This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar, ég var að velta fyrir mér hvaða leiðir menn færu þegar kæmi að versla varahluti í bílana sína, ég tók þá ákvörðun að versla við UMBOÐIÐ (taldi það vera einfaldast og fljótlegast). Keypti ég allar legur sem ég þurfti í gírkassan á pattanum mínum, en seinna kom í ljós að mig vantaði eina legu í viðbót við það sem ég hafði keypt, þannið að ég sendi konuna í umboðið þegar hún átti leið í bæinn og tók hún leguna með sér og´ætlaði að fá aðra eins, en hún var ekki til þannig að þeir buðust til að panta með hraði, og sögðu að það tæki um 3 daga, og ætluðu að hringja í okkur um hæl þegar hún kæmi, en enhverra hluta vegna var hún í 3 daga hjá þeim áður en þeir hringdu, og þar með var páska rúnturinn fyrir bí, og það besta er að þetta var ekki einu sinni lega sem þeir höfðu pantað, heldur o hringur sem ég hafði ekkert með að gera, því næst sýndi ég þeim á teikningu hvaða legu mig vantaði og þeir ættluðu að panta aftur með hraði, 4dögum seinna var hring og sagt að legan væri kominn, en nema hvað þetta var nákvæmlega eins o hringur og ég hafði fengið áður, og þá voru komnar 3 vikur og ekki var rétta legan kominn. Og langaði mig þá að vita hversvegna þetta gengi svona brösulega, og bar verslunarstjórinn því við að þetta væri vegna þess að bíllin kæmi frá þýskalandi, samt er maður spurður um bílnúmer og þeir sjá nákvæmlega hvað bíl er verið að tala um, og það vesta er að við eigum pantaðan bústað og ættluðum við þangað á jeppanum okkar. spurði ég því verslunarstjóran hvort þeir myndu lána mér bíl til að komast þangað, bara svona til að bæta fyrir klúðrið og halda kúnna sáttum. En hann hélt nú ekki og bar því við hversu gamall bíllinn minn væri 94″, áttaði mig ekki alveg á þeim rökum???? en allavega í framtíðinni verða varahlutir í þenna bíl keyptir annarstaðar en hjá UMBOÐINU.
Langaði bara að velta þessu upp hér og athuga hvort þetta sé dagleg þjónusta hjá umboðum eða ég bara óheppin að vera á bíl innfluttum frá þýskalandi, sé ekki að það eigi að koma niður á þjónustu sammt,
kveðja Valur
You must be logged in to reply to this topic.