This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2004 at 11:22 #194961
Spjallið er búið að vera niðri í morgun og megnið af því efni sem kom inn á spjallið í gær virðist vera horfið.
Á mánudagsfundi í október, og á landsfundi sagði Emil að fyrsta skerfið í endurbótum á vefnum yrði að færa hýsinguna. Nú virðist hafa verið hætt við það þar sem castor piltarnir virðast ekki ráða við að hýsa síðuna, fyrst var sagt að gagnagrunnur síðunnar fynndist ekki en síðan að þetta væri ekki hægt vegna þess að síðan væri í 3 gagnagrunnum.
Ætla menn að láta við svo búið standa?-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2004 at 15:53 #509932
Hún var einnig niðri í gærkvöldi,ég reyndi öðruhvoru í 4 tíma að komast inná hana en gafst svo endalega uppá því.
Þetta þykir mér léleg auglýsing fyrir castor menn,og einnig fyrir klúbbinn,þar sem þúsundir manna heimsækja þessa síðu.
Ég verð bara að segja að fyrir mína parta þá er ég búinn að fá nóg af þessu vefsíðu kjaftæði, ef ég réði menn til til að sjá um svona vefsíðugerð og það væri búið að vera svona vinnubrögð þá væri ég búinn að segja þeim upp.
JÞJ
R-3257
30.11.2004 at 17:10 #509934Sælir félagar.
Eins og þið hafið kanski tekið eftir er vefurinn nú kominn á annan hýsingaraðila. Þegar flutningurinn átti sér stað var smáræði af efni sem datt út, þ.e. nýjasta spjallið og myndir frá 17.11. Þetta efni er ekki glatað, og verður fært inn seinna í kvöld.
Bestu kveðjur,
Emil
30.11.2004 at 17:21 #509936Að allt sé komið á rétt ról aftur
Kv
JÞJ
01.12.2004 at 10:28 #509938Nú er ekki annað að sjá en að vefsíð f4x4 sé flutt úr Tæknigarði til Akureyrar. Reyndar vantar ennþá talsvert í spjallið t.d. þræði sem voru virkir á mánudaginn.
-Einar
01.12.2004 at 12:32 #509940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé ekki betur en hraðinn sé orðinn margfalt meiri á síðunni. Glæsilegt.
mk,
Gulli
02.12.2004 at 05:16 #509942Þrátt fyrir það að spjallið hafi verið niðri meira og minna síðustu sólarhringana, þá bólar ekkert á efninu frá því á mánudaginn var, t.d. þræðinum sem Skúli sett af stað um nýtt ketilsig SA við skálana á Grímsfjalli.
-Einar
02.12.2004 at 08:23 #509944Ég er svo fegin að vefsmiðirnir hafi þá þig Einar minn. Svona til þess að minna þá á hvað er ennþá týnt og hvað ekki, hvað ekki virkar o.s.frv., ef þeir skyldu nú hafa gleymt því.
Kveðja
Soffía
03.12.2004 at 00:25 #509946
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg rétt Soffía það þarf alltaf eitthvern til að minna
sig á ef maður gerir mistök.Og hver er betur til þess fallin enn Einar VEFSMIÐUR.
Hveðja BG.
03.12.2004 at 00:53 #509948"Lokað vegna viðgerðar
Vefspjallið er lokað í smá tíma á meðan verið er að koma eldra efni fyrir."Merkilegt að efnið skuli samt ekki enn vera komið yfir.
Líklega verðum við að treysta því að Einar haldi áfram að nöldra!
kv.
ÞÞ
03.12.2004 at 01:39 #509950
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einn af 3 þráðum sem vantaði. Þetta er sá sem var með 8 pósta og hinir tveir voru bara með einn.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4168
En þetta er sá sem mönnum langaði hvað mest í.
03.12.2004 at 02:13 #509952Ber þá að skilja málið svo að einungis verði sótt það sem nöldrað er sérstaklega yfir en ekki annað?
ÞÞ
03.12.2004 at 06:57 #509954Í [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4143:99p0j36g]þennan þráð[/url:99p0j36g] vantar slatta færslum, m.a. frá mér, Skúla og Rúnari.
[url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4140:99p0j36g]Hér[/url:99p0j36g] vantar a.m.k. 7 færslur. Ég hef líka tekið eftir því að auglýsingar hafa horfið, annars hef ég lítið fylgst með þeim eftir að Castor menn byrjuðu að krukka í hana.
03.12.2004 at 10:01 #509956
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég nú að segja fyri mína parta að ég er sá sem sat yfir báðum Access grunnunum og sá einungis að 3 þráði vantaði og ar af 8 póstar í einn og einn í sitt hvorn af hinum. Ef það er eitthvað annað sem vantar endilega listið það uupp fyrir mér og látið mig vita.
Ég fór einnig yrif auglýsingarnar og tók allt frá 28. des og uppúr og fór síðan handvirkt yfir það og eyddi út því sem hafði verið skrifað tvisvar.
AFtur á móti vil ég nú gera mönnun það ljóst að einhver vesn hljóta nú að eiga sér staðá meðan flutningar eru á svona vefsíðu. Vefsíða með um 4500 heimsóknir á dag.
ÞAð væri vel þegið ef menn sem vita hvað vantar listuðu það í stað þess að væla og grnja út af því alla daga. Þá get ég útvegað það sem fyrst.
Takk fyrir hjálpina
p.s. eru menn samt ekki sáttir við hraðvirkni síðunnar núna?
03.12.2004 at 10:38 #509958Velkominn á spjall 4×4 Helgi Hrafn!
Þessar færslur sem ég var að vísa til komu inn síðastliðinn mánudag. Ég tók ekki afrit þráðunum og minnið er ekki fullkomið. Ég sá seinni þráðinn fara í 33 færslur, nú eru þar 26 færslur þannig að þarna hafa tapast a.m.k. 7 færslur.
Á hinum þræðinum var færsla frá Skúla Hauk formanni þar sem varpaði fram þeirri tilgátu að breyttir jeppar væru stöðugir en með lélegri yfirbyggingu en aðrir bílar, ég hélt því fram að jeppar, sérstaklega breyttir jeppar væru valtir, en ökumennirnir betri. Rúnar kom líka með innlegg í þetta, sem er ekki á þræðinum núna.
Ég hef ekki orðið var við annað en að svartíminn á síðunni hafi verið í lagi í dag. Þetta er mikil framför frá þvi sem verið hefur undanfarinn mánuð.
Hefur ástæða þess að vefþjónninn (ak-118.loftlina.is) hefur
hrunið trekk í trekk undanfarna daga, fundist?-Einar
03.12.2004 at 12:26 #509960Annan þráð sá ég fara í 8 færslur en er nú í 5.
Einhvernveginn finnst manni að það hljóti að vera hægt að leita eftir færslum eftir tímastimpli og setja einfaldlega yfir það sem skráð er í gamla grunninn eftir að afrit var tekið til flutnings (eða hvernig sem þetta var nákvæmlega gert).
kv.
ÞÞ
03.12.2004 at 12:33 #509962Það er ekki rétt hjá Helga Hrafni að "vesen" hljóti að fylgja flutningi á hýsingu. Með smá fyrirhyggju er hægt að færa hýsingu án þess að þorri notenda verði neins varir.
Hér er ein forrskrift:
1. Afrita forrit og gögn á nýjan þjón
2. Prófa kerfið á nýjum þjóni, fyrir síðu með mikilli traffík þarf prófið að innihalda álagspróf.
3. Breyta stillingum á dns þjóni þannig að upplýsingar uppfærist oft, t.d á klukkustundar fresti.
4. Loka fyrir breytingar á gamla þjóninum, taka incrimental
afrit af gögnum, uppfæra gögn á nýja þjóninn, breyta dns færslu í endanlegt horf, opna fyrir breytingar á nýja þjóninum.Ef a.m.k einn eða tveir sólarhríngar líða milli skrefa 3 og 4, og skref 4 er framkvæmt þeim tíma sólarhringssins sem traffík er lítil, þá verða þeir einir varir við við breytinguna, sem reyna að setja inn efni á fyrsta klukkutímanum eftir að skref 4 hefst.
Það er sjaldgæft að efni sé sett inn á vef 4×4 milli 3 og 7 á morgnanna, þannig að ef skref 4 væri framkvæmt á þeim tíma er líklegast að enginn verði var við breytingar. Svo má líka tilkynna fyrirfram um lokanir sem verða vegna breytinga.
Gögn á vef 4×4, að undanskyldu myndaalbúmi eru fáir tugir megabæta, tíminn sem það tekur að afrita og flytja slíkt gagnamagn yfir netið, mælist í sekúndum frekar en mínútum.Nú eru liðnir 4 dagar síðan síðast var hægt að setja inn efni í myndaalbúmið.
-Einar
03.12.2004 at 16:05 #509964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rétt hjá ykkur. Ég fór yfir þetta og fann það sem virtist vanta. En greinilega hefur eitthvað farið fram hjá mér. Ég mun líta á það aftur. Ekki vandamálið 😀
Já eiki, við fundum út hvað var að í sambandi við niðritímann. Ég held meira að segja að þetta sé ástæða þess að niðritímar hjá Vortex hafa verið svona margir. Application-Poolið sem er að keyra á þjóninum var ekki að geta keryt alla þessa vefi saman. Þannig að við gerðum nýtt Appl.Pool sem er bara að sjá um f4x4.is. Sem virðist halda síðunni vel uppi.
Hvað varðar gögnin og fluttninginn þá tók þetta sinn tíma vegna margra ástæðna. Ekki var það bara Access grunnurinn sem Vortex gat ekki útvegað mér strax. Heldur líka MySQLinn. MyAdminið hjá vortex var ekki að virka með þeim notendaupplýsingum sem var með og þar með samtengdum við MyAdminið hjá okkur og fórum í gegnum það. Síðan var það ISNIC. Enginn af þeim sem skráðir voru sem tengiliðir rétthafa eða greiðandi. Vissi hvar þessar upplýsingar voru. Og hver einasti sem ég talaði benti á hvorn annan. Það endaði með því að ég sagði stop og bað kerfismann hjá Vortex að gera þetta. Sem á ekki að þurfa :S
Allavegana.. ég fer þá í það að finna þessa pósta sem vantar í viðbót. Ég sá nefnilega bara þessa 3 þræði sem voru búnir til. Síðan leit ég í póstana og fann þá sem tilheyrðu þeim. Aftur á móti voru það færslur þessara dagsetninga. En ég skal ath hvort ég finn þetta ekki. Þetta er án gríns ekki einfaldasti vefurinn til að halda utan um allt efni. Og hlakkar mig til að koma öllu því sem er í þessum Access grunni yfir í MySQL :D:D
Gangi ykkur vel og takk fyrir bæði góðu viðbrögðin og þau vondu 😀
kv.
Helgi Hrafnp.s. ég skal setja hérna inn á spjallið bréfið sem ég skrifaði til Emil. Þar fer ég í gegnum allt ferlið sem átti sér stað 😀
03.12.2004 at 17:35 #509966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru nokkur atriði sem ég vil koma á framfæri í framhaldi af því sem Helgi segir hér að ofan.
Niðritímar hjá Vortex voru fyrst og fremst vegna þess að aðrir vefir sem vistaðir voru á sama vefþjóni áttu það til að nota of mikið vinnsluafl. Í hvert skipti sem það kom upp lét ég vita og vandamálið var yfirleitt lagfært stuttu síðar.
Niðritími á myndaalbúminu tengdist fyrst og fremst vinsældum þess (sem reyndust margfalt meiri en reiknað var með í upphafi). Meðlimir síðunnar sendu inn myndir hraðar en Vortex gátu skapað okkur pláss og það kom því fyrir oftar en einu sinni að plássið kláraðist með þeim afleiðingum að ekki var hægt að setja inn fleiri myndir.
Hvað varðar notendaupplýsingar fyrir MySQL grunninn (og þ.a.l. phpMyAdmin) þá benti ég strax í upphafi á hvar þær væri að finna og því kemur á óvart að þið þyrftuð að setja upp eigin útgáfu af phpMyAdmin. Það hefði átt að vera ljóst að færsla gagnagrunnanna yrði vandaverk frá upphafi, enda um þrjá aðskilda grunna að ræða (fréttir, vefspjall + auglýsingar, myndaalbúm). Þegar þið höfðuð samband við mig bauð ég ykkur strax í upphafi ráðgjöf við færslu síðunnar og grunnanna sem þið voruð fljótir að afþakka.
Það kemur lítið á óvart að ISNIC hafi verið til vandræða. Ástæðan fyrir því er sú að þegar lénið f4x4.is var skráð árið 1998. Á þeim tíma var það Internet á Íslandi (INTÍS) sem sá um skráningar léna. Sú skráning var öll á pappír og því þau gögn (login/password o.fl.) sem þarf til að flytja lén milli DNS þjóna ekki enn komin til sögunnar.
Ég er ósammála þér Helgi með að erfitt sé að halda utan um efni síðunnar. Öll gögn í grunnunum þremur eru formuð með skipulag og keyrsluhraða í huga, á 3. normalformi og með indexa á öllum dálkum sem notaðir eru í tímafrek lookup og join. Hins vegar er kóðinn sem keyrir síðuna sjálfa erfiður viðhalds, þar sem hann er skrifaður í Visual Basic. Visual Basic var barn síns tíma en telst varla alvöru forritunarmál í dag þar sem það skortir hlutbundna forritun.
Gangi ykkur vel við verkið.
Kveðja,
Sigfús
03.12.2004 at 20:39 #509968Jájá ég skil þetta allt ….. niðritíminn er … öruglega vondur, skárra að vera uppi. mysql … sennilega læsing að aftan í patrol …. dns … er það ekki stýristjakkur í Hilux ?? Eða er þetta nafnið á nýja sigkatlinum við Grímsvötn ???? Neinei ég seigi bara svona … Brosa strákar og stelpur … halda áfram að hafa gaman að þessu :c)
03.12.2004 at 21:03 #509970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
svona á þetta að vera. Ég skil ekki hvað menn þurfa að gera mikið mál úr þessu. Menn sem eru í þessu vita hvað er að gera og hvernig svona hlutir eiga að eiga sér stað.
en Sigfús.. datt þér vikrilega í hug að ég mundi greiða þér 12500 krónur á klukkutíma fyrir flutninga á vefsíðu. Nei ég afþakkaði því nú. En mér fannst samt skrítið að ég komst ekki inn á PHPMyAdmin með þeim upplýsingum sem þú þafst mér. Þess vegna fór ég þesa löngu leið. ég fékk í sí og æ incorrect password. En samt virkaði það þegar ég tengdist síðan með PHPmyAdminu hjá okkur 😀
Allavega, skaði er skeður en menn lifa enn. Ef ekki betur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.