Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ultimate Build
This topic contains 228 replies, has 37 voices, and was last updated by Ingibjörg Erna Sigurðardóttir 9 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.08.2015 at 16:12 #226393
Jæja þá er komið að því.
Þessi verður rifinn og hann fær að halda hurðunum og gluggastykkinu óbreyttu…..
Verkefnalisti:
Lenging í unlimited
CJ 7-væðing (nýr plastframendi og auðvitað skottlokið og nýtt mælaborð..)
LS2 (430 hö)
Coilover + bypass framan og aftan. (fjöðrunarlengd : 30cm framan og 50cm aftan)
46″ barðar
hásingabreikkanir.
já og allt hitt sem fylgir… úff.Ég ætla að vera með smá build(smíða) þráð um jeppann minn hérna í spjallsvæðinu og bið ég því menn um að commenta aðeins um þennan bíl en ekki tapa þræðinum í eitthvað annað
Ég lofa mörgum skemmtilegum myndum um verkefnið og framvindu þess.
kv
Gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.09.2013 at 13:35 #378647
Eins gott að neðri stífurnar þoli að bera þyngd bílsins
kv
Rúnar.
05.09.2013 at 10:46 #378648Flott stöff.
En 57mm displacement á A stífunni, er það ekki fullmikið?
Þá er hásingin að ganga samtals 10cm hægri til vinstri, fer að vísu algerlega eftir því hvaða parametrar voru notaðir við greininguna, vona allavega þetta eigi ekki að gerast undir „venjulegum“ aðstæðumPersónulega myndi ég vilja hafa A stífuna nær þríhyrningi í laginu, gríðarlega mikið álag sem kemur á hana frá miðjunni að hásingu.
Hvaða ál er þetta? 7075?
05.09.2013 at 11:55 #378649Stífan gefur sig við 57mm og yfir hreyfingu og álagið þegar það skeður er kannski líkt bifreið að dúndra inn í hliðina á bílnum
Þetta er semsagt ekki eðlileg hreyfing á stífunni sem er verið að sýna, heldur er verið að sjá hvar álagspunktarnir myndast þegar hún er sett í yfirálags aðstæður.
Venjuleg hreyfing á stífunni til hliðar er í mm talið við venjuleg átök miðað við styrk efnisins sem er já 7075.
A stífan er búinn að ganga í gegnum nokkrar hannanir og þessi hönnun kemur bara ágætlega út, ef miðað er við styrk, efnisnotkun og pláss sem hún tekur og auðvitað smá look
Ég er með í dag 20mm þykkar ál stífur að framan hjá mér úr 7075 og hef notað í allmörg ár og þær þola allt hingað til, þannig að ég er ekki smeykur við að nota 25mm þykkt efni sem hefur verið álagsprófað til að þola margfalt það sem mun lenda á henni.
Þetta er semsagt allt hannað af Guðmundi til að þola allt það sem dynur á þeim nema auðvitað ,,óvenjulegar aðstæður“ líkt og árekstrar þar sem eitthvað verður að gefa sig.
En kostir álsins á móti járni í miklum kulda er að álið stífnar ekki eins mikið upp og járnið og því minni hætta á að þetta brotni þegar maður er í fullum átökum í -20° frosti.
k kv
Gunnar
05.09.2013 at 12:19 #378650Já það hlaut að vera
Væri gaman að fá að vita hvaða krafta er miðað við í þessari greiningu, en hún sýnir líka mjög greinilega veiku punktana í henni (armurinn sem fer í hásinguna).
Hvað heldurru að þú sért að spara sirka mikla vigt með að hafa þetta úr áli?
06.09.2013 at 16:01 #378651Sælir,
Ég veit nú ekki hvaða kraftar voru notaðir við þetta álagspróf.
Sparnaðurinn er munurinn á eðlisþyngd járns og áls sem er 2.7 á móti 7,8 semsagt 1/3 af þyngdinni á móti stál 52 sem er smíðað eins og er jafn sterkt.
Semsagt væri járnstífa sirka 33kg ef hún væri smíðuð eins, en það er samt ekki raunin því járn er hægt að sjóða og því væri hún allt öðruvísi hönnuð ef hún væri í járni og mögulegt að hafa þetta mun léttara en 33 kg. Gaman væri að vita hvað stífurnar hjá Gísla í Arctic og Baldri vikta á móti þessum.
hægt er að smíða þetta úr chromoly rörum sem eru enn sterkari en það er á móti líka hætta þar á að þau brotni í miklu frosti sem er þó kannski hæpið ef þau eru nógu sterk.
kv
gunnar
06.09.2013 at 16:05 #37865216.09.2013 at 10:21 #378653Jæja hægt og örugglega gengur þetta.
Á boddy vígstöðinni er ég búinn að taka veltibúrið úr..sem verður jú auðvitað smiðað úr áli þar sem ég þarf að smíða nýtt hvort eð er.. einnig setti ég sverari mótor í miðstöðina , úr chevrolet blazer.. gömlum, eina sem þarf að gera er að stækka gatið í hvalbaknum og þá er komið rok inn í bílinn með nýja mótornum Nokkuð um falið ryð undir veltibúrsfestingu og undir gluggastykki sem verður lagað.
Annars er grindin orðin töluvert lengri í dag en hún var , skáparnir komnir inn í framgrindina en ekki enn að aftan. Við lengdum grindina að aftan fyrst með heilum prófíl til að taka ákveðna sveigju úr grindinni til að auka plássið fyrir uppfjöðrunina (aðallega þá að stífan komist hærra) og síðan næst setjum við skápan inn í þar sem þeir eiga að vera. Við sáum að þetta rakst í grindina í autocad forritinu… og því sparar þetta mér tíma í framtíðinni þegar stífurnar eru komnar að þetta rekist ekki í þegar allt er í samslætti að þurfa að fara breyta og bæta þá.
kv
Gunnar
21.09.2013 at 19:38 #378654Engar myndir í þetta skiptið.
Grindin verður kláruð núna um helgina, hún sveigðist ágætlega til hliðar og upp og niður eftir að skáparnir voru settir í hana sem var við að búast en það verður stífað af með styrkingum.
Boddyíð verður lengt í næstu viku ásamt því að fara koma vélar og millikassafestingum í hann… nú fer þetta að taka mynd.
stífurnar eru í skurði og verða tilbúnar fljótlega.
felgur eru í sprautun… og framtíðardekkin að fara mæta á svæðið… úff allt að ske í einu.. hehe gaman gaman.
myndir í næstu viku.
kv
gunnar
23.09.2013 at 19:50 #37865523.09.2013 at 21:44 #378656Sælir
Bara góður gangur hjá þér
Gaman að sjá hvernig þetta er allt að gerast og það er aldeilis verið að vinna í hlutunum.Baráttukveðja
Friðrik
24.09.2013 at 09:05 #378657Já Friðrik, þetta er sannarlega hands on verkefni
Var með slípirokkinn í gær í 5-6 klst…
Annars þurfti hvort eð er að skipta út plötunni undir gluggastykkinu til að breyta úr wrangler defrost kerfi yfir í CJ þar sem ég þarf að taka hitann í gegnum gluggastykkið í staðinn fyrir innréttinguna eins og var í wranglernum og því þarf ég göt í gegnum þessa plötu og upp í gluggastykkið… smá dúllerísvinna. Reyndar hef ég heyrt að þau ryðgi all svakalega á cj bílum.. en mitt gluggastykki er 100% heilt þannig að það á líklegast 10 ár í að það verði ryðgað að viti… Hvernig er það CJ menn ? er þetta vandamál til að tala um ?
síðan verður mælaborðið hannað eftir hentisemi, fyrir nýja mæla, hitakerfistakkar úr CJ, dls hátalarar, vhf og mögulega hanskahólf ef pláss verður eftir. Þó verður þetta hannað þannig að það verður vinkill úr áli neðst í mælaborðinu og síðan verða þetta ál einingar/plötur boltaðar á hann og boddýið til að auðvelda að gera við og að komast að öllu… ef þið skiljið hvað ég á við.
Semsagt verður mælaborðið úr kannski 4 plötum sem er auðvelt að taka úr bílnum, allt rafmagn verður í rafmagns samtengjum þannig að úrrif á mælaborðinu verður í mínutum talið en ekki klst… Þetta er víst alltaf í breytingu hehe
Jæja meiri vinna/hönnun/breytingar eftir… endalausar pælingar…
Síðan kemur smá spurning ef einhver veit….
Ég er með NP 231C 1995 millikassa með 1.25″ keðju og í þeim kassa er framstúturinn gerður fyrir spes framdrifskaft… sem er ekki gerður fyrir tvöfaldan lið.
Veit einhver hvort að framstútur úr t.d. np231 dodge, eða NP241C passi í þennan millikassa.. til að fá framstút sem hægt er að fá yoke sem er fyrir tvöfaldan lið.. er ekki einhver New Process millikassa snillingur þarna úti.. það eru of lélegar upplýsingar á veraldarvefnum um þetta..
kv
gunnar
24.09.2013 at 09:30 #378658stundum finnur maður það sem maður leitar af, um leið og maður biður um hjálp..hehe
231D úr dodge framstútur passar í NP231C kassann minn með sömu keðjubreidd… very nice
http://www.pirate4x4.com/forum/jeep-hardcore-tech/351184-np-231j-upgrades.html
kv
gunnar
25.09.2013 at 17:40 #37865925.09.2013 at 17:45 #378660hey mig vantar góðan fiberglass mann til að splæsa inn í plasthúsið hja mér ???
ætla semsagt að skera það í sundur fyrir miðju glugga og mig vantar eh handlaginn í glertrefjum til að lengja það fyrir mig
flott vinnubrögð skilyrðikv Gunnar s 6900261
28.09.2013 at 18:04 #378661jæja eina boðið í lengingu á húsinu var 300.000 já ekkert grín…. nýtt lj wrangler hús kostar 2.000 dollara……
þannig að ég lengi það bara sjálfur en þó með áli þar sem ég kann á það en ekki trebbann eða hvað sem er í húsinu.
vélin er að púslast saman með réttum aukahlutum. semsagt trukka accessories á ls2 vél að mestu leyti
næst á dagskrá er framhásingin og stífufestingar á grindina og jú plasthúsið
góðar stundir
10.10.2013 at 16:20 #37866210.10.2013 at 16:24 #37866311.10.2013 at 11:55 #378664Flott hönnun á framstýfunum!!
11.10.2013 at 12:52 #378665En afhverju ertu með 2 dempara ?
11.10.2013 at 14:49 #378666Sæll Bæring,
Ég er í raun með 3 dempara á hverju hjóli. Bypass -coil carrier og bump stop. Bump stop er þriðji demparinn.
Bump stop er í rauninni loftdempari með skífum inn í sér til að mynda mikla dempun og virka sem samsláttarpúði.
Þörfin fyrir hina tvo demparana í mínu tilfelli er annars vegar dempari sem er Bypass og síðan gormahaldari eða coil carrier…. ég er semsagt búinn að gera coiloverinn dauðann í dempun og læt bypassinn vinna eingöngu í dempun.
Ástæðan fyrir tveimur er að fjöðrunarlengdin er orðin það löng að ég þarf coil over/coil carrier til að halda gorminum á sínum stað svo að þetta fúnkeri ágætlega, semsagt er afturfjöðrunin með 14″ í gormatravel en framfjöðrunin með 12″.
Að framan hefði ég getað notað einhverja ofurlanga gorma en þeir taka á móti miklu meira pláss en coil over dempari… eða coil carrier eins og breyti þessum í. Ég tek semsagt reserverinn.. auka kútinn af honum og síðan skinnurnar innan úr honum svo að hann sé bara að gutla í olíu og nitrogeni.
Coil over : dempari með gorm utan um sig.
Coil carrier : dauður dempari með gorm utan um sig. (dýr gormahaldari)Þetta er svipað og þeir nota í Baja og KOR keppnunum.
Það er hægt að hafa coil overinn með lítilli dempun en mér fannst það óþarfi þar sem bypassinn er meira en nógur að sjá um dempunina í mínum létta jeppa.
Bypassinn er með tvískipt fjöðrunarsvæði í dempun og 1 sundurslagssvæði. Svokallaður 3 túbu bypass dempari. Hægt er að bæta við rörum utan á hann til að skipta dempuninni í enn fleiri svæði en þetta dugir í svona einfaldan jeppa… þótt hitt sé betra. Hugsunin er mjög einföld, semsagt að hafa mjúkt keyrslusvæði í dempun og síðan þegar allt verður vitlaust að þá taki seinna svæðið í demparanum við og dempi meira til að halda betur stjórn á bílnum og síðan kemur bumpstopið inn í þetta á loka stigum samsláttar og hægir enn á hásingunni upp á við og samslátturinn verður mjúkur og síðan kemur að reboundinu… þá kemur bypassinn aftur inn og í honum er stillanlegt rebound, frekar einfaldur búnaður í raun en bara þægilegt að geta stillt þetta utan frá á bypass demparanum. Það er líka hægt að stilla reboundið eða sundurslagið á venjulegum coil over dempara en þú þarft að opna hann til þess í flestum tilfellum.
Eini munurinn á Bypass og venjulegum reserver dempara , eru þessi fjöðrunarsvæði, og stillanleikinn er utan á þeim. Þó svo að nokkrir framleiðendur bjóða upp á stillingar utan á þeim líkt og King. Þannig að bypass eru engvir töfra demparar en þó betri en venjulegir.
Síðan tala menn um að Bump stop séu ,,Poor mans bypass“ Þar ertu í rauninni kominn með virkni bypass þegar þú bætir Bump stop við venjulegan dempara. Því þá ertu búinn að búa til tvö fjöðrunarsvæði líkt og bypass gerir.
Ég hef lesið mér smá um þetta en er enginn sérfræðingur þó
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.