This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Þó svo að ekki sé endanlega orðið ljóst hver sagan á bakvið neyðarkallið vegna 20 Frakka / 20 krakka er, þá eru a.m.k. fjölmiðlar almennt á því að um gabb hafi verið að ræða.
Ef svo er, þá hefur ómældum fjármunum, tíma sem hefði getað farið í eitthvað gagnlegra og miklu púðri verið varið í algjöra erindisleysu.
Fyrir utan það að ganga á tíma og peninga sem aðrir gætu hafa þarfnast á sama tíma er um leið verið að misnota traust sem við hin (og jafnvel málsaðilar sjálfir) gætu þurft á að halda síðar meir.
Traust, sem verður þá kannski ekki til staðar.
Ég vil því hvetja alla sem geta veitt einhverjar upplýsingar um þetta mál að gefa sig fram við lögreglu hið fyrsta.
kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.