This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir snillingar!
Nú er búið að ræða mikið um boost í túrbínum en nú vantar mig smá grunn upplýsingar um hvernig túrbína virkar.
Ef ég skil rétt þá samanstendur túrbína af 2 sniglum. Annar á pústgreininni sem snýr sniglinum og hinn þjappar loftinu inn á soggreinina. Hvað hinsvegar gerist þegar túrbínan „kemur inn“.
Síðan er talað um boost, sem er náttúrulega loftþýstingurinn á soggrein er það ekki. Það er sambærileg membra (klukka eða hvað það heitir) á mínum bíl og mitsanum hans Dittó(ég er á Nissan Dc 2.5 Tdi), sem stjórnast af þrýstingnum á soggrein, sem þrýstir járntein á afgashliðinni á túrbínunni. Þarna á maður að geta stýrt þrýstingnum með því að lengja eða stytta teininn. Hvort lengir maður eða styttir til að auka boostið, hvað gerist ef maður sagar bara teinkvikindið í burtu eða aftengir bara stýriloftslönguna og setur boostmæli í staðin??
Síðan er millikælir…
Túrbínan hitar loftið mikið og millikælirinn kælir það. Hversu mikið kælir millikælir og af hverju eru þeir ekki hafðir afkastameiri. Ég lærði að hámarkssúrefnismagn í amdrúmslofti er við +2°C en ég get ekki ýmindað mér að kælirinn kæli nema nokkrar gráður. Þar að auki kælir hann ekkert nema bíllinn sé á þónokkurri ferð.
Er ekki gáfulegt að skoða þessi fræði betur, setja kælipressur og viftur á kondensana eða bara blásara á millikælinn sjálfann. Ég myndi vilja láta helvítið vinna á meðan ég er að bauka í skafli eða í hjakki og veseni.
Er það kannski eitthvað til í orðum vélstjórans vinar míns að það megi ekki kæla loftið of mikið.
Kv Isan.
You must be logged in to reply to this topic.