Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › týndir jeppar
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Magnússon 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.03.2005 at 12:50 #195718
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2005 at 18:18 #519502
Sem hjálparsveitarmaður og maður sem ferðast hef á fjöllum vil ég benda mönnum á að fara ekki að reyna ganga langar vegalengir í snjó nema þeir viti hvað þeir eru að fara útí.
Ef menn eru ekki vanir að ferðast í snjó án þess að sitja í bíl eða á sleða eru menn almennt betur settir við ökutækið þar sem menn hafa skjól og útbúnaðurinn þeirra er heldur en einhverstaðar út í viðáttunni.Miklu meiri líkur eru á að maður og bíll finnist en maður.Ef menn eru fjarri byggð ættu menn ekki að leggja af stað nema þeir séu með útbúnað til göngu, gallabuxur og kuldagalli henta ekki nema til að fara út og hleypa úr alls ekki til göngu uppá marga kílómetra eða jafnvel tugi kílómetra. Gerið ykkur grein fyrir því að ef að fjarlægðin til byggða er farin að hlaupa á tugum kílómetra verðið þið örugglega eitthverja daga á leið til byggða.Góðar stundir
Kristjón
22.03.2005 at 18:56 #519504
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að horfa á fréttirnar á Stöð 2.
Þvílíkir hrokagikkir þessir krakkar! Bara spennandi, segja þau. Vona að landinn fari ekki að halda að fjallamenn séu almennt svona vitleysingar.
22.03.2005 at 19:40 #519506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja við skulum ekki fara úr límingunum yfir þessu óheppna ferðafólki þetta er ekki fyrsta fólkið sem björgunarsveitir leita af og ekki það síðasta, það eina sem ég tel alvarlegt eru fjarskiptamálin, enn ekki gleyma því að nmt og vhf hafa ekki alltaf virkað á vissum stöðum svo látum það liggja a milli hluta þeim varð ekki kalt með nóg af mat og greinilega vissi einhver af þeim þar sem leit hófst í gær, þannig að einhver hefur látið vita, að keyra blindandi eftir gps er erfitt og stórhættulegt enn það þarf stundum að gera það og auðvitað beitir maður rúmlegum skynsemis skammti við þann akstur. björgunarsveitir þurfa að fá reynslu í svona viðamiklum leitum þar sem fleiri hundruð manna og tugir farartækja taka þátt í leitinni því oftar sem við þurfum að leita svona leitir því betur vinnur leitarvélin þegar alvarleikin tekur við og er eg nokk viss að öllum þeim sem koma að þessu starfi er nokk saman um nokkra olíulítra og vinnufrí til að fá þessa reynslu. finndist mer rett að stjorn klúbbsins hafi samband við þetta fólk og bjóði því að ganga í klúbbinn ef það er ekki nu þegar félagar.
kv Agnar.
22.03.2005 at 20:01 #519508Sælir félagar
Ég tek undir með stjon eins og hann réttilega bendir á ekki fara frá bílnum þar er skjól og næsta öruggt að bílinn finst nokkuð flótt eftir að leit hefst og svo held ég að þó að langt sé síðan ég fór í síðustu leit hafi það ekki breist neitt að björgunarsveitarfólk er ekki að telja eftir sér að mæta í útkall og margir fórna glaðir kaupi og tíma og leggja fram olíu og bensín á tæki sem þeir skaffa sjálfir og oftar en ekki gleyma þeir að leggja fram nótur fyrir slíkum kostnaði, Þökk sé björgunarfólkiOg sá sem ekki kann á áttavita er illa staddur ef tæknin bilar old school eða ekki
Kv Klakinn
22.03.2005 at 20:24 #519510Æi, ég held að við höfum öll einhverntíma gert vitleysur í ferðalögum okkar. Ég var að rifja upp í huganum fyrstu tilraunir mínar og bróður míns í jeppaakstri fyrir nærri hálfri öld. Hálfhræddur er ég um að margt af því þætti ekki góð latína í dag. En við vorum reyndar kynslóðin, sem gátum ekkert lært af reynslu annarra, við vorum að búa til reynsluna hvað ökutækin varðaði a.m.k. Það má hinsvegar til sanns vegar færa að fyrirhyggja varðandi ferðir og ferðaundirbúning er á svipuðum nótum hvort sem ferðast er fótgangandi eða á jeppa. Nóg um það, mig langar til að taka undir með formanninum með hvað brýnt er að hafa kort og kompás og kunna að nota hvorutveggja. Við getum svo sem sloppið ferð eftir ferð með GPS tækið eitt og sér, mikil ósköp. En mér er minnisstætt þegar kennari minn í siglingafræði svaraði einum nemendanna sem vildi meina að of mikið væri lagt upp úr leiðrreikningi og kompása- og kortavísindum. "Mikið áttu gott að geta alltaf treyst því að tækin bili aldrei hjá þér, rafmagnið fari aldrei og ekkert klikki". Ekki treysti ég mér til að ferðast nema að hafa gott kort og ´vel stilltan kompás. Hvort sem er á sjó eða landi.
22.03.2005 at 20:35 #519512Svar Amen
22.03.2005 at 21:12 #519514
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú kannski ekki málið að fara á límingunum yfir þessu öllu saman.
En flott framtak hjá formanni klúbbsins að koma fram í fréttum og leggja áherslu á það að fjarskiptatæki eru nauðsynleg í svona ferðalögum (vhf, nmt, ssb). Það sem að ég vildi aðalega benda á er það að einmitt á svona stundum á að koma því að að fólk eigi ekki að fara svona illa búið á fjöll. Svona forvarnarstarfsemi er bara góð auglýsing fyrir okkur 4×4.En þar sem að ég hef aðeins kynnst björgunarsveitarstarfi þá get ég fullyrt eitt að þegar að svona heimsku fólki er bjargað eins og þessum krökkum, sem að hefði ekki þurft að bjargar ef að þau hefðu kynnt sér útí hvað þau voru að fara, þá finnst manni ekki þess virði að taka launalaust frí og eyða peningum björgunarsveitarinnar.
Þau verða væntanlega aðeins búinn að kynna sér málið næst og við vonum að það séu ekki allir krakkar á tvítugsaldrinum svona kærulaus, allavega hef ég ekki náð að láta leita að mér þrátt fyrir að hafa byrjað að ferðast töluver fyrir þann aldur.
Kv. Baldur
22.03.2005 at 23:21 #519516hvernig getur þú fullirt að krakkarnir séu heimskir
þú hlýtur að vera svona klár að þegar þú tókst þá ákvörðun að fara að ferðast um hálendi landsins að forgangs tækin voru ssb og lóranc og þegar það var komið í hús þá var hægt að fara að aka um suðurlandsundirlendið á volgu 72 og leita að ford 42 helst í sléttum skiftum volgunaþú ert nú svo skinsamur og LITRÍKUR maður
KV Ragnar
23.03.2005 at 04:01 #519518Alltaf gaman að heyra í þessum spretthörðu.
Öll höfum við nú byrjað einhversstaðar og eflaust eiga mörg okkar reynslusögur þar sem hurð skall nærri hælum og litlu mátti muna að við lentum í svipuðum aðstæðum og þessi ungmenni. Þó að ég ætli ekki að verja tilsvör þessara óheppnu ferðalanga í fréttum, verðum við þó að gera okkur grein fyrir því að hér er um mjög ungt fólk að ræða sem er snarað fyrir framan hljóðnemann, eflaust örþreytt eftir langt og strangt ferðalag, jafnvel hálfskelkuð á öllu tilstandinu. Án þess að það komi þessu máli beint við má líka benda á að það þarf hvorki að leita víða né lengi til að finna einkennileg viðtöl í fréttum.
Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar séu allra góðra gjalda verðar er ekki laust við að manni finnist viðbrögðin á köflum svolítið öfgakennd og úr takt við tilefnið, s.k. "overkill" og við skulum heldur ekki gleyma því að þar á bæ er ekki alveg óþekkt að menn séu að leita að og bjarga hvor öðrum án þess kannski að það fari jafn hátt. Með fjármál björgunarsveitanna ætla ég ekki einu sinni að eyða orðum í.
En allavega, allir heilir og reynslunni ríkari.
Friðrik
R 186
23.03.2005 at 09:39 #519520
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað er "hæfilegur" viðbúnaður að þínu mati, fyrst þér finnst viðbrögð Björgunarsveita vera "overkill" eins og þú orðar það ? Ef það hefðu farið færri af stað, og krakkarnir hefðu EKKI fundist strax, hefðir þá ekki einhverjir gagnrýnt Landsbjörgu fyrir að senda ekki nóg af mannskap ? Það ætti kannski að stofna nefnd innan f4x4 til að leiðbeina Lögreglu og Björgunafólki hversu mikið er of mikið, og hversu lítið er of lítið….. A.M.K. sér maður nóg af vangaveltum hér á spjallinu í hvert sinn sem minnst er á leit…
Pilko, tilvonandi félagsmaður í f4X4
23.03.2005 at 10:10 #519522Þeir sem eru að tjá sig hér á þessu spjalli, eru að segja sínar skoðanir, en ekki skoðanir F4x4. Það er skiljanlegt að menn hafi mismunandi skoðanir á þessu máli, en formaður 4×4 kom í fréttir í gær og benti á nauðsin þess að vera með fjarskiptatæki í svona ferðalögum. Vhf stöð hefði skipt sköpum þarna, enda Bláfellið með sinn endurvarpa þarna rétt hjá, og hægt að tala um allar sveitir með honum.
Góðar stundir
23.03.2005 at 10:15 #519524Hvernig er það, er LHG ekki örugglega með einhverja af tíðnum okkar í sínum stöðvum?
Þó svo að það séu haugur af stöðum þar sem ekki næst VHF samband við endurvarpa, þá ætti nánast alltaf að nást samband við flugvél eða þyrlu sem er á flugi yfir sama landsfjórðungi.
kv
Rúnar
23.03.2005 at 10:39 #519526Sæll Pilko
Það sem ég á við þegar ég segi að á köflum hafi maður það á tilfinningunni að viðbrögðin séu öfgakennd á stundum, er að það sé kannski ekki þörf á að virkja í byrjun mannskap sem talinn er í hundruðum í aðgerðum sem þessum. En það er rétt hjá þér, það má líka segja ef…
Ekki ætla ég að taka þátt í því með þér að gera lítið úr félagsmönnum f4x4 og þekkingu þeirra þegar kemur að málum tengdum hálendisferðum, þeir hafa oft reynst drjúgir við bæði leit og björgun á hálendinu.
Þessar vangaveltur hér á spjallinu eru bara af hinu góða á meðan skynsemismarka er gætt, menn fræðast, upp koma hugmyndir o.sv.fr. Á íslensku kallast þetta skoðanaskipti. Nú ef menn eru eitthvað pirraðir á því, þá er þeim í sjálfsvald sett að sneiða hjá þessum umræðum.
Með kveðju,
Friðrik
R 186
23.03.2005 at 11:12 #519528Hlynur bendir réttilega að svæðið þar sem bílarnir fundust er undir Bláfelli þar sem fyrsti VHF endurvarpi 4×4 er staðsettur. Nú var vitað fólkið væri með CB stöð, þá vaknar spurningin, eru tæki til samskipta á CB í þyrlunni, var reynt að nota þau?.
Hefði það skipt máli í þessu tilfelli ef menn vendu sig á að stilla CB stöðvar á uppkallsrás? Í USA er 9 stöðluð uppkallsrás, ég heyrt að hér hafi rás 6 verið notuð sem slík.
23.03.2005 at 11:25 #519530
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég var á Hveravöllum kl 18 sunnudaginn örlagaríka og fór norðuraf,aldrei sáum við bílana sem segir að þau fóru strax villigötur frá Dúfunesfelli.Við vorum að koma úr Gæsavötnum þetta var bara krapasull og vestnaði hratt,svo ef einhver skinsemi hefði verið í krökkunum þá hefðu þau átt að snúa við strax við Dúfunesfell útsýnið þaðan var BLÁTT.
23.03.2005 at 11:33 #519532Mér finnst ókurteisi og/eða hroki að tala um börn eða krakka í þessu samheingi þetta er jú fullorðið fólk. Hitt er svo annað mál hvort einhver sé að slíta barnskónum í jeppasportinu.
Elvar
23.03.2005 at 14:44 #519534
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll 4R
Það er mér ekkert eins fjarri og að gera lítið út félagsmönnum f4x4, því þar þekki ég marga mæta menn sem eru án efa með færustu jeppa/ferða mönnum sem ég þekki, og ber ómælda virðingu fyrir sem slíkum. Ef ég hef á einhvern hátt látið í veðri vaka að ég væri að gera lítið úr félagsmönnum f4x4, þá biðst ég innilegrar afsökunar. Eins er ég viss um að reynsla þeirra sé ómetanleg þeim aðilum sem vinna við þetta, þ.e.a.s. leit og björgun, enda veit ég að f4x4 er með sína eigin Björgunarsveit og fáir sem þekkja betur til aðstæðna á fjöllum en þeir. En það sem fer í "pirrurnar" á mér eru yfirlýsingar einstaklinga sem fljótir eru að gagnrýna opinberlega, aðila sem gefa vinnu sína og oft á tíðum eigin fé til að standa í þessu. Þar þekki ég marga sem í því standa, þá skil ég vel sjónarmið Björgunarsveita að senda strax "nóg" af mannskap, til að freista þess að stytta leitartíma sem mest má. Þ.e.a.s. ná sem mestri yfirferð á sem skemmstum tíma svo menn komist aftur heim til ástvina og fjölskyldu.
Jæja, ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, en vil benda á að mörgum svíður svakalega að fá ekkert að heyra nema neikvæða gagnrýni í hvert sinn sem þeir fórna frítíma sínum og einnig taka sér frí frá vinnu vegna útkalla.MNeð kveðju,
Pilko, tilvonandi félagsmaður í 4×4.
24.03.2005 at 02:02 #519536Eftir því sem ég best veit þá er farið eftir ákveðnu útkallskerfi hjá björgunarsveitum og fer það eftir stærð svæðis og mati á aðstæðum ásamt því hversu mikil alvara er á ferðum og í þessu tilviki var leitað bæði sunnann og norðan þannig að má segja að lágmarks mannskapur hefur verið kallaður út að mestu leiti undanfarar og tækjaflokkar þannig að síst var um overkill að ræða heldur kalt mat á aðstæðum og margra ára reynsla stjórnenda sem eru fyllilega starfi sínu vaxnir og eflaust hafa eitthverjir nýliðar farið með til þjálfunar
Svo við skulum ekki gagnrýna sveitirnar of harkalega hver veit hvenær maður þarf á þeim að halda og eftirminnilegt er í velheppnaðri leit gleðin og þakklæti þeirra sem bjargað er og aðstandenda og ég veit að fyrir flestalla sem að þessu koma eru það bestu laun sem hægt er að fá
Kv Klakinn
24.03.2005 at 02:05 #519538Elvar ég skal ekki segja um aðra en mér finnst börnin mín vera enn börn þó að yngsta sé 25 og sé enga ókurteisi eða hroka í því
Klakinn
24.03.2005 at 04:08 #519540
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Veistu að það er fínt að setja punkta reglulega inn í setningar hjá sér, greinilega hef ég tekið meira eftir í skóla og annari kennslu en þú. Samt var ég ekki búinn að fá bílpróf þegar að Lóran C var úrhelt.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.