Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Tvöföldun á Suðurlandsvegi
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Sighvatur Jónsson 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2006 at 22:17 #199091
Góðir félagar!!
sudurlandsvegur.is
Hér er verið að safna undirskriftum til stuðnings tvöföldunar á Suðurlandsvegi.
Við vitum það öll að þetta er einhver þarfasta samgöngubót á Íslandi í dag.
Kveðja
Ragnar Karl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.12.2006 at 23:18 #570294
Vegirnir tveir sem mest mest hefur verið bölvað yfir hér á suðvesturlandinu, Reykjanesbrautin og Suðurlandsvegurinn, eru nánast einu almennilegu vegirnir sem lagðir hafa verið á þessu landi (þó svo þeir séu í dag ornir of litlir).
Ástæðan er líka svolítið brosleg. Þessir vegir voru lagðir fyrir alþjóða fé, fyrir styrk (held að það hafi verið styrkur frekar en lán, þó ekki viss) frá útlöndum. Til að fá styrkinn urðu vegirnir að uppfylla ákveðna staðla til að geta talist sem þjóðvegur, þar með talið að vera þetta breiðir, hafa þessar axlir sem þeir hafa, sem og að hafa alvöru burðarlag.
Síðan við tókum að leggja vegi í okkar eigin reikning, hefur þetta allt farið aftur.
Þessir vegir voru lagðir fyrir ca 40 árum síðan, og eru í fínu formi enn í dag, sem er meira en hægt er að segja um marga (reyndar flesta) yngri íslenska vegi. Og hvort ætli nú borgi sig frekar? Gera þetta almennilega í upphafi, eða leggja veginn á ódýrari hátt, nokkrum sinnum?
Hvort ætli borgi sig svo frekar í dag, að tvöfalda þessa vegi, eða gera þá að svona hálfköruðum 2+1 vegum eins og liggur yfir Svínahraunið. Sem betur fer eru að koma kosningar og menn eru búnir að sjá ljósið.kv
Rúnar.
05.12.2006 at 00:07 #570296Í fréttum áðan virðist samgönguráðherra loks vera að vakna og farin að taka undir tvöföldun. Ég bý á Selfossi og vinn í Rvk. eins og margir aðrir. Umferðin þarna er hrikaleg sértaklega á veturnar þegar minna vanir bílstjórar keyra á 50-60 km. hraða og allir fyrir aftan eru að springa því umferð á móti leyfir ekki framúrakstur. Vona að þetta verði lagað eins og Reykjanesbrautinn.
05.12.2006 at 00:33 #570298Mér finnst skammsýni og þröngsýni einkenna vegi nútímans.
Víðsvegar er verið að taka vegi í gegn og "laga" jú margar holur hverfa við að leggja bundið slitlag en það virðist verða að kasta til höndum og fá að laga vegina aftur seinna.
Í stað þess að byggja vegina vel upp og fylgjast með okkur fjölgar bílum fjölgar jafnvel meir Ferðamennska eykst til mikilla muna og erlendir ferðamenn eru ekki eins vanir og við að keyra stíga.
Suðurlandsvegurinn er líklega einna mest farni vegur landsins og á sumrin er álagið á veginn skuggalegt. Þegar umræðan var um 2+1 sagði ég að þetta væri fíflaskapur að smíða lítt ódýrari veg til að fá svo vinnu við að smíða annan fljótlega svo var verið að byggja þessa fínu brú yfir vesturlandsveginn enn þeir gleimdu að byggja hina við hliðina strax bara til fá að byggja aðra seinna enda dugar þessi líklega í smá tíma í viðbót
Ég er útlendingur hér í Reykjavík "Utan af landi" ég skil þegar maður horfði til Reykjavíkur og allt átti að ganga um Reykjavík en ekkert til landsbyggðarinnar en þar sem sjúkrahús og lögregla á fremur greiðan aðgang að stöðum þá finnst mér álag vegarins skipta meiru máli en úr hvaða kjördæmi á að veiða athvæði í þá og það skipti. En á nokkurm stöðum til dæmis fyri Vestan þá komast Bíldælingar ekki á sjúkrahús ef viðrar illa þá verður það bara að passa sig að lenda ekki í stórslysi enda býður það ekki uppá það econoline 4×4 óbreyttur kemst ekki svo langt hvað þá yfir 2 fjallvegi þar sem hlíðarnar eru snarbrattar. Þetta er staðreind og er hún líklega annarstaðar á landinu
05.12.2006 at 07:30 #570300Vegurinn um Borgarfjörð, frá Borgarnesi að Holltavörðuheiði er hlálegur og ekki boðlegur til vöruflutninga né heldur fólksflutninga. Það er ekki bara suðurlandsvegurinn sem er slæmur!!! Við verðum, eins og Rúnar bendir á, að nýta okkur það gullna tækifæri sem næstu kosningar gefa okkur, ella sætta okkur við það sem við höfum.
05.12.2006 at 07:55 #570302eru þessir menn ekki að spá í að malbika kjöl !!!!!! það er ekkert verið að hugsa hvað þarf að gera einhver snillingurinn sagði í sjónvarpinu að ef bifreiðagjöldin færu öll í malbik þá væri hægt að bika næstum allar götur borgarinnar árlega mig langar að vita hvert fara þessir peningar!!!!! ég er t.d með 5 bíla og ætli ég borgi ekki hátt í 150þús á ári það er frekar mikið
05.12.2006 at 20:54 #570304
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það getur vel verið að 2 plús 2 vegur sé að anna meira en umferðin er að gera í dag og erfitt sé að hálkueyða vegna of lítillar umferðar eins og er þá væri tilbreyting að mínu mati að smíða umferðarmannvirki sem sprengir ekki utan af sér á meðan framkvæmdum stendur, umferðin minnkar ekki austur það er klárt, hún bara eykst, og að þessi inngróni vegamálastjóri skuli vera að væla yfir auramismun á 2+1 og 2+2 er magnað, þar sem ég tel peningum vel varið, og varðandi tafir vegna umhverfismat á leiðinni austur þá lagði orkuveitan allskonar slóða og vegi um allar trissur og var snögg að því og fór ekki hátt með það.
Kv. Benedikt.
05.12.2006 at 23:57 #570306Umhverfismat hlítur eingöngu að vera gert vegna formlegheitanna. Hagsmunir almennings eru svo langt umfram þau umhverfisspjöll sem þarna kynnu að verða. Þetta er allt annað dæmi en þegar verið er að sökkva fleiri tugum ferkílómetra fyrir erlend stórfyrirtæki sem fá ekki rafmagn í heimalandinu vegna umhverfisáhrifanna sem virkjun hefur í för með sér.
Hvað ætli það mundi kosta að hafa veginn upphitaðann á efsta hluta heiðarinnar, frá t.d. Skíðaskálanum að Kömbum. Annars mundi ég vilja hafa Kambabrekkuna beina. Bora í gegnum efstu brúnina og fylla svo upp fyrir neðan þannig að maður væri kominn á jafnsléttu rétt við hringtorgið. Þá væri sko hægt að spyrna dísilhækjunum þarna upp.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.