Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Turbína í Hilux 2,4 D
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.09.2003 at 21:45 #192881
Sælt veri fólkið!
Lét setja (tog)túrbínu á litlu togmiklu vélina, í stóra Hiluxnum mínum.
Ég er að fá misvísandi upplýsingar um það hvort setja eigi millikæli líka. Ég ætlaði að gera það en Einar í pústviðgerðum sagði að ég ætti ekki að hugsa um það, þar sem vélin væri gömul (227 þkm.) og þetta væri nóg að gert.Nú er talið betra, í þeim gögnum sem ég les, að setja millikælir, ef maður setur túrbínu á vélar sem ekki eru smíðaðar með túrbínu.
Hvað segið þið gárungar þarna úti?
kv. Skipper
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.09.2003 at 08:24 #476478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Millikælirinn fer betur með vélina og skiljar jafnframt meira afli. Það má vera að líftími vélarinnar sé ekki svo mikill hjá þér mv. akstur en hann styttist bara enn frekar án millikælis.
kv, gh
18.09.2003 at 09:00 #476480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvar léstu setja þessa túrbínu í bílinn. Er nefnilega að spá í að setja hana í "aflmiklu" díselvélina hjá mér (2,4 D Hilux). Einnig og hvað kostar svona pakki.
Bílinn hjá mér er ekki ekinn nema um 140þ, þannig ég held að þetta sé mjög vænlegur kostur…. ef þetta er ekki of dýrt.
18.09.2003 at 15:20 #476482Með millikælinn!!
Þá verður þú að athuga að vélin er hönnuð fyrir ákveðinn þrýsting. hvort sem þú notar millikæli eður ei myndi ég láta túrbínuna(for þjöppuna) blása minna heldur en í orgal TDI bílum. Í dag eru framleiðendur farnir að láta túrbínurnar blása minna en þeir gerðu áður og koma fyrr inn.
Maður heyrir bara um svo marga sem skelltu túrbínu og millikæli í bílinn og létu þær blása duglega til þess eins að skemmta sér í skammatíma og fá útbrædda vél í stað.
Kveðja Fastur
ps. En ef þú ert ekki með gm 6.5 dísel þá áttu bara vera með bensín vél.
18.09.2003 at 15:32 #476484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú ferð betur með vélina að setja millikælir
líka á hana. Ástæðan fyrir því er að afgashitin
verður ekki eins hár.
En eins og menn vita þá eykst brunahiti í vélinni
við það að setja túrbínu sem eykur álag á mótorinn,
það er ekki bara aukin þrýstingurinn sem veldur meira
álagi.Kv Gummi Ey
18.09.2003 at 19:23 #476486Sælir og takk fyrir skjótar upplýsingar.
Það er einróma álit ykkar að millikælirinn fer betur með vélina til lengri tíma litið og það að kæla loftið leiðir til lægri brunahita (Gummi Ey). Einnig er líklega rétt að láta túrbínuna blása minna inn á vélina hjá mér heldur en túrbínúvélar eins og Fastur kom inná. Það er líka eðlisfræðilegt lögmál að það verður töluverðu meira lofti komið inn í vélina við það að kæla loftið => meiri kraftur.
Varðandi Fasta skotið er rétt að spyrja að leikslokum!
Bestu þakkir, Skipper.
19.09.2003 at 08:01 #476488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er mikilvægt fyrir þá sem enn hafa ekki sett túrbínu í hiluxinn að velja rétta túrbínu. Flestir sem selt hafa túrbínur í þessa bíla hafa boðið uppá túrbínur sem koma tiltölulega seint inn (blása á háum snúning) og eru því hannaðar fyrir vegaakstur og eru fínar í það. Þeir hins vegar sem vilja nota græjuna á fjöllum verða að fá sér túrbínu sem kemur fyrr inn og eykur tog vélarinnar á lágum snúning. Að öðrum kosti kemstu ekki uppúr gírunum ef svo má segja því þegar skipt er um gír dettur snúningshraði vélarinnar undir vinnslusvið túrbínunar og þú verður bara skilinn eftir. Ísleifur í I Erlingsson hefur verið með túrbínur sem vinna á snúningssviði jeppamanna.
kv, gh
19.09.2003 at 09:06 #476490Ég verð að leiðrétta GunnarH aðeins.
Í Erlingsson er ekki til í dag en Ísleifur er með fyrirtæki sem heitir Túrbó og er að Lynghálsi 12.
Síminn hjá honum er 544-2004mbk
Siggi tæknó
19.09.2003 at 10:34 #476492Einn ágætur vélstjóri sagði mér, að millikælirinn breytti ekki svo miklu með afgashitann, tilgangurinn væri fyrst og fremst sá að hafa fleiri súrefnissamsætur í hverri rúmtakseiningu af lofti, sem inn á vélina færi. Það þýddi einfaldlega betri nýtingu á eldsneytinu. Hinsvegar sagði hann mér, að það væri gott mál að setja EGT mæli á afgasið, svona eins og er í flugvélum með bensínhreyfli (bulluhreyfli) og þeir þekkja sem hafa lært flug. Hann sýnir afgashitann, (Exhaust Gas Temperature) og í flugvélinni reynir maður að fá hann sem hagstæðastan með stillingu á styrk eldsneytisblöndunnar. Það er nú yfirleitt ekki hægt í dieselvélunum, en maður getur hinsvegar haft hemil á álaginu á vélina. Mælirinn gerir því fyrst og fremst gagn í að hjálpa manni til að ofbjóða henni ekki. En varðandi túrbínur, þá setti ég á sínum tíma við 2,8 Toy Hi-lux vélina ARB túrbínu með lágum þrýstingi, sem kom inn nánast strax og það var ekkert "turbine-lag" á þeirri vél. Hún hefur reynst vel, því ég hef frétt að það sé ekkert farið að hreyfa við þeirri vél enn og búið að aka bílnum um 500.000 km að mér er sagt. Þekki reyndar ekki til núverandi eiganda og hef þetta eftir millilið. Millikælirinn í þeim bíl var hinsvegar úr Iveco og kannski full stór. Það var ekki laust við að honum hætti til að "svelta" kælikerfið ef farið var hægt og t.d. vindurinn í bakið. Það lagaðist hinsvegar þegar Oddgeir, sem keypti af mér, tvöfaldaði vatnskassann.
21.09.2003 at 10:45 #476494Hvar fær maður svoleiðis græju og hvað skildi svoleiðis kosta?
21.09.2003 at 20:39 #476496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir strákar…
Athyglisverð umræða um túrbínur, finnst vélstjórinn gera lítið úr vægi millikælis!! Það er rétt að aðal markmiðið sé að koma sem flestum súrefnis einingum inn í bruna hólfið… þá hlýtu kaldara loft að vera betra, ef ég man rétt þá eru fleiri súrefnis einingar í köldu lofti heldur en heitu…. þið leiðréttið mig ef þetta er rangt.
Það er hægt að fá afgas mæla ( EGT ) fyrir flugvélar í gegnum netið á síðum eins og Aircraft Spruce eða Spruce catalog.. man ekki alveg, eða Tex-air parts og miklu fleiri síðum, athugið að biðja um verð fyrir "Experimental" það þýðir allt að helmingi lægra verð.
kv
3259
21.09.2003 at 21:04 #476498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki spurning að setja kælir og skifta um vatnskassa líka.
21.09.2003 at 21:57 #476500Túrbínan er komin í (Púsviðgerðir hjá Einari á Smiðjuvegi)og kemur inn á lágum snúning eins og jeppakallar vilja (gh). Keypti vatnskassa (Stjörnublikk-Vatnskassar) úr 4runner TDI og lét hækka hann í 55 cm. til að fá meiri kælingu (var að hitna svolítið upp kambana). Mun setja millikælir í á næstu dögum.
Kv. Skipper
22.09.2003 at 00:32 #476502Það sem Ólsarinn vitnaði í vélstjórann var ekki að gera lítið úr gildi millikæla til að auka afl heldur að þeir hefðu lítið gildi hvað afgashita varðaði.
Ef ég man túrbó/millikæla fraæðin rétt þá þenst loft út við hita þannig að þegar loftið hitnar í túrbínunni þá verður rúmmál þess meira, við að kæla það minkar rúmmál sama loftsins (sameindanna sem loftið er gert úr) og hægt er að koma meira lofti (fleiri súrefnis sameindum) inn í vélina.
Afgashitinn er væntanlega í beinu samhengi við brunahitann og hiti loftsins sem kemur inn á vélina hefur engin eða mjög lítil áhrif á hann. Hins vegar ræðst brunahitinn frekar af súrefnis/eldsneitis blöndunni, of veik blanda (of lítið eldsneiti miðað við súrefni) verður til þess að brunahitinn verður of mikill, það er t.d. þekkt að þegar vélar hafa verið sveltar af eldsneiti þá hafi ventlar brunnið og jafnvel milli strokka.Kv. Helgi
22.09.2003 at 08:43 #476504Held reyndar að þetta sé öfugt í diesel bíl en bensín.
Of mikið eldsneyti -> of mikill hiti.
Of lítið eldsneyti -> minni hiti.
Þess vegna er miklu einfaldara að setja turbínu á diesel bíla en bensín. Bensínvélin er viðkvæmari fyrir réttari eldsneytisblöndu.Sel það ekki dýrara en ég las það.
kv.
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.