This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 18 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja gott fólk.
Enn vantar mig ráð. Ég þarf að endurnýja áriðilinn í bílnum hjá mér og ef ég man rétt þá eru tvennskonar straumbylgjur sem þeir gefa frá sér, kassalaga og… ekki kassalaga (kláraði nú grunndeild rafiðna á sínum tíma – en hef sogið of mikið bensín á milli tanka síðan þá til að muna þetta…).Önnur tegundin er semsagt þeim ókosti gædd að hún truflar hljóð, t.d. í fartölvum.
Man einhver hvor það er?
–
Hitt er þetta:
Er eitthvert ykkar alveg pottþétt á því hvar má og má ekki festa öryggisbelti? Ég fékk þær upplýsingar í Frumherja að þau yrðu að tengjast bitum … en ég veit ekki alveg hvernig það er flokkað. Er með staði í sigtinu fyrir belti (festingarnar fuku með hjólaskálunum við hásingafærslu) en vantar eiginlega einhvern til að segja af eða á…Látið endilega heyra í ykkur ef þið eruð sleip í svona málum.
Kv.
Einar Elí
You must be logged in to reply to this topic.