This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2007 at 00:11 #199887
er eitthvað vitað hvaða hópur þetta er og eru allir talstöðvarlausir?
hver er þessi eini og hvaða fífldirfska er að fara einn í svona veðurspá á jökul?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2007 at 22:36 #584086
Varðandi kostnað við björgun þá væri það algerlega út í hött að fara að láta menn borga kostnað eða hluta af honum. Eins fékk ég símtal í dag frá blaðamanni sem spurði mig hvort ekki væri réttast að sekta þessa aðila sem var leitað að um helgina… Þvílíkt bull
En varðandi kostnað sem fellur á ríkið þá tala menn um kostnað vegna þyrlna. Þegar við fengum heimboð til LHG fyrir nokkrum árum þá var okkur sagt að þyrlusveitin fengi peninga fyrir ákveðið mörgum flugtímum á ári óháð útköllum. Og okkur var líka sagt að þeir notuðu alla sýna tíma – ef það væri ekki útkall þá færu þeir í sendiferðir eða almennar æfingar. Þannig er enginn aukakostnaður fyrir ríkið þó svo að allar þyrlurnar fari á loft og leiti – það er þegar búið að borga flugtímann…
Þess vegna hvöttu þeir hjá gæslunni okkur til að kalla út þyrluna ef við teldum minnstu þörf á – allavega láta kostnaðinn ekki stoppa okkur.
Hins vegar veit ég nokkur dæmi þess að menn hafi verið í vanda staddir en ekki hringt í 112 til að forðast fjölmiðlasirkusinn og fordómana sem virðast fylgja því að hringja eftir aðstoð. Röflið og bullið í kringum þetta er orðið það mikið að ég er algerlega klár á því að ef að ég lendi í þannig aðstöðu að þurfa á aðstoð að halda þá hringi ég frekar í félagana heldur en 112, allavega ef að ekki er um slys á fólki að ræða, enda eru félagarnir margir hverjir á mun öflugri bílum en björgunarsveitirnar eiga og reyndari í að nota þá.
Ég tek þó fram að með þessu er ég ekki að setja út á björgunarsveitirnar og þeirra starf – enda það á heimsmælikvarða og verður þessum mögnuðu sjálfboðaliðum seint þakkað fyllilega fyrir sitt framlag. Það er fjölmiðlasirkusinn og röflið í sófariddurunum sem er að skemma fyrir.
Benni
12.03.2007 at 22:58 #584088
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg er það magnað að þegar aðgerðir sem þessar á líðandi helgi koma upp þá dúkka upp lið sem vill rukka og setj boð og bönn.
Ég sem starfandi björgunarsveitarmaður og hef verið sem slíkur frá 16ára aldri (er orðinn nokk eldri í dag) þá veit ég að það eru síst björgunarsveitarfólk sem kvarta yfir kostnaði aðgerða, meirað segja fá þeir aðstoð sem eru í bullandi samkeppni um flugeldaaurana hjálp.
Þetta snýst ekki um peninga, þetta snýst um kikkið og að hjálpa náunganum, en það eru bara allnokrir sem halda að bjsv séu bara leikarafélag á opinberufé. það er rangt!
En það sem sýr að ferða fólki sem lendir í ógöngum og þarf á aðstoð að halda þá ekki hika við að kalla út bjsv sveitir og halda kyrru fyrir.
kv Siggi g
12.03.2007 at 23:02 #584090Fréttatilkynning.
Nýtt félag verður stofnað á næstunni.
"Saumaklúbburinn 4×4". Meðlimir eru fyrrum meðlimir í FERÐAKLÚBBNUM 4×4 en samkvæmt því sem fram kemur á vefspjalli 4×4 þótti sumum þeirra ferðalög á Íslandi vera orðin of hættuleg. Veðrið væri óútreiknanlegt og Siggi stormur ekki alltaf sannspár.Meðlimir saumaklúbbsins eru því hættir að fara út úr húsi. Þeir eru samt duglegir við að stoppa í sokka, súpa te og hanga á netinu. Þar gera þeir sitt besta til að koma vitinu fyrir aulana sem voga sér út úr húsi yfir vetrartímann.
Þegar vorar og ef veðrið verður gott má reikna með nýstárlegri jeppadekkjablómasýningu félagskaparins, enda hafa jeppadekkin nú fengið nýtt hlutverk – sem blómapottar.
12.03.2007 at 23:35 #584092Tek heilshugar undir með Benna. Þolmörk manna á fjöllum eru mjög mismunandi.Það sem einn telur vera hættu telur annar enga hættu á ferðum(margoft rekið mig á það þegar ég hef ferðast með fólki).
Ef fólki finnst sér og sínum ógnað á einhvern hátt þá kallar maður á hjálp svo einfalt er það, Það er ENGIN skömm að því,
hvort sem það eru félagarnir sem koma eða björgunarsveitirnar. Sem betur fer er það enþá þannig að maður hefur maður frjálst val í hvern maður hringir eftir aðstoð eins og maður hefur líka ferðafrelsi og frelsi til að áhveða sjálfur hvort maður leggur af stað í ferð eða ekki.
Persónulega myndi ég kalla á félagana því ég einfaldlega treysti þeim betur,með fullri virðingu fyrir björgunarsveitunum, þær standa sig vel.
Kveðja,
Glanni.
13.03.2007 at 08:55 #584094Ég vil byrja á að taka það fram og þeir sem lásu pistilinn minn ættu að vita að ég var ekkert að tala um björgunarsveitir í sambandi við peninga. Ég starfa sjálfur með björgunarsveit og veit hvernig það apparat gengur fyrir sig. Ég sagði það í pistlinum að ég væri andvígur sektum og að fólk væri látið borga fyrir björgunaraðgerðir og gagnríni mín beindist ekki að atburðum liðinnar helgar eins og ég vona að hafi komið skýrt fram. Það sem ég vill meina er að það þarf að breyta hugsunargangi fólks sem fer vanbúið á fjöll því það er ekki í lagi. Ég er ekki að beina því að þessum klúbbi og vill ekki halda því fram að félagar hans séu ekki með sitt á hreinu. Ég vildi hinsvegar koma umræðu af stað hér hvort við gætum ekki, þau sem eigum hagsmuna að gæta, lagt eitthvað ef mörkum svo þeir sem ekki vita betur geti lært. Eins og þið segið sjálf er slæm umfjöllun byrjuð að letja fólk til að kalla á aðstoð og er það mjög slæmt mál sem samtök hagsmunaaðila verða að hugsa um. Ég er sannfærður um það að við getum með því að láta í okkur heyra að við viljum að eitthvað sé gert, hvort sem er fræðsla eða annað og hvort sem við gerum það sjálf eða ekki, breytt áliti almennings til hins betra og aukið öryggi þeirra sem vilja ferðast á fjöllum.
13.03.2007 at 23:52 #584096Ég fór á fjöll á laugardaginn ásamt góðum félögum. Ég horfði á spánna á föstudagskvöld og las spánna í Fréttablaðinu á laugardagsmorgun og hlustaði á fréttir, spáin var svona orðrétt í einum miðlinum.
Hvasst í kortunum. Framan af deginum verður hæglætisveður á landinu. Á hinn bóginn nálgast okkur djúp lægð með hvassviðri og sumstaðar stormi á sunnan og vestanverðu landinu í kvöld. Komandi nótt verður víða hvasst. Lægðakomunni fylgja hlýindi, fyrst syðra. Norðan til verður hitinn hins vegar um eða undir frostmarki í dag. Sigurður þ. Ragnarsson fréttablaðið laugardaginn 10 mars 2007.
Við fórum snemma upp á Langjökul vel búnir. Ég var með teppi, þrjá svefnpoka og mat fyrir að minnsta kosti til þriggja daga. Við vorum á leið niður kl 15:00 þegar allt í einu skellur á bandvitlaust veður en við komumst sjálfir niður hjálparlaust enda voru þessir þrír bílar vel búnir.
Við komumst niður í skálann Jaka kl 2000 eftir aðeins 12km frá þeim stað er við snerum til baka. Við áðum í 3 tíma niður í Jaka í bílunum og það væsti ekki um okkur. Veðrið var það vont að þegar ég fór út úr bílnum til þess að bæta í dekkin þá varð ég að halda mér í allt sem ég gat haldið mér í (Ég er 100 kg) , ferðafélagi minn í næsta bíl sem er um 65 kg hann varð að skríða til mín á móti veðrinu. Ég var í vetrarfjallgöngufatnaði í buxum frá 66 með rennilás á hliðum og þykkan franskan yfir. Viti menn þegar ég kom inn í bíl þá var snjór kíttaður á milli renniláss og franska allir vasar og vit kjaftfull af snjó. Það keyrið framhjá okkur snjóbíll í svona 5 til 10 metra fjarlægð á leið upp á jökul til þess að bjarga einbíla jeppa, við tókum aldrei eftir honum en hann sá okkur. Snjóbíllinn kallaði í okkur í gegnum vhf stöðvarnar og spurði hvort það væri ekki allt í lagi með okkur, við hváðum svo vera við værum að bíða aðeins af okkur veðrið. Kl 23:00 höldum við svo áfram. Ég þurfti að keyra niður fyrir einn ferðafélagann til þess að reyna að spila hann upp. Bíllinn hafði farið örlítið útaf veginum og festi sig þar en eftir rétt rúman klukkutíma þá komst hann ekki út úr bílnum nema að skrúfa niður rúðuna og brjóta snjó frá bílnum. Við að reyna að komast að honum þá festi ég mig en þriðji bíllinn dró mig upp og svo spilaði ég fasta bílinn niður brekkuna með annan bundinn í mig. Í bílunum var vhf gps nmt skóflur drullutjakkur spottar spil sjúkrakassar slökkvitæki startkaplar olíur og fl. verkfæri loftdælur teppi svefnpokar og nægur matur og allt vanir snjómenn.
Við komum heim kl 2:30. Eftir smá basl en skemmtilega ferð án þess að þykja hjálp. Ps . Ég vona að þið lesið spánna vel hér að ofan. Við vissum hvað við vorum að fara útí og vissum vel að veður getur breyst eins og þarna gerði.Við skulum ekki dæma fólkið sem var upp á jökli og ætlaði að ná heim fyrir kvöldið. Veðrið var fyrr á ferð en spáð var.
Kveðja
Trausti sem búinn að ná sér í meiri reynslu en í gær og vonandi ennþá meiri reynslu í framtíðinni.
14.03.2007 at 00:35 #584098sælir
Það er nokkuð magnað að heyra þetta því ég var staddur við Jaka á hádegi við annan bíl að hleypa úr á laugardeginum og brunaði síðan áleiðis upp á jökulinn með nokkra vini mína frá útlöndum. Þar sem skyggni var nú ekki gott og von var á verra veðri þá ákváðum við að stytta ferðina og skelltum okkur niður í Jaka aftur og síðan áleiðis niður í Húsafell um kl. 14. Allan tíman var veðrið fínt og grilluðum við niðri við Hraunfossa og lögðum af stað í bæinn kl. 16:30 í fínu veðri (á þeim tíma hafið þið væntanlega verið komnir í ansi mikinn barning). Ekki varð ég var við að veðrið versnaði fyrr en ég kom í Borgarnes en þar skall á kafaldsbylur sem við keyrðum út úr undir Hafnarfjalli. Á Kjalarnesi var svo komið hífandi rok með ansi hressilegum kviðum.
Greinilega misjöfn upplifun þennan daginn á jöklinum.
kv
Agnar
14.03.2007 at 16:30 #584100
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta erindi barst Vefnefnd varðandi þennan þráð. Rétt að taka fram að spjallið er opið öllum sem virða skilmála síðunnar.
ÓE"Mér sýnist ég ekki geta tekið þátt í spjallinu þar sem ég er ekki félagi í 4×4. En málið er að ég tók þátt í þessari leit með bjsv. Ok í Reykholti. Snemma um kvöldið fengum við beiðni um aðstoð við bíl sem var fastur á Langjökli og fóru 2 menn á snjóbíl að sækja hann. Sú ferð gekk mjög hægt vegna veðurs. Rétt fyrir 23 kom útkall vegna 3 vélsleðamanna sem ÆTLUÐU á jökulinn. Við í bjsv Ok fengum aldrei útkall vegna jeppanna sem mest hefur verið rætt um og tókum ekki þátt í leit að þeim. Ég hef tekið þátt í mörgum leitum að bæði sleða og jeppamönnum og ef ekki hefur verið um slys eða bilun að ræða hefur þetta nánast undantekningalaust verið fólk sem hefur farið á jökul án fjarskipta eða gps tækja. Það er svoleiðis vitleysa sem björgunarsveitirnar eru að gagnrýna en ekki að mann fari af stað þó spáin sé ekki góð ef þeir eru með góðan búnað og kunna á hann. Mér finnst þetta verða að koma fram í umræðunni"
Kv. Bjarni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.