This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Í stuttri heimsókn á Hveravelli s.l. sunnudag sýndi ég erlendum samferðamanni laugina en sá næstum því eftir því. Ruslið, matarleifar og bjórflöskur (!) lá þarna allt í kring og jafnvel ofan í lauginni. Þetta var ljót sjón. Og hvernig dettur mönnum í hug að skilja glerflöskur eftir alveg við laugina? Ímyndið ykkur bara hvað hefði getað gerst ef gaddfreðin flaska hefði fokið þarna ofaní. Stórhættulegt. Og að mönnum skuli einnig detta í hug að sjóða sér pulsur þarna ofaní líka – það var frekar ókræsilegt að fara ofan í þessa laug með tóman SS-pulsupakka fljótandi fyrir framan nefið á manni (*hrollur*). Enda tók Beggi bara til og fjarlægði ruslið. Iss, ég er ennþá hneyksluð. Svona umgengni á ekki að sjást á fjöllum.
En vissuð þið að nú má ekki fara í bað þarna milli kl. 24 og 7?? Það stendur þarna á skilti….
You must be logged in to reply to this topic.