This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 17 years ago.
-
Topic
-
Vefnefnd hefur fyrir venju að verja ekki ákvarðanir sínar opinberlega, þar sem verið er að fylgja skilmálum sem nefndinni eru settir, en í ljósi umræðu í tveimur spjallþráðum síðustu daga höfum við ákveðið að gera undantekningu þar á.
Við setjum þessa umræðu í nýjan þráð til að trufla ekki efni þeirra þráða sem um er að ræða.
Fyrst er að nefna spjallþráð sem stofnað er til af Stefaníu og heitir
Óháð fréttarit á netinu??? Þar gerir notandi SverrirKr athugasemd við starf og ákvarðanir vefnefndar. Við þökkum Sverri fyrir stuðninginn en bendum á nokkrar staðreyndir. Ofsóknirnar sem nefndar eru í fréttabréfinu góða eru eitthvað sem við í vefnefndinni könnumst ekki við. Stefanía sendi okkur pdf skjal með titlinum Setrið Zero og með merki félagsins. Það hlýtur að vera augljóst að það gengur ekki, ekki frekar en ef almennur meðlimur FÍB færi að gefa út fréttabréf í nafni þess. Ef ritið á að vera óháð er þá ekki eðlilegast að það notist við eigið nafn og grafík? Okkur sýnist að það sem varð úr sé eðlilegasta niðurstaðan. Ef við værum að reyna að hindra upplýsingastreymi hefðum við fjarlægt þráðinn þar sem hún vísar í skjalið, en það kom aldrei til tals og stendur ekki til. Einnig bentum við Stefaníu á að hafa samráð við stjórn og ritnefnd og hefðum ekki gert athugasemdir ef þetta hefði verið í samráði við þá aðila.Hitt málið sem rætt er um er þráðurinn Xenon-HID sem stofnað er til af Benedikt. Þetta er erfitt mál, þar sem Benni hefur unnið gott starf í sinni “kaupfélagsstarfsemi“ til hagsbóta fyrir félagsmenn og aðra sem keypt hafa vörur með hann sem millilið, þar má meðal annars nefna félaga í vefnefnd. Þetta hefur verið hið besta mál og allir ánægðir. Það kemur hinsvegar fram í skilmálum vefsins að ekki er heimilt að nýta spjallþræði eða myndasafn til auglýsinga og að fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa án greiðslu. Í nýútkomnu Setri sem flestir félagsmenn hafa fengið, er heilsíðuauglýsing þar sem Benni auglýsir slík ljós til sölu. Ekki er hægt að álykta annað út frá því að þarna sé um atvinnustarfsemi að ræða og því var viðkomandi póstur sendur Benna. Þarna verða allir að sitja við sama borð. Ef hitt reynist sannara að þarna sé ekki um atvinnustarfsemi að ræða og ef “ónefndur stjórnarmaður“ hefur upplýsingar um slíkt væri sjálfsagt að sá stjórnarmaður gæfi sig fram við vefnefnd. Við viljum framfylgja skilmálunum af ákveðni en sanngirni.
Það er ljóst að þegar ákveðið hefur verið að taka fastar á málum varðandi skilmála, þá mun það bitna á einhverjum. Slíkt er óhjákvæmilegt.
Að lokum bendum við félagsmönnum á að það væri tilvalið að koma með uppbyggilegar breytingatillögur að skilmálum vefsins á næsta aðalfundi. Einnig er sjálfsagt að menn bjóði sig fram í vefnefnd, þeir sem hafa eitthvað til málanna að leggja á þeim vettvangi.
Vefnefnd
You must be logged in to reply to this topic.