Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Umhverfisfasistarnir Ust
This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2010 at 22:40 #210323
Hvað finns félagsmönnum um lögguleik umhverfisstofnunar. Sem má sjá hér til hliðar.
Ætli þorrablótsmenn hafi fengið einkapóst frá sýslumanninum að akstur og áfengi fara ekki saman, eða hvort þeir hafi fengið póst frá umferðarstofum með áminningu um að spenna beltin.
Annars er áhugavert að þeir sýni klúbbnum áhuga núna. Þeir hafa ekki verið jafn áhugasamir að svar póstum frá klúbbnum, eða boð um aðstoð frá klúbbnum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2010 at 10:11 #680046
Hvernig var það var engin undirskrift undir þessa póstsendingu? Það er greinilegt að sá sem þetta hefur skrifað veit ekki mikið um okkur og því verðum við að breyta hið snarasta. fyrir utan póstin sjálfann þá er það enn meiri gunguskapur og vanvirðing að geta ekki komið fram undir nafni.
Kv. Magnús Guðmundsson
30.01.2010 at 10:30 #680048Þarna er Umhverfisstofnun gersamlega að missa sig í forræðishyggju og komin langt út fyrir verksvið sitt.
Þetta er svona álíka mikil forræðishyggja og ef starfmenn Umferðarráðs sendi starfsmönnum Umhverfisstofnunar tölvupóst fyrir árhátíðina hjá þeim með áminningum að það væri bæði lögbrot og hættulegt að keyra fullur heim eftir árshátíð.
Greinilegt er að spara má eitthvað í rekstri Umhverfisstofnunar ef starfsfólk þar eyðir tíma sínum í að nasa upp ferðir valinna ferðahópa (sem í þeirra fordómafullu hugum eru þjóðfélagslega hættulegri en aðrir hópar) og senda þeim föðurleg áminningarskeyti.
Mér finnst reyndar líklegt að starfsfólk Umhverfisstofnunar sé þarna að reyna að minna okkur á vald sitt og koma umræðunni í þann farveg að þau geti talað föðurlega niður til okkar eins og kennari.
Þessi tilheiging þeirra er mjög hættuleg, sérstaklega í ljósi þess að greinilegt er að markmið Umhverfisstofnunar (og ef til vill ferðaþjónustuaðila sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta) að taka náttúru landsins frá öllum öðrum en þeim sem eru fullfrískir og á besta aldri. Einungis þeir sem geta gengið á eigin fótum um hálendið skulu fá að njóta þess. Gott dæmi um þetta eru tilburðir sem uppi eru um að loka Vonarskarði fyrir öðrum en gangandi.
Viljum við búa í landi þar sem eingungis fullfrískt fólk á besta aldri má njóta landins gæða ?
Snorri
R16
30.01.2010 at 10:32 #680050Eru starfsmenn umhverfisstofnunar komnir í lögguleik og farnir að hokra yfir öxlum félagasamtaka Ísland? Erum við í f4x4 orðnir einhverjir glæpamenn? Hvers konar stóri bróður leikur er þetta? Ætli umhverfisráðherra viti af þessu hátterni starfsmann UST.
Þetta er svo ótrúlegt skeiti að það ætti að byrta það víðar!!
30.01.2010 at 10:39 #680052Mér finnst að upptalninguna hjá Ofsa ætti að gefa út í heild og birta sem víðast, kannski jafnvel búa til svona bumper stickers eins og þeir eru kallaðir og hafa á þeim nokkrar af þessum upptalningum hans Ofsa sem slagorð. Svona í fullri alvöru þá þíðir þetta að við verðum að standa saman og koma fram sem ein sterk heild og greinilega kynna okkur og okkar starfsemi betur fyrir sem flestum og þar getum við sem almennir félagar gert margt með því að t.d. koma af stað umræðu og reyna svo að uppfræða og útskýra okkar tilgang sem félagasamtaka. Ég er handviss um að flestir hafa ekki hugmynd um að við komum að svo mörgu eins og Ofsi bendir á í sinni upptalningu og er alveg sjálfsagt að koma því til skila til sem flestra og vera stolt af því sem við erum að gera.
Kveðja úr Húnaþingi
30.01.2010 at 11:09 #680054H´hó hó hó þetta er alveg rétt hjá Ust það þarf að passa upp á okkur
Ég tek því fagnandi að stóri bróðir passi að ég sé ekki að brjóta landslög.
Hér eftir mun ég senda þeim póst þegar ég er að far út í bíl og svo hvert ég fer, hver var á bensínstöðinni, apótekinu, bónus, ÁTVR.
Einnig mun ég senda þeim póst um það þegar ég er að hugsa um að fara út úr húsi, hvernig ég verð klætur og vort ég muni rekavið út í loftið.
Þetta verða vonandi 3 til 5 póstar á dag það plús 365 daga.
Ust menn ætti að vera ánægðir, alt eftir setum reglum.
Ég legg til að menn geri þetta eining. Þá ætti svona póstsendingum frá ust að hætta og öll dýrin í skóginnum verða vinnir.skari
sófariddari af guðsnáð
30.01.2010 at 11:27 #680056Íslenska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún hyggst breyta tákni landsins úr fána yfir í smokk þar sem að hann lýsir betur póitískri stöðu þjóðfélagsins. Smokkurinn leyfir þenslu, hindrar framþróun, eyðileggur næstu kynslóð, verndar fjölda asnaprika og gefur þér öryggistilfinningu þrátt fyrir að verið sé að taka þig!!
30.01.2010 at 11:34 #680058Það má segja að þegar mér barst bréfið varð ég að lesa það yfir minst fjórum sinnum áður en eg skildi bréfið (samt held ég því fram að ég sé ekki tregur). Þessi yfirlýsing frá Ust kemur á margt fram eins og samningaviðræður Japana við Bandaríkjamenn áður en þeir réðust á Pearl Harbor. Er þetta forsmekkurinn sem við eigum eftir að fá frá stofnuninni . Í síðustu viku átti ég mjög gott símaspjall við Hjalta hjá Ust og ræddi við hann um friðlandið, þar kom ekkert annað fram en gott samstarf ætti að vera á milli stofnunarinnar og klúbbsins, rætt var um að klúbburinn fengi fulltrúa í nefndina um friðlandið og eins og mér skildist átti að skoða það mál og var ekki tekið illa í beiðnina. Klúbburinn og þeir sem hafa staðið í eldlínunni í þessu máli hafa alltaf komið fram með það sjónarmið á við værum sammála stofnuninni umstækkun friðlandsins. En með þessu bréfi renna á mann tvær grímur og spurning er hvort verið sé að narra okkur í samstarf sem síðan endar með því að Setrið verðui tekið eignarnámi og okkur kastað út af svæðinu…… Ég er þeirra skoðunnar að Ust og ráðamenn þurfi að fara að gefa okkur skriflegar upplýsingar en ekki bara hafa allt munlegt. Það er orðin spurning hverju maður treystir.
ATH. Þetta eru mínar hugrenningar og endurspegla ekki stefnu félagsins né annarra félagsmanna.
30.01.2010 at 12:53 #680060Ég held ég geti sagt að almennt hafi ég tilhneigingu til að trúa á góða meinngu fólks, hvort sem það eru embættismenn eða aðrir, en þegar ég las þetta bréf yfir var ég kjaftstopp. Er eitthvað sem hægt er að segja að gefi tilefni til þess að senda þetta bréf? Eru brögð að því að ekið sé utan vega á auðri jörð í ferðum klúbbsins? Ég held ekki. Er þetta kannski ný vinnuregla hjá stofnuninni, munu kannski ferðafélög almennt fá sambærileg bréf þegar ferðir inn á friðlönd verða á dagskrá. FÍ er t.d. með ferð inn á friðlandið í sumar, ætlar Ust að senda þeim samskonar bréf fyrir þá ferð? Eða getur verið að þetta sé í einhverju samhengi við það að klúbburinn hefur sótt það að fá aðkomu að ákvörðunum sem varðar stækkun friðlandsins? Er hægt að lesa út úr þessu að stofnunin sé að gefa einhver skilaboð í því sambandi, að það þyki full frekt að fá að fylgjast með ákvörðunum sem varða landsvæðið þar sem stærsta og verðmætasta eign klúbbsins er? Eða er sá vilji sem klúbburinn hefur sýnt til samstarfs um hin ýmsu umhverfisverndarmál illa séður á þessum bæ og því stefnan tekin á að reyna að spilla fyrir þeim samstarfsvilja? Spyr á sem ekki veit, það er hægt að láta sér detta ýmislegt í hug, en ég held að forsvarsmenn Ust þurfi að útkýra þetta furðlega útspil. Þetta er eins og blaut tuska framan í það starf sem klúbburinn hefur unnið í baráttu gegn utanvegaakstri og umhverfismálum.
Kv – Skúli
30.01.2010 at 13:12 #680062Er bréfið örugglega frá Ust? Það er mjög auðvelt að falsa netfang sendanda…
Bjarni G.
30.01.2010 at 13:27 #680064[b:22sdwlzn]Maður fer að velta fyrir sér áreiðanleika þessarar stofnunar UST[/b:22sdwlzn]. Á síðasta ári fóru fulltrúar F4x4 á fund yfirmanns hjá UST þar sem fulltrúar F4x4 vildu fá upplýsingar um framvindu stækkunar friðlandsins og fá að hafa aðkomu þar að sem eignaraðili á þessu svæði. Þar fengu þeir það munnlega svar að þetta myndi taka langan tíma, jafnvel einhver ár. Skömmu síðar kemur fram á alþingi að það eigi að keyra þetta mál í gegn með hraði og lokið jafnvel í byrjun þessa árs þ.e. 2010. Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera eða er verið að mata fulltrúa F4x4 á röngum upplýsingum og hindra þannig aðkomu Ferðaklúbbsins að stækkun friðlandsins þannig að allt í einu verður það of seint.
Ég læt Jóni Snæland eftir að fjalla um þá dónalegu framkomu sem Ferðaklúbburinn og SAMÚT hafa þurft að sæta í sambandi við ferlamálin og skipulagningu slóðanna. Þar hefur tölvupóstum hreinlega ekki verið svarað. Gögnum sem Ferðaklúbburinn hefur safnað hafa verið markvisst stöðvuð á millistigum í kerfinu þannig að sveitarfélögin eiga taka afstöðu til slóða og ferla þrátt fyrir að hafa ekki fengið öll gögnin í sínar hendur.
UST segir að sér hafi borist ábending um [b:22sdwlzn]árshátíð 4×4 [/b:22sdwlzn]í Setrinu þann 29.janúar -1.febrúar 2010. Án þess að kanna það frekar senda þeir tölvupóst á meinta árshátíðargesti sem inniheldur tilvitnun í úrelta reglugerð. Hið rétta er að það er verið að blóta þorranum eins og gert hefur verið undan farin ár.
Eru þetta þá sömu áreiðanlegu upplýsingarnar sem UST er að berast um aukningu á utanvegaakstri. Einhver kemur með ábendingu og án þess að það sé kannað þá eru komið fram með sleggjudóma um að það verði að takmarka umferð vélknúinna ökutækja um landið vegna gríðarlegrar aukningu á utanvegaakstri. Landið verði að vera einn stór friðlýstur þjóðgarður fyrir ofan Rauðavatn. Og einungis fyrir fuglinn fljúgandi og þá sem geta gengið um það. Bara svona til upplýsingar ef menn hafa lesið bækurnar [i:22sdwlzn]Hrakningar á heiðarvegum [/i:22sdwlzn]þá var þessi ferðamáti að ganga landshorna á milli banabiti margra Íslendinga og einungis á færi hraustra einstaklinga. Urðu meðal annars fjöldi manna úti á Mosfellsheiðinn sem er steinsnar frá Reykjavík. Mér finnst þessi stefna vera mikil afturför að ég megi ekki ferðast um landið á öruggan hátt í bílnum mínum.
Ég ferðaðist vítt og breitt um hálendið síðasta haust gagngert með það fyrir augum að veita athygli utanvegaakstri. Ég kom ekki auga á stórfellda aukningu á utanvega akstri þrátt fyrir einbeittann vilja. Mátti reyndar hafa mig alla við að finna utanvega akstur. Og ef ég sá hjólför utanvega þá voru förin í flestum tilfellum eftir bíla á litlum dekkjum. Það hefur enginn getað sýnt mér fram á það með tölfræðilegum stuðningi að utanvega akstur hafi aukist. Þetta virðist allt vera háð tilfinningalegu mati hvers og eins.
Þannig að eftir mína vettvangsferð þar sem ég kannaði málið með mínum eigin augum [b:22sdwlzn]þá er ég með áreiðanlega ábendingu til UST: Utanvega akstur hefur ekki aukist. Þið getið afturkallað þessa helför gegn okkur sem ferðast um á breyttum bílum. Höldum áfram að ferðast um landið í sátt við náttúruna.[/b:22sdwlzn] Hvort sem það er á jeppum eða gönguskóm.
30.01.2010 at 14:43 #680066Ég sá þetta bréf í gær og þetta gerir ekkert annað en að lýsa þeim hug sem embættismenn UST og reyndar fleiri stofnanna bera til jeppamanna.
Ég hef margoft skrifað hér áður og bent á að innan þessarar stofnunar og í öðrum ráðuneytum starfa embættismenn sem vilja stöðva umferð vélknúinna ökutækja um stór svæði á landinu og almennt banna umferð mikið breyttra bíla á vegum landsins. Og það versta er að þessir embættismenn ráða miklu – og í raun miklu meira en ráðherrar og aðrir pólitíkusar. Og því miður er oft ansi lítið að marka það sem embættismenn og eða pólitíkusar segja og lofa okkur jeppamönnum.
Á sama tíma er 4×4 klúbburinn að bjóða fram aðstoð sína við hvert verkefnið á fætur öðru og á að baki ómælda sjálfboðavinnu við að verja og græða landið. Samanber listan hjá Jóni.
Ég hef margoft komið því að hér á vefnum og annarstaðar að sú tíð að setjast niður og ræða málin við þetta lið og reyna að komast að einhverri sameiginlegri niðurstöðu þar sem að tekið er tillit til okkar, er löngu liðin og það var mér algerlega ljóst þegar fyrstu kortin vegna slóðaverkefnisins fóru að sjást síðasta sumar. Þetta fólk er í stríði við okkur og alla aðra sem kjósa að ferðast á vélknúnum ökutækjum. Og bíðiði bara – það er stutt í að farið verði að fetta fingur út í heimild til að aka á snjó – aftur.
Á sama tíma eru starfandi nefndir hér innan klúbbsins sem að vinna að því að gæta okkar ferðafrelsis og starfa að umhverfismálum. Nú er löngu kominn tími til að þessar nefndir átti sig á því að það gengur ekki að bjóða alltaf fram hina kinnina og vilja bara ræða málin – það verður að bíta frá sér.
Benni
30.01.2010 at 16:20 #680068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Ég er nú alltaf að reyna að fatta hvaða hvatir liggja að baki svona OFboðslegum
náttúruverndarsjónamiðum þetta eru svo ofstækisfull sjónarmið að maður bara getur ekki skilið þetta, vill þetta fólk ekki að við flytjum bara aftur í moldarkofana og löbbum um allt , ekki eru margir dagar síðan að talað var við mann í sjónvarpinu sem segist bara éta það sem hann ræktar hvaað er að, er þetta ekki bara sjálfspíning að neyta sér um nútímamat? jæja ok hann um það á meðan hann heimtar ekki að ég og allir aðrir geri eins og hann. En það er akkúrat það sem mér finnst um þessa umhverfisrasista af, Af því að þeir vilja labba um hálendið þá eigum við að gera það líka, en svo sér maður þá aldrei þegar maður er á ferðinni afhverju? jú það er nóg pláss, eða þeir eru bara ekkert að labba um? mér er spurn, og svo þetta að fara að loka hinum og þessum slóðanum Haa! slóðinn hverfur ekkert það tekur áratugi ef það gerist þá, mín skoðun á þessum græningjum er að þá skortir vit til að beita sér fyrir fyrir alvöru málum og þá vantar að veita athygli að sjálfum sér og þetta er þeirra leið.
Nenni ekki að skrifa meira núna þó ég ætti kanski að nýta mér síðasta daginn sem ég get skrifað en komið nóg.kveðja Helgi
30.01.2010 at 18:21 #680070Daginn
Af hverju bendir ekki einhver Ust á að veiði á Hvítabjörnum er bönnuð nema sérstök ógn stafi af dýrinu. Það hlýtur að vera umverfisráðherra sem afléttir tímabundið friðun en ekki umhverfisstofnun. Voru þeir ekki að brjóta lög þar…
Ég held reyndar að það að kalla starfsmenn og stjórnendur Ust rasista sé ekki leiðin að hjarta þeirra. Ég, í sakleysi mínu, les ekkert óskaplega merkilegt út úr þessum texta nema það að menn eru minntir á hvað má og hvað ekki. Stofnunninni gæti verið umhuguð hlýindi undanfarinna daga og fundist ástæða til að minna menn á þessa reglugerðaklausu. Eru þetta ekki skaplegri vinnubrögð heldur en að senda sýslumann á þyrlu til að hanka menn. Maður spyr sig.
Hefur einhver prófað að hafa samband við þá til að kanna málið, hvaða meiningu þeir leggi í bréfið og þá hvort geti verið að það sé í raun ekki frá þeim.
Ég held að menn ættu að setjast niður, anda með nefinu og telja upp að 20 og kanna málið í rólegheitum áður en heilu stofnaninrar eru kallaðar rasistar. Þið vitið vonandi að það eru allmargir sem lesa það sem fram fer á þessum vef dags daglega, jafnvel starfsmenn Ust. Kannski eru einhverjir jeppakallar þar þó að þeir séu ekki vel þekktir í "bransanum".
Ekki þessi leiðindi…
Kv Jón Garðar
30.01.2010 at 18:37 #680072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Jón þetta er nú ekki fyrsti mildi veturinn og við höfum nú komist í gegnum þá án svona hroka frá einhverju Ust. dæmi!!, og já ég ætla rétt að vona að þeir lesi þetta
kveðja Helgi
30.01.2010 at 18:51 #680074Það má hugsanlega vera að þetta sé hugsað sem einhver umhyggjusemi hjá Ust eins og Jón Garðar veltir fyrir sér, en það fer samt ekki hjá því að þetta ber vott um mikla fordóma gagnvart klúbbnum og embættishroka. Það er verið að gera því skóna að klúbbnum sé ekki treystandi til skipuleggja ferðir án þess að hætta sé á að náttúran verði fyrir skemmdum. Menn hafa bent á margar ágætar samlíkingar, t.d. ef starfsmenn Ust halda árshátíð og Umferðastofa myndi senda þeim áminningu um að ölvunarakstur væri bannaður. Fullkomlega sambærilegt.
Helgi, sem göngumaður frábið ég mér að spyrða þessa embættismenn við minn hóp. Skrifstofublækur í stofnunum í Reykjavík er engan veginn málsvarar eða fulltrúar göngumanna og þetta hugarfar sem þarna kemur fram er í raun árás á alla hópa ferðafólks í náttúrunni, sama hvernig þeir ferðast.
Kv – Skúli
30.01.2010 at 19:22 #680076Ég reikna með að stjórn muni óska eftir nánari skýringum á þessu bréfi. Það þarf að vita hver er bréfritari og vegna hvers honum finnst hann knúinn til að vara okkur við og hvort þetta er gert með vitund yfirmanna eða ráðherra, en þetta bréf er klárlega viðvörun, en spurningin er, frá hverjum og af hvaða tilefni. Í framhaldinu þarf félagið að bregðast við eins og hæfir.
30.01.2010 at 19:33 #680078Satt er það Gústi, stjórnin þarf að fá útskýringar á gjörningnum. Reyndar er bréfið undirritað af ákveðnum starfsmanni Ust. Og sá sendir það fyrir hönd Ust. Svo þetta er ekki sólógjörningur einstaks starfsmanns.
30.01.2010 at 20:43 #680080Nú er mitt minni farið að verða takmarkað, eins og oft vill fara með aldrinum, en eitthvað rámar mig í að á fyrri hluta nýliðins árs hafi umhverfisráðherra (var það núverandi eða fyrri?) komið í fjölmiðla vegna hjólfara, sem hún hafði séð í eða við Þjórsárver. Man ekki nógu vel eftir umfjölluninni, en einhver ykkar man þetta áreiðanlega. Getur verið að í þessu sé verið að finna rótina að þessu bréfi?
30.01.2010 at 21:01 #680082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nei nei Skúli ég var ekki að spyrða þig við þessa göngumenn;) enda átt þú bíl ehe ég meina Land Rover hehehe og ég myndi flokka þig sem venjulegan göngumann ekki ofstækisfullann göngumann.
kveðja Helgi
30.01.2010 at 21:06 #680084Það var fyrrverandi umhverfisráðherra Kolbrún Halldórs sem fann förin í Þjórsárverum. Um það sama mál sagði Páll Ásgeir nokkur að engin slóð væri við Nautöldu. Því er smá misræmi í frásögn þeirra. Páll sá reyndar ekki slóðina við Nautöldu þrátt fyrir að hún sjáist á lélegum loftmyndum á vefsvæðinu hrunamannahreppur.is. Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.