This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2007 at 00:11 #199887
er eitthvað vitað hvaða hópur þetta er og eru allir talstöðvarlausir?
hver er þessi eini og hvaða fífldirfska er að fara einn í svona veðurspá á jökul?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2007 at 00:13 #584046
Fróðlegt væri að kryfja fjarskiptamál helgarinnar. Svo virðist sem fjarskiptasamband við ferðamenn í vanda á Langjökli hafi verið bágborið. Getur einhver sem þekkir til frætt okkur um þetta? Voru menn ekki með fjarskiptabúnað (101 lið?) eða er önnur skýring ?
Vel búnir og vanir menn eiga ekki að vera í vanda við erfiðustu aðstæðu á fjöllum. Ég sé ekkert að því þó að þeir sem ráða við þessar aðstæður reyni sig þær.
Með lélegum fjarskiptum skapast óþarfa óvissa um ástand og stöðu mála, jafnvel þótt ekkert ami að. Það getur endað með óþarfa björgunarleiðöngrum.
Hins vegar eiga þeir sem ekki hafa til þess reynslu og búnað ekkert erindi á jökul í veðurspá eins og var fyrir þessa helgi.
Hvernig væri nú að skoða aðeins hverjir voru á ferð og hvernig þeir voru útbúnir áður en við drögum of miklar ályktanir ?
Snorri
R16
12.03.2007 at 00:46 #584048Ég verð að segja að mér og reyndar flestum öðrum sem voru uppi Setri í morgun að hlusta á fréttir kl 10 (takk fyrir útvarpið Suðurnesjamenn) fannst mjög sérkennilegt að heyra af fimm týndum jeppum á Langjökli. Nú veit ég svo sem ekki hvað olli því að farið vara að leita að þessum mönnum, en á þessu svæði er fínt NMT samband og VHF næst einnig í allar áttir. Þannig að væntanlega hafa menn þá verið ansi vanbúnir ef þeir hafa ekki haft þennan búnað. Ég trúi því svo ekki að í fimm bílum hafi ekki verið a.m.k. einn með gps eða áttavita.
Svo að veðrinu – Jú það er rétt að það var spáð leiðindaveðri um helgina – en ganga þær spár alltaf eftir ?
Ég fór á fjöll og á því svæði sem ég fór um var spáð 18 – 23 m/s og ofankomu. Það varð verst um 10 – 15 m/s og skafrenningur og smá él – Sem sagt leiðinda veður en ekkert að því að ferðast í því. Við fengum líka bjartviðri og hægan vind þó því hafi ekki verið spáð….Nú svo er það þannig að ef að menn eru vel búnir og hafa reynslu til að takast á við vond veður á fjöllum þá er bara ekkert að því að fara í ferðir. En þá verða menn líka að vera undir það búnir að dvelja í bílunum og hafa fjarskiptatæki sem virka – og eiga ættingja sem fara ekki á límingunum ef menn eru nokkrum tímum… eða dögum of seinir heim.
12.03.2007 at 01:06 #584050ég er alveg hjartanlega sammála Benna. Ef þú hefur reynsluna. útbúnaðinn og áhugann. þá finnst mér ekkert að því að fara af stað.
Ath. þegar þú leggur af stað þá ertu búinn að ákveða að þú viljir takast á við að vera blautur, kaldur og ósofinn að moka bílinn þinn uppúr einhverjum krapa pittinum. Og já og þú ert búinn að ákveða það að þú ætlir að hafa gaman að því líka. 😉
En ég hef lent í þessu með ættingja fyrir nokkrum árum, (einhverjir sem voru með mér í ferð) og það var ekki skemmtilegt þegar maður ræsti bílinn eftir að hafa sofið lítið og kveikti á nmt símanum að fá hringingu frá fullt af björgunarsveitarmönnum sem voru að leita í vitlausum landshluta af okkur, og höfðu verið kallaðir út um nóttina á svipuðum tíma og við fórum að lúra, semsagt stuttu eftir að allir hringdu heim og létu vita af sér.
við vorum á leiðinni milli gullfoss og skjaldbreiðar.
og fengum okkur að lúra í neiðarskíli rétt vestan við hlöðufell. Þarna voru allir hressir og kátir, við vorum að ösla krapa í rigningu og smá vindi… það gekk hægt en það gekk þó. og hefði ekki tekist ef við hefðum ekki verið fleiri en einn með smá bras reynslu.Góða nótt
Kv. Bassi
12.03.2007 at 12:50 #584052Ég var í einum af þremur hópum sem hjálparsveit kom til aðstoðar á Langjökulssvæðinu. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hjálpina og allt sem þeir lögðu á sig fyrir okkur. Í okkar tilfelli hlustuðum við á veðurspá og reyndum að miða heimför við hana eftir skíðaferð á Kaldadal og ætluðum að koma okkur burt á jeppunum (Ranger 36 Pajero 38) fyrir væntanlegt vonskuveður. En því miður lögðum of seint til baka. Veðrið var að byrja að skella á þegar við komum að bílunum rétt fyrir fjögur. Ókum eftir GPS trakki á Kaldadalsvegi í suðurátt að Uxahryggjavegi en allt kom fyrir ekki. Við réðum ekki við aðstæðurnar í brekkunni rétt fyrir sunnan grindarhliðið og festist annar bíllinn þar ansi illa. Reyndum árangurslaust að losa hann. Seinna skóf að honum þannig að eftir nokkra tíma þurfti að skríða út um glugga ef menn vildu hjálparlaust út. Við vorum með flest það helsta sem menn eru með á fjöllum og annar bílstjórinn með þó nokkra reynslu en þurftum samt að kalla eftir aðstoð sem sem barst fljótlega því hjálparsveitir voru að koma sér á svæðið í leit að öðrum. Aðalástæðan fyrir hjálparbeiðninni hjá okkur var að nokkrir voru orðnir rakir og hraktir og ekki allir með föt til skiftanna og menn treystu sér einfaldlega ekki til að bíða í bílum kannski í heilan sólarhring. Þetta var mikil ferð vægast sagt og góð áminning að sýna íslenski veðráttu meiri virðingu og einnig það þó margir telji að lítið geti stoppað sig með sæmilega stór dekk á jeppanum, góðan hlífðarfatnað og með ágætis tæki þá er það nátturulega ekki svo. Þó svo að við sem vorum í þessari ferð reynum að gera þetta öðruvísi í framtíðinni þá eru útköll hjá björgunarsveitum eitthvað sem erfitt verður að koma í veg fyrir og fyllsta ástæða fyrir ferðafólk og aðra við að standa við bakið á þeim.
12.03.2007 at 12:52 #584054Ég heyrði því það hjá litlum fugli að skýringin á því að þessir jeppar hefðu verið stopp á jöklinum væri sú að þarna hefðu verið saman komnir nokkrir eðal sófariddarar sem hefðu óvænt staðið upp úr sófanum og drifið sig á fjöll áður en þeir hugsuðu sig um. Þegar þeir voru allt í einu komnir upp á jökulinn föttuðu þeir allir í einu hvað þeir voru að gera og misstu kjarkinn og enginn þorði að hreyfa sig. Hvort þetta er satt veit ég ekki en svona er þetta með litlu fuglana.
12.03.2007 at 13:03 #584056Ef þú lest út úr mínu innslagi hér að ofan að ég sé að gagnrýna björgunarsveitir, þá bið ég þig að lesa það sem ég skrifaði aftur og helst aftur eftir það. Ef þú verður enn þeirrar skoðunar eftir endurlestur, kann ég engin ráð, nema þá helst að endurskrifa þetta á ensku? Ég var sjálfur í björgunarsveit á þriðja áratug og þekki af eigin raun, eins og ég reyni að segja þarna, að ef einhver hefur samband og telur líkur á að einhver sé í hættu er farið af stað, frekar vilja menn fara tíu útköll að óþörfu en að sitja uppi með að hafa ekki farið í einhverju tilviki þegar þörfin er fyrir hendi. – Hitt vil ég undirstrika aftur, að menn hafi með sér viðeigandi búnað til fjarskipta, svo hægt sé að láta vita af sér ef menn ákveða að bíða af sér veður, sem oft þarf að gera, hvað sem tækin eru fullkomin. Veðurspár eru nú einu sinni spár og ekkert annað. Þær geta ræst og ekki ræst, á hvorn veginn sem er.
12.03.2007 at 13:04 #584058Sæll Tómas, gott að heyra menn koma fram og miðla af reynslu sinni fyrir okkur hin.
Mig langar samt að spyrja svo við hin getum lært af ykkar reynslu.
Voru bílarnir hættir að ganga eða gengu þeir kaldi orðið og gátuð þið ekki beðið í bílunum þess vegna?
Vantaði eitthvað uppá útbúnað til að geta beðið í bílunum ef bílarnir hafa ekki verið orðnir kaldir?
Kv. Atli E.
p.s. hver vildi vera í björgunarsveit ef það væru engin útköll?
12.03.2007 at 13:43 #584060Ég var einn af þeim sem tóku þátt í leitinni aðfaranótt sunnudags og hef mjög blendnar skoðanir á þeim ummælum sem hér hafa verið lögð fram.
Um leið og ég er hjartanlega sammála því að fólk eigi að taka mið af veðurspám (get ekki samþykkt það viðhorf að spárnar standist aldrei og því þurfi ekki að taka mark á þeim) og haga ferðum sínum eftir þeim – verð ég líka að vera sammála því að fólk með reynslu og góðan útbúnað eigi að geta farið á fjöll í úrkomu og golu án þess að vera kallað óvitar.Veit ekki með ykkur hin en við ferðafélagarnir leggjum stundum úr bænum þó spáin sé slæm og lítum á það sem æfingu. Ef þú ferðast viljandi í slæmu veðri ertu betur undir það búinn þegar það gerist óvart. Hér gildir að mínu mati að taka lítil skref og bæta smám saman við sig, læra af reynslunni og svo framvegis. Ég stefni til dæmis ekki viljandi út í veður sem ég treysti mér ekki til að vera úti í gangandi í einhvern tíma. Hvað útbúnað varðar lærir maður líka mikið á því að vanta hann og nú vil ég til dæmis ekki fara úr bænum nema vera með alklæðnað til skiptana.
…og fólk sem fer í jeppaferðir í gallabuxum og strigaskóm að vetri til á bara að vera heima og horfa á boltann. Punktur.
–
Að þessu sögðu var spáin fyrir helgina ekki bara slæm, heldur mjög slæm. Hvar mörkin liggja fyrir hvern og einn er ekki gott að segja, en í öllu falli var ljóst að þetta var ekki veður fyrir óvant fólk.Jæja, nóg raus í bili.
Aðalmálið er auðvitað að allir skiluðu sér heilir til byggða, hvort sem það var með aðstoð eða ekki. Annað er aukaatriði.Kv.
Einar Elí
12.03.2007 at 14:32 #584062Sæll Atli
Bílarnir gengu ennþá en við litum svo á að við hefðu ekki eldneyti til að láta þá ganga í sólarhring og þá var eftir að koma sér heim. Einnig var undir hælinn lagt hvort þeir aftur í gang ef drepið yrði á vélunum í einhvern tíma. Bíllinn hjá mér er bensín og miðstöðin virkaði fínt en Pajeroinn er með command rail dísel vél og miðstöðin náði ekki að hitna nægilega í hægagangi. Öll vorum við með góðan fatnað. Ætli hver og einn hafi ekki verið í fatnaði upp á 100 þús. kr. + en dugar samt ekki til þegar raki er komin í klæðnaðinn.
Það vantaði alklæðnað til skiptana eða svefnpoka hjá flestum ef átti að sitja hreyfingarlaus inni í köldum bíl. Einnig olíumiðstöð sem myndi ekki klára eldsneytisbirðirnar. Gott hefði verið að hafa dráttarspil líka ef farið væri frekar út í þetta.
12.03.2007 at 14:44 #584064Dagsferðir alltaf alföt til skiptanna, svefnpoki og nesti sama hversu stutt á að skjótast.
Ég hef verið þeirrar skoðunar… og af fenginni reynslu að þegar verið er að fara í vetrarferðir þá á að taka með búnað eins og það sé verið að fara í sólarhringsferð lámark. Auka alfatnaður og alltaf svefnpoki. Hvað varðar mat þá veltur það á því hvað þú telur þig þurfa mikið eða lítið til að komast af í 2-3 daga. Og ef fólk þarf að skipta um bíl á leiðinni þá fylgir þessi pakki manninum… Það er svo snöggt að ske að verða viðskilja þó það sé bara óvart og þá ertu ekki með neinn búnað.
kv. stef
p.s. hef fengið að heyra það hvort ég sé að flytja þegar ég fer í dagsferð.. gott og vel en mér verður þá alla vega ekki kalt á meðan.
12.03.2007 at 18:36 #584066Ég veit ekki hvort er kjánalegra, menn að lasta björgunarsveitum fyrir að sinna starfi sínu eða menn að verja þá hugmynd að fara á fjöll þegar það er kolvitlaust veður….
Jú jú, maður svoleiðis hleður debet í reynslubankann um hvernig skal sitja fastur og kaldur í kolvitlausu veðri einhverstaðar uppá fjöllum með fjölskyldumeðlimi að farast úr áhyggjum.
Persónulega finnst mér skemmtilegast að fara á fjöll í fallegu og flottu veðri ..
Mig langaði inná Gjábakkaveg og þar eitthvað inneftir seinustu helgi, en pabbi gamli kenndi mér að kíkja fyrst á veðurfréttir áður en haldið er á fjöll..Ok ég kann að vera kelling fyrir þessa skoðun mína í augum margra hér, ég er þó skynsöm kelling..
12.03.2007 at 18:39 #584068Nú ætla ég að vaða á hættuleg mið og bið ég fólk um að athuga áður en það svarar að þetta eru einungis pælingar og þarfnast að sjálfsögðu töluverðrar athugunar og bið ég ykkur sem eiga mestra hagsmuna að gæta að skoða þetta með mér.
Finnst ykkur sem ferðast á hálendinu réttlætanlegt að ríkið sé að eyða mörgum milljónum af peningum skattgreiðenda í að leita af fólki sem týnist á hálendinu.
Ég vill ekki tengja þessa hugsun beint við öll atriði liðinnar helgar og þegar ég las grein Tómasar fannst mér ekkert alvarleg að gjörðum þeirra sem lentu þar í vandræðum, nema þá að þeir hafi labbað frá bílunum, (ég gat ekki alveg lesið út úr þessu hvort þið yfirgáfuð bílana og biðst ég forláts ef þið hafið ekki gert það).
Ef ég skildi þetta rétt voru menn þar með góð fjarskipta og staðsetningartæki, gerðu grein fyrir vandræðum sínum, og báðu um aðstoð, gott mál, björgunarsveitir gefa sig út fyrir svona aðstoð og trúi ég ekki að neinn á þeim bænum finnist svona atvik mjög athugaverð þó kannski hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta.
Ég vil minnast sérstaklega á atvik sem átti sér stað í kringum páskana í fyrra þar sem tvær þyrlur, og flugvél landhelgisgæslunnar voru á lofti í lengri tíma þegar leitað var af tveimur vélsleðamönnum sem voru hvorki með staðsetningar né fjarskiptatæki. ég hugsa að fáir geti ímyndað sér upphæðina sem það ævintýri kostaði og virtust þeir sem þar lentu í vandræðum taka þessu öllu saman frekar létt þegar tekið var viðtal við þá eftir að þeir fundust.
Ég vil taka það fram að ég er ekki fylgjandi beinum sektum eða að láta þá sem leitað er af bera beint kostnað en bið ég ykkur um að hugsa aðeins um nokkra hluti sem hægt væri að gera til að mæta kostnaði við leitar og björgunarstarf:
Einfalt tryggingakerfi, borgaðar væru utanvega/hálendistryggingar af þeim sem ætluðu að ferðast um hálendið, ég geri mér reyndar grein fyrir því að það myndi halla á einhvern ef slíkt kerfi væri tekið upp, en eflaust mætta útfæra það með nokkuð sanngjörnum hætti.
Að skilgreindur yrði með lögum lágmarksútbúnaður til fjallaferða, (það væri tilvalið verkefni fyrir þennan klúbb ásamt SL að gera hvort sem færi í lög eða ekki), og myndi það tryggja nokkuð vel að þeir sem lentu í vandræðum á fjöllum gætu gefið upp ástand og staðsetningu á sér og myndi það stytta tíma sem fer í leitir og slíkt og þar af leiðandi minnka kostnað.
Að sett yrði upp námskeið sem þeir sem ætluðu að ferðast um óbyggðir yrðu að taka, (námskeið haldið af f4x4 og SL).
þetta eru Hugmyndir, sumar kannski ónýtar en það er örugglega hægt að gera eitthvað til að vekja vitund ferðalanga. Ég vonast eftir þroskuðum umræðum með lágmarks röksemdafærslu.
Kv.
Sá sem vill að fólk sem ferðist um hálendið hugsi sig þrisvar um áður en það leggur af stað.
12.03.2007 at 19:36 #584070Súkkrules – ég er að langmestu leiti sammála þér, eins og þú orðar þetta. Fer samt ekki ofan af því að með því að færa sig smám saman upp á skaftið öðlist maður mikla reynslu sem kemur manni til góða við alla ferðamennsku. Að ekki sé nú talað um ef eitthvað kemur upp á.
En að ana beint út í brjálað veður er náttúrulega arfavitlaust, hvort sem maður er kerling eða kotkarl.
Annars langar mig að biðja síðasta ræðumann um að gera aðeins grein fyrir þessum milljónum sem ríkið spanderar í leit eins og þá sem fram fór um helgina. Væri fróðlegt að sjá.kv.
Einar Elí
12.03.2007 at 19:36 #584072Ríkið greiðir ekki eftir því sem ég best veit fyrir þessar björgunaraðgerðir nema í þeim tilfellum sem þyrlur, flugvélar eða slíkt sem ekki er rekið af björgunarsveitunum er kallað út.
En er það réttlætanlegt að taka út eina tegund útkalla björgunarsveitanna þ.e. þegar leitað er að fólki á jeppum eða vélsleðum, og láta þá aðila greiða fyrir hluta kostnaðarins eða tryggja sig fyrir þeim kostnaði.
Nú er stór hluti útkalla björgunarsveita vegna atvika sem eru á láglendi t.d. vegna lausra muna sem fara á flakk í roki og má þá ekki segja að fólk eigi að greiða fyrir slíkt alveg eins? Er það ekki gáleysi að ganga ekki sómasamlega frá eigum sínum? Nokkur slys á björgunarsveitamönnum hafa orðið í slíkum útköllum.
Eða þegar fólk lætur sig vísvitandi hverfa af einhverjum orsökum og björgunarsveitir þurfa að leita þeirra, á þá ekki viðkomandi alveg eins að greiða fyrir slíkt? Í þessum tilfellum er um að ræða klárt hugsunarleysi.
Hins vegar er ég hlynnt því að fólk afli sér þekkingar áður en það fer á fjöll og reynslu smám saman. En ég veit líka að það er til fullt af fólki sem hefur hæfni til að takast á við verulega erfiðar aðstæður og hefur ánægju af því.
Ég er andvíg því að það verði sett einhver höft á ferðafrelsi þess, þó svo að veðurspá sé ekki góð. Held að engir sófariddarar séu þess umkomnir að meta fyrir aðra hvaða aðstæður þeir ráða við. Enda þurfum við hæft fólk sem ræður við erfiðar aðstæður m.a. í björgunarsveitir til að björgunaraðgerðir skili árangri þegar á reynir.
12.03.2007 at 20:01 #584074Svo að eitt sé á hreinu að þá fá björgunarsveitirnar ekki krónu í greiðslur frá ríkinu.
Einu þær þóknanir sem þær fá eru niðurfellingar á innfluttningstollum á tækjum sem þær kaupa. Thats It.
Svo er líka gaman að heira í mönnum sem halda að ekkert geti komið fyrir þá. En ef að þeir lenda einhverntíman í vanda og geta ekki komið sér út úr þeim sjálfir hvað þá??? Þrjóskast við og ekki byðja um hjálp??
Bara spyr….
12.03.2007 at 21:26 #584076Helda allavegana að það séu innfluttningstollarnir…….
Gef ekki putta upp á það……
12.03.2007 at 21:50 #584078finnst nú hættulegt að í hvert skipti sem björgunarsveit er kölluð út er svoleiðis drullað yfir mennina sem eru í neyð og allur kostnaður talinn upp hvernig er það ef björgunarsveitirnar eru ekki í útköllum eru þær ekki að æfa,ekki er talinn upp kostnaður við það ‘Eg allavega hugsa mig um áður enn ég hringi í björgunarsveitirnar ef þetta eru móttökurnar frá fólki
12.03.2007 at 22:00 #584080Ég er alfarið á móti því að aðilar í neið þurfi að borga fyrir björgun.
Ég tal það skapa stóra hættu og gæti eflaust endað mjög ílla ef einhver í neið reynir að spar sér pening.
Og oft á tíðum er verra ef beðið er með það að kalla á hjálp þar til á síðustu stundu.
Svo er það líka annað, hver væri svosem borgunarmaður fyrir kostnaðinum sem fyrlgir stórri leit og björgun?
Hvað kostar svona dæmi einns og um helgina?
Ekki vil ég að þetta fari að þróast einns og við höfum séð til sjós t.d þegar Vikartindur strandaði.
Þá vildi skipstórinn ekki hjálp vegna björgunarlaunana sem þyrfti að greiða ef ég man rétt.kveðja
Árni B
12.03.2007 at 22:15 #584082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
við erum buin ad borga fyrir adstoðina því við kaupum öll flugelda hja björgunarsveitunum ekki satt??? þá situr eftir kostnadur vegnar L.H.G og ætli það se ekki öðru eins eytt i vitleysu annarstadar i rikisbatteríinu enn þarna fa allavega flugmennirnir æfingu og flugtíma svo ég held vid ættum ekki að velta okkur of mikid úppúr kostnadinum og einbeita okkur frekar ad ´því að útbreida fagnadarerindið…… að ekki skuli fara vanbuin a fjöll og ganga þannig frá heima fyrir að ekki verði allt brjal þótt madur komi ekki á ´réttum tíma. og það er alveg á hreinu að þessi boð og bönn sem menn hafa talid upp her að ofan er eitthvad sem við viljum ekki að gangi yfir okkur þetta er frjalst land og hverjum og einum er frjalst að fara ferða sinna…… og að 4×4 og SVFL eigi að halda einhver lögboðin namskeid er bara fásinna því það eru ekki allir svo gáfulegir innan beggja þessara samtaka það synir fortíðin.
ferðumst frjáls kv MIKKI.
12.03.2007 at 22:31 #584084Sæll og takk fyrir..
Ég geri ráð fyrir að þú sért meira sammála mér en þig grunar 😉 Ég hef nú farið í ferðir þó verðrið sé ekki uppá sitt besta, eins og þú orðar æfing og reynsla sem þar kemur. Og mér finnst ekkert að því að fara þó vindar blási og skyggni sé lítið, fór nú seinast í þannig ferð (krapaferð littludeildarinnar) og fannst mjög gaman.
En ef ég sé veðurspá eins og seinust helgi stríðir það gegn almennri skynsemi að fara út..
Eins og allir heilvita menn eru væntanlega sammála um…En þó ber að hafa í huga varðandi björgunarsveitarmenn að flestum þeirra finnst gaman að fá útköll og þvælast um fjöll og firnindi svo lengi sem allt endar vel (allaveganna þeir sem ég þekki)
Varðandi sektir ef menn lenda í veseni þá er ég ekki sammála því!!! Alls ekki!!!
Björgunarsveitirnar eru styrktar af okkur ásamt landsmönnum, þar starfa sjálfboðaliðar sem skrá gagngert til þess að lenda í smá ævintýramennsku og fá góðan félagsskap..Ef ég væri fastur á fjöllum í ruglinu og einhverskonar sektarkerfi væri á þá myndi ég frekar verða úti heldur en að borga helv stóra bróður enn einn skattinn eða sektina!!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.