hugmyndum og orðalagi sem tengist "sérsviði" til skila hjá frétta/blaðamönnum án þess að það veki misskilning. Mín (bitra) reynsla af fréttamennsku síðasta árið er að það má ekkert vera til að það sé ekki snúið út úr og oft alveg snúið við merkingu þess sem átti að segja. Þess vegna hef ég allan varann á í þessum efnum…

    En þessi yfirlýsing fer nú langleiðina með að vera félagsgjaldsins virði fyrir 2007 😉





    09.02.2007 at 12:09 #579858
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Núna er Norðurvegur á fullu að pósta jákvæðum umsögnum inn á heimasíðuna hjá sér. Þeir hafa ekki enn séð sér fært að svara þeim spurningum sem þeir fengu frá 4×4 félögum fyrir ári síðan, og svo voru þær endurteknar fyrir stuttu. Hversu trúanlega á maður að taka svona félagsskap, sem ekki getur svarað einföldustu spurningum um fyrirhugaðan eigin rekstur ?





    09.02.2007 at 12:58 #579860
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Á heimasíðunni hjá þeim er að finna [url=http://www.nordurvegur.is/static/NV%20steinn%20uppr.%20kort.ppt:2q574lka][b:2q574lka]powerpoint-skjal[/b:2q574lka][/url:2q574lka] sem sýnir nokkuð nákvæmlega hvar þeir ætla að leggja nýja veginn.

    Skv. því, þá liggur nýji vegurinn ekki að nokkru leiti á sama stað og gamli vegurinn, en krossar hann hins vegar tvisvar sinnum, fyrst sunnan við innri-Skúta og svo hins vegar nálægt Hveravöllum, við Rjúpnafell.

    Miðað við þetta ætti ekki að vera mikið mál fyrir þá að setja gamla vegin í brú/rör undir þann nýja og halda þannig gamla veginum óbreyttum fyrir þá sem það vilja.

    En ekki skil ég hvernig þeir ætla að fara að því að koma í veg fyrir að menn "svindli" sér inná nýja vegin við þessar krossanir, eða í gegnum einhvern af þeim þvervegum sem hljóta að koma inn á hann á leiðinni?
    Reyndar eru þvervegirnir kannski ekki svo margir ef maður skoðar þetta nánar. Kerlingarfjöll og Hveravellir eru augljósir staðir, en þurfa sennilega ekki að vera svo margir fleiri.
    Þeir fara austur fyrir Bláfellið yfir Hvítá, og þar gæti komið til greina þvervegur í Svínárnes – en ekkert víst. Svo er spurning með Árbúðir og Hvítárnes, en sennilega yrði gamli vegurinn látinn duga til að komast þangað ?

    Bara svona pælingar – ég hef satt að segja mestar áhyggjur af því að hafa ekki valkostinn – að geta farið Kjöl á þokkalegum vegi eins og í dag, án þess að borga ef ég vill. En þá er spurning hvort Vegagerðin myndi halda honum við?

    Arnór





    09.02.2007 at 13:40 #579862
    Profile photo of Arngrímur Kristjánsson
    Arngrímur Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 403

    Ég get nú ekki sagt annað en um Norðurveg en að þetta eru mestu furðufuglar veraldar sem hugsa bara um rassinn á sjálfum sér.

    Núna er ég búin að senda þeim tvo pósta með að minsta kosti 6 spurningum samtals en ekki hvarlar að þeim að svarfa mer þessum spurningum.

    Á meðan eru þeir alveg á fullu að reina að fegra sig með því að bæta inn efni á síðuna hjá sér en þetta efni er ekki að svara neinum þeim spurningum sem ég er búin að senda þeim.

    Kv Addikr





    09.02.2007 at 14:18 #579864
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Norðurvegsmenn settu tengill inn á [url=http://is.wikipedia.org/wiki/Nor%C3%B0urvegur_ehf.:dwl27my4]Wikipedia[/url:dwl27my4] á síðuna hjá sér. Sá pistill var lapinn beint upp úr fréttatilkynningum Norðurvegar. Ég er búinn að laga hann aðins, en það þyrfit að gera betur.

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.