Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ultimate Build
This topic contains 228 replies, has 37 voices, and was last updated by Ingibjörg Erna Sigurðardóttir 9 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.08.2015 at 16:12 #226393
Jæja þá er komið að því.
Þessi verður rifinn og hann fær að halda hurðunum og gluggastykkinu óbreyttu…..
Verkefnalisti:
Lenging í unlimited
CJ 7-væðing (nýr plastframendi og auðvitað skottlokið og nýtt mælaborð..)
LS2 (430 hö)
Coilover + bypass framan og aftan. (fjöðrunarlengd : 30cm framan og 50cm aftan)
46″ barðar
hásingabreikkanir.
já og allt hitt sem fylgir… úff.Ég ætla að vera með smá build(smíða) þráð um jeppann minn hérna í spjallsvæðinu og bið ég því menn um að commenta aðeins um þennan bíl en ekki tapa þræðinum í eitthvað annað

Ég lofa mörgum skemmtilegum myndum um verkefnið og framvindu þess.
kv
Gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.03.2014 at 13:04 #453975
Meistari Davíð klikkar ekki á bakgasinu
11.03.2014 at 19:30 #454022Eins og menn kannski vit þá hef ég verið Gunnari innan handar í hönnun á þessu og ég var mikið samferða honum í túrnum nú um helgina.
Það er skemmst frá því að segja að ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn montin af þáttöku í svona verkefni.
Til hamingju með jeppan Gunnar.
11.03.2014 at 22:47 #454036Virkilega flottur hjá þér Gunnar, en afhverju er hann svona rassíður ?
12.03.2014 at 09:23 #454067Sælir,
Já Guðmundur hefur heldur betur sannað sig í hönnunarhæfileikum og Kiddi í smíði. Kláruðum að setja hann í gangfært form kl 01:30 á fimmtudagsnótt, komum upp í Hrauneyjar kl 05:30. Keyrði 3 daga túr án þess að nokkuð hafi komið fyrir… Vægast sagt snillingar hér á ferðinni. Allmargir Jeep gengis menn tóku upp hanskann á síðustu metrunum og með hjálp allra sem ég þekki tókst þetta og heppnaðist svona svakalega vel. Takk fyrir mig.
Rassíður, já ég fékk vitlausa gorma að framan og aftan senda… of stífir að framan og of mjúkir að aftan. Við skrúfuðum hann reyndar upp á laugardeginum og þá batnaði hann til muna en mig vantar þó stífari gorma ennþá.
k kv
Gunnar
12.03.2014 at 09:39 #454068Sæll, hvað ætlarðu að hafa mikið travel í samslátt/sundurslag? og hvað eru þetta langir bypass demparar?
kv
Maggi
22.03.2014 at 09:43 #454393Samsláttur aftan 20cm. 16″ bypass. Heildarfj ca 56cm
Framan 13-15cm 12″ bypass. Heildarfj 30cm
Update í lokasmíðinni

Viðhengi:
22.03.2014 at 09:45 #454399Meira af lokamínútunum bókstaflega fyrir stórferð
Viðhengi:
22.03.2014 at 09:47 #454405Lokið kl 01:30 aðfararnótt föstudags 7 mars.
Viðhengi:
11.09.2014 at 20:37 #771587Jæja það fer að hausta og kominn tími til að starta kvikindinu aftur…
nýja bensíngjöfin virðist svínvirka, þannig að nú verður farið í að koma honum í fleiri gíra fyrir þennan vetur og klára hina ýmsustu smáhluti. Hann hefur semsagt verið í löngu sumarfríi
eftir brjálæðið síðasta vor. Nýjir gormar komnir sem verða settir í fljótlega, síðan þarf að klára mælaborðið og 100 önnur smáverkefni…
kv
Gunnar
12.09.2014 at 13:20 #771592Það kom ekki til greina að bolta nýju bensíngjöfina í án þess að létta hana… um 120gr…
kv klikkhaus ps hún er úr 5mm þykku járni.. Viðhengi:
13.09.2014 at 14:31 #771596Sæll Gunnar. Þetta er geðveikur bíll!! til hamingju með hann. En langaði að forvitnast úr hvernig bíl eru lengri öxlarnir eða er þetta sérsmíðaðir öxlar?
Kveðja Óttar
13.09.2014 at 15:51 #771598Sælir og takk fyrir.
Aftur öxlarnir eru frá yukon og heita eh 26-32″ d44 chromoly…
Fram styttri er úr ram 1995
Fram lengri er úr w200 dodge.. minnir mig.
Kv Gunnar
13.09.2014 at 23:24 #771602Laugardagskvöldið fór í nýju bensíngjöfina sem þurfti smá sannfæringu svo hún stæði ekki lengst upp í loftið og væri því nær hvalbaknum á fullu gasi… næst er að sjóða aftur í sagarförin.
Ótrúlegt hvað GM var ekkert að pæla í að hafa bensíngjafirnar meira passandi í Wrangler…. þarf að senda þeim email varðandi nýju LT1 vélina og hvort nýja gjöfin sé ekki örugglega betur hönnuð í Wrangler….
Viðhengi:
25.09.2014 at 17:10 #771842Jæja, staðfest vikt á gripnum : 1700-1710 kg. aðeins of nálægt tölunni sem ég giskaði á….. eða 1700kg. Þá tómur af eldsneyti.
Jæja…. bévítans nylon dekk…hehehe.. bíllinn stóð hjá mér í sumar á dekkjunum… og viti menn , stærsti flatkanntur dekkjasögunnar er til staðar á dekkjunum og bíllinn breyttist í dýrasta víbrador sögunnar 😉 Nú hellir maður upp á martini í bílnum og hann verður svo sannarlega SHAKEN…. 😉 jæja keyra helvítið vindlaust í nokkra daga

kv
gunnar
27.09.2014 at 07:45 #771856Vindlaust? Gætu þau e.t.v. batnað ef maður setur hámarksþrýsting í þau yfir nótt?
Bara pæling…
27.09.2014 at 20:06 #771861Já það er þess virði að reyna allavega

Allar ábendingar vel þegnar
Kkv Gunnar
27.09.2014 at 20:12 #771862Hmmm jafnvel að setja þau í sprautunarklefa í 40 gráður og fullpumpa þau…
Kv Gunnar
03.10.2014 at 08:29 #772060Síðustu bitarnir í bílnum sem eru ógalvaniseraðir voru massaðir í dag… og er semsagt allt tengt grindinni orðið galvaniserað… Millikassabitinn og innri stífur á demparaturnum… (ekki gafst tími til þess fyrir síðustu stórferð að klára þá)
nýjir gormar fara í í dag, hraðaskynjarinn fyrir skiptinguna verður lagaður, hliðarstífan að framan fær stífari gúmmí og kagginn fær drullusokka á sig…
Framhaldið er rafmagnsvinna og að koma öllum mælum í samt lag.
Segið mér félagar, hvar fær maður falleg bílteppi í hann… til að sníða í skúffuna að aftan og eh meira..
kv
gunnar
06.12.2014 at 18:18 #774475Sælir.
Hvernig er þetta með Jeepinn. Er hann bara læstur inni í bílskúr?
Kv. SBS.
07.12.2014 at 10:37 #774483Ultimate hefur verið í smá rafmagns meðferð undanfarið. Aðeins snyrt til í rafmagninu og skipt um hitt og þetta. Núna skiptir hann sér ágætlega en á eitthvað erfitt með að skipta sér niður þegar hann er í Overdrive… eða D. Síðan skiptir hann sér fínt í þegar maður tekur hann úr overdrive.. eða setur í 3. Það var lélegt háspennukefli í honum en talvan kvartaði ekki um það… þarf eitthvað að skoða það betur. Nýju gormarnir eru komnir í og hann virkar betur á þeim , þó þarf ég að opna fram bypassinn og taka nokkrar skinnur úr honum til að mýkja hann. Það er frekar fyndið að keyra yfir t.d. hraðahindranir núna… slær vel í að framan en maður veit ekki af afturendanum…
Hraðamælirinn er kominn inn, þá ákvað snúningsmælirinn að detta út með nýrri tölvu…
Setti nýja bensíndælu í hann til að ná upp betri bensínþrýsting, mældist í 40 psi en er kominn í 51psi núna, vantar aðeins upp á 60 psi sem hann á að vera í. Þarf að redda mér nýrri Walbro 255 dælu í hann eða álíka, veit þó um eina bosch dælu sem gæti virkað í þetta.
Dekkin hafa verið fullpumpuð í allnokkurn tíma og hafa skánað helling, en hristast ágætlega. 1 dekkið lekur þó hressilega og þarf ég líklegast að skipta því út. Annars tekur bara við að koma kösturum á hann og setja CJ ljósarofa í hann, ( er með minn úr YJ ennþá í …) síðan að setja miðstöðvar kapla úr CJ líka. Útvarp.. filma afturrúðurnar. Setja belti og aftursæti í hann.
Hef aðeins verið a skoða teppi í hann, mun líklegast setja eh af teppum í hann til að gera hann meira einangraðan í verri veðrum. Hávaði er ekki problem
Ég þarf að lækka hann töluvert eftir að ég setti nýju gormana í hann, hann stendur sirka 2 tommumm of hátt núna. Vill hafa hann í 40% samslátt og 60% sundurslagi sirka. Það er lítið mál með bæði coilovernum og síðan gjörðunum sem eru í honum.
Jæja myndir síðar.Ps er fíla þetta hvíta sem hefur látið sjá sig hérna loksins 😉
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.

