Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Umhverfisfasistarnir Ust
This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2010 at 22:40 #210323
Hvað finns félagsmönnum um lögguleik umhverfisstofnunar. Sem má sjá hér til hliðar.
Ætli þorrablótsmenn hafi fengið einkapóst frá sýslumanninum að akstur og áfengi fara ekki saman, eða hvort þeir hafi fengið póst frá umferðarstofum með áminningu um að spenna beltin.
Annars er áhugavert að þeir sýni klúbbnum áhuga núna. Þeir hafa ekki verið jafn áhugasamir að svar póstum frá klúbbnum, eða boð um aðstoð frá klúbbnum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2010 at 21:07 #680086
kannski kominn tími til að upplýsa þessa snillinga um hvað þessi klúbbur stendur fyrir, en er ekki líka eitthvað betra að géra við aurana en að standa í svona vitleysu?
30.01.2010 at 21:20 #680088Förin sem Kolrún Halldórsdóttir fann í Þjórsárverum eru líklega eftir ferð eins og þessa:[url:3azq0fo4]http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=16859927[/url:3azq0fo4]
30.01.2010 at 21:24 #680090Helgi, ótrúlega margir göngumenn eiga Landrover eða aðra næstum eins góða jeppa til að komast á spennandi gönguslóðir. Ég hef haldið því fram og geri enn að þó svo oft sé talað um göngumenn og jeppamenn sem aðskilda hópa þá jeppast flestir göngumenn eitthvað og flestir jeppamenn gangi eitthvað. Þeir sem skrifa svona bréf eins og þarna birtist gera líklega hvorugt, eiga kannski í besta falli óslitna gönguskó inn í geymslu. Svona skriffinska hefur því ekkert með meint átök mismunandi ferðahópa að gera, heldur tilhneigingu embættismanna til að stjórna. Reyndar hallast ég frekar að því að þessi meintu átök ferðahópa sé tilbúningur embættismanna til að sundra okkur, því þannig eiga þeir auðveldara með að fá útrás fyrir stjórnunartilhneiginguna.
Spurning hvort kenning Ólsarans sé rétt. Þeir sem til þekkja þarna vita að þessi för eru gömul leið þarna sem líklega varð til löngu áður en Þjórsárverin urðu friðland og hefur aðallega viðhaldist við sporðamælingar. En út um glugga á skrifstofubyggingu á Suðurlandsbraut gæti þetta litið út sem alveg ný för eftir jeppakallana.
Annars á maður líklega ekki að vera að skrifa um þetta meðan maður er enn bæði sár og reiður.
Kv – Skúli
30.01.2010 at 21:38 #680092Takk Dagur Braga, held að ég hafi séð glitta í Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra í undanþágu-utanvegaspóli í friðlandinu. Og já þarna sást einnig í Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Einmitt maðurinn sem kallaði okkur hryðjuverkamenn á ofurjeppum. Skyldu þeir hafa fengið bréf frá embættismannadulunum í Ust
30.01.2010 at 22:07 #680094Þessu svolítið tengt, þá sá ég þetta á blogginu núna í kvöld. [url:2kqz9mfi]http://birgir-mar-gudmundsson.blog.is/blog/birgir-mar-gudmundsson/entry/1012597/[/url:2kqz9mfi]
Það er ekki bara UST sem hugsar svona því hún er víða forræðishyggjan.
30.01.2010 at 22:27 #680096Hárrétt Björn Ingi, þetta sjónarmið sem þarna kemur fram er af sama meiði. (Nú veit ég ekki hvort búið sé að taka út bloggfærsluna sem Björn Ingi vitnar til eða hvað, allavega virkar hún ekki núna, en hún var í tilefni slysins á Langjökli í dag og gekk út á að það þyrfti að „koma stjórnun“ á þessi ferðalög.) Þessi skrifræðishyggja sem gengur út á að það sé ómögulegt að fólk ferðist um eða yfir höfuð geri nokkur skapaðan hlut án þess að á því sé einhver stjórnun. Það er eðlislægt markmið stjórnsýslunnar að stjórna öllu. Samskonar sjónrarmið komu fram þegar slysið varð í Öræfajökli þegar tveir erlendir ísklifrarar hurfu þar. Þá vildu ýmsir að mönnum væri bannað að fara þangað og klifra nema fá til þess sérstakt leyfi á honum Opinbera Geira. Alltaf þessi hugmynd að koma opinberri stjórnun á hlutina eins og það leysi einhver vandamál. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að slys sem þessi eru alltaf hörmuleg, en lausnin liggur ekki í því að banna eða færa ríkisvaldinu meiri völd yfir fólki. En þarna erum við kannski komin aðeins á hliðarbraut við efnið.
Kv – Skúli
31.01.2010 at 01:46 #680098Ágætu félagar.
Ég gerðist svo djarfur að senda eftirfarandi póst til nefndarmanna í umhverfisnefnd Alþingis til að upplýsa þá um hvað er að fara fram hjá okkur og hvernig okkur er innanbrjósts. Ég held að það sé kominn tími til þess að þeir fái að vita okkar hug og hvaða stöðu við erum komnir í.::Ágætu háttvirtu alþingismenn, nefndarmenn í umhverfisnefnd.
Ég leyfi mér að senda ykkur slóð á vef okkar old.f4x4.is og blogg okkar: https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … =5&t=19209
vegna bréfs Umhverfisstofnunnar til klúbbsins sem hljóðar eftirfarandi:Góðan daginn
Umhverfisstofnun hefur borist ábending um árshátíð 4×4 í Setrinu þann 29.janúar -1.febrúar 2010. Umhverfisstofnun vill árétta að akstur utan merktra slóða í friðlandinu Þjórsárverum er bannaður og vísar í 4. tölulið auglýsingar um friðlandið í Þjórsárverum þar sem segir:
„Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð samþykki ráðgjafarnefndar (Þjórsárveranefndar). Þó skal heimilt að nota snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af“
Virðingarfyllst
Fyrir hönd UmhverfisstofnunarÞetta bréf er með ólíkindum og sýnir hvers konar hug þessi stofnun ber til félagsskapar okkar sem að mínu mati hefur lagt sig fram í lima við að umgangast hálendið með virðingu og verið fyrirmynd allra ökumanna sem ferðast um á bifreiðum um hálendisvegi okkar.
Við höfum margsinnis boðið fram aðstoð okkar við að skipuleggja hálendið við alla þá sem koma að þessum málum og sérstaklega reynt að fá að koma á samstarfi við umhverfisstofnun með grátlega litlum árangri.
Ég skora á ykkur að kynna ykkur starfsemi okkar og fara inn á vef okkar eða hafa samband við félagið og fá upplýsingar um starfsemi okkar.Með virðingu og kveðju
Sverrir Jónsson
31.01.2010 at 08:19 #680100maður er nú frekar gáttaður á þessu bréfi þeir ættu nú að vera meðvitaðir um sjónarmið félagsins þetta er svona eins og það sé að slá á hendina á manni áður en maður fer með hana í kökuboxið. það er ekki langt síðan þar sem ég sendi tölvupóst þar sem ég nefndi tvö skip sem liggja á botni faxaflóa það er olíuskipið shrivan og svo herskipið alexsander hamilton af þessum tvem skipum stafar talsverð hætta á stóru umhverfis slysi, Alexsander hamilton sökk með talsvert að olíu og góðum slatta af djúpsprengjum,, olíuskipið shrivan fékk á sig tundurskeyti og var alelda í nokkra tíma þar til að það sökk með um 8050 tonn af svartolíu um borð.
http://www.uboat.net/allies/merchants/ships/3375.html
eftir að hafa ítrekað sent tölvupósta um þessi mál fék ég loksins svar sem var frekar stutt og laggott og það var nokkurnvegin á þessa leið—– þar sem að svo langur tími er lyðin frá þessum atburðum teljum við að það stafi engin hætta frá shrivan né goðafoss…….????????? goðafoss ég man ekki til þess að hafa nefnt hann á nafn í mínum spurningum þó svo að hann hafi farist á sama tíma og shrivan en þetta sýndi mér að það er alveg greinilegt að það eru algerir óvitar þarna við stjórnvöll það þarf engin að segja mér að ÁTTAÞÚSUND tonn af olíu hverfi án þess að nokkur taki eftir.
það er greinilegt að þarna voru menn ekki tilbúnnir að takast á við vandan.
Alexsander hamilton fannst fyrir nokkrum mánuðum síðan með sérstakri mengunarmyndavél sem sýnir olíubrák betur en aðrar græjur,,, þetta sýnir að þeir eru eitthv að að skoða möguleika á að það geti stafað meingun frá þeim óteljandi skipum sem hafa sokkið við íslandsstrendur en þá spyr ég af hverju var mér svarað á þann hátt eins og að spurnigin hjá mér væri eitthvað fáranleg????? mitt mat er að ef þessi stofnun tekur ekki svona hluti alvarlega þá eru þeir eitthvað skemmdir. ég legg til að Syf friðleifs verði aftur umhverfisráðherra þarna er kona sem er á kafi í hjóla og bílaíþróttum og hikar ekki við að berjast fyrir því sem við köllum í dag FERÐARÉTTUR………
dæmi: ég var margbúin að hafa samband við þingvallanefnd á sýnum tíma og byðja þá að setja upp göngustíga og stiga til að gera aðgengi að silfru á þingvöllum betra og hættuminna fyrir kafara eftir að hafa röflað í þeim í meira en ár hafði ég samband við Syf og viti menn það leið ekki nema nokkrir daga þangað til að það val komin stigi niður í silfru og full vinna hafin við gerð göngustíga.P.S. er það ekki rétt annars að þetta sé staðurinn sem er tilvalin til að hella úr skálum gremju og pirrings sem er búin að safnast up um áraraðir?
31.01.2010 at 09:27 #680102Af hverju bregðast svona margir illa við forræðishyggju Umhverfisstofnunar sem birtist í þessu bréfi. Skýringin á því er ekki eingöngu bréfið sem okkur barst, heldur var það kannski dropinn sem fyllti mælinn. Við höfum lengið verið í meintu samstarfi við Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið á ýmsum sviðum. Núna eru nokkur mál í gangi sem okkur varðar, sem ég ætla að útskýra betur hér að neðan og stöðu þeirra.
Ég hleyp þá á algjöru hundavaði yfir þessi mál. Og segi örugglega of mikið að mati margra, sem vilja að við sýnum mikla auðmýkt og undirlægjuhátt gagnvart embættismönnum. Við eigu helst ekki að styggja þá með póstum og fyrirspurnum. Við eigum að vera hljóðir og góðir og láta traðka okkur hægt og bítandi í skítinn án þess að gefa frá okkur hljóð. Þessari baráttuaðferð sendi ég fingurinn, því hún er löngu gjaldþrota og farinn með hamarshöggi. Því segði ég mig úr ferðafrelsis steypunni enda var hún að verða að okkar Icesave.1 Skipulagsmál á hálendinu í umsjón Slóðanefndar ríkisins ( starfshópur um utanvegaakstur ) undir forustu Sesselju Bjarnadóttur.
Um þetta mál má segja að það hafi verið röð af mistökum og óheilindum og furðufréttum um samstarf við Ferðaklúbbinn 4×4. Frá Umhverfisráðuneytinu.
Ég get ekki fjallað ýtarlega um þetta mál í þessum pistli, vegna umfangs þess. En Umhverfisráðuneytið hefur margsinnis fjallað um málið á opinberum vettvangi og þá hefur samstarfi og lýðræðislegum vinnubrögðum verið ákaft flaggað. Sagt er að allir séu með í samstarfinu. Það hefur þó aðeins reynt á meint samstarf og komið er í ljós að Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur voru ekki með í þessu samstarfi. Einnig var Samút með áheyrnarfulltrúa í slóðanefndinni, hann hefur ekki mætt á neinn fund með nefndinni hjá sveitarfélögum eða fengið upplýsingar um störf nefndarinnar. Þeir fundir sem hann hefur setið með sveitarfélögunum, eru fundir sem f4x4 hefur aflað sér upplýsingar um í gegnum félagsmenn úti á landi eða í gegnum velviljaða sveitarstjórnarmenn, samanber oddvita Ásahrepps eða formann landbúnaðarnefndar Hrunamannahrepps. Alvarlegustu mistökin sem gerð hafa verið í þessu skipulagslausa og handahófskenndu vinnubrögðum ráðuneytisins, eru kannski þau að mælingargögn ( ferlar) sem f4x4 og Landmælingar hafa verið að mæla, til þess að auðvelda skipulagsvinnuna, hafa ekki borist sveitarfélögunum.
Hrunamannahreppur vann að sínum málum veturinn 2009. Sumarið og fram í september 2009 var unnið að mælingum í sveitarfélaginu. Ásahreppur, í skipulagsvinnu þeirra vantaði stóran hluta mælingargagnanna, þau voru send frá Landmælingum til Umhverfisráðuneytisins en þar stoppuðu gögnin og bárust ekki Áshreppingum. F4x4 sendi síðna sín gögn beint á sveitarfélagið þegar þetta kom í ljós. Fljótsdalshérað hefur aldrei fengið nein gögn, engin samskipti hafa heldur verið við þá. Læt þetta nægja að sinni um skipulagskaosið í skipulagsmálunum. Sem kallað er baráttan um utanvegaakstur.
Vill þó segja að lokum að í þessum málaflokki verður aldrei sátt með svona handabakavinnubrögðum.2 Reykjarnesfólkvangur
Umhverfisnefnd 4×4 brauð fram aðstoð sína í átaksverkefni sem átti að fara í, í fólkvanginum. Sendi formaður umhverfisnefndar 4×4 erindi á Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og bauð fram aðstoð f4x4. Umhverfisráðherra tók erindinu fagnandi og áfram sendi erindið á embættismenn ráðuneytisins. Þetta var 2009. Núna í janúar fengum við loks frekari upplýsingar um verkefnið eftir hjáleiðum. Þá voru liðnir 206 dagar frá því að umhverfisráðherra fékk bréfið.
( útskýringin á hjáleiðir, er sú að í nánast öllum málefnum sem snúa að þessum stofnunum. Þá höfum við þurrt að afla okkur upplýsinga í gegnum þriðja aðila, það hefur verið okkur til happs að þessir sem flokkast sem þriðji aðili, hafa verið okkur hliðhollir)3 Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
Þetta ferli hefur verið lengi í umræðunni, og hefur verið fjallað nokkur ýtarlega um það á f4x4. Sveinbjörn formaður og fleiri hafa fjallað um þetta mál. F4x4 hafði fengið loforð um það að fá að fylgjast náið með þessu máli frá Ust. Síðar kemur í ljós að þær frétti sem við fáum er það sem við getum lesið í fjölmiðlum. Eða í gegnum velviljaða hefðbundna þriðja aðila. Nú eru bara spurningin hvort Ust hleypi helsta hagsmunaaðilanum á svæðinu að málinu eða við verðum áfram úti í frostinu.4 Vatnajökulsþjóðgarður er enn eitt dæmið um afspyrnu léleg vinnubrögð og draumóra bull. Þar eru blikur á lofti og er malað um verndun áttúruna í einu orðinu og tívolí stemmingu í hinu orðinu. Skipulagið meir og minna byggt á sandi draumóra og barnalegs fólks á gúmmískóm. Uppbyggingin byggð á fjárhagsáætlun þar sem “ef, kannski og hugsanlega voru þemað í áætluninni.” Draumarnir voru meira að segja að fá fyrirtæki inn í uppbygginguna, en ekki verður það Milstone, Exista, Baugur eða glæpabankarnir, þeir draumar eru að baki. Draumarnir voru um 1000.000 ferðamenn, draumar barnalega fólksins voru þvílíkir að það var nánast farið að prenta aðgöngumiða að tívolí Þjóðgarðsins, en glápgjaldið er enn inn í myndinni af þjóðgarðinum. Vel að merkja þá legg ég til að Vatnajökulsþjóðgarður verði ávalt kallaður Vatnajökulsgarður og þjóð tekið út enda stefnan að sem fæsti fái aðgegni að meintum garði. Á sama tíma og bullað og þvælt er um garðinn, poppa upp hugmyndirnar um lálendisvæðingu með uppbyggðum vegum, skiltum, stikum göngustígum, brúarsmíðum, þjónustumiðstöðum, og annarra lálendisstemmingu. Nenni ekki að eyðileggja daginn frekar fyrir mér um frekari umfjöllun um þessi heimskupör og draumóra.
Að lokum má segja það að ein helsta fyrirstaðan í því að koma á skikki á útivistarmál, skipulagsmá og verndun náttúrunnar sé Umhverfisráðuneytið. Þeirra mistök er þau að halda að það sé hægt að keyra allt í gegn með ofbeldi á almenningi og án nokkur samráðs við grasrótina. Með setningu á nýjum lögum og reglugerðum. Þó eru ljós í myrkrinu og vill ég þakka samstarfið við þá hjá þessum stofnunum sem haf sýnt það að verki að vilja hlusta eða hleypa okkur að málum.
Kv Jón G Snæland
31.01.2010 at 12:42 #680104Í fréttum Bylgjunar var sagt frá "Árshátíð " F4x4 í Setrinu og lesinn texti Diddu sem er hér á forsíðu vefsins.
[url:3dotsjqt]http://vefmidlar.visir.is/VefUtvarp/?channelID=BYLGJAN&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=87e7c73a-ed0b-41e8-b883-19065667fa3c&mediaClipID=93465319-28f4-4a48-ad5e-9fbf0a2a7726[/url:3dotsjqt]
05.02.2010 at 08:25 #680106Og hvað finnst fólki svo um nýjasta bréfið frá UST ? Ég sé ekki betur en þeir vilji fá "staðfesta ferðaáætlun" frá klúbbfélögum þegar þeir eru á ferðinni !
Ætli sé líka neyðarsími sem hægt er að hringja inn "staðfesta ferðaáætlun" þegar ákveðið er á síðustu stundu að leggja í hann, t.d. að kveldi eða um helgi … maður veltir því bara fyrir sér
Kv. Óli
05.02.2010 at 08:59 #680108Ég ætla að skella mér á fjöll á morgun, og sendi að sjálfsögðu inn ferðaáætlun. Og fyrirspurnir um hvernig ég geti sem best fyllt fyrirmælum mælum Ust. PS ég veit um hópa sem eru að fara á fjöll í dag og hafa ekki tilkynnt um ferðir sínar.
Ferðakveðjur og eftirlitskveðjur til stóra bróður á Suðurlandsbrautinni
05.02.2010 at 09:20 #680110Já Ofsi, ég þarf líka ofan af höfða og niður í Kringlu á eftir. Spurning hvort ekki þurfi að senda "staðfesta ferðaáætlun"……
kv. Óli
05.02.2010 at 09:30 #680112Ég ætla að sína gott fordæmi og er búinn að setja saman ferðaáætlun sem ég sendi á Ust á eftir, þar sem fyrstu jeppar eru að leggja af stað. Ég hvet aðra til þess að standa sig. PS Óli vertu ekki að þessu flandir um borg og bæ
Í vísan til bréfs sem sent var Ferðaklúbbnum 4×4 fyrir skemmstu. Þá tel ég rétta að láta vita af ferðum Rottugengisins og fylgifiskum. Um helgina verða þeir með þorrablót í Illugaveri ( ekki árshátíð ). Þar verða þau all nærri mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs. Ferðaáætlunin er þannig að fyrstu jeppa leggja af stað í dag föstudag 5 ferbrúar 2009, og verða þeir að tínast inn í Illugaver fram á lagardagsmorgun. Ekið verður þjóðvegur 1 austur að Skeiðaafleggjara, síðan landsvegur 30. Síðan vegur 32. Loks F26. Norður að Illugaversafleggjar. Þaðan í Illugaver, sá slóði hefur ekki vegnúmer, en er merktur á kortum LMÍ. Einnig hefur hann verið hnitaður af LMÍ og á að vera í framtíðarskipulagi Ásahrepps. Á laugardaginn á að fara í ökuferð en ekki hefur verið ákveðið hvert verður farið. Væri því gott að þið gætuð gefið upp helgarsíma svo hægt væri að fá frekari upplýsingar og ráð. Á sunnudeginum er á áætlun að halda sömu leið til baka. Ef breytingar verða á því, þá munum við að sjálfsögðu hringja í helgarsíma ykkar og tilkynna breytingarnar.
Með samstarfskveðjum og von um áframhaldandi farsælt samstarf.
Kær kveðja Jón G Snæland– 1. febrúar. Ábendingin beindist að ferð á þessum tíma í Þjórsárver, nánar tiltekið að Ólafsfelli sem er innan friðlandsins. Stofnuninni var bent á að ekið yrði innan friðlandsins þar sem ekki væri ætluð umferð vélknúinna ökutækja sbr. ákvæði 4. gr. auglýsingar um friðlandið. Þar sem stofnunin hafði ekki staðfesta ferðaáætlun frá ferðklúbbnum jafnframt sem vitnað var í umræður félaga klúbbsins, vildi stofnunin með fyrrgreindu bréfi benda forsvarsmönnum ferðaklúbbsins með almennum hætti á þær reglur sem gilda um friðlandið. Umhverfisstofnun hefur áður brugðist við með sambærilegum hætti við ábendingum sem henni berast.
05.02.2010 at 10:02 #680114Daginn,
Er UST að segja að þessi auglýsing sem var birt 1985 sé rétthærri en Náttúruverndarlög, þe að akstur innan friðlandsins sé aðeins heimil vélsleðum og snjóbílum en ekki bílum þegar jörð er frosið osfrv osfrv ?Það væri gott að fá þetta á hreint.
kv/AB
05.02.2010 at 12:46 #680116Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna fyrir [b:1e9fnsz5]þorrablótið[/b:1e9fnsz5] sem UST starfsmenn með sín nákvæmu og vönduðu vinnubrögð kjósa að kalla [b:1e9fnsz5]árshátíð[/b:1e9fnsz5]. Ég er nú búin að lesa auglýsinguna aftur og aftur og tekst ekki með nokkru móti að finna það út að stefnan sé tekin inn á friðlandið nánar tiltekið Ólafsfell eins og vitnað er í í bréfi UST starfsmannsins.
Ég ákvað að prófa að birta hana með grænum lit með feitletruðum texta ef það myndi eitthvað hjálpað mér og okkur hinum sem ekki störfum hjá UST við að lesa út úr þessari auglýsingu ÓLAFSFELL. Best væri náttúrulega ef að starfsmenn UST gætu bara sent mér útskýringu á túlkuninni um leið og þeir eru búnir að lesa þessa fyrirspurn sem þeir ættu að gera enda er það þeirra skilda að fylgjast með og senda út forræðishyggjupósta á F4x4 ferðalanga. Svarið geta þeir sent á stefgud@gmail.com og ég skal samviskusamlega pósta því svo hérna inn á þráðinn fyrir þá.Með fyrirfram þökkum um skjót viðbrögð.
Kv. Stefanía Guðjónsdóttir
stefgud@gmail.com[color=#004000:1e9fnsz5][b:1e9fnsz5]Við Ferðahópurinn "Fastur og félagar" ætlum að sjá um Þorrablót F4x4 í Setrinu þetta árið. Ætlunin er að halda það laugardaginn 30.Janúar, eða annan laugardag í Þorra. Blótið verður með svipuðu sniði og oft áður. Matinn tökum við hjá Múlakaffi, enda hefur hann reynst vel útilátinn og bragðgóður.
Við sem stöndum að þessu gerum ráð fyrir að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Annars er hafa menn komið þegar þeim hentar og farið þegar þeim hentar, enda ekkert skipulagt nema Þorraveisla um kl. 20.00 á laugardagskvöldið.
Um kvöldið mun svo Magnús Sigurðsson "GO4IT" sýna nokkur vel valin töfrabrögð í bland við lognar og ólognar jeppa-sögur sem menn segja af sjálfum sér og öðrum.
Þorrablótið er ekki bindindis hátíð og ber hver og einn ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum. Eins og gildir um önnur þorrablót, þá er tæplega við hæfi að vera með mikið af börnum á svona hátíðum.
Miðaverði er haldið í lágmarki og er miðaverð á blótið er því 5.000 kr. og er inn í því þorramatur á laugardag og gisting aðfaranótt sunnudags.
Hámarksfjöldi 40 manns.
Skráning sendist á fastur@himnariki.is .
Með bestu kveðjum,
Fastur og félagar[/b:1e9fnsz5].[/color:1e9fnsz5]
05.02.2010 at 16:41 #680118Vekur undrun mína afhverju við fengum ekki þennan póst sendan á uppgefið netfang í auglýsingunni.
Ef ég hefði koma heilræðum til skila, þá hefði ég sent póst á þá sem stóðu fyrir "árshátíðinni".Var reyndar í þeirri trú lengi að þetta væri eitthvað grín hjá þeim sem komust ekki á blót.
Því miður virðist ekki svo vera.Kv. Atli E.
05.02.2010 at 23:33 #680120Ég á ekki orð á þetta fólk en skrifaði samt smá lýsingu á hvað ég gerði eða gerði ekki í dag og ætla kannski að gera á morgun og setti inn á hafa samband síðuna hjá ust gerði bara eins og þeir báðu um ……ferðalýsingu hvernig væri nú að félagsmenn tækju nú upp á svona samviskusemi gagnvart stóra bróður og DREKKTU ust í ferðaáætlunum til nowhere.
kv Gísli Þór
R3337
06.02.2010 at 10:19 #680122Ég hef ekki nokkra trú á því að nokkur í UST hafi lesið þessa auglýsingu eða þræði í kringum ferðina, til þess eru of margar staðreyndarvillur í upprunalega bréfinu frá þeim.
Í bréfinu segir reyndar skýrum stöfum að þeim hafi borist [u:2p0p14p3]ábending[/u:2p0p14p3] um ferð klúbbsins (lesist, einhver hefur kvartað til þeirra) og kannski byggist þessi ætlaða ferðaáætlun þorrablótsfara í ár á því að í þorrablótsferðinni í fyrra var farið inn í Nautöldu í bað, ekki satt ?
Getur verið að einhver sérfræðingurinn hafi í kjölfar hjólfaraumræðunar í Þjórsárveri á síðasta ári fundist sig knúinn til að ´vernda´ friðlandið fyrir frekari skemmdum og sent inn nafnlausa ábendingu til UST um þorrablótsferðina með tilvísun í ferðaáætlunina frá í fyrra ?
Gaman af þessum samsæriskenningum ………
kv/AB
06.02.2010 at 14:57 #680124Fyrst að Agnar minnist á sérfræðinga, þá er athyglisvert að 36 af 68 starfsmönnum á heimasíðu þessarar stofnunnar hafa starfsheitið sérfræðingar. Í hverju skyldu þeir vera sérfræðingar. Kostnaður þessarar stofnunnar hlýtur að vera um milljarður á ári, en væri örugglega betur kominn í heilbrigðiskerfinu. Það er örugglega ekki mikið gagn af því sem hluti þessara starfsmanna er gera.
Kveðja frá Noregi, þar sem allt er bannað, nema það sé leyft.
Heiðar
Eina sem má gera hér nú er að fara á skíði eða skauta.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.