Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tveir gírkassar mixaðir
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Heiðmar Kristjánsson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.02.2009 at 22:04 #203895
Ég var nú bara að spá ég er með v6 hilux á 38″ og var að mixa saman tvo gírkassa semsagt fremri er úr v6 hilux og sá aftari og millikassin eru úr LC70 og er að spá hvort er betra að nota fremri eða aftari til að keyra með
og nota hinn sem níðurgírun?? bara svona að fá ykkar álit -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.02.2009 at 22:14 #641852
ég get sagt þér allavega að 5-gírs legurnar í 70 krúser kassanum eiga það til að fara en millikassinn er ódrepandi.
væri gaman að sjá myndir af þessu mixi hjá þér.
23.02.2009 at 22:45 #641854Ég held að ég mundi nota 70 kassan sem skippti kassa. Ef þú ert að nota v6 kassan ertu að setja álag á þann aftari sem hann er ekki byggður til að þola. og fimmti gírinn í v6 kassanum er víst ekkert voðalega sterkur heldur. Lýst vel á þetta hjá þér, ættlaði alltaf að gera það sama við minn bíl
24.02.2009 at 00:15 #64185624.02.2009 at 11:18 #641858Þetta er mix sem ég er búinn að vera að velta fyrir mér heillengi, en þá með hilux 4cyl kassa aftan á 6cyl kassann. Og nota svo milligírinn og millikassann af 4cyl dótinu…
.
Er þessi kassi úr 2,4bensín eða dísel LC70 sem þú notaðir?
.
Nú hef ég ekkert skoðað þetta alltof mikið en var mikið mál að smíða milliplötuna á milli kassanna?
Væri ágætt að fá smá meiri upplýsingar ef þú hefur tök á, ég væri til í að sleppa við að finna upp ferköntuð hjól í sífellu.
.
kkv, Úlfr
E-1851
24.02.2009 at 15:34 #641860Þetta snýst allt um snúningsvægi. Aðalatriðið er að aftari kassinn þolir ekki það snúningsvægi sem þetta fyrirkomulag getur sett á hann ef sá fremri er í lágum gír. Það er einfalt reikingsdæmi. Þessvegna ætti notkunin að miða við að lágmarka það. Það þýðir að hafa fremri kassann í sem hæstum gír og nota þann aftari til að gíra niður.
Ég mundi aka bílunum með fremri gírkassan beinan í gegn. Nota þá fjórða gírinn í honum. (hann er yfirleitt beinn í gegn í 5 gíra kössum). Það er óþarfi að vera að gíra snúninginn upp með því að hafa hann í fimmta. Hann endist betur í fjórða og stelur minna afli. Semsé, í nánast allri notkun að skipta þeim aftari en láta þann fremri vera í fjórða.
(til að flækja aðeins málið þá skiptir litlu hvorn kassann þú notar ef annar er í fjórða en hinn í fimmta eins og t.d á vegkeyrslu)
Ef það þarf meiri niðurgírun þá er fyrsta vers lága drifið í millikassanum. Ekki nota fremri gírkassan í dæmigerða snjókeyrslu, notaðu lágadrifið alveg á sama hátt og í venjulegum bíl. Þegar þú ert kominn í lágadrifið og fyrsti gír í aftari kassanum er of hár, þá notar þú þann fremri til að fá lolo.
Semsagt, ef þú villt láta aftari kassan endast eitthvað þá notar þú þann fremri eingöngu í fjórða gír nema þú þurfir að fara enn hægar en lágadrifið býður uppá. Og ég tel vissara að bakka alltaf í þeim aftari.
24.02.2009 at 15:40 #641862Ég legg áherslu á að þú pælir vel í þessu því að það þarf ekki nema stuttan jeppatúr til að stúta aftari kassanum ef þú passar hann ekki. Ein þrykkja getur dugað til að brjóta hann.
Dæmi, þú tappar úr og keyrir í þungu færi. Hefur millikassann í háadrifinu. Aftari gírkassann í 2-3 eða jafnvel 5 gír og þann fremri í 1. gír og stendur græjuna hraustlega. Þá er það bara game over undir eins fyrir aftari gírkassann. Þetta er það sem hefur gerst aftur og aftur hjá þeim sem hafa reynt þetta system. Það er skemmtilegt á vissan hátt en afar brothætt nema menn passi upp á það.
Góða skemmtun
24.02.2009 at 18:05 #641864Ég er hérna með aulalega spurningu um þetta system… ef þú setur báða kassana í bakkgír, ferðu þá áfram?
24.02.2009 at 18:12 #641866ekki þessar flóknu spurningar Lalli!
En já, bíllinn hlítur að fara áfram. En það er ekki mjög hyggilegt held ég…
Reyndar fékkstu mig aðeins til að efast um þetta, en það hlítur að vera að ef þú snýrð útgangsöxlinum í fremri kassa í öfugan hring, þá snýst útgangsöxull í aftari kassanum í sömu átt og sá fremri, en svo snýrðu aftur við, og þá hlýtur hann að fara áfram en með niðurgírun….
.
Annars er það náttúrulega rökrétt að maður eigi að hafa fremri kassann 1:1 á meðan aftari kassinn er notaður til að skipta. Þar sem meira átak hlítur að verða á aftari kassanum ef kassinn fyrir framan hann er niðurgíraður…
.
kkv, Úlfr
24.02.2009 at 20:03 #641868en hvernig var þetta með sukkurnar sem voru með b20 volvo, volvo kassan og volvo skiptinguna
24.02.2009 at 20:15 #641870já mesta niðurgírunin áfram er auðvitað í bakk bakk og lága en það auðvitað er bein eyðilegging að keyra þá þannig því að þá spennir maður tannhjólin í aftari kassanum í öfuga átt miðað við það sem þau eiga að venjast
24.02.2009 at 21:16 #641872En strákar. Ef á að nota aftari kassann í akstri, hver á þá að skipta um gír??
Aftursætisfarþeginn? Það hlítur að vera því stöngin kemur upp aftan við framsæti, nema smíðuð sé heljarinnar færsla á hana. Ekki að það megi ekki.Emil
24.02.2009 at 21:42 #64187444"Rockyinn á austurlandi er með þessum búnaði þ.e. 4gíra+5gíra+millikassi , 5gíra kassinn er notaður sem keyrslukassi og 4gíra kassinn fyrir framan sem skriðgírar þessi útfærsla er að drulluvirka bara snilld. Keyrði þennan Rocky talsvert á fjöllum fyrir fáeinum árum þegar félagi minn átti þessa bifreið , nánast endalausir möguleikar á niðurgírun og var bara að drífa , þessi búnaður var skrúfaður aftaná 2.8 turbo+intercooler vel uppskrúfaða á oliuverki og kassanir hafa ekki gefið sig ennþá mér vitanlega. Gírkassanir og millikassi eru úr Rocky . Svona búnaður ætti að vera í öllum alvöru jeppum.
24.02.2009 at 22:14 #641876Hér er svar sem ég gaf nýlega við svipaðri spurningu, þarna er dæmið útskýrt örlítið með tölum.
https://old.f4x4.is/new/forum/default.aspx?f … 497#106230Málið er að í fyrsta gír í fremri kassanum/skiptingunni er togið frá vélinni margfaldað upp sem nemur niðurgíruninni. Þannig sér aftari gírkassinn margfalt snúningsvægi m.v það sem hann er hannaður fyrir. Hann er að flytja sama afl og hann er hannaður fyrir, en á miklu lægri snúningi og þar með við langtum hærra snúningsvægi. Að þessu leyti er svona mix ólíkt því að mixa milligíra úr millikössum. Munurinn á sverleikanum á inntaks/úttaksöxlum í gírkassa segir alla söguna.
Þetta þýðir að menn verða að skipta þeim aftari til að halda snúningsvæginu inn í hann við sömu stærðargráðu og hann er hannaður fyrir. Þá er líka ekkert því til fyrirstöðu að hann endist eðlilega.
Einmitt þessvegna hefur reynst erfitt að nota gírkassa aftan á sjálfskiptingar, af því að hún er jú látin sjá um skiptinguna í daglegum akstri. Ef gírkassinn aftan á henni er hafður í fjórða (beinn í gegn) þá þolir hann nú talsvert, en ef menn gleyma sér og setja í 3, 2 og nota ekki lágadrifið í millikassanum þá fer allt í steik nema gírkassinn sé þeim mun öflugri. Menn hafa smallað trukkaboxum aftan á sjálfskiptingum eins og að drekka vatn.
Nú er bara að finna stæðilegan Labrador hund í aftursætið og byrja að þjálfa hann í gírskiptingum.
24.02.2009 at 23:58 #641878þannig að ég svari nú spurningunni um aðstoðarökumanninn í aftur sætinu þá var ég að ganga frá þessu núna áðan og stönginn á aftari kassanum kemur upp nákvæmlega 45 cm fyrir aftan þá fremri þannig að hún er ekki 10metra fyrir aftan pallin einsog margir hafa haldið hingað til.
set inn myndir af þessu á mrg svona til að sanna mál mitt:D
25.02.2009 at 00:25 #641880Hugtakið aftursætisökumaður fengi alveg nýja merkingu… Heh.
En annars er að ég held minnsta mál að möndla gírstangirnar þannig að þær séu til friðs.
.
En svo er spurningin hvaða setup komi skemmtilegast út, ég hef svolítið verið að spá í orginal gírkassa -> millígír úr 4cyl hilux -> rocky milligír og millikassi til að fá 30% niðurgírunina í háu og losna þar við að vera með einhver mikið lægri hlutföll til að hæfa 44".
En gírkassapælingin hljómar líka mjög vel. En þá er ég ennþá bundinn af lægri hlutföllum…
En þessir gírkassar liggja á lausu en ekki rocky kassarnir…
.
Skemmtilegar pælingar í þessum þræði!
Svo er alltaf spurning með hvað þarf maður eiginlega mikla niðurgírun og hversu miklu afli er maður tilbúinn að glata í gegnum drifrásina.
kkv, Úlfr
25.02.2009 at 00:56 #641882ég er búinn að skeyta saman 2 V6 gírkassa sem stendur til að setja í bílinn í vor á sama tíma og framhásingin verður sett undir (ég er með V6 Hilux), ég ætla að nota fremri kassann sem keyrslukassa, mér hefur verið sagt að þessi kassi sé notaður við mun stærri vélar en þennan 3ja lítra bensín kettling sem er í bílnum svo ég hef engar áhyggjur af aftari kassanum sem verður hvort sem er alltaf í fjórða nema þörf sé á niðurgírun.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að steikja syncroið í aftari kassanum ef ég nota hann, það er jú bara hannað til að bremsa af einn öxul og kúplingsdisk, ekki heilan gírkassa í viðbót. En ég ætla að taka bakkgírstannhjólið úr fremri kassanum svo það verði eingöngu hægt að bakka á aftari. Ég færi líka aftari stöngina og millikassastöngina fram þannig að þær verða allar í einum hnapp þarna á hefðbundnum stað.
25.02.2009 at 01:43 #641884Rétt athugað með synkro-bremsurnar. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta system hefur aldrei náð vinsældum að ráði. Vonandi heldur aftari kassinn slatta í fjórða. Er ekki 1:4 í fyrsta í svona toyota kassa? Það jafngildir því í togi að þú sért með fjórfalt tog. T.d v24 framan á honum við vissar aðstæður. (jebb tuttugu og fjögurra cylendra toyota v mótor með 12 lítra rúmtak) Ég hefði nú smá hnút í maganum yfir því 😉
24.05.2009 at 11:30 #641886Hvernig er það þegar þið eruð komnir með þessa samsetningu með V6-kassa/cruiserkassa/cruisermillikassa, verður afstaðan á afturskaftinu ekkert skökk. Því aflúrtakið á Cruiserkassanum er jú tekið neðan, hægramegin beint aftan við framskaftið en á V-6 kassanum er það beint aftan úr!?!
24.05.2009 at 11:41 #641888ég setti 70 cruiser afturhásingu undir hann líka og þá passaði það
24.05.2009 at 23:45 #641890Sæll Árni veistu hver niðurgírunin er í græna Rocky,Ég var með Vitara með B-21 turbo og tvo gírkassa og var þessi búnaður nærri búinn að ganga frá jeppa dellunni í mér. Aftari volvo kassinn átti til að brotna ef maður gleymdi sér aðeins. kveðja trölli_1
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.