Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Túrbínu þrýstingur
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
08.12.2005 at 22:49 #196819
Hvað er þrýstingurin á túrbínu á 4.2 24hrúguventla vélinni (Toyota) og hvað ættli sé óhætt að fara með hann hátt? í pundum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2005 at 09:56 #535372
Á Gamla HSSR bílnum var þrýstingurinn eitthvað í kringum 12-14 psi. Örugglega allt í lagi að fara upp í svona ca 17-18 psi, eins og 2.8 pattakallarnir hafa verið að gera. Ættir að fá alveg svakalega skemmtilega vél út úr því.
kv
Rúnar.
09.12.2005 at 10:39 #535374Sæll Benni. Ég er búinn að setja þetta upp í ca. 14 psi. Til þess notaði ég WasteGate actuator úr LC100 sem er stilltur hærra en LC80. Það þarf reyndar aðeins að breyta honum meira, stytta og stilla teininn aftur. Ég var búinn að reyna að hlaða undir actuatorinn en mér fannst það ekki nógu gott þar sem þá ertu að breyta "virknisviðinu" á honum og hinn er meira kvikk. Ég veit ekki hvort ég þyrði að fara hærra over long time, en í þessi 14 psi. En þegar þú ert kominn með afgashitamælirinn þá er svo sem hægt að leika sér. Og þú ert með auka afgasventil á hvern stimpil sem munar um að koma heita loftinu út. Túrbínuljósið í mælaborðinu varð rautt hjá mér á 1 bari. (14,5psi) En það er ágætt að hafa það í huga við þetta fikt alltsaman að það kostar um 6-800þús að taka vélina upp í Kistufelli., og þá er túrbínan ekki innifalin. 😉
Vélarkveðja
Agust Thor.
09.12.2005 at 12:52 #535376hvað hafa menn látið blása í 60 cruiser? minn er orginal turbo kominn með cooler. Og hvað er hann að blása orginal?
09.12.2005 at 19:44 #535378Karlinn. Settu Patrolhásinguna undir LC 80 dósina þína áður en þú hækkar afgasblásaraþrýstinginn, það er svo fjandi leiðinlegt að hafa þessar gerðir bifreiða alltaf í spotta vegna brotinna drifa.
Kveðja
Elli.
09.12.2005 at 23:21 #535380með þessa patrol kalla "Karlinn. Settu Patrolhásinguna undir LC 80 dósina þína áður en þú hækkar"
Þessa stundina er Elli á leið upp í réttartorfu og situr í farþegasætinu vegna þess að hann var að brjóta afturdrif í pjtrolunni sinni …. og við sem komumst ekki með vegna vinnu erum gersamlega að fara á límingunum því við vitum ekki hvenær kallið kemur en það er alveg ljóst að það kemur þar sem þarna eru 2 Patrolar einir á ferð og það getur ekki endað vel.
Moggi ertu nú búinn að tína snuðinu þínu enn eina ferðina?
10.12.2005 at 00:14 #535382moggi segðu eithvað magnað.
PS: PATRÓL rúlar.
10.12.2005 at 08:00 #535384Er innihald bauksins að tala núna,( patrol rúlar). Þú hefur sagt ymislegt skynsamlegt en þetta gerði útslagið. Ég sem hélt að við hefðum verið búnir að heilaþvo þig eftir síðustu ferð og Reykur sett endapúnktin á það í hvanngili með fleiri myndum. Það er greinilega sterk áhrif sem pjattrolla hefur á menn, það þarf greinilega að taka upp þráðinn síðan í rúpunni og koma vitinu fyrir þig.Kíktu í myndaalbúmið mitt og þá sérðu kannski ljósið aftur. Annars með túrbínu þrysting þá held ég að það sé einn á discovery fyrir austan sem er búin að láta blása 30 pund og ekkert gerst ennþá. Minnir að það sé Villi á möðruvöllum. leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál þ,e vélin farinn hjá honum.
10.12.2005 at 09:51 #535386sem rekur Diesel verkstæði í Ástralíu (Berrima Diesel) að hann sægi nánast aldrei vélar sem hefðu eyðilagst vegna of mikills þrýstings, en það kæmu reglulega inn vélar sem hefðu hrunið vegna of lítils lofts (of mikils hita).
Sel það ekki dýrara en ég las það.
kv
Rúnar.
10.12.2005 at 18:45 #535388Það er bara alveg hárrétt. Það skiptir miklu meira máli að hafa vélina rétt stillta heldur en hve hár þrýstingurinn er.
Ég er nú til dæmis með Suzuki bensínmótor sem upphaflega var 95 hestöfl með ekkert boost en er núna orðinn um 200 á 220kpa absolute (17.5psig) boosti.
Ekki er búið að gera neitt fyrir neðan hedd nema lækka þjöppuna með því að renna úr stimplunum svo hægt sé að keyra bílinn á því bensíni sem er selt úti á bensínstöð.
Það eina sem að hrjáir þennan bíl vélarlega séð er að helvítis kælivatnið vill hitna mikið þegar ekið er undan vindi uppímóti á jökli. (ætli það vanti ekki nýja kúplingu á viftuspaðann, bíllinn er ekinn 240 þúsund km)Vel hugsaðar tjúningar eyðileggja vélar ekki á stuttum tíma. Það er fiktið sem er fljótasta leiðin til að eyðileggja þær ef ekki er aðgætt.
Ég er enginn dísel sérfræðingur en ég hef aldrei séð bensínvél heldur sem að deyr bara vegna þess að það er boostað of mikið. Þær deyja helst vegna þess að það er boostað of mikið miðað við þjöppuhlutfall, oktanatölu bensíns og kveikjutíma, og bensínvélarnar eru líka mikið viðkvæmari fyrir eldsneytismagni.
Algengasta leiðin til að eyðileggja túrbó bensínvélar er þegar að boostið er skrúfað upp án þess að aðgæta að kveikjutíma og eldsneytismagni. Það sem ég hugsa að sé verst fyrir díselvélarnar er þegar þær ná ekki að klára brunann nógu fljótt (ekki nóg loft)
Svo skiptir líka rosalega miklu máli að vélin sé sæmilega þétt, ef það lekur mikið af heitu lofti með stimpilhringjunum þá er mikil hætta á því að stimplarnir bráðni.Það helsta sem að rétt gerðar tjúningar hafa í för með sér er að ferðafélagarnir eiga það til að hverfa í baksýnisspeglinum. Helsta vandamálið er yfirleitt ending á drifrás. Það þarf líka að hafa í huga að ef farið er út fyrir þol málmhluta í vél þá þreytast þeir með tímanum.
10.12.2005 at 19:55 #535390Jú það voru kannske aðeins of margir baukar í gær
þetta hljómaði skinsamlega þá og nú eru bara búnir tveir og þetta er aftur farið að hljóma skinsamlega, "patrol rúlar". en Beggi minn hvernig datt þér í hug að hægt væri að heilaþvo jafn tregan mann eins og mig ? ég bara spyr, en ég er farinn að sakna ykkar hjónakornana. Þú veist að þú og konan getið komið með mér á fjöll á meðan að þið
bíðið eftir "ofur taktómunni"
Kveðja Kalli góði.
27.12.2005 at 15:07 #535392Af þessum vangaveltum, þá leikur mér forvitni á að vita hvað menn hafi látið blása inná 2.4 dísil HiLux
Nú í dag blæs hann frekar lítið (innan við 10psi) er mér ekki óhætt að setja aðeins meira loft inná helvítið???
Með blásturskveðju
Austmann
28.12.2005 at 00:51 #535394Ekkert kæru félagar?????
Kv
Austmann
28.12.2005 at 02:26 #535396Sæll Austmann,
ég hef sagt þessa sögu hér 1-2 áður og fengið frekar blendin viðbrögð – það er eins og menn megi ekki heyra að það sé hægt að bústa þessar vélar of of mikið – en ég læt hana flakka aftur.
Ég var á 2,4 TDI í 6 ár og tókst að bræða úr vélinni einu sinni eftir langan dag á Langjökli í þungu færi.
Ég var ekki með bústmæli.
Eftir viðgerð (bora út stimpla) fór headpakkningin strax aftur – eftir að farið var að leita skýringa…til að gera langa sögu stutta kom í ljós að "öryggislokinn" á túrbínunni var fastur þannig að hann bústaði ca 15-16 pund. Ég talaði við nokkra fróða menn sem voru allir sammála um að það væri allt of mikið og það væri alveg örugglega ástæðan fyrir úrbræðslunni í upphafi. Nokkrum mánuðum síðar lenti félagi minn í því nákvæmlega sama, með sömu afleiðingum.
Þeir sem ég talaði við í kringum þetta voru allir sammála um að 10-12 væri algjört max fyrir þessar vélar.Þannig að ef þú vilt að vélin endist þá myndi ég ekki breyta þessu
Arnór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.