This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Túrbínur eru auðvitað eitthvað mismunandi að gerð eftir framleiðendum, en flestar eru þær líklega með „nálalegum“ og þrýstismurðar frá olíukerfi vélar. Túrbínur snúast afar hratt og hitna mikið, eðli málsins samkvæmt. Af þessu leiðir, að óráðlegt er að stöðva vél með túrbínu strax ef búið er að aka eitthvað yfir 25 km, afleiðing þess getur verið og er vafalaust sú, að legurnar þorna mjög fljótt vegna hitans og eru því þurrar við næstu gangsetningu. Þær slitna því óeðlilega fljótt. Ráðlegt er því að láta vélina ganga um stund og leyfa túrbínunni að kólna áður en drepið er á vélinni ef henni hefur verið ekið eitthvað að ráði eins og fyrr segir. Þetta vita nú vafalaust flestir jeppamenn/konur, en það sem mér finnst merkilegt er, að fæst bílaumboð eða manualar bíla minnast á þetta, jafn mikilvægt og þetta er fyrir endingu túrbínanna. Gaman væri að fá komment á þetta frá tæknimönnum.
Svo er annað, sem mig langar að minnast á, þótt það sé ekki beinlínis aktúelt svona á vorin, en það er íblöndun léttara eldsneytis, steinolíu eða bensíns í dieselolíu. Ég man eftir því að í handbókum fyrir Scania hérna í den tid var beinlínis gert ráð fyrir íblöndun (reyndar eingöngu minnst á kerosene=steinolíu þar) þegar frost færi niður fyrir -10°C. Það var einhver tafla yfir þetta í manualnum, hve miklu ætti að blanda við mismunandi frostgráður. Það verður víst oft kalt í Norður-Svíþjóð! Nú eru diesel olíur orðnar til muna betri á veturna en áður þekktist, að maður tali nú ekki um synthetisku smurolíurnar, sem létta gangsetningu í kulda verulega, og því minni þörf fyrir svona íblöndun. En þó kemur það fyrir að þess þurfi með. Þá kemur til sögunnar hollráð þeirra Scania-manna í Svíþjóð, en það er að blanda tvígengisolíu í eldsneytið sem svarar 10% af því magni íblöndunarefnis, sem á tankinn fer. Það þýðir að hafi maður sett 10 lítra af steinolíu, þarf 1 lítra af tvígengisolíu einnig. Þetta mun vera til að tryggja smurhæfni olíunnar, en öll eldsneytiskerfi dieselvéla þurfa smurningsins við, bæði „gamaldags“ olíuverk og hin rafeindastýrðu og samrásarkerfi. Sumir vilja meira að segja halda því fram, að það auki endingu spíssa og annarra hluta olíukerfa að nota tvígengisolíu alltaf við hverja tankfylli. Gaman væri einnig að fá umsagnir tæknifróðra um þetta.
Afsakið langlokuna
kv. ólsarinn.
You must be logged in to reply to this topic.