Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Tunnan komin í bæjinn.
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 14 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.07.2010 at 21:07 #213582
Þá er tunnan fræga komin til R-víkur.
Það endaði með því að tveir úr hjálparsveitinni kláruðum málið .
Við ég og Sammi fórum þarna uppeftir ásamt föruneiti samtals 6 mans á tveimur bílum í dag og sóttum ílátið , hún reyndist nærri full af litaðri olíu ,
Það var frekar þungt færi frá gamlaskálanum upp að tunnuni með tveggja öxla kerru í eftir dragi en nittó dekkin sönnuðu ágæti sitt í þessu færi , það er þarna snjór með þikku öskulagi ofan á og djúpar holur sem askan hefur brætt, eina líkast karga þýfi , það var komin slóði næstum því að tunnuni þannig að það var ekki stór mál að ná henni upp á slóðann og í kerruna.
Ég er búinn að lýsa yfir eignarhaldi mínu á tunnuni og mun hún verða boðin upp á næstunni ,og það kemur sterklega til greina að uppboðið fari framm á sumarhátíðinni um næstu helgi.
Einig mun ég athuga þann möguleika að hún verði boðin upp á eBay og er mér tjáð að þar gæti hún selst á jafnvel á miljónir.
Ágóðanum er ó ráðstafað en þá ,en ég mun að sjálfsögðu gera mjög háar kröfur fyrir viðvikið.
Þannig að sveltur sitjandi kráka er fljúandi fær.
Kv. Úlfurinn. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.07.2010 at 22:02 #698332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Frábært framtak. Þið eruð F4x4 til sóma. Tunnan og nærri full af olíu komin á öruggan stað. Ef ég hef sært Pál með skrifum mínum sem ég held nú ekki þá bið ég hann afsökunar.
Kveðja SBS.
12.07.2010 at 23:37 #698334Glæsilegt framtak!
Mín skoðun er sú að Páll Ásgeir hefði verið maður að meiri ef hann hefði gert eitthvað til að koma tunnunni til byggða frekar en að einskorða sig við hnútuköst.Jeppakallar 1 – Labbakútar 0
13.07.2010 at 11:56 #698336Frábært framtak hjá ykkur. Ekki átti ég von á að eitthvað væri í tunnunni en ef það er lituð olía þá er spurning hver átti hana. Hugsanlega hefur viðkomandi eigandi ekki þorað að lýsa eignarhaldi sínu vegna ólöglegrar notkunar á litaðri olíu. Nú svo má draga þá ályktun að hjálparsveitirnar hafi átt hana og gleymt. Meiga þeir ekki keyra á litaðri?
Annars er þetta framtak "okkar" manna, klúbbnum og auðvitað þeim sem framkvæmdu, til sóma.Kveðja:
Erlingur Harðar
13.07.2010 at 13:04 #698338
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Getur ekki verið að Míla eða Vodafon hafi átt þessa tunnu ?annarhvor þeirra var með vefmyndavél þarna uppi og þurfti við hana rafstöð og hún má ganga á litaðri olíu…
Matti
13.07.2010 at 13:17 #698340Frábært framtak hjá Hjálparsveit 4×4 – þetta er til sóma.
Annars þykir mér nánast öruggt að Míla eða einhver af Björgunarsveitunum sem voru í lögguleik á hálsinum eigi þessa tunnu og því væri rétt að leggjast í rannsóknarvinnu á því og krefja viðkomandi um há björgunarlaun til handa hjálparsveit 4×4 og þeim sem í þessu stóðu….
Benni
13.07.2010 at 15:19 #698342Gott að tunnan er komin til byggða og veldur ekki framar áhyggjum, þó auðvitað sé tilvist hennar þarna óupplýst. Ég setti fram kenningu í athugasemdunum hjá Páli, sem ég veit svosem ekki hvort sé rétt. Fyrir nokkrum árum fengum við hjá Útivist snjóbíl til að flytja góðan skammt af olíu í tunnum fyrir okkur í skálann. Það sem komst á tankinn fór á hann en restin stóð fyrir utan skálann í tunnunum í sjálfsagt vel á annað ár. Mögulega hefur einhver ætlað að nappa einni tunnu, skellt henni á pallinn hjá sér en lent svo í vandræðum við að drífa og losað sig þá við kvikindið. Tunnan hafi svo fennt í kaf. Ég hef svosem ekkert fyrir mér í þessu annað en að þetta sé möguleiki, það tók enginn eftir að tunnu vantaði, en þær voru svosem ekki taldar reglulega.
Ekki svo að skilja að ég ætli að gera tilkall til innihaldsins, enda liggur engin sönnun fyrir og innihaldið hlýtur að vera björgunarmanna eða klúbbsins.
Kv – Skúli
13.07.2010 at 16:02 #698344Sælir
Núna þegar tunnan er komin til byggða er loksins tímabært finnst mér að velta fyrir sér hver á tunnuskrattann.
"pottþétt björgunasveitabjálfarnir, örugglega míla eða vodafone" ég held að menn ættu að vera svolítið hófsamir í yfirlýsingum því að það hlýtur það sama að ganga yfir alla, að menn séu saklausir unz sekt er sönnuð.
"þessi tunna getur ekki verið full, þá væri hún komin á hliðina" var sagt í þessum eða einhverjum öðrum þræði og annað keimlíkt sem er allt í lagi að minna menn á og sýna þeim að þeir eru kannski ekki svo sannspáir eða svörin þeirra svo gáfuleg til þess að menn ættu að fara út í að agnúast út í aðila sem voru á svæðinu til þess jafnvel að aðstoða eða forða slysum.
Eins og Skúli benti réttilega á er heldur ekki eins og þetta eldgos hafi verið upphaf af umferð á svæðinu. Það eitt og sér að olían sé lituð gerir ekki jeppamenn stikkfrí, þeð eru jeppamenn að nota litaða olíu og frekar ólíklegt að þeir myndu viðurkenna að eiga gripinn.
Ég er hinsvegar forvitinn að vita hvort menn hafi gengið úr skugga um hvort tunnan sé full af olíu eða kannski hálf af olíu og hálf af vatni. Við vitum alveg hvert vatnið fer í svona tunnu og hvert olían fer svo að mig langað að vita hversu mikið, ef eitthvað, vatn var í tunnunni og hve mikil aska.
Það er ekkert heldur sem útilokar að tilvist tunnunnar sé á ábyrgð eins og að hún sé opin sé ábyrgð annars.
Kv Jón Garðar
13.07.2010 at 17:12 #698346Sæll Skúli.
Tilgáta þín , hvaðan tunnan er komin er kanski bara sú rétta?
Þessi tunna er ekki tilkomin frá því í vetur, hún er kolriðguð og beigluð og hefur allt útlit fyrir að vera búin að vera úti í all nokkuð langan tíma.
Staðsetningin er líka slík að það hljóta að hafa verið aðrar aðstæður þarna þegar hún var skilin eftir ,en eru núna. Það hlítur að hafa verið mikklu meiri snjór , en staðurinn gefur samt sem áður það til kinna að sá sem var að ferðast með tunnuna á sínum tíma hafi gefist upp og skilið hana eftir.
Tunnan er rauðbrún á litin mert Mobil hvítum stöfum efst á hliðinni, spurningin er, eru tunnurnar eins sem eru við skálann, ef svo er, er þá ekki miklar líkur á að ágiskun þín hafi við rök að stiðjast.
En af hverju tunnan er tappa laus væri fróðlegt að vita.
En þetta að sækja tunnuna held ég að hafi verið þarft verk (burt séð frá því hver sótti hana) vegan þess að hún stóð ekki á traustu undirlagi og ef hún hefði farið um koll hefði inni haldið runnið beint í smá lækjar seitlu sem hefur mindast þarna út að snjóbráðnun og runnið með honum eithvað lengst niður eftir og skilið eftir sig olíu brák fleiri hundruð metra ef ekki lengra .
Sæll Jón Garðar.
Ég athugaði hvort það væri vatn í tunnuni eins og hægt var á staðnum og það sem var rekið ofan í hana bar eingan vott um að það væri vatn í hanni, ég notaði slöngu og rak hana niður í botn og sogaði upp í hana og lét renna svolítið í brúsa og það var bara olía sem kom úr slöngunni. Hvort það sé eitthvað smá af vatni eða ösku allra neðst ætla ég ekki að ábyrgast.
Kv. S.B.
13.07.2010 at 21:16 #698348Get því miður ekki fullyrt um hvort ein eða fleiri af tunnunum sem voru við skálann hafi passað við lýsinguna, þetta var eitthvað samansafn minnir mig. Man þó eftir bláum tunnum en ekki svona Mobil tunnu, en það útilokar ekkert því minnið er farið að leka eins og Landrover.
Kv – Skúli
13.07.2010 at 23:01 #698350
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fékk að heyra það.
Kveðja SBS. Mannorðsbani, tilhæfulaus rugludallur, undirförull lygari og skítkastari úr launsátri.
14.07.2010 at 10:51 #698352Míla var með bensín rafstöð við myndavélina og hef ég áræðanlegar heimildir fyrir því að þeir séu saklausir af þvi að eiga þessa tunnu, Vodafone var ekki með myndavél þarna svo ég myndi benda á björgunarsveitargauranna 😉
kv Lella
14.07.2010 at 11:35 #698354
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hva voðalega liggur félögum í 4×4 á að koma ábyrgðinni á þessari tunnu yfir á björgunarsveitirnar? Hvaða hafa þær gert ykkur og hversvegna ætti björgunarsveit að vera með 200 lítra olíutunnu á fimmvörðuhálsi??? hvað þá að skilja hana eftir?? Hversvegna ætti nokkur jeppamaður að vera með olíubirgðir á fimmvörðuhálsi. Það væri kanski rörkrétt að vera með olíbirgðir í jökulheimum, kverkfjöllum, grímsfjalli, nýjadal eða einhverjum svona stöðum sem eru langt, langt frá bensínstöðum á veturnar…. en fimmvörðuháls meikar ekki sens… Það voru stanslaus vaktaskipti milli sveita í gosgælsunni á sínum tíma og hver sveit útvegar sér sjálf olíu…. þannig að það hefði aldrei getað komið til þess að einn bíll væri svo lengi þarna uppi að hann þyrfti á olíubirgðum að halda…
Mig langar að vita nánar um staðsetninguna á þessari tunnu… ef ég skil þetta núna rétt að þá var hún í svipaðri hæð og skáli útivistar??? ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að það hafi verið tunna á kafi í snjó við gönguleiðina yfir fimmvörðuháls fyrir rétt rúmu ári síðan… sú tunna var í svipaðri hæð og skáli útivistar… hún var með tappanum í… er þetta ekki bara sama tunnan?? einhver rifið hana upp og ætla að fara með hana…. nú eða það hefur bráðnað utan af henni og einhver göngugarpurinn tekið tappan úr til að athuga hvort það væri eitthvað í henni….
Kv.
Óskar Andri
14.07.2010 at 13:20 #698356Sælt veri fólkið.
Ég veit ekki hvað er að , það mætti halda það að fólk sé á einhverskonar sýruofsóknar trippi við að kenna hinum ímsu aðiljum um tilvist tunnunar og þó einkum og sér í lagi björgunarsveitunum
Ég er svoleiðis gáttaður á þessiri framgöngu, að það liggur við að maður skammi sýn fyrir að vera Íslendingur .
Þessi tunnu fjandi er greinilega búin að vera þarna mjög lengi , hún er beigluð og kolriðguð þannig að það er eugljóst að hún hefur ekki dúkkað þarna upp í vetur.
Ef ég er ekki mjög áttavilltur þá var hún N eða NA af skálanum, þar ofan í lægð , það var næstum því bráðnað undan henni og það sem Óskar Andri var að segja hér á undan getur ekki passað betur.
Þannig að tilgáta Skúla H. gæti allveg staðist.
Þannig að nú er mál að linni og fólk hætti að leita að blórabögglum í sambandi við þessa tunnu og fari að snúa sér að uppbyggilegri málefnum og fari að huga að sjáslfsvirðingu sinni og gæti orða sinna.
Hitt væri gaman að vita hver tók tappan úr henni og kanski að einhver sérlokk hólmsinn tæki það að sér að upp lýsa það .
Kv. S.B.
14.07.2010 at 14:32 #698358Heyr heyr Sammála síðasta ræðumanni.
Kv Bjarki
14.07.2010 at 20:12 #698360Ég legg til að við söfnum liðveislu og leggjum á gang uppá Fimmvörðuháls hinn nýja, með hóp málmleitartækja og leitum þessa tappa. Hygg ég að það gæti gefið einhverja vísbendingu um málsatvik.
Eðli tappa er að rata ekki langt frá heimkynnum sínum, en sama má víst segja um olíutunnur, þó var ein týnd og tröllum gefin (eða þar til göngumaður gekk á hana svo af hlutu sár og illindi).Kveðja, Úlfr tunnubjörgunarmaður.
E.s. Tunnugarmurinn var c.a. 30-50m austan af beinni línu milli skálanna sem eru á svæðinu myndi ég halda, en ég var frekar áttaviltur þarna, enda bara aska þarna.
Ég styð einnig þá kenningu Stefáns að tunnan sé búin að lifa og hrærast í þessu umhverfi amk löngu fyrir gos. Síðan hefur hún verið færð þegar einhver áhugasamur hefur verið að kanna innihaldið, misst tappann og týnt honum. Nema hann hafi einmitt verið með tunnu sem vantaði í tappann og ákveðið að nappa þessum. Sem mér finnst vera stjarnfræðilega ólíklegt.
Skemmtilegt samt hvað það varð mikið mál úr einni tunnu, og mætti segja að annað eins klofningsmál hafi ekki komið upp í klúbbnum síðan á síðasta fundi eða svo. 😉
16.07.2010 at 09:27 #698362Það er slæmt ef lokið mun valda tjóni á þessum stað , er ekki best að gera annan leiðangur þángað og finna lokið
til er ég , mæta með svona 20 stikki segulmælingatæki og litlar forleifaskóplur til að grafa upp með . Svo maður
valdi sem minst spjöllum . (Hér er mynd af Tunnini að vísu vanntar lokið )kv,,, MHN
16.07.2010 at 13:54 #698364Maggi minn , þú hefur ekki áttað þig á því þegar þú settir þessa mynd inn,að þú værir að setja bestu felumynd aldarinnar inn á vefinn.
Lokið er á myndinni , og leitið þið nú.
Kv. Úlfurinn.
ps. verðlaun, þönnukökut í boði M.H.N.
16.07.2010 at 20:41 #698366Strákar er möguleiki að þið hafið tekið vitlausa tunnu? Spurning hvort er betra brúnn eða rauður en miðað við myndirnar er þetta ekki sama tunnan og á myndinni hjá Palla, þetta er myndin á blogginu hans:
[img]http://blog.eyjan.is/pallasgeir/files/2010/06/Copy-of-Fimmvörðuháls-027-300×225.jpg[/img]
Kv – Skúli
16.07.2010 at 20:47 #698368Tilvist tunnunar góðu voru nú bara tilgátur en ekki staðhæfingar eða ásökun. Þið sunnamenn ættuð að koma á fundi hérna á landsbyggðinni þar sem við tölum við hvor annan eins og fullorðnir karlmenn og móðgumst ekkert þó að spjótin gangi á milli okkar. Þið eruð ótrúlega uppstökkir og að því er virðist haldnir alvarlegri vænisýki.
Skemmtið ykkur vel á Sumarhátíðinni og hættið að taka allt svona alvarlega.Kveðja:
Erlingur Harðar
Sem þolir allt nema ull…
16.07.2010 at 21:04 #698370Ja hérna hér,,,,,,,, hahhahahahhaha,, þvílíkt uppistand,,,,,,,, L.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.