FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Ultimate Build

by Gunnar Ingi Arnarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ultimate Build

This topic contains 228 replies, has 37 voices, and was last updated by Profile photo of Ingibjörg Erna Sigurðardóttir Ingibjörg Erna Sigurðardóttir 9 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.08.2015 at 16:12 #226393
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant

    Jæja þá er komið að því.

    Þessi verður rifinn og hann fær að halda hurðunum og gluggastykkinu óbreyttu…..

    Verkefnalisti:
    Lenging í unlimited
    CJ 7-væðing (nýr plastframendi og auðvitað skottlokið og nýtt mælaborð..)
    LS2 (430 hö)
    Coilover + bypass framan og aftan. (fjöðrunarlengd : 30cm framan og 50cm aftan)
    46″ barðar
    hásingabreikkanir.
    já og allt hitt sem fylgir… úff.

    Ég ætla að vera með smá build(smíða) þráð um jeppann minn hérna í spjallsvæðinu og bið ég því menn um að commenta aðeins um þennan bíl en ekki tapa þræðinum í eitthvað annað :)

    Ég lofa mörgum skemmtilegum myndum um verkefnið og framvindu þess.

    kv
    Gunnar

    Viðhengi:
    1. 3531_dc8a178882728b15dd0c24998e0c5003
  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 228 total)
1 2 … 12 →
  • Author
    Replies
  • 13.08.2013 at 16:16 #378608
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Jæja standa við loforðin…

    Góðgætin eru komin í hús :)

    12″ coilovers 2″ að framan ásamt 12″ bypass 2.5″

    14″ coilovers 2″ að aftan ásamt 16″ bypass dempurum boltuðum sirka 30% fyrir framan hásinguna á stífunni (baja style)

    + 2″ Bump stops með 3″ travel allan hringinn…

    kv
    Gunnar

    Viðhengi:
    1. 3531_0e280d98c39cf9db227968ecb3f00410
    2. 3531_45a8f5fc1e35e3ec585ddba1f948857d




    13.08.2013 at 17:38 #378609
    Profile photo of Vilhjálmur
    Vilhjálmur
    Participant
    • Umræður: 55
    • Svör: 134

    Upplýsurðu hvað svona demparar kosta ?





    13.08.2013 at 21:16 #378610
    Profile photo of Tolli
    Tolli
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 241

    Lýst vel á þetta, svo er bara að vera duglegur með myndavélina

    kv Tolli





    13.08.2013 at 21:22 #378611
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    takk :)

    coiloverinn kostar 300 dali
    bypass 540 dali
    150 fyrir bumpstop

    flutti inn allnokkrs svona fra http://www.profendersuspension.com

    kv gunnar





    14.08.2013 at 09:24 #378607
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Hérna eru felgurnar tilbúnar, 16″ háar og 14″ breiðar….. jábs fyrir 46″… hehe þetta er smá tilraunaverkefni.

    Annað sett af felgum þarna eru 16″ háar og 16″ breiðar en þær fara undir WK cherokee sem verður einnig breytt á 46″ með 426cc vél og coilover skemmtilegheitum.

    Þessar felgur eru með 19 cm backspace, þannig að miðjan í felgunni hjá mér er nær alveg í miðjunni sem setur lítið álag á legur og spindilkúlur en mikilvægast er að bíllinn heldur aksturseiginleikum mun betur á svona innvíðum felgum og 46″ dekkjum. Síðan eru þær valsaðar að sjálfsögðu. Ég er að breyta gatadeilingunni úr 5×4.5 í 5×5 til að gera þetta allt sterkara fyrir stóru barðana.

    Þessar felgur smíðaði Guðmundur Jónsson http://www.gjjarn.com sem er einnig minn aðal hönnuður í þessu verkefni ásamt Kidda sem sér um mest af smíðinni.

    Fleiri myndir að vænta…. boddýið fer af grindinni í dag.

    kv
    Gunnar

    Viðhengi:
    1. 3531_f3d3da435f806d60981f3d76532b65d4




    14.08.2013 at 16:30 #378612
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Verður ekkert erfitt að beygja bílnum með svona mikið innvíðar felgur?





    14.08.2013 at 16:47 #378613
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Þetta er flott verkefni þó að ég sé almennt ekki hrifinn að þeirri hugmynd að vera með svona léttan bíl á 46″ 😉 Ætlar þú að vera með mikið slitin og skorin dekk eins og Gummi ? Hvaða hásingar ætlar þú að vera með undir þessu og er það Kiddi Hreins sem er að smíða fyrir þig ?





    15.08.2013 at 00:22 #378614
    Profile photo of Bjarni Freyr Thordarson
    Bjarni Freyr Thordarson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 31

    Sá boddýið koma þjótandi framhjá mér á Melabrautinni í dag, þetta greinilega gengur vel :)

    -Bjarni





    15.08.2013 at 08:51 #378615
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sælir
    Rúnar, nei beygjumál verða ekki vandræði, ég er búinn að handvelja stýrisenda sem eru þannig í laginu að þeir fara nær hásingunni í beygju en aðrir endar :) Eru semsagt eins og L í laginu eða því sem næst.

    Agnar, Já ég hef verið hlynntur því líka að vera ekki með svona léttan jeppa á 46″ en bíllinn hans Gumma drífur bara anskoti mikið og þetta verða eins mikið slitin dekk til að þetta verði nothæft. Þetta er hins vegar tilraunaverkefni og bíllinn verður með 41″ dekkin á sama stað í köntunun utanlega séð þannig að hann mun ekki líta illa út á þeim þó svo hitt virki ekki nógu vel :). Semsagt er backspace á mínum 14″ felgum í dag akkurat þeim mun minna sem að 46″ dekk standa innar á innvíðu felgunum þannig að bæði dekkinn sleikja ytri kantana á bílnum þannig að hann verður minna ljótur þannig og ég bíð þá bara spenntur eftir 44″ radial hehe .

    hásingar já ég verð með í raun sömu hásingar nema með smá styrkingum.

    Framhásingin er Dana 44 reverse og hún fær nýja lengri öxla inn í sig beggja vegna (lengi hana beggja vegna í 69″ úr 60″) og síðan chromoly ytri stubba til að þetta dugi. Truetrac læsing og 4.88

    AFturhásingin er Dana 44 Ál með chromoly öxlum og diskalæsingu. (breikkuð í 69″)

    Semsagt er ég með lása sem brjóta ekki öxlana svo glatt og svíkja frekar þannig að þetta ætti að duga vel, allavega dugar svipaður búnaður hjá Gumma þó svo að hestöflin séu örlítið færri, en hestöflin brjóta ekki…. heldur fæturnir og hendurnar þegar þær vinna illa saman hehe.

    Já Kiddi er smiður nr 1 í þessu. Ég fæ litlu verkefnin og er að fara tæta innan úr boddyinu allt gamla wiring loomið úr 4.7 vélinni og gamla mælaborðið í honum og setja nýja plötu í staðinn Cj 5-7 look á því með einhverjum mælum.

    Sæll Bjarni, já þú sást rétt, ég sótti boddyið í gær og þetta svíngengur… ennþá :)

    hér eru fleiri myndir :)

    kv
    Gunnar

    Viðhengi:
    1. 3531_92ffaaa7fbe601aa1cb8bcaeaaa10654
    2. 3531_2657bb13d9562378007743abb3326b17
    3. 3531_c12bd46bc265a65e4be6045eb243d05d
    4. 3531_af76a822f9d03466c3457d0f5730c7e3
    5. 3531_d4ab194751419d370989192e50d6ec99




    15.08.2013 at 08:54 #378616
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Fleiri myndir

    Viðhengi:
    1. 3531_ae9b2e4e703cab4178e78f2ab44cad88
    2. 3531_adfbb744e5fe854fc98ff54c7c91a22e




    15.08.2013 at 09:49 #378617
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Frábært verkefni hjá þér, það eina sem ég myndi sleppa í þessu eru 46 tomman. Þau stela bara fullt af afli og eru ekkert að gera skemmtilega hluti. 42 tommu Yrok eða 44 cepek væru góð undir þennan. 46 tomman er örugglega ágæt þegar hún er orðin haugslitin en þá eru hliðar líka orðnar sprungnar og svo videre. Er ekki sáttur við dekkin mín nema að því leiti að það er gott að keyra á þeim á malbiki.

    Kveðja, Theodór.





    15.08.2013 at 10:25 #378618
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sæll Teddi,

    Já ég las einmitt þráðinn hjá þér um daginn um þetta. Maður leysir sprungnu hliðarnar með því að fá Túrista bíla dekk, þau eru kláruð á hálfu ári fullpumpuð í keyrslu og því hliðarnar alveg í topplagi. Ég er að mjókka sporbreyddina á dekkjunum töluvert með því að vera með þetta á 14″ felgum en eina leiðin til að þetta virki er að vera með haugslitin dekk og skera þau síðan í drasl… ef svo má komast að orði. Því einmitt það sem þú nefnir að það sé gott að keyra þau á malbikinu gerir þau einmitt að góðum snjódekkjum því það eru auka strigalög í þeim sem gera þau líkari Radial en t.d. cepekinn sem er ókeyrandi og að mínu mati ekki góð snjódekk… hehe :)

    Semsagt er ástæðan fyrir því að radial virkar betur í snjó að dekkið rúllar auðveldara og heldur betur lögun þegar það er úrleypt og myndar betra fótspor til að fljóta á móti t.d. cepek sem er bara eins og blaðra og rúllar engan veginn úrhleypt né er það gott keyrsludekk.

    Pabbi var á þessu gleðigúmmíi á ramnum sínum sem var 2350 kg 18″ breyðar felgur og sá bíll dreif alveg en gerði aldrei neinar rósir.

    Allavega hef ég ekki hitt 44″ bíl sem hefur drifið meira en minn á 39 eða 41″ dekkjum… Það var ástæðan fyrir að ég fór aldrei með minn á gleðigúmmíið þó svo að ég hafi breytt honum fyrir þau fyrir nokkrum árum síðan. Það er líka ástæðan fyrir því að þrátt fyrir breytinguna fyrir 46″ get ég notað mín 41″ ennþá undir honum og ekki haft hann með þau langt fyrir innan kantana því þetta er jú smá tilraun að fara með 1650 kg bíl á 46″ dekk…. með 430 hö.

    Gumma bíll er jú það sem ég horfi á þegar ég lít til þessarar breytingar á móti t.d. þinni reynslu, þar eru mjög slitin dekk að virka undir 1700-1750 kg bíl en ekki eins vel lítið slitin dekk undir 2400 kg bíl með ofurhestöfl.

    Segðu mér Teddi, er það flotið hjá þér sem er vandamálið á þeim eða bara gleðipinna vandamál :)





    15.08.2013 at 10:51 #378619
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Líst vel á þessa aðferð að vera á vel innvíðum felgum. Þarna hlífirðu framhjólalegunum og spindilkúlunum sem eru líklega þeir slithlutir sem færu annars fyrst.





    15.08.2013 at 11:00 #378620
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Segðu mér Teddi, er það flotið hjá þér sem er vandamálið á þeim eða bara gleðipinna vandamál :)[/quote]

    Mér finnst þau fljóta ágætlega en samt taka allt of mikið að afli og torki til sín. Þó að maður hafi nóg af afli þá er þetta alltaf spurning um að hafa togið til að keyra þokkalega greitt en ekki á háum snúning. Þannig finnst mér að maður drífi best. Dekkin eru auðvitað of ný og lítið slitin hjá mér og ég vonast til að þau muni batna til muna eftir því sem þau tilkeyrast betur.

    Kveðja, Theodor.





    16.08.2013 at 08:42 #378621
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Smá vinnu update.

    Í gær smíðaði ég lengingu í grindina , 38 cm að aftan og 8 cm að framan en hluti af lengingunni kemur með festingarplötunni fyrir coiloverinn og bypassinn. Ég sótti fullt af íhlutum úr bílnum í gær , millikassann – pústið – bensínslöngur og bremsuslöngur fengu að fjúka ýmist eða í geymslu.

    Ég á NP 242 millikassa með styttu úrtaki að aftan með drifskafti með tvöföldum lið (nýr síðan í fyrra) og draglið. til sölu ef einhverjum vantar… verðið er 20 þús…. (rétt fyrir tvöfalda liðnum.) maður sér þetta á myndunum fyrri ofan. Annars fer hann bara í skúrinn og bíður næsta verkefnis.

    Ég fór skemmtilega ferð í gær í skúrinn hjá Valla málara, þar var að finna mjög verklega röragrind og álbody í TJ unlimited lengd og fleira góðgæti.

    Planið með framhásinguna er að setja WJ Grand cherokee liðhús til að fá stærri bremsur ásamt stærri gatadeilingunni. Til að breikka hásinguna nota ég Dodge ram 1995 innri öxul sem er 20.12″ að lengd vinstra meginn og hægra meginn er það Dodge W100 1981 sem er 37.22″ sem gerir hásinguna sirka 69″ að breidd milli bremsudiska sem er kallað Full Size í bandaríkjunum… og er breiddin svipuð og í F250… :) Til að covera þetta þarf kanta sem standa 335mm út fyrir body… jábs þetta verður ágætis Flug Rella ef hann drífur ekkert. Síðan notast ég við 4.88 hlutfall og truetrac læsingu…

    Að aftan nota ég ál Dana 44 úr WJ Grand cherokee, hendi öxlunum úr henni og keypti mér chromoly öxla frá Yukon sem eru styttanlegir og eru því í fullri lengd 34″ hvor sem ég enda með að nota óbreytta í sirka 69″. Þessir öxlar eru gerðir fyrir XJ og TJ sem eru með stærri legu út við hjól sem ég notast við líka. Legurnar í WJ eru mjög aumingjalegar og þarafleiðandi er öxulendinn það líka. sirka 32mm á móti 40 mm í XJ út við hjól. Diskalæsingin fær að vera ennþá.

    Framstífurnar nota ég ennþá en þær eru úr 7075 flugvélaáli… jábs sirka 50% sterkara en venjulegt járn og 2.5 sinnum léttara. Nýju stífurnar að aftan sem bera meðal annars demparana á sér verða úr sama efni og einnig A stýfan sem verður ofan á.

    Guðmundur Jónsson http://www.gjjarn.com er búinn að teikna upp alla fjöðrunina á bílnum og þar á meðal stífurnar og álagsprófa þær í einhverju Geim forriti þannig að þetta á allt að vera alltof sterkt en þó létt. Það sem skiptir þó mestu er að þetta er sett upp til að hann tracki rétt fyrir snjókeyrslu og aksturseiginleikar verði góðir.

    best að fara tæta boddyið…

    Fleiri myndir koma seinna.
    kv
    Gunnar





    16.08.2013 at 09:06 #378622
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    @Gunnar Ingi Arnarson wrote:

    …
    Til að covera þetta þarf kanta sem standa 335mm út fyrir body…

    Af hverju ferðu ekki bara alla leið og breikkar boddýið um 25-30cm ?





    16.08.2013 at 09:41 #378623
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    @jong wrote:

    Af hverju ferðu ekki bara alla leið og breikkar boddýið um 25-30cm ?

    Þetta er alveg borðleggjandi, bætir við 2-3 rimlum í grillið, einni rúðuþurrku og málið er dautt :)

    Bjarni G.





    16.08.2013 at 10:31 #378624
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Hehe já það væri ein lausnin en ég vill ekki svíkja 7 grilla lookið sem Jeep er með svo heilagt.. en ég er þó að lengja bara járn boddýið mitt núna sem er í fínu lagi ennþá en stefni á ál eða plast boddy eftir einhver ár… maður verður að hafa eh á stefnuskránni :) þar sem að framendinn er nú þegar allur plast.

    Það væri reyndar hægt að smíða grilllið þannig að bilin myndu bara aukast um 2-3 cm hvert…. og skipta út grilllbitunum fyrir TJ grillbita sem eru aðeins sverari en í CJ7 sem ég er að fara í núna… en úff vinnan væri svolítið extreme en samt góð hugmynd… það er ekki eins og maður sé að drukkna í plássi :) Þetta verður hugmynd í næstu útfærslu á þessu greyji sem ég eignaðist fyrir 16 árum síðan.

    Hefur einhver hér rifið hliðar afturrúðu úr svona wrangler ?? ég var að selja mínar og veit já eiginlega ekki hvernig ég á að ná þeim út :)

    kv
    Gunnar





    16.08.2013 at 16:00 #378625
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Jæja það skeði ekki mikið í dag.

    afturrúðurnar fóru úr með dúkahníf. Það er límkítti dauðans sem heldur þeim… sviti og púl :)
    og smá af mælaborðinu skrúfað úr líka.

    1 mynd :)

    góða smíðahelgi.

    kv
    Gunnar

    Viðhengi:
    1. 3531_deef47c0acc17125b5014b34a9509b1d




    18.08.2013 at 20:11 #378626
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Og hvað svo???





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 228 total)
1 2 … 12 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.