This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Þá er tunnan fræga komin til R-víkur.
Það endaði með því að tveir úr hjálparsveitinni kláruðum málið .
Við ég og Sammi fórum þarna uppeftir ásamt föruneiti samtals 6 mans á tveimur bílum í dag og sóttum ílátið , hún reyndist nærri full af litaðri olíu ,
Það var frekar þungt færi frá gamlaskálanum upp að tunnuni með tveggja öxla kerru í eftir dragi en nittó dekkin sönnuðu ágæti sitt í þessu færi , það er þarna snjór með þikku öskulagi ofan á og djúpar holur sem askan hefur brætt, eina líkast karga þýfi , það var komin slóði næstum því að tunnuni þannig að það var ekki stór mál að ná henni upp á slóðann og í kerruna.
Ég er búinn að lýsa yfir eignarhaldi mínu á tunnuni og mun hún verða boðin upp á næstunni ,og það kemur sterklega til greina að uppboðið fari framm á sumarhátíðinni um næstu helgi.
Einig mun ég athuga þann möguleika að hún verði boðin upp á eBay og er mér tjáð að þar gæti hún selst á jafnvel á miljónir.
Ágóðanum er ó ráðstafað en þá ,en ég mun að sjálfsögðu gera mjög háar kröfur fyrir viðvikið.
Þannig að sveltur sitjandi kráka er fljúandi fær.
Kv. Úlfurinn.
You must be logged in to reply to this topic.