Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Umhverfisfasistarnir Ust
This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Heiðar S. Engilbertsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2010 at 22:40 #210323
Hvað finns félagsmönnum um lögguleik umhverfisstofnunar. Sem má sjá hér til hliðar.
Ætli þorrablótsmenn hafi fengið einkapóst frá sýslumanninum að akstur og áfengi fara ekki saman, eða hvort þeir hafi fengið póst frá umferðarstofum með áminningu um að spenna beltin.
Annars er áhugavert að þeir sýni klúbbnum áhuga núna. Þeir hafa ekki verið jafn áhugasamir að svar póstum frá klúbbnum, eða boð um aðstoð frá klúbbnum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2010 at 22:53 #680006
Ansi sérstakt skeyti. F4x4 hlýtur að vera félagsskapur umhverfishryðjuverkamanna sem er vissara að var við og láta vita að Stóri Bróðir sé að fylgjast með. Gaman gaman allir saman. Ætli þyrlunar verði busy um helgina.
Góða helgi
Agust
29.01.2010 at 22:58 #680008Þetta er auðvitað ótrúlegt útspil hjá Umhverfisstofnun. Að það skuli vera starfsmaður hjá stofnuninni sem sendir ákveðnum hópi fólks póst sem minnir á hvar skal keyra og hvar ekki. Þetta fordæmi hlýtur að gefa til kynna að Umhverfisstofun verði með fólk á sínum snærum sem fylgist með öllum ferðum á landinu og sendi viðkomandi ferðalöngum viðvaranir fyrir ferðir. Er þetta það sem skattpeningarnir okkar eiga að fara í ? Ég held að Umhverfisstofnun ætti að fara að huga að því hvað starfsmenn þeirra eru að sýsla við !
kv. Óli
29.01.2010 at 23:13 #680010Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei verið eins kjaftstopp. Þvílíkur póstur!
29.01.2010 at 23:15 #680012Veit ekki alveg hvað mér finnst um áminninguna eða hvað menn vilja kalla þetta, þetta ágæt ef allir sem ferðast um svæðið fá slík bréf. Ef þetta er einsdæmi þá eru þetta kaldar kveðjur til klúbbsins. Nú er Setrið ekki inn á þessu svæði og ekkert sem gefur tilefni til þess að ferðast sé um friðlandið.
Annars er áhugavert að ekki er sama orðalag í þessari auglýsingu og reglum frá 87 og náttúruverndarlögum eða tillögum um stækkun friðlandsins frá 2007 því í þessari auglýsingu er ekki talað um að bílar eða vélknúin ökutæki meigi aka um á snjó og hjarni, þarna er einfaldlega talað um snjósleða og snjóbíla. Það er greinilegt að þarna er bannað að aka bílum það hafði farið framhjá mér áður þar sem ég hafði aðeins lesið tillögurnar um stækkun frá 2007. Hver ætli rökin fyrir því að útiloka að ferðast sé á jeppum á þessum slóðum ?
29.01.2010 at 23:18 #680014
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er það sem koma skal velkomin í ESB !!!!!!!!!!!!!
29.01.2010 at 23:25 #680016ESB eða ekki Matti minn, þetta eru og hafa verið vinnubrögð Ust og Umhverfisráðuneytisins.
Umhverfisráðuneytið/ Ust= svik og prettir ohf
29.01.2010 at 23:31 #680018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er satt Jón, maður er að sjá þessi vinnubrögð meira og meira hjá UST,nú held ég að 4×4 þurfi að fara og þá þú sem hefur staðið mest í þessu og með 4×4 og alla félagana með og láta þetta UST vita að svona vinnubrögð ganga ekki þó að Jóhanna og co vinni svona án þess að vera í sambandi við fólkið!!!!!!!!!!!!!!
29.01.2010 at 23:33 #680020marteinn: síðan hvenær erum við í ESB?
29.01.2010 at 23:35 #680022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er þetta eitthvað viðkvæmt Baldvin??
29.01.2010 at 23:39 #680024Nú er Ferðaklúbburinn 4×4 búinn að eiga og reka skála þarna á þessu svæði í um 20 ár og verið umhugsað um þetta svæði. Rekið áróður fyrir að keyra ekki ákveðnar leiðir á vissum tímum þar sem hætta gæti verið á skemmdum á vegum. Birt meðal annars tilkynningar í þá veru á heimasíðu sinni. Verið með virkt forvarnarstarf gegn landspjöllum af völdum umferðar. Í haust voru stikaðir vegir/slóðar m.a. annars úr Kerlingarfjöllum inn í Setur og í nágrenni við Setrið til þess að draga úr hættu á því að menn villist út af vegunum. Þetta var allt gert í sjálfboðavinnu og m.a. kostað af Ferðaklúbbnum sjálfum. Ekki barst Ferðaklúbbnum þakkarbréf frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa tekið á þessum málum að eigin frumkvæði og sýnt fram á hversu mikla virðingu félagsmenn F4x4 bera fyrir náttúrunni. Reyndar hafa verið stikuferðir á hverju ári og farið víða um land. Reyndar hefur Ferðaklúbburinn lent í þeirri ótrúlegri stöðu að vera BANNAÐ að stika fjölfarna leiðir.
Svæðið norðan hreppafjalla er vinsælt ferðasvæði á sumrin fyrir marga aðila ANNARRA en F4x4 og ásókn f4x4 félaga hefur að mestu leyti verið yfir vetrartímann enda engin hætta á að valda náttúrspjöllum á þeim tíma.
Að Umhverfisstofnun skuli svo koma fram af svona mikilli vanvirðingu við félagsmenn klúbbsins er með ólíkíndu og sýnir bara hvaða álit þeir hafa á fólkinu í landinu. Forræðishyggjan er í fyrirrúmi. Og ágætu landsmenn þetta er aðeins upphafið af þeirri forræðishyggju sem koma skal. Að senda 40 manna hópi sem er að fara í helgarferð út úr bænum póst um að keyra á vegum ég bara ekki til orð.
ps. Umhverfisstofnun smá ábending: Siggi vinnufélagi minn ætlar að fara út úr bænum og vera í sumarbústað um helgina… eruð þið til í að senda honum póst um áminningu hvar megi keyra og kannski benda honum á að hámarkshraði utan þéttbýlis er 90 km nema keyrt sé á malarvegi þá er það 80 km.
30.01.2010 at 00:46 #680026
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það þarf ekki miklar mannvitsbrekkur til að lesa á milli línanna í þessu skeyti.
Að setja félagsmenn Ferðaklúbbsins F4x4 í flokk óvildarmanna náttúrunnar með þessum hætti gerir meira en að særa réttlætiskennd hins almenna félaga. Ég verð að taka undir það að ég er nærri kjaftstopp. Sem betur fer næ ég að hamra á takkana enn.
Ekki það að ég hafi ætlað í umrædda ferð, en annað eins….
Maður verður samt að hemja reiðina eins langt og það nær. Í fólsku fæst lítið eða minna.
Kærar kveðjur félagar.
Grímur.
30.01.2010 at 00:56 #680028Sælir félagar. Mér finnst þetta nú alveg með ólíkindum. Ótrúleg ósvífni þar sem þeir vita betur og eru í allskyns samráðum/samstarfi með okkur. Við fyrsta lestur hélt ég að um grín væri að ræða því þetta er alveg nýtt einsdæmi hjá Ust. Við erum meira að segja í sambandi við stækkunarnefnd friðlandsins og hefur okkur verið lofað allri meðvirkni við þetta ferli. Það er eins og þeir séu skithræddir við að við förum að stika þarna án leyfis eða að það standi til bara sí svona. Þvílíkt bull.
Ég á bara ekki til fleiri orð til að lýsa undrun minni og hneykslan.
Kv. Magnús Guðmundsson
form. Umhverfisnefndar.
30.01.2010 at 01:06 #680030Góðan daginn,
ég er svo sammála honum Matta að þetta virðist vera þróunin og þá sérstaklega ef við göngum í ESB.
Þetta eru HRYÐJUVERK, að láta svona kveðjur til okkar sem höfum barist alla tíð fyrir góðri umgengni á landinu okkar og hart tekið á utanvega akstri. Ég bara næ ekki í nef mér og er nef mitt mjög sýnilegt!!!!!!!!!!!!!!
Nei góðir FÉLAGSMENN, svona lagað gengur ekki ALLS EKKI.
Algjör vanvirðing við 4×4!!!!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
30.01.2010 at 01:13 #680032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við verðum að gæta okkur á því að við erum með kommonista stjórn hér á Íslandi í dag sem leggur alla vinnu í það að koma okkur inní ESB og í öllum ráðaneytum er fólk frá þessari kommonista stjórn sem ætlar að taka völdin af okkur.Nú er kominn tími til að við förum að láta í okkur heyra…………
30.01.2010 at 01:19 #680034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er engu líkara en þetta sé bragð til að koma klúbbnum upp á móti háttvirtri stofnun. Þess lags óþokkabrögð þykja sjálfsögð tækni í pólitík, fyrr og nú.
Við skulum ekki láta teyma okkur í slagsmál við þetta fyrirbæri, þó svo að þeir hafi boðið í glímu.
Klúbburinn hefur öll rök með sér, fyrr sem nú.
Ég skora á pennafæra meðlimi að leggja inn [b:1c1l64a6]upplýsandi [/b:1c1l64a6]greinar í fjölmiðla næstu vikur til að kynna starfemi klúbbsins og fyrir hvað hann stendur. Ekki spillir að birta viðeigandi brot úr lögum félagsins til áréttingar.
Það er alveg víst að almenningur er orðinn næsta örmagna af umræðu um "æseif", fréttir um það sem vel er gert eru vel þegnar.Ég ætla ekki að skíta út vefinn okkar um of með pólitík, en ég verð samt að koma fram því sjónarmiði mínu að ég tel að jeppabreytingar eigi ekki mikla framtíð fyrir sér eftir inngöngu í ESB. Ef svo fer er best að flytja annað eða finna sér eitthvað sem Brüssel þóknast.
kkv
Grímur
30.01.2010 at 01:37 #680036Jæja gott fólk er ekki kominn tími á að við látum í okkur heyra á opinberum vettvangi svo eftir verði tekið, gera okkur sýnilegri og okkar málstað hvar sem því verður við komið og vera stolt af því sem við erum að gera, ekki láta svona fávisku vaða uppi til að gera okkur og það sem við stöndum fyrir tortryggilegt . Blásum til sóknar, sókn er besta vörnin. Ef við verjum okkur ekki sjálf þá gera aðrir það ekki.
Kv. Björn Ingi
30.01.2010 at 08:28 #680038Þetta eru við íslenskt jeppafólk, og margir í Ferðaklúbbnum 4×4
Við stikum leiðir, stikur og ALLUR kostnaður greiddur með félagsgjöldum 4×4
Við höldum úti Umhverfisnefnd 4×4
Við erum með tækninefnd sem hefur sent frá sér mörg álit um ágreiningsmál og komið með tillögur um ýmsar úrbætur
Við höfum gefið út upplýsinga bæklinga
Við höfum styrkt bæklingaútgáfu annarra.
Við förum í landgræðsluferðir
Við lögum slóða, tínum úr grjót og lögum ræsi
Við erum í samráðshóp um utanvegaakstur hjá Umhverfisráðuneytinu
Við bjóðumst til þess að aðstoða í Reykjarnesfólkvangi
Við settum upp skilti á hálendinu og vörum við utanvegaakstri
Við mældum landið í þrjú ár með Landmælingum
Við sitjum fundi með sveitarfélögum í skipulagsmálum
Við aðstoðum við kortagerð og gögn. Mál og Menningu, Landsvirkjun, Garmin, Landmælingar Hnit og Samsýn.
Við fáum Landgræðsluverðlaun
Við fórum í baggaferðir
Við erum með í Hekluskógarverkefninu
Við erum aðilar að Landvernd
Við tökum slóða í fóstur
Við styrkjum hálendisgæsluna fjárhagslega
Við gefum álit á lagabreytingum
Við gerðum vegasíðuna klaki.net
Við vorum í samstarfinu Á vegi
Við vorum með í umhverfisþinginu í þjóðmenningarhúsinu
Við erum samt ekki á styrkjum ríkisins einsog náttúruverndarfélögin
Við erum aðilar að Samút
Við erum með áheyrnarfulltrúa í Slóðanefnd ríkisins
Við leggjum til fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
Við erum að vinna að greinum í bækur fyrir útlendinga (hvernig á að aka á Íslandi)
Við miðlum þekkingu okkar á hálendinu til allra með blaðagreinum, bókum, bæklingum, pistlum eða á spjalli. Eða á hvern þann hátt sem hentar hverju sinni
Við sköpum þekkingu um allan heim hvernig á að smíða ofurjeppa svo eftir er tekið um allan heim
Við jeppafólk Íslands förum á suðurpólinn, segulskautið, Grænlandsjökul, Afganistan, og á topp Hvannadalshnjúk ofl,ofl.
Við erum túristaökumenn Íslands og sköpum gjaldeyri
Við eigum fjölda hálendisskála sem allir njóta góðs af
Við reynum að uppfræða alþingismenn um hálendið og förum í þingmannaferðir
Við búum til jeppadekk ( AT Freysi okkar )
Við förum nýliðaferðir og Litlunefndarferðir og kennum nýliðum að umgangast náttúruna
Við höldum jeppasýningar
Við erum í samvinnu við marga og höfnum aldrei samvinnu við aðra
Við berjumst gegn lálendisvæðingu hálendisins
Við styrkjum Fornleifastofnun um varðveislu gamalla húsa
Við rekum VHF fjarskiptakerfi og víða í samstarfi við Landsbjörg
Við fundum miðju íslands og settum upp minnisvarða með Landmælingum Íslands
Við höldum til haga gömlum þjóðleiðum og örnefnum og fornum vöðum, með notkun og umfjöllun.
Við birtumst oft með spottann þegar þú ert fastur í Breiðholtinu eða í læk á hálendinu, þá er helvíti gott að sjá okkur hryðjuverkamennina á ofurtröllunum einsog ritstjóri Moggans kallar okkur
Við erum með eigin hjálparsveit svo við truflum aðra sem minnst
Við rekum upplýsingarvefinn f4x4.is og gáfum út ritið Setrið í fjöldamörg ár, sem oft var dreif frítt til landsmanna.
30.01.2010 at 09:49 #680040Auðvitað er það dónaskapur af hálfu UST að senda svona skeyti, og væri fróðlegt að fá að sjá hver skrifaði undir þetta fyrir hönd UST. Þetta er alveg jafn dónalegt og þegar landvörður gengur að manni á bílaplani við skála á fjöllum og tilkynnir manni að það sé bannað að aka utan vega. Ég velti fyrir mér hvort fólk sem geri slíkt gangi að rjúpnaskyttum sem þeir sjá á vappi og tilkynni þeim að það sé bannað að skjóta veiðifélagana.
4. töluliður auglýsingar um friðland í Þjórsárverum er svolítið merkilega orðuð. Hún þrengir 17. grein laga nr. 44/1999 þar sem talað er um "ökutæki", en þarna er tilgreint "snjóbíla eða vélsleða". Þessi auglýsing er síðan 1987 sýnist mér, sem kannski skýrir þetta, 17. grein laga nr. 44/1999 hefur væntanlega orðið til seinna í þeirri mynd sem hún er núna. Auglýsingin byggir á lögum nr. 47/1971 (Lög um náttúruvernd), sem hafa verið felld úr gildi, það eru lög nr. 44/1999 (Lög um nátttúruvernd) sem eru í gildi núna. UST er þarna að vísa í augýsingu sem er eldri en núgildandi lög og texti auglýsingarinnar stangast á við lögin eins og þau eru núna. Hvort gildir?
30.01.2010 at 10:06 #680042Þetta er magnað bréf, er einhver traustabrestur þarna.
En ég vona að lögin standist frekar en einhvert bréf frá þessum möppudýrum.
Eins og ég hef sagt áður þá hef ég hvergi séð jafn mikið um utanvega akstur og á þeim svæðum sem eru fær fyrir fólksbíla.Þetta bréf finnst mér fyrir neðan allar hellur.
30.01.2010 at 10:08 #680044Þessi auglýsing er greinilega síðan áður en menn fóru að keyra á jeppum á stórum dekkjum á snjó og því slíkur akstur ekki tiltekinn í auglýsingunni. Það leikur enginn vafi á að lög eru sterkari en auglýsingar og því gilda núverandi náttúruverndarlög og þar með heimilt að keyra á jeppum á snjó.
kv. Óli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.