FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

umboð

by Valur Freyr Hansson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › umboð

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Rangur Rangur 20 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.04.2005 at 20:06 #195806
    Profile photo of Valur Freyr Hansson
    Valur Freyr Hansson
    Member

    Sælir félagar, ég var að velta fyrir mér hvaða leiðir menn færu þegar kæmi að versla varahluti í bílana sína, ég tók þá ákvörðun að versla við UMBOÐIÐ (taldi það vera einfaldast og fljótlegast). Keypti ég allar legur sem ég þurfti í gírkassan á pattanum mínum, en seinna kom í ljós að mig vantaði eina legu í viðbót við það sem ég hafði keypt, þannið að ég sendi konuna í umboðið þegar hún átti leið í bæinn og tók hún leguna með sér og´ætlaði að fá aðra eins, en hún var ekki til þannig að þeir buðust til að panta með hraði, og sögðu að það tæki um 3 daga, og ætluðu að hringja í okkur um hæl þegar hún kæmi, en enhverra hluta vegna var hún í 3 daga hjá þeim áður en þeir hringdu, og þar með var páska rúnturinn fyrir bí, og það besta er að þetta var ekki einu sinni lega sem þeir höfðu pantað, heldur o hringur sem ég hafði ekkert með að gera, því næst sýndi ég þeim á teikningu hvaða legu mig vantaði og þeir ættluðu að panta aftur með hraði, 4dögum seinna var hring og sagt að legan væri kominn, en nema hvað þetta var nákvæmlega eins o hringur og ég hafði fengið áður, og þá voru komnar 3 vikur og ekki var rétta legan kominn. Og langaði mig þá að vita hversvegna þetta gengi svona brösulega, og bar verslunarstjórinn því við að þetta væri vegna þess að bíllin kæmi frá þýskalandi, samt er maður spurður um bílnúmer og þeir sjá nákvæmlega hvað bíl er verið að tala um, og það vesta er að við eigum pantaðan bústað og ættluðum við þangað á jeppanum okkar. spurði ég því verslunarstjóran hvort þeir myndu lána mér bíl til að komast þangað, bara svona til að bæta fyrir klúðrið og halda kúnna sáttum. En hann hélt nú ekki og bar því við hversu gamall bíllinn minn væri 94″, áttaði mig ekki alveg á þeim rökum???? en allavega í framtíðinni verða varahlutir í þenna bíl keyptir annarstaðar en hjá UMBOÐINU.

    Langaði bara að velta þessu upp hér og athuga hvort þetta sé dagleg þjónusta hjá umboðum eða ég bara óheppin að vera á bíl innfluttum frá þýskalandi, sé ekki að það eigi að koma niður á þjónustu sammt,

    kveðja Valur

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 07.04.2005 at 20:18 #520820
    Profile photo of Atli Eggertsson
    Atli Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 220
    • Svör: 1627

    Því miður þá held ég að þú sért bara hjá röngu umboði.

    Ég er búinn að eiga Subaru bíla frá því að ég var 16 ára og þekki því nokkuð til varahlutaverslunar IH. Maður hefur alltaf á tilfinningunni að það sé verið að stela af manni þegar maður kemur þar inn og eins er viðmótið þannig að manni finst maður vera óvelkominn og helst ekkert til.

    Svo eftir að ég eignaðist Toyotu líka þá varð reynsla mín af bílaumboðum allt önnur.
    Þar er reynt að gera allt fyrir mann, allt til og verðið á flest öllu sem ég hef verið að kaupa á svipuðu róli og í Bílanaust og Stillingu.

    Það kemur sér bara vel að Subaru bilar lítið :-)

    Kv. Atli





    07.04.2005 at 21:43 #520822
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er nú vanur að kaupa legur og hjöruliðskrossa annaðhvort í Fálkanum eða Kúlulegusölunni. Þegar ég hef borið saman verð, þá hafa þau verið verulega lægri en í Bílanausti eða umboðum.

    -Einar





    08.04.2005 at 09:47 #520824
    Profile photo of Þrándur Arnþórsson
    Þrándur Arnþórsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 209

    Ég hef nú verið á amerískum bílum (sem bila reyndar alveg sáralítið eins og allir vita).

    Annar kostur við þá er að það er auðvelt að útvega varahluti í þá beint frá bandaríkjunum með því að nota vefinn. Auk þeirra staða sem Einar nefnir (sem eru góðir fyrir smáhluti) er auðvelt að panta hluti hjá Benna. Varahlutaverð í USA er oftast mun lægra en í Evrópu þar sem meiri samkeppni ríkir.

    Þrándur





    08.04.2005 at 10:36 #520826
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ein spurning, varstu látinn borga sérstaklega fyrir DHL sendinguna?

    IH virðist almennt ekki standa sig með varahlutaþjónustuna sína, allavega er mín litla reynsla af þeim eiginlega alveg hrikaleg. Og það sem maður heyrir frá öðrum er ekkert betra. Ég ætla allavega aldrei að versla mér bíl frá þeim, þó svo að þeir selji marga frábæra bíla.

    Ábyrgðin og þjónunstan í kringum reglulegu vélarskiptin í nýju pöttunum er þó alveg ótrúlega góð og snurðulaus.

    kv
    Ánægður Toyota eigandi.





    08.04.2005 at 11:11 #520828
    Profile photo of Rangur
    Rangur
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 376

    Ég er svo ljómandi heppinn að eiga bara heimsveldi af ýmsum árgerðum og þar hefur maður auk umboðsins BSA sem á eða getur útvegað fljótt alla hluti. Þar að auki er sægur af varahlutaverslunum í Bretlandi, margar hverjar með þokkalega nothæfar vefsíður, og flestar hafa staðið sig mæta vel í að útvega hluti.

    kv

    Þorsteinn Þ.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.