FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Um 302 vélina

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Um 302 vélina

This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarni Gunnarsson Bjarni Gunnarsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.02.2006 at 19:20 #197242
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir
    Ég var að spá hvort einhver vissi hvað 302 V8 vélin úr Ford er að eyða á 100 með 2 hólfa tor og hvað hún er orginal í hestöflum? Vélin er í Willys CJ5.
    vona að þið viskubrunnarnir viti þetta og þakka fyrir svörin fyrirfram

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)
  • Author
    Replies
  • 05.02.2006 at 21:08 #541614
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    vinur minn sem var með 302 ford í willys 38" var að eyða svipað og cherokeeinn minn á 38" er við vorum á fjöllum, þetta var smá tjúnuð vél virkaði vel og var með 4 hófla blöndung, bíllinn var á 4.56 hlutföllunm og 5 gíra kassa. Núna er hann kominn með 351 ford sem eyðir aðeins meir en það er miklu meira gaman þegar ýtt er á bensínpetalann……
    2hólfa ætti að eyða minna.

    Davíð Dekkjakall





    05.02.2006 at 22:09 #541616
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Svona vél með blöndung og í góðu lagi ætti að eyða ca.15 L á 100 km í venjulegum akstri.
    Þetta er fljótt að breytast eftir aksturslagi.
    Kjörsnúningur á svona áttum er oft ca.2000 ef þú snýrð meira eyðirðu meira.
    Minn gamli 74 Bronco var skráður 134 hö en eins bíll 69-70 model 205 hö.

    Kveðja jeepcj7-2





    06.02.2006 at 00:07 #541618
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 167

    Segiði mér eitt þá!!

    302 vél eyðir 15L á hverja 100km ef hún er í góðu lagi!!!! ???

    Eyðir hún þá 15L í 3500Kg bíl?
    Og svo aftur 15L ef hún væri í 1000kg bíl?
    Sennilega ekki.

    Fjögrahólfa blöndungur er tveggja hólfa 98% af þeim tíma sem hann er vélin er í notkun.

    Vigtaðu bílinn þinn…





    06.02.2006 at 00:14 #541620
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Ætli megi ekki áætla að umræddur bíll (cj5) sé vel innan við 2 tonn…

    Kveðja
    Arnór





    06.02.2006 at 00:24 #541622
    Profile photo of Björn V. Björnsson
    Björn V. Björnsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 200

    Sælir,það var jú tekið fram að þessi vél væri í Willys,sem flestir vita hvað er þungur,1,5-1,8 T.Skjóttu nú inn eiðsl.og hrossum,Ragnar, ef einhver veit það ert það þú.





    06.02.2006 at 03:14 #541624
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég er enginn FORD maður en ég verða að viðurkenna að með réttu pústkerfi koma dýrlegustu hljóð sem til eru úr nokkuri bílvél úr þessum gömlu gripum.





    06.02.2006 at 06:51 #541626
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Tjahhh ég er með 302 í mínum 74 bronco. É kannast ekki vel við að hann sé að eyða 15 ltr per 100 km. En hann fer yfir 2 tonn hjá mér full lestuðum klár á fjöll. Ágætis viðmið er að ég set á hann ca 20 ltr á hann eftir að hafa keyrt frá Shell í Ártúnsbrekku og austur að Geysi. Þetta eru ca 140 km. Þetta gera reindar 14 ltr/100 km en þetta er líka ekið á 60 til 70 kmh alla leiðina. En normalið hjá mér er ca 17 til 18 ltr í þjóðvega akstri og síða 20 til 22 innanbæjar. Bíllinn er á 38" dekkjum beinskiftur. Ég er samála því að fara mikið yfir 2000 rpm í beinum akstri er ávísun á mikla eyðslu.





    06.02.2006 at 07:13 #541628
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt vef vegagerðarinnar eru 115 km frá Umferðarmiðsöðinni í Reykjavík að Geysi, þá eru 109 frá Select. 20 lítrar / 109 km gerir rúmlega 18 lítra á hundraðið.

    -Einar





    06.02.2006 at 09:03 #541630
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    …og ef Páll hefur farið um Þingvelli og Lyngdalsheiðarveg á leið sinn að Geysi, er eyðslan um 21 l/100km. Annars gaman að sjá þessar tölur, ég er að setja SEFI 5.0L Ford í Patrol (sem er í grunninn 302ci), tölvustýrð innspýting og opnari "öndunarvegur" en á gömlu 302 vélinni. Eftir því sem mér skilst hefur þessi vél verið að skila vel miðað við eyðslu, vonandi rétt en ég á eftir að sannreyna það.

    Svona fyrirfram geri ég mér vonir um að bíllinn noti 22 – 23 lítra á hverja hundrað kílómetra í frekar vistvænum akstri með harð pumpuð dekk. Það sem ég er hins vegar forvitnari um er hvað hann étur á 44" með 3psi í dekkjunum, en vonast til að munurinn verði þar hlutfallslega minni en í götu akstri, 2,8 td vélin gat farið hátt í 40 l/100km, en auðvitað réttara við þessar aðstæður að tala um eyðslu á tímaeiningu en ekki vegalengd.

    [url=http://www.high-performance-engines.com/fe02.html:39wvgnlp][img:39wvgnlp]http://www.mustang.is/myndir/1993CobraEngine.jpg[/img:39wvgnlp][/url:39wvgnlp]

    Nánar um vélina ef smellt er á myndina og svo [url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/v8patrol.wav:39wvgnlp][b:39wvgnlp]hljóðdæmi[/b:39wvgnlp][/url:39wvgnlp] (hækka vel í hátölurunum).

    ÓE





    06.02.2006 at 12:20 #541632
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 167

    Sælir..

    Það sem ég vildi koma inná.
    ÞUMALPUTTAREGLAN:

    Þetta er helvíti góð regla sem ég nota ALLTAF þegar ég þarf að reikna út eldsneytis eyðsluna hjá mér fyrir ferð.

    Reglan er sú að sé blandan inná vél skömtuð á fasta, sem sagt að vélin er með blöndung, þá eyðir bíllinn:

    1L. á hverja 100 ekna km fyrir hver 100kg sem hann vigtar.!.
    Svo þegar ég þarf að reykna út eldsneytisforðann fyrir kafla í ferðini þar sem maður er í lágadrifinu og með úrhleypt, þá reykna ég með eyðslunni í þjóðvegaakstri (og rétt rúmlega það), á hverja 100km, nema ég breyti því yfir í klukkustundir. T.D. 18L á þjóðveginum myndi þýða 18 til 20L af bensíni á hverja klukkustund udanvegar.
    Á Íslandi er nefninlega togkraftur jarðar(þyngdarhröðun) 9.82metrar á sekúntu á hverri sekúntu (9,81 á miðbaug en 9,83 á norður og suðurpól.), og þenna kraft þurfum við öll að yfirvinna með eldsneytinu sem við setjum svo samviskusamlega inná vélina í bílnum okkar. Þessi kraftur er allveg jafn á Ford, Chevrolett, Patrola og Toyotur.

    T.D. 1800kg. Willisin hjá upphafsmanni þráðarins MUN þá eyða 18L fyrir hverja hundrað kílómetra sem eknir eru. Þetta gildir aðeins ef bíllin er með rétt hlutföll miðað við stærð dekkja OG Nóta Bene þetta er algerlega lámarks eyðsla, hann mun aldrey fara undir 18L. Reynsla hefur svo sýnt mér að sjálfskiptingin kostar rétt um 1L. á hverja 100km. og sömuleiðis sjálfvirkur driflás (eða soðinn) á afturdrifinu kostar um 1/2L á hverja hundraðþjóðvegakílómetra. ( flott nýyrði:-) )

    Svo við tökum nú dæmi af bílnum hjá mér: Sjálfbíttaður og læst afturdrif og 1400 kíló og með mikilli lagni og í logni náði ég stundum eyðsluni niður í 14(áður en ég læsti og með gírkassa) til 15L. á hundraðið, eftir breytingar 15 til 16L. Í fjallaferð, fullur af bensíni, vistum og kost og hjáseta/setu (ensk. KÓARI) er vigtin kannski komin í 1750 1800 kíló, og án þess að blikka er eyðslan fullkomlega eftir því eða 18 til 19L. á hverja hundraðþjóðvega-kólómetra.

    Við átta-gata-furðu-kallar sem enn þrífumst hér á klakanum höfum allir heyrt (og ábyggilega sagt líka) trölla eyðslusögur af 3gj. tonna steradekkja bílum með V8 sem eydir AÐEINS 12L. með úrhleypt og í rauða botni. Í hvert skipti sem ég heyri svona sögur glotti ég bara út í annað, Þetta er kannski hægt á tunglinu en togkraftur tunglsins er rétt um þriðjungur af togkraft jarðar, að mig minnir.

    Þetta er nú orðið helvíti gott,, svörin mín og greinar eru orðin svo helvíti löng að það fæst ekki kjaftur orðið til að lesa þessa andskotans ógæfu.

    Kærar V8 bensín-fjallakveðjur Ragnar Karl

    Ps. Ég vil endilega bjóða mig fram í nýyrðanefnd Ferðaklúbbsins 4X4





    06.02.2006 at 12:48 #541634
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Eins og þetta hljómar ofureinfaldað hjá Ragga þá gengur þetta upp. Þú mátt alveg gera ráð fyrir því að 302cid í Willy’s sé að fara með að lágmarki 15L/100km ef hann er 1500kg.





    06.02.2006 at 16:17 #541636
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Já ég er nokkuð sammála Ragnari í þessu. En að það séu ekki nema 109 km að Geysi er ég ekki sammála. Þetta er leið sem ég ek að lágmarki 2svar í viku og marg mælt þetta en aldrei fengið 109 km útur þessu. Mælarnir í þessum bílum, mínum eru kannski bara svona snar vitlausir. Og nei ég ek um Hellisheiði og Laugarvatns afleggjara ekki Mosfellsheiði og Gjábakkaveg





    06.02.2006 at 16:59 #541638
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Páll, prófaðu að nota GPS til þess að mæla vegalengdina. Það er grundvallaratriði að menn séu með rétta hraðamæla þegar verið er að pæla í eldsneytisnotkun. Mín reynsla er að GPS tækinu ber oftast nokkuð vel saman við það sem Vegagerðin gefur upp, meðan hraðamælar fara eftir dekkjastærð, drifhlutföllum og því hvort eitthverskonar hraðamælisleiðrétting er til staðar.

    -Einar





    06.02.2006 at 17:13 #541640
    Profile photo of Baldur Hauksson
    Baldur Hauksson
    Member
    • Umræður: 0
    • Svör: 52

    Langar til að leiðrétta aðeins þessa vitleysu með þyngdarhröðun jarðar, hún er jú eins og Ragnar benti á 9,82 m/s (sekúndur í öðruveldi). En þegar að þú ert að keyra bílinn þinn af stað ertu ekki beint að yfirvinna þyngdarkraft jarðar (ekki nema að þú sért að aka beint til himins). Málið er að til að gera þetta ekki allt of flókið þá er mótorinn að yfirvinna ákveðinn núningsstuðl sem að bíllinn myndar við jörðina sem. Krafturinn sem að þarf til að gera þetta getur verið mis mikil og fer líka eftir því hvort að þú sért í brekku eða ekki osfrv.

    En punkturinn með eldsneytis eyðsluna finnst mér vera mjög rökréttur að reikna með 1 ltr á hverja 100km fyrir hver 100 kg. svona miða við eðlilegar aðstæður, held ég að oftast geti maður notað þetta sem góða þumalputta reglu.

    með kveðju skólastrákurinn sem á ekki jeppa lengur :(





    06.02.2006 at 18:45 #541642
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Sæll Eik. En svo er annað í þessu, hef grun um að leiðin sem vegagerðin velur sé ekki sú sama og ég fer. Held að þessir 109 km sé miðað við að keyrt sé frammhjá Svínavatni og þar innúr, ég fer ekki þá leið. Ég fer í genum Laugarvatn, einsog framhefur komið, og er sú leið einhvað lengri. Er samt eki með það á hreinu hversu mikið, en það munar þó nokkrum km.





    06.02.2006 at 21:44 #541644
    Profile photo of Gunnar þór
    Gunnar þór
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 197

    já ég verð nú bara að fá að vera með smá skítkast

    302 þrír latir tveir í fríi og eingin að vinna það er ford 302

    en þetta er allt í góðu ganni :)





    06.02.2006 at 23:14 #541646
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég get ekki séð að Chevy 305 og AMC 304 séu að gera eitthvað meira. Ef að menn vilja ekki fara í stærri vélarnar þá er það 289, 302 eða 305 sem valið er um.





    06.02.2006 at 23:25 #541648
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Keyptirðu þessa vél nýja að utan? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að taka þessa frekar en t.d. chevy 350?





    07.02.2006 at 09:17 #541650
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það eru engin Chevy Ford trúarbrögð á bak við þetta vélaval. Ég lagði upp með að setja kram úr mjög nýlegum Z-71 pick-up. Vandinn við það að nota svona nýlegt kram er hvað bílar eru orðnir tölvuvæddir og getur því orðið mikill hausverkur að fá þetta til að virka í öðrum óskildum bíl, meiningin var að gera þetta sem mest sjálfur. Ég var því komin meira yfir í það að kaupa nýjan mótor og láta setja saman eftir mínu höfði eða kaupa eldri EFI vél í góðu standi sem væri með tölvu sem sæi eingöngu um vélina. Einnig vildi ég frekar hafa bílinn beinskiptan ef það væri möguleiki. Í Ástralíu er nokkuð um það að setja V8 bensín vélar í 4,2 Patrol og hægt að fá "swap kit" fyrir small block Ford í Patrol.

    5.0 vélina keypti ég hérna innanlands af aðila sem flutti hana inn í júlí 1996 og átti hún að fara ofaní Mustang, en aldrei varð úr því. Þarna var því í boði lítið notuð V8 með tölvukerfi sem möguleiki var að fá til að virka án mikilla vandræða og enga dýra rennivinnu þurfti að kaupa til að fá þetta til að passa. Einnig eru bæði hestöfl og tog mjög ásættanleg og mun betra en í vélinni sem úr fór. Samkvæmt því sem ég hef lesið um þennan mótor þá á hann að skila mjög vel miðað við eldsneytis notkun. Svo á bara eftir að sjá hvernig þetta reynist.

    ÓE





    07.02.2006 at 10:30 #541652
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Hér er [url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/v8patrol.wav:32vhhv5n][b:32vhhv5n]hljóðdæmi[/b:32vhhv5n][/url:32vhhv5n].
    –
    Bjarni G.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.