Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ultimate Build
This topic contains 228 replies, has 37 voices, and was last updated by Ingibjörg Erna Sigurðardóttir 9 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.08.2015 at 16:12 #226393
Jæja þá er komið að því.
Þessi verður rifinn og hann fær að halda hurðunum og gluggastykkinu óbreyttu…..
Verkefnalisti:
Lenging í unlimited
CJ 7-væðing (nýr plastframendi og auðvitað skottlokið og nýtt mælaborð..)
LS2 (430 hö)
Coilover + bypass framan og aftan. (fjöðrunarlengd : 30cm framan og 50cm aftan)
46″ barðar
hásingabreikkanir.
já og allt hitt sem fylgir… úff.Ég ætla að vera með smá build(smíða) þráð um jeppann minn hérna í spjallsvæðinu og bið ég því menn um að commenta aðeins um þennan bíl en ekki tapa þræðinum í eitthvað annað
Ég lofa mörgum skemmtilegum myndum um verkefnið og framvindu þess.
kv
Gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2013 at 16:58 #378667
ég er að gera nákvæmlega sama hlutinn nema með 14″ coilover og bump stop. munurinn á þessu hjá mér að coiloverinn er eins og flest allir betri demparar með skinnum inní sér sem hægt er að skifta út, til að auka eða minka stífleika í samslætti eða öðru. sennilega bara ódýrari útfærsla af þessu hjá þér…
11.10.2013 at 18:08 #378668samt enganveginn svipaðan hlut…. Útfærsluna hjá mér verður aldrey hægt að fínstilla eins flott og þín
14.10.2013 at 03:12 #378669Ég verð að viðurkenna að ég hef miklar efasemdir með hönnunina á A-stífunni að aftan í þessu projecti.
Það er nú þannig með ál eins og 7075, að þó að uppgefin flotmörk miðað við hersluna sem er á efninu eru ekki að öllu leyti sambærileg við stál. 7075 er til dæmis mjög útsett fyrir svokölluðu „Stress Corrosion Cracking“, sem lýsir sér í því að smávægilegir tæringarpyttir á yfirborði mynda sprungur í efninu undir endurteknu álagi, sem þarf ekki að vera nema brot af flotmörkum til að fjandinn verði laus.
Jafnframt er þessi stífa þannig hönnuð að eiginþyngdin er að miklu leyti á miðjunni, sem leiðir hugann að hröðun og þyngdartregðu í fjöðrun t.d. á þvottabretti. Stefnubreytingin upp/niður er líkleg til að vera mjög hröð og þversniðið á stífuna gagnvart eiginþyngdartregðu er frekar lítið = miklar spennur í þannig víbringi.Sambærileg þríhyrnd stífa úr 33,7x4mm heildregnu röri, 1x1x1m á kant, væri líklega ekki mikið meira en 10kg án fóðringa og fislétt þar sem mesta hröðunin á sér stað, þannig að þyngdarsparnaðurinn getur ekki verið mikill.
Í öllu falli væri ekki galið að pússa og mýkja allar brúnir vandlega o.s.frv. til að fá ekki sprungumyndun og verja álstífurnar vel með þar til gerðu lakki og grjótvörn ofaná það til að fá ekki tæringu.
Annars er þetta mjög metnaðarfullt og flott verkefni, ekki misskilja mig með það. Ég er bara að vara við ákveðnum hönnunaratriðum og efnisvali sem gæti verið óheppilegt í þessu tilfelli.
kv
Grímur
18.10.2013 at 07:14 #378670sæll Grímur
Já ég veit af þessum veikleikum í 7075 efninu með sprungumyndanir. Ég hef þó notað 7075 í framstífum hjá mér í nokkur ár núna og engin vandamál. Stífan er líka hönnuð alltof sterk… þannig að ég hef litlar áhyggjur af þessu.
stífan er skorin á minnsta hraða í vatnsskurðarvél sem gerir yfirborðið sléttara en ella og allt pælt útfrá þessum sprungumyndunum.
7075 hefur nokkra galla en styrkurinn í því ásamt sveigjanleika sem ál hefur umfram járn í miklum kulda gefur þessum stífum góða framtíð hjá mér.
stífurnar eru reyndar úr bæði 7075 (miðjan) og síðan úr 2024 líka sem er aðeins sveigjanlegra efni t351.
kv
gunnar
19.10.2013 at 00:16 #378671Flott er, hafðu samt í huga að:
Það er alveg sama hversu hægt er skorið með vatnsskurðarvél, hrýfið er allt of mikið fyrir ál til að verja það fyrir hverju sem er varðandi tæringu, spennu-aukning vegna forms verður samt líklega ekki vandamál.
Skarpar brúnir þarf að skafa.
Framstífurnar og þessi afturstífa eru ekki alveg sambærilegar, þessi afturstífa liggur flöt og er mjög veik fyrir álagi útaf eiginþyngd t.d. á þvottabretti. Ég hef engar áhyggjur af álagi á hlið eins og hún var líklega fyrst og fremst hönnuð fyrir. Upp/niður barningurinn er mikið varasamari, sérstaklega í bland við saltpækil af götunni, jafnvel bara í eitt skipti. Já. Eitt skipti er alveg nóg vegna þess að þetta er boltað saman.Ég vil taka það fram að ég er ekki að taka þessar kenningar upp úr bókum og reyna að vera til leiðinda. Ég hef starfað við hönnun á hlutum úr þessum efnum í meira en áratug og þarf að eiga við vandamál vegna þessa veikleika á 7075 og 2024 oftar en ég kæri mig um, að vísu í hlutum sem eru í eðli sínu krítískari en þetta, en vandamálið er hið sama.
Ef spennur í efninu fara yfir 50MPa samkvæmt nálgun Gumma J í „dynamic“ nálgun á þvottabretti, málaðu þá allavega þessa stífu með sæmilegum grunn sem er gerður fyrir ál, og tektíl yfir. Ég veit að það er ekkert flott við tektíl, en það er heldur ekkert kúl við tæringar-þreytu-sprungur.
kv
Grímur
19.10.2013 at 10:45 #378672Sæll Grímur
áratug segirðu þá veit ég hvaða fyrirtæki það er
hvað segirðu um rafbrynjun á því í staðinn fyrir málningu… ég veit að 2024 er betra efni i rafbrynjun en 7075.
Þið eruð með mesta reynslu af því hérlendis að ég veitkv gunnar
Málmtækni
20.10.2013 at 18:24 #37867320.10.2013 at 20:52 #378674En ef brúnir eru mýktar og svo allt dótið pólerað ?
21.10.2013 at 20:20 #378675mældi sirka hjóla bilið milli fram og aftur hásimgar
295 cm
mældi patrol á 38 1997. sá var með 300cm . lengdur sirka 5-7cm
kv Gunnar
22.10.2013 at 11:20 #378676Stuðarinn þarna sem þið sjáið… mjög óskýrt er úr stál 52 4mm þykkur með styrkingum í sér til að þola eitthvað um 8 tonn án þess að togna í drætti.
k kv
Gunnar
22.10.2013 at 14:44 #378677Verða settar styrkingar innan á grindina þar sem vasarnir fyrir demparana koma?
22.10.2013 at 15:37 #378678I rauninni ekki innan á grindina. (ennþá allavega)
en haldarinn fyrir demparana gegnir þessu hlutverki að einhverju leyti , þar sem hann kemur bæði yfir demparana og síðan kemur festing á milli þeirra og niður í plötuna.
Þetta er þrælstíft í dag og hreyfist ekkert þótt verið sé að lifta undir hvort hornið fyrir sig. Það eru styrkingar sem ganga frá grindinni og út í plötuna þótt þær sjáist lítið, en þó er engin styrking innan á plötunum ennþá.
En stuðarinn sem er að koma er að taka á þessu máli líka, þannig að togað verðið alltaf fyrir miðju að aftan þegar ég þarf að draga einhvern og sömuleiðis verður dráttarkrókurinn að framan fyrir miðju líka.
kv Gunnar
22.10.2013 at 15:52 #378679Upp og niður styrkur er öruglega alveg nægur. Hinsvegar spurning hvað gerist þegar stór og sterk Toyota tosar harkalega í nýja fína afturstuðarann, þegar þú ert á kafi í krapa, og togar svona 15-20 gráður á ská.
Svona út frá myndunum hefur maður ákveðnar efasemdir um hliðarstyrkinn á þessari uppsetningu.kv
Runar.
22.10.2013 at 16:56 #378680Já þetta getur allt tognað ef vitlaust er að gert.
Það sem kemur í veg fyrir að þetta togni er gólfið í bílnum og kemur í veg fyrir tígulhreyfingar í bílnum. Gólfið verður smíðað þannig að það þoli þessar hreyfingar og er í raun styrking ofan á grindina. Nota bene Cherokee bílar sem hafa enga grind. Það verða boddýfestingar fyrir framan og aftan vasana sem eru hugsaðir í þetta.
Í 15 ár hefur þetta verið þannig að original stuðarinn (2.5mm efni) og bensíntankabitinn (2mm efni) hafa verið einu bitarnir alveg fram undir miðjan bíl sem hafa sinnt þessu hlutverki áður, ásamt boddýinu og þetta hefur haldið hingað til. Jafnvel þó ég hafi haft krókinn alltaf öðru meginn á grindinni og því alltaf í skökku álagi þegar ég hef verið dreginn eða dregið aðra. Enn er grindin óskökk og því held ég að þetta dugi fínt eins og þetta verður í framtíðinni.
Reyndar drífur Jeep svo rosalega mikið að ekki hefur reynt á að ég hafi fest mig svo rosalega hehehe
og heldur aldrei lent í því að Toyota hafi dregið mig en allt getur skeð
k kv
Gunnar
22.10.2013 at 17:23 #37868122.10.2013 at 20:18 #378682@myrkvi wrote:
@runar wrote:
þegar stór og sterk Toyota
Er það nú til???
Ég hélt ég væri nú búinn að sjá allar mögulegar útfærslur af þeim en ekki þessa sem þú vitnar í :pHérna er linkur sem þú ættir að skoða:
http://ja.is/?q2=augnl%C3%A6knar&q=augnl%C3%A6knar
@myrkvi wrote:
@runar wrote:
þegar þú ert á kafi í krapa
Svona bílar festast ekki 😉
enda eru menn almennt ekkert að ferðast á svona fjórhjólum, nema í allra bestu skilyrðum :p
23.10.2013 at 12:20 #378683Gaman að fylgjast með þessu hjá þér.
23.10.2013 at 16:47 #378684Takk fyrir það, þetta er ærið verkefni og reynir á taugar og annað hehe en skemmtilegt umfram allt.
Segið mér reyndir Willys menn, nú hef ég reynt að vera með teppi í bílnum og gafst upp á því þar sem willys er ekki gerður til að vera með þurr gólf… nota bene tapparnir í gólfinu til að hleypa vatni úr.
Hvað hafa menn gert í gólfinu á þessum bílum annað en að mála þau bara… hefur einhver prufað að nota svona pallakvoðu…. eða eitthvað álíka til að fá smá einangrun frá kulda eða eitthvað annað sem þolir smá vatnsgang…
Svör óskast
k kv
Gunnar
24.10.2013 at 00:39 #378685Sæll Gunnar
Rafbrynjun er fín í margt, en það borgar sig að vinna yfirborðið undir hana nokkuð slétt ef kostur er, og skafa allar brúnir.
Gallinn við hana er að hún þolir eiginlega ekkert grjótkast, því er nú fjandans verr.
Kannski er hægt að fá glært lakk, mögulega epoxy-eitthvað með mýkingarefni í til að húða stífurnar eftir rafbrynjun. Það gæti komið flott út.
Polyhúðun kemur varla til greina vegna þess að herslan gæti farið úr efninu við hitann.Hmmm. Skemmtilegar pælingar það vantar ekki.
kv
Grímur
31.10.2013 at 21:56 #378686 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.