Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Tvöföldun á Suðurlandsvegi
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Sighvatur Jónsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2006 at 22:17 #199091
Góðir félagar!!
sudurlandsvegur.is
Hér er verið að safna undirskriftum til stuðnings tvöföldunar á Suðurlandsvegi.
Við vitum það öll að þetta er einhver þarfasta samgöngubót á Íslandi í dag.
Kveðja
Ragnar Karl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2006 at 22:30 #570254
Þegar bílar keyra framan á hvorn annann á 90 km hraða er það svipað og bíll keyri á steinvegg á 180 km/klst.
Erlendis þekkist að rifla vegmiðju og kanta til að ökumaður átti sig á að hann er kominn úr veglinu, og vekur þetta einning dottandi ökumenn.
Að riffla vegi er ódýr aðgerð og áhrifarík og er hér [url=http://safety.transportation.org/htmlguides/RORcrashes/exec_sum.htm:j6svjf4r][b:j6svjf4r]slóð[/b:j6svjf4r][/url:j6svjf4r] á upplýsingar um áhrifamátt þessarar aðgerðar á þjóvegum.
Þegar bíll lendir á þessu þá heyrist töluverður hávaði frá hjólbörðum og inn í bíl og varar ökumann við.
Þetta hefur því miður ekki þekkst hér á landi, en frændþjóðir okkar á norðurlöndunum nota riflun á flestum þjóðvegum á milli þéttbýlistaða.
03.12.2006 at 22:35 #570256Eru menn ekki alltof uppteknir í Ríkisstjórninni að gera Göng á Austfjörðum fyrir 1000 manns og á norðurlandir fyrir 2000 manns……. Ekki dettur þeim í hug að forgangsraða þar sem 20.000 manns eiga leið á hverjum degi.
Ok landsbyggðin á rétt á sínum vegabótum en verðum við ekki einhvern tíman að segja stopp…. þegar eyða á milljörðum í göng fyrir ekki það mikla umferð. Kaupum frekar 50 Landcruiser 100 breytum þeim á 38" og höfum þá þarna frítt til afnota fyrir þá til að komast yfir heiðina… 50 x 9 millur = 450 milljónir….
Já nú er tíminn að kjósa mig á þing og redda peningum fyrir framkvæmdir þar sem þeirra er þörf.kv
Einn skíthræddur í umferðinni vegna framúraksturs.
03.12.2006 at 23:15 #570258Smá leiðrétting Dagur, ef tveir samskonar bílar sem báðir eru á 90 kmh lenda framan á hvor öðrum er það samsvarandi og að keyra bíl á 90 kmh á steinvegg. Áhrifin dobblast ekki þótt annar bíll komi á móti.
03.12.2006 at 23:18 #570260við fáum þá stjórn sem við eigum skilið. mér sýnist að við eigum skilið að fá héðinsfjarðargöng og sjá á eftir pengingum í hin ýmsustu innansveitarvegaframkvæmdir. á sama tíma horfir maður í von og óvon á bílana sem koma á móti manni á suðurlandsveginum og vonar að þeir haldi sér sín megin, ekki eins og það sé eitthvað á milli ef eitthvað kemur uppá. eina sem maður getur huggað sig við á þeirri ferð er að einbreiðu brýrnar sem eru enn þó nokkrar eftir á hringveginum eru þó ekki þar.
04.12.2006 at 02:29 #570262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvati, nú ferðu með fleipur, ef tveir bílar, jafn þungir, segjum tonn, lenda saman á 90km/klst þá er skriðþungi hvors bíls (90/3.6)*1000= 25.000 kg*m/s og leggst þá saman skriðþungi þeirra þegar þeir lenda saman, eða 25000+25000=50.000 kg*m/s sem gerir 180.000 kg/klst. þetta hinsvegar breytist sé annar bíllinn þyngri, en þá fær hann minna högg á sig en sá sem er léttari og fær hann því meira og er það allt í prósentum af heildar þyngd. þetta er allavegana skv. lærdómi mínum um skriðþunga í EÐL103 í menntaskóla
04.12.2006 at 08:55 #570264Ef ég vissi ekki betur mætti halda að það væru kosningar í vor… nei bíddu við það ERU kosningar í vor!
04.12.2006 at 09:05 #570266Tveir bílar sem keyra framan á hvorn annan á 90 km hraða jafngilda því svona fræðilega að tveir bílar keyri á steinvegg, sitt hvoru megin á nákvæmlega sama tíma. Sem sagt, jafngildir því að keyra á steinvegg á 90 km/klst, ekki 180. Ekki það að það skipti neinu máli.
Þetta sem Dagur var að tala um með rifflur, þá var það prófað á Ártúnsbrekkunni fyrir all mörgum árum. Virkaði vel þar til fór að snjóa og snjóplógarnir tættu rifflurnar upp og stórskemmdust í leiðinni. Minnir allavega að það hafi verið ástæðan fyrir því að rifflurnar voru teknar.
Tvöföldun er eina raunhæfa framtíðarlausnin, og í raun hræódýr, kostar ekki nema 1/5 af skattgreiðslum viðskiptabankana þetta árið!!!!!
kv
Rúnar.
04.12.2006 at 09:45 #570268Mín kenning er þannig að þegar tveir bílar lenda saman á 90km hraða er það ekki eins og að lenda á steinvegg því að þegar tveir bílar lenda saman verður mikil hliðrun og báðir bílarnir krumpast/ganga saman í árekstrinum og skjótast oftast til hliðanna eða útaf en þegar bíll lendir á steinvegg þá er 0 í hliðrun og allt höggið kemur á á bílinn þannig að ef tveir bílar lenda á sama punkti á sama tíma sitt hvoru megin á steinvegg þá verður höggið mun meira heldur en ef veggurinn væri ekki því það er engin hliðrun
sem gerir hraðan CA. 150% kv. Spekingurinn
04.12.2006 at 10:07 #570270Skriðþunginn er samanlagður skriðþungi beggja bílanna, sem dreifist á báða bílana við höggið. Bílarnir eru svo mis stórir, og taka högginu misjafnlega og allt það…..
kv
Rúnar.
04.12.2006 at 10:35 #570272Mér finnst menn vera missa sjónar á markmiði þessa þráðs. Hann snýst ekki um skriðþunga eða einhver %. Hann snýst um tvöföldun á veginum. Það að lenda framan á öðrum bíl á 90 km hraða táknar mjög líklega dauða, dæmin hafa sýnt það. Annar kostur er mikil örkumlun og endurhæfing- ef það er hægt. Yfirleitt eru tvær eða fleiri fjölskyldur sem þjást svo vegna þessa. Vilt þú vera ein af þessum fjölskyldum?
Málið snýst um mikilvægi þess að fá tvöföldun á veginum til að koma í veg fyrir það að tveir bílar lendi framan á hvorum öðrum á 90 km hraða… jafnvel þó það sé beint á ská. Reyna að lámarka fórnina.
Mér sýnist tvöföldun Reykjanesbrautar hafi sýnt fram á það.
kv. stef.
04.12.2006 at 11:04 #570274Það hefur fólk dáið í umferðarslysum út á landi. Og ef þið ætlið að miða við höfðatölu, "göng fyrir 1000 manns hér og 2000 manns þar en ekki tvöföldun fyrir 200 þúsund manns annars staðar" , er þá ekki rétt að segja bara að þegar einn deyji í umferðarslysi í 1000 manna þorpi jafngildi það því að það deyji 100 manns í 100 þús manna borg. Nei kannski ekki. Auðvitað á að meta mannlíf eins sama hvar er á landinu og hvort er um hjartaáfall, vinnuslys, eða hvernig sem dauðann ber að garði. Það er bara spurning um að vera ekki svona ógeðslega þröngsýnn að halda að þetta snúist allt um umferðarslys. Það er svo miklu meira en það í húfi. Fólk sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu á þessa staði eða frá þessum stöðum, þar geta mínútur skipt máli. Þar eru ekki tölur sem eru teknar inn í reikninginn. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki það er þegar fólk ætlar að fara að verðleggja líf einstaklinga á einum stað á landinu hærra heldur en annars staðar.
Annars er ég fylgjandi tvöföldun, bara ekki á kostnað annarra
Pirraður landsbyggðarmaður
04.12.2006 at 11:21 #570276Er það þá réttlátanlegt að til að stytta tíman fyrir austfirðinga til að komast á sjúkrahús að 5 deyi á suðurlandinu vegna of mikillar umferðar og lélegra vega…. Þú talar um að stytta tíman til að komast í heilbrigðisþjónustu, Væri ekki betra að kaupa 1 stk flugvél sem flygi með þennan fjölda á sjúkrahús í staðinn fyrir að keyra… ein stór og öflug flugvél kostar sirka 1 milljarð… Eða ein þyrla… .. ekki … nokkra milljarða eins og göngin kosta. Þarna þarf aðeins að skoða hvað er verið að ná fram með þessum göngum…. fyrirgefðu landsbyggðarfólk en ég mun verða þröngsýnn þegar bruðlað er með peninga á þennan hátt og það sýnir greinilega að Mannslífin eru metin misjöfn miðað við landshluta þegar svona aðgerðir eru í gangi. Hvalfjarðagöngin kostuðu hva… 2 milljarða.. erum við ekki að tala um í kringum 5 þarna fyrir austan… eða hvað. Misstu menn sig í peningaflæðinu sem ríkir hér á landinu… og síðast þegar ég tékkaði í hagfræðibækurnar þá koma peningarnir frá fjöldanum… þ.e. sirka 70% virðist koma frá SV landinu þar sem .. jú viti menn mesta umferðin er líka.
kv
Bæjarbúi
04.12.2006 at 11:28 #570278Það er ekki verið að meta líf eins meira en einhvern annars og eigum við að forðast þennan vinkil.
Þetta snýst um forgangsröðun á verkefnum. Ég hef nú grun um það að margir af suð/austurlandinu (alias landsbyggðafólk) renni í bæinn og fari þar af leiðandi yfir Hellisheiðina. Eru þeir því í jafn mikilli hættu og hver annar þegar þeir koma yfir Hellisheiðina þannig að þetta er alveg eins hagsmunir þeirra eins og annara.
kv. Stef.
04.12.2006 at 12:11 #570280Þegar um vegaframkvæmdir ræðir er alltaf álitamál hvar á að byrja og hversu langt á að ganga.
reykjanesbrautin er búin að sanna að tvöföldun er lausn til að fækka banaslysum og alvarlegum slysum. þó svo að umferðarhraði á reykjanesbraut sé orðin glæfralega hár er slysatíðni þar margfallt lægri en hún var þegar tvístefnuvegur var. samt er tvöföldun ekki lokið á allri reykjanesbrautinni.
tvöföldun á suðurlandsvegi og vesturlandsvegi er nauðsynleg og verður að veruleika. hversu langt tvöföldunin á að ná verður aftur á móti alltaf eitthvað sem ofvirkur landinn getur þrætt um endalaust.
hvort að leggja eigi göng til siglufjarðar og til bolungavíkur, auðvitað á að gera það líka. það er algjörlega ófært að bolvíkingar og siglfirðingar þurfi að leggja líf og limi í hættu við það eitt að skreppa yfir til næsta krummaskuðs, alveg eins og það er ófært að selfyssingar þurfi að leggja líf og limi í hættu við að skreppa til reykjavíkur.
reykjanesbrautin hefur sýnt að hver einasti kílómeter með tvöfaldri aðskyldri braut er til bóta og því nauðsinlegt að byrja strax og vinna sig svo áfram eftir efnum, en ekki bíða í nokkur ár eftir að fjármagn sé til í stærri bita.
04.12.2006 at 12:37 #570282Það er sorglegt að upplifa öll þessi stórslys á vegunum . Það er enn mín skoðun að þar sem bara er ein akrein í hvora átt eigi að vera sami hraði fyrir alla . Annað gengur einfaldlega ekki upp á fjölförnum vegum vegna þess að framúrakstur verður alltaf hættulegur við þær aðstæður . Þar sem umferð er lítil er frekar hægt að taka framúr án þess að taka vafasama sjensa. Mér líst ekkert á þessa 2+1 útfærslu við þær aðstæður sem eru á leiðinni yfir Hellisheiðina . Tvöfalda þarf vegina út frá Reykjavík að minnsta kosti að Selfossi og upp í Borgarnes til að byrja með . Kv. Olgeir
04.12.2006 at 16:22 #570284Ég mundi nú vilja sjá 30 ára áætlun þar sem hringvegurinn er tvöfaldaður. Það mundi gera rúmlega 40 km á ári, eða 20 km í hvora átt frá Reykjavík. Þegar komið væri að fjörðum sem þyrfti að brúa eða fjöllum sem þyrfti að bora þyrfti bara að leggja AÐ tilvonandi brúarstæði/göngum og halda svo áfram hinumegin. Svo með tímanum yrðu þeir fyrðir og fjöll sem á vegi eru brúaðir og boruð. Þetta mætti þessvegna gerast á 40-50 árum, aðalatriðið er að fara að byrja. 20 km í hvora átt frá Rvk þýðir tvöföldun til Borgarness og Hellu á 5 árum.
Andri, þú verður væntanlega að deila þessum skriðþunga sem þú færð út í tvennt. Þetta er væntanlega svipað og ef þú bindur teygjuspotta aftan í tvo samskonar bíla sem keyra á fullu gasi frá hvorum öðrum að þá teygist jafn mikið á spottanum og ef hann væri bundinn í vegg…, eða hvað?
04.12.2006 at 16:52 #570286Ég er sammála Olgeir um að 2+1 sé ekki lausnin.Það er ekki nóg.
Verð að lýsa undrun minni yfir vegaframkvæmdum sem voru síðast gerðar á Suðurlandsveginum.
___
Það var keyrt á mig í brekkunni hjá litlu kaffistofunni.
Ég ætlaði að reyna að stoppa úti í kanti en það var ekki hægt vegna plássleysis.
Það er hrikalegt að geta ekki stoppað út í kanti ef eitthvað bjátar á í bílnum, án þess að eiga það á hættu að láta keyra á sig eða vera valdur af slysi.
Það er sko algjört plássleysi á þessum vegi.
Stórhættulegt.–
TVÖFÖLDUM SUÐURLANDSVEGINN STAX !!!
04.12.2006 at 17:25 #570288Ef að ég hefði látið gamlan draum rætast og boðið mig fram til þings fyrir næstu kosningar hefði ég lofað að setja Göng framhjá Óshlíð í fyrsta sæti svo hefði ég skoðað suðurlandsveginn sem er alveg fáránlegur með þessu 2+1 fyrirkomulagi. Ég ætla bara að vona að það komi ekki sjúkrabíll keyrandi á forgangi eftir einbreiða kaflanum á sama tíma og einhver er að skipta um dekk undir bílnum sínum.
–
En ég er alveg sammála fólki hér að það þarf að bæta samgöngur víða og forgangsröðin er í flestum tilfellum ekki öllum að skapi, þess vegna skulum við bara skrifa undir áskorun því með henni getum við þrýst á um bætur!!! Hættum að rífa kjaft og gerum eitthvað!
–
Kv. Castro
04.12.2006 at 20:15 #570290Þetta með 90+90=180 er að vísu rangt hjá mér og skrifað án umhugsunar.
Umferðaröryggi vega er oft mjög ábótavant hér á landi og virðist oft þurfa hræðileg slys til að úrbætur verði gerðar.
Ég fór þennan veg í morgun og var vörubíll á undan mér og sá ég varla útum framrúðuna vega salt-drullu sem vörubíllinn þyrlaði upp, en hann ók á ca 70 km hraða og alveg ómögulegt að komast fram úr vegna skyggnis og vörubíllinn reyndi ekki að nota vegöxlina sem vegagerðin hefur malbikað svo að hægfara bílar geti hleypt öðrum frammúr.
04.12.2006 at 21:56 #570292Það er ekki nóg að vegirnir séu í lagi ef vegfarendur haga sér eins og heilalausir væru. Víða á leiðinni hér austur eru vegaxlir með slitlagi og tiltölulega gott pláss á veginum. Þó er alltof algengt að menn haldi sig alveg við miðlínu og hliðri ekki til fyrir umferð .Þó eru margir sem eru á traktorum sem nýta sér að vera vel útá vegöxlinni . Því miður eru vegirnir víða út um land ekki svona rúmir eins og í Flóanum . Mér sýnist að nýjustu vegirnir séu almennt mjög þröngir og vegaxlir í lágmarki og fer þetta heldur versnandi í seinni tíð .Fyrir nokkrum árum var ofanverður Landvegurinn endurnýjaður og lagður slitlagi, en hann er víða svo mjór að stikurnar lentu sumar niður í fláanum .Ég öfunda ekki vikurbílstjórana af að mætast á Landveginum enda er víða farið að kvarnast utanaf slitlaginu. Hvaða skoðun hafa menn á þessu? Kv Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.