This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2007 at 00:11 #199887
er eitthvað vitað hvaða hópur þetta er og eru allir talstöðvarlausir?
hver er þessi eini og hvaða fífldirfska er að fara einn í svona veðurspá á jökul?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.03.2007 at 00:23 #584006
Ég talaði við einhverja í vhf stöðinni í dag sem voru á Langjökli.
Þá var staðan sú að skyggni var ekkert, færið slæmt og frekar hvast.
Þetta var um 16:30 í dag.kveðja
Árni B
11.03.2007 at 01:14 #584008[url=http://landsbjorg.is/:v609m1ej][b:v609m1ej]Fundnir[/b:v609m1ej][/url:v609m1ej], vélsleðamanna enn saknað.
11.03.2007 at 08:06 #584010Hvernig getur heill hópur jeppamanna týnst á Langjökli. Var enginn með vhf, nmt, gps, irridíum eða, eða var allt í skralli. Hér hlýtur að vera um einhvern misskilning að ræða.
11.03.2007 at 11:29 #584012Þetta eru vanir jeppakallar sem eru á jöklinum, skil ekki alveg hvað hefur klikkað, veðrið er alveg kolvitlaust, var að tala við vélaga mína sem eru að brjótast frá Hveravöllum, skiggni ca 1-2 m.
11.03.2007 at 11:38 #584014Ég myndi nú halda mig í skála í þessu veðri það er ekkert í sem bendir til að veðrið batni fyrr en í nótt.
huglausi gummi
11.03.2007 at 16:32 #584016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég verd að segja að mer fannst hálf glannalegt hja mönnum ad verað æða af stað það var löngu vitað að veður gæti orðið mjög slæmt um helgina og ekkert að að því að halda sig bara heima……. i seinni tíð finnst mer menn ekki bera lengur næga virðingu fyrir veðrinu æða bara samt að stad óhræddir ………. kanski óþarfa tud i mer enn engu að síður umhugsunarefni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
11.03.2007 at 16:51 #584018Grátlegt að lesa sumt á þessu spjalli hér. Virðist því miður sem þeim fari fjölgandi sem vilja hefta frelsi manna á einn eða annan hátt.
Menn stökkva upp til handa og fóta ef jeppi sést í fjöru, upp á hól og nú jafnvel þegar jeppamenn lenda í óveðri á jökli.
Óveður, erfiðar aðstæður o.s.frv. er partur af þessu sporti. Ástæðulaust að hanga heima ef menn eru vel búnir.
11.03.2007 at 17:11 #584020ég get ekki verið sammála því að það sé allt í lagi að fara af stað ef maður er vel búinn, hvaða vit er í því að æða af stað þegar það er við því að búast að veðrið verði snarvitlaust.
43 hópar björgunarsveitarmanna frá 23 björgunarsveitum hafa leitað í alla nótt og í undirbúningi var enn víðtækari leit í birtingu.
Hérna er mikið af fólki að setja tíma og vinnu í að leita, og þú vilt meina það að það sé allt í lagi að prófa bara og sjá hvað gerist, þó að þetta sé óneitanlega partur af þessu sporti þá er ekki þar með sagt að það þurfi að æða út í einhverja vitleysu.
Andri
11.03.2007 at 17:35 #584022Mér finnst að jeppamenn verði að meta aðstæður og veður áður en haldið er af stað. Ekki fara á jökul þegar er vitað að veður getur orðið slæmt. Þeir sem eru með þann hugsunarhátt og fara til að lenda í vandræðum ættu þá lika að borga þann kostnað sem björgunarsveitir verða fyrir þegar þeir bjarga mönum sem hefðu átt að vita að ekki væri ferðaverður. Í þessari björgun um helgina varð nokkuð tjón á tækjum björgunarsveita og kostnaður við svona björgun er mikill. Þó að hluti af sportinu sé að lenda í vestum og veseni þá á ekki að velja slæm veður til þess.
11.03.2007 at 18:18 #584024Er þessi klúbbur að fyllast af vælandi köllum??? Get ekki verið meira sammála Jóhanni. Hluti af sportinu er að takast á við sjálfan sig og náttúruöflin. Hvað björgunarsveitir varðar og kostnað/ekki kostnað þeirra hef ég ákveðnar skoðanir sem er efni í laaaangan pistil enda þekki ég ágætlega til þeirra sem félagi, maki og móðir hjálparsveitarmaura….
11.03.2007 at 19:08 #584026Ég verð nú bara aðeins að rita nokkur orð hérna, er nú sammála Andra með að það er algjör óþarfi að vera að eyða kröftum sjálfboðaliða í að hirða upp fólk af fjöllum. Það verður jú alltaf eikkvað um að menn þarfnist hjálpar þegar veður gerist vont en við verðum nú að minna okkur á að við jeppamenn erum nú engar ofurhetjur og verðum því að virða veðrið og þær aðstæður sem geta skapast af veðrinu. En það að virða ekki þá óeigingjörnu vinnu sem hjálparsveitirnar standa fyrir er auðvitað bara lélegt.
Það að vera var um sig og virða veðuraðstæður á ÍSlandi er ekki VÆL! Heldur sýnir skynsemi.
Að sjálfsögðu er mjög gott ef menn eru vel búnir og því miður alltof mikið af vanbúnu fólki en sama hversu vel búið fólk er þá GETA skapast þær aðstæður þar sem vel búnir bílar og tæki ráða bara ekki við. Eins og sýnir sig núna á Langjökli, þetta voru vel búnir bílar.
Kv. Dabbinn
11.03.2007 at 19:32 #584028Hvað flokkar þú sem vel útbúinn jeppahóp. Er það hópur sem er ósjálfbjarga á jökli þó svo að það sé ekkert skyggni og þungfært ?
11.03.2007 at 20:16 #584030
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð að segja að ég er alveg gáttaður á ummælum vissra aðila herna a þræðinum finnst þetta bara ótrulegt að vant fjallafolk lati sona fra sér! eða er þetta fólk kanski ekki ferða vant??? ég veit það svosem ekki. Þad er allavega alveg a hreinu að þetta er ekki sá hugsunarháttur sem við viljum að almenningur heyri af okkur……. enn allavega það er alveg sama hversu vel utbuin við erum að við getum alltaf lent i aðstæðum sem við ráðum ekki við og það sem verra er að við gætum lent i aðstæðum þar sem erfitt gæti reynst að fá hjálp, menn hafa keyrt frammaf einhverju og allavega og menn hafa jafnvel dáið. það er eitt að lenda i skyndilegu óveðri uppá fjöllum og annad að ana á fjöll þegar allar veðurspár mæla gegn því… ég ætlaði sjalfur af stad um helgina enn lét það eiga sig því þótt ég hafi starfað sem skáti og i björgunarsveit þá er ég ekki að leika mér að hættunni og bjóða jafnvel uppá að ná i mig eða leitað mer. enn allavega þá ætla eg ekki að dæma einn ne neinn enn skora a menn að ath aðeins hlutina áður enn af stad er farid
ferðakvedja Mikki.
11.03.2007 at 20:38 #584032Ég veit ekkert um ferðamennsku eða veður á jöklum, hvað þá um það hvernig er að ferðast um þá enda er vera mín á jöklum vart mælanleg 😉 En ég hef nú samt þá skoðun að ef bíllin er í lagi, ég kunni á leiðsögutækin og veit hvar ég þá komist ég til byggða þó svo að hægt gangi. Eða geti í það minnsta beðið af mér veður ef svo ber undir. Eins ætti ég með réttum fjarskiptabúnaði að geta látið vita af mér. En ef ég tæki alltaf mark á veðurspá þá væru þær sárafáar helgarnar sem maður færi á fjöll….já og svo er líka stórhættulegt að fara út úr húsi….eru ekki flest útköll björgunarsveita einmitt vegna veðurs í þéttbýli?
11.03.2007 at 20:54 #584034Sæll Ofsi,
Ég hef nú enga alsherjar skilgreiningu á vel búnum jeppum eða jeppahópum og þú veist nú örugglega miklu meira en ég um það. En með skrifum mínum ætlaði ég engan veginn á reyna að gera lítið úr þeim hópum sem einmitt ERU vel útbúnir.
En kannski svona það sem væri talið góður útbúnaður er kannski ekki talið í dekkjastærðum heldur kannski frekar því að vera með góð og örugg fjarskiptatæki þannig að það sé nokkuð öruggt að menn geti látið vita af sér og einnig að vera þannig til hafðir að geta í því versta sofið af sér veðrið í bílunum eða álíka. Auðvitað er líka gott að vera á vígalegum bílum sem þola slæmar aðstæður. Ég var bara aðallega að styðja það sjónarmið að menn ættu að virða hætturnar sem geta skapast vegna veðurs.
Kv. Dabbinn, sem á örugglega eftir að lenda einhverntímann í svipuðu 😀
11.03.2007 at 20:55 #584036Þó að bíllinn sé búinn góðum fjarskiptabúnaði, og er með allan þann búnað sem þarf að hafa þann búnað sem jeppi þarf að vera með til að teljast vel útbúinn þá getur allt bilað svo ekki er hægt að komast rétta leið ef vittlaust veður skellur á. Þess vegna eiga menn ekki að fra á fjöll þegar veðurspá er slæm.
11.03.2007 at 20:59 #584038Þetta er öruggleg rétt hjá þér Mikki, Ella veit ekki rass…….t hvað hún er að tala um. Enda er hún einungis búin að dvelja 1095 daga á Vatnajökli og er því bara með silfur á íslandi í veru á jöklum landsins. En ég held samt að þetta hafi verið 101 lið þarna á jöklinum með allt niður um sig.
11.03.2007 at 21:22 #584040Eg er sammala Ellu og fleiri
med vedrid er hluti af askoruninni og getu
a fjollum.
Nokkrar spurningar
Hver kalladi a hjalp fyrir jeppana
hvada jeppar voru a ferdinni
voro jepparnir hjalparthurfi.
Hefdu jepparnir ekki komist sjalfir
til byggda hvort ed erJeppakvedja Brjotur
11.03.2007 at 21:36 #584042Ekki þykist ég geta talað niður til nokkurs manns í sambandi við vetrarferðir. En ég leyfi mér að efast um að í hópi þeirra sem hafa ferðast eitthvað að ráði um hálendið og jökla að vetri til séu þau mörg, sem ekki hafa einhverntíma lent í því að veðurspár hafi ekki staðist, á annanhvorn veginn. Jafnframt er líklegra en ekki að flest höfum við einhverntíma lent í því að komast hvorki lönd né strönd vegna þess að veður eða eitthvað annað ófyrirséð hamlaði för. Hinsvegar hefur mér dottið í hug oftar en einu sinni í dag sú spurning, hver hafi ræst út björgunarsveitir út af þessum jeppamönnum sem voru uppi á Langaskafli? Voru þær kannski aldrei kallaðar út þeirra vegna? Ég þykist hafa lesið hér á vef klúbbsins að einhverjir voru í VHF-samskiptum við þennan hóp seinnipartinn í gær? Flest okkar vita, að þær aðstæður geta komið upp að skynsamlegast sé að "láta þar nótt sem nemur" og halda kyrru fyrir uns veður gengur niður fremur en halda áfram að basla í einhverju tilgangsleysi. Þá er náttúrulega höfuðatriði að geta látið vita af sér. Til þess er fjarskiptabúnaðurinn ekki síst ætlaður, þótt gott og gagnlegt sé að geta "chattað" milli bíla. Nú veit ég ekkert um þetta tiltekna atvik, en sú hætta er stundum fyrir hendi, að einhver í 25 gráðu hlýrri stofu fari á taugum og ræsi út björgunarsveitir án þess að nokkuð sé í raun að annað en fólk haldi kyrru fyrir í öryggisskyni? Ég þekki það sjálfur að björgunarsveitir fara strax af stað ef einhver andar út úr sér einhverju sem meta má sem óvissu um afdrif ferðafólks. Það lítur björgunarsveitarfólk á sem skyldu sína, sem þau taki á sig t.d. með því að taka við styrktarfé sem þeim berst með einum eða öðrum hætti frá almenningi, t.d. með skoteldakaupum. Björgunarsveitafólk vill frekar fara í tíu ástæðulaus útköll fremur en fara ekki í eitthvert skipti þegar þeirra er í raun þörf. En hinsvegar fékk ég á tilfinninguna við að hlusta á fréttir, að útkall sveitanna hafi fyrst og fremst verið vegna þessara þriggja vélsleðamanna, sem svo fundust við Skjaldbreið. – Er ég kannski að misskilja eitthvað?
12.03.2007 at 00:00 #584044Verð nú að segja að þessi þráður er aðeins farinn að halla undan fæti. Af hverju að vera gagnrína björgunarsveitirnar þegar þær eru bara að gera sína vinnu?? Veit ég ekki betur en að þeir sem fengu aðstoð frá sveitunum voru hjálpini fegnir…
Eru menn ekki að blása þetta aðeins upp. Týndu menn ekki lífi eða limum, skítt með tækin ef að allir komust heilir heim….
Varðandi veðri, þá var búið að spá geggjuðu veðri þannig að menn hefðu kanski átt að sleppa því að fara af stað…
Þannig að endaði þetta bara ekki nánast eins og best var á kosið…..???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.