FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Umfjöllun um Björgunaraðgerðir

by Benedikt Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Umfjöllun um Björgunaraðgerðir

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Davíð Karl Davíðsson Davíð Karl Davíðsson 18 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.03.2007 at 20:42 #199959
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant

    Eftirfarandi Bréf sendi ég á alla helstu fjölmiðla í dag:

    _________________________________________

    Ágæti fréttamaður,

    Helgina 10. – 11. mars gekk slæmt veður yfir landið lentu nokkrir útivistarmenn í hremmingum þá helgi þannig að björgunarsveitir þurftu að aðstoða þá. Um var að ræða hóp vélsleðamanna við Skjaldbreið og síðan hóp jeppamanna á Langjökli, síðar hefur komið í ljós að þessir jeppamenn óskuðu ekki eftir aðstoð heldur var þar um aðstandanda að ræða sem ekki náði sambandi við mennina.

    Í kjölfarið á þessum atburðum var mikið fjallað um þetta í fjölmiðlum og var umfjöllunin að flestu leiti á þá leið að þarna hefðu verið á ferðinni óvitar sem önuðu af stað í slæmri veðurspá og illa búnir í þokkabót. Og eina af þeim umræðum sem kom upp var að réttast væri að sekta þetta fólk sem fór svona óvarlega og var mikið fjallað um þann gríðarlega kostnað sem björgunarsveitir urðu fyrir og jafnvel talað um milljónatjón á tækjum þeirra.

    Nú í gær skall svo aftur á vitlaust veður á hálendinu, og var reyndar búið að spá því líka. Nú bregður hins vegar þannig við að almennir vegfarendur á þjóðvegi 1 og víðar lenda í hremmingum og þurfa á aðstoð björgunarsveita að halda. Ég beið því nokkuð spenntur eftir því að heyra umfjöllun fjölmiðla um þessa atburði í dag. En þar er ekki minnst einu orði á það að fólk sé að halda vanbúið upp á fjallvegi þrátt fyrir vondar veðurspár, það er ekki heldur fjallað um að það hafi verið byrjað að vara við slæmri færð og skyggni snemma dags í gær en fólk hélt eftir sem áður af stað á illa búnum farartækjum. Og síðast en ekki síst, það er ekkert fjallað um að það eigi að sekta þetta fólk fyrir að fara vanbúið af stað í slæmri veðurspá og þrátt fyrir viðvaranir. Og það er ekkert talað um kostnað björgunarsveita í þetta skiptið.

    Reyndar er þetta líka á þennan vegin þegar björgunarsveitir þeytast um borgina í fyrstu haustlægðunum og negla þök, týna saman garðhúsgögn og binda niður trampolín. Þá er ekkert rætt um að sekta skussana sem ekki gættu að sér og sínum hlutum – og þá er ekki heldur fjallað um kostnað sem af þessu hlýst fyrir björgunarsveitir.

    Það sem ég er að reyna að benda á með þessu er að umfjöllun fjölmiðla um það þegar útivistarfólk á í vanda eru oft uppfullar af, að því er virðist fordómum í garð þeirra er kjósa að ferðast um hálendið að vetri. Þessi fréttaflutningur hefur nú þegar orðið til þess að fólk veigrar sér við að hringja í björgunaraðila þegar á þarf að halda til að forðast fjölmiðlasirkusinn sem því fylgir – ég þekki nokkur dæmi um slíkt nú þegar og það er ljóst að fréttaflutningur síðustu vikuna er ekki til að bæta ástandið.

    Að lokum vil ég svo geta þess að um síðustu helgi veit ég um hátt í 100 jeppa sem voru á fjöllum, og áræðanlega hafa þeir verið fleiri. Eins sá ég til vel á fimmta tug vélsleða á Gjabakkavegi og í kringum Skjaldbreið í gær (sunnudag). Þetta var á sama tíma og allt var lokað á Hellisheiði.

    Í gær var ekki leitað að neinum Útivistarmanni né þurfti að aðstoða þá á nokkurn hátt. Svona er þetta um nánast allar helgar ársins, þrátt fyrir að oft séu þúsundir á fjöllum, og því verður að telja útivistarfólk á Íslandi nokkuð vel búið og að það kunni sitt fag fyrst ekki þarf að kalla eftir aðstoð oftar en raun ber vitni.

    Kveðja,

    _____

    Benedikt Magnússon
    Formaður Ferðaklúbbsins 4×4

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 19.03.2007 at 21:08 #585210
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Tjahhhh er hægt að bæta við þetta hjá þér Benni ??? Ég er allveg innilega sammála þér í þessu. Held bara að "Amen" sé rétta orðið í þessu

    Bensín/Olíudraugurinn





    19.03.2007 at 21:10 #585212
    Profile photo of Þórarinn Þórarinsson
    Þórarinn Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 186

    gæti ekki verið meira sammála.Held það væri mitt allra seinasta úrræði að kalla á björgunarsveitirnar akkurat vegna þessara fréttaumfjallana





    19.03.2007 at 21:20 #585214
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Flottur pistill hjá þér Benni. Gott hjá þér að senda þetta til fjölmiðla.
    Kv. Halli





    19.03.2007 at 21:33 #585216
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    klapp,klapp,klapp…
    Eins og talað út úr mínum munni,
    get ekki verð meira sammál.
    klapp,klapp,klapp…

    Kv. Atli E.





    19.03.2007 at 21:53 #585218
    Profile photo of Teitur Guðnason
    Teitur Guðnason
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 62

    Mjög góður og þarfur pistill
    kv Teitur





    19.03.2007 at 22:21 #585220
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1259770:13o6t3jx][b:13o6t3jx]Frétt á mbl[/b:13o6t3jx][/url:13o6t3jx]
    Ágæt grein en leiðnlegt að það skyldi slæðast þarna inn svona villa.
    Guðmundur





    20.03.2007 at 09:09 #585222
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Hjá þér Benni og þarft erindi.
    Klakinn





    20.03.2007 at 10:52 #585224
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Flottur pistill Hr. formann, var hann birtur í einhverjum fjölmiðlinum eða verður eitthvað framhald á þessu ??

    kv. vals.





    20.03.2007 at 11:02 #585226
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Flott hjá þér Benni að fylgja umræðuni eftir með þessum hætti.
    Ég leyfði mér að vekja athygli á þessu [url=http://glanni.blog.is/blog/glanni/:1rucug4i][b:1rucug4i]hérna[/b:1rucug4i][/url:1rucug4i] vona að það hafi verið í lagi.
    Kveðja,
    Glanni





    20.03.2007 at 11:03 #585228
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Þú átt skilið að fá Thule.
    Kv,JÞJ





    20.03.2007 at 13:35 #585230
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    Flott grein Formaður.
    Svo að þessum ferða mönnum sem voru sótir um helgina, þetta voru bara krakkar sem voru á orginal bílum í vægast sagt mis góðu ástandi.





    20.03.2007 at 14:29 #585232
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Þar sem ég er ákafur talsmaður þess að klúbburinn beri hönd fyrir höfuð sér þá er þetta bréf að mínu áliti frábært og tímabært. Takk.





    20.03.2007 at 15:17 #585234
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Orð í tíma töluð.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    20.03.2007 at 19:25 #585236
    Profile photo of Jóhann Kristján Kristjáns
    Jóhann Kristján Kristjáns
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 213

    kveðja,
    JKK





    20.03.2007 at 19:29 #585238
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Hr. For(d)maður
    Mér finnst þetta ákaflega vel orðað, kjarnyrt og málefnalegt bréf og klúbbnum til sóma.
    Einmitt á þessum nótum þá var ég búin að fylgjast með veðurfarinu sl. sólarhring m.t.t. þeirra viðvarana sem að veðurfréttamenn m.a. Siggi "nokkur" Stormur voru búnir að vara við. Kom það mér því á óvart að lesa m.a. á mbl.is að rúta með norskum skólabörn hafi fokið útaf veginum austan við Hvollsvöll. Sjónvarpinu var talað um 49m vindur undir Hafnarfjalli og strætó fauk útaf á Kjalarnesi. Loka hafi þurft Hellisheiðinni til að stoppa fólk af með að lenda í ógöngur. Björgunarsveitir kallaðar út til að bjarga þeim sem voru á undan lögreglunni á svæðið. Hvað er allt þetta fólk að þvælast um í svona veðri. Það var búið að vara við þessu… og það sem meira er: Hver á að borga fyrir þessi útköll.
    Það er ekki minnst einu orði á kostnað eða krónutölur í þeim fréttum sem að ég hef heyrt.
    Kv. stef. (sem er að spá í hugsanlegum aukakostnaði)





    20.03.2007 at 19:34 #585240
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Ég held að það séu bara einhverjir ákveðnir sem eru að kritísera jeppamenn einfaldlega vegna þess að þeim sé hreinlega illa við þá! hvers vegna veit ég ekki kannski aka þeir um á mini og eru hræddir við breytta jeppa!! maður spyr sig. En auðvitað nefna þeir ekki hinn almenna borgara sem anar út í brjálað veður á skóda á sléttum sumardekkjum um hávetur það er bara eðlilegt!!!!!

    Mjög gott bréf hjá þér Benni

    Kv Davíð (sem á jeppa OG skóda:D)





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.